Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Endurbætur Múrklæðning sem ekki breytir útlitinu í BARÁTTUNNI við alkalískemmdir og aðrar steypu- skemmdir hér á landi almennt hafa verið famar ýmsar leiðir til einangra og verja hús eftir viðgerðir, s.s. með ýmiskonar klæðningum. STO-utanhússklæðningu, er þýsk múrklæðning og hafa um 40 múrarar farið til Þýskalands til náms í meðferð og vinnu með STO á vegum Veggprýði h.f. á undanförnum 7 árum. DÆMI UM hús fyrir og eftir við- gerðir. Búið er að háþrýstiþvo veggina þannig að miklar steypu- skemmdir eru augljósar, en eftir viðgerðir og klæðningu lítur hús- ið svona út. Að sögn Harðars K. Guðmunds- son hjá Veggprýði býður þessi klæðning upp á að klæddur sé að- eins sá hluti húss sem um er að ræða, t.d. gafl eða áveðursveggur, þar sem efnið fæst í yfír 300 litum, með mismunandi áferðum og er samskeytalaust, þannig að útlit húsa þarf ekki að breytast. Mest hefur þó verið gert af því að heilklæða hús. Eykst einangrun talsvert við það, en mismikið þó eftir því hvort klæðningin er lögð á einangrunar eins og steinull eða beint á límnet á stein eða tréð eftir því um hvemig hús er að ræða. Hörður segir kosti þess að ein- angra hús að utan vera marga, s.s. þá að þannig séu veggimir vemdað- ir gegn veðrabreytingum og raka, þannig að frost- og alkalískemmdir stöðvist. Betri hitajöfnun verði inni í húsinu þar sem efnismassinn tempri hitabreytingar, mismunar- spenna minnki, kuldabrýr hverfí og í framhaldinu minnki spmngu- myndum af þeim sökum. Dæmigerð klæðning er í tveimur efnalögum með netum. Lögin era opin fyrir öndun frá veggnum og eiga þannig að koma í veg fyrir að raki safnist fyrir innan ysta lag klæðningarinn- ar. MBIVKeli Stendur til að mála húsið í sumar? Alltfrá einum glugga í garóhús BORGARSMÍÐI h.f. hefur nú tekið við umboði á STRATA XXI, sem er gluggaefniskerfi með römmum, körmum, listum o.fl. Um er að ræða glugga- kerfi sem er að mörgu leyti frá- brugðið því hefðbundna, efni- viðurinn styrkt og veðurþolið UPVC-efni, gegnlitað og án allra þenslumöguleika. Eru gluggakerfin fáanleg í mörgum gerðum, stærðum og mismun- andi Iögun, sem bjóða upp á notkun í allt frá smáum glugga- opum yfir í heilu garðhúsin. Það sem vekur ekki síður at- hygli við kerfíð er að gluggakerfið er „þjófhelt" eins og segir í upplýs- ingum frá framleiðandi. Meðal annars þannig að þótt glugga sé læst með iykli og læsingin brotin upp, jafnvel fjarlægð í heilu lagi, er ekki hægt að opna hann. Spjaldi verður hvergi komið á milli gluggarammans og gluggakarms, þar sem litlir nabbar sem eru allan hringinn á rammanum ganga inn í karminn um leið og glugganum er læst og renna ekki til baka nema að opnað sé aftur með lykli. Svipað atriði við hönnunina gerir það að verkum að hægt er að læsa glugga þannig að á honum sé einhver opnun. Gosbrunnar, styttur, dælur og ljós Vörufell hf., Heiðvangi 4, 850 Hellu, simi 98-75870, Sigurvina. ÞEGAR mála skal hús eða íbúð að utan er margs að gæta, ráðlegt að undirbúa verkið vel og kanna hvort skynsamlegra sé að vinna verkið sjálfur eða fá fagmann. Fagmaðurinn segir að sjálfsögðu að hann skili betra verki en leikmaðurinn og beri þar að auki ábyrgð á verki sínu í eitt eða tvö ár. Samt sem áður vilja þó margir spara sér aðkeypta vinnu og reyna sjálfír og vissulega er ekkert sem bannar mönnum að mála hús sín, sem og margir gera það með góðum árangri og hafa þar að auki gaman af því. Jón Bjömsson málarameistari hjá Málningarþjónustu Reykjavíkur, sem varð fyrir svöram þegar spurt var um ráð til handa fólki sem hygðist mála sjálft, segir að ætli menn sér að vinna sjálfír sé rétt að huga vel að vaii á málningu og fara eftir leiðbeiningum frá framleiðendum sem í dag séu yfirleitt mjög góð- ar. Segir hann líka að öll meðferð og vinna með málningarefni sé orðin mun léttari en áður var. Jón ráðleggur mönnum hiksta- laust að nota íslenska málningu, segir það sína reynslu að hún sé langsterkust, enda framleidd fyrir íslenskar aðstæður og gerð til að þola umhleypinga og álag, t. d. tveggja til þriggja daga stöðuga „lárétta" rigningu. Allt tréverk verður að grunna vel, bletta og síðan mála tvær umferðir og um alla fleti, steypta eða úr timbri, gildir að hreinsa burtu gamla og lausa málningu og jafnvel þvo með háþrýstisprautu og láta síðan þorna vel áður en málað er. Séu húsveggir illa famir af sprungum ráðleggja málarameist- arar mönnum að fá fagmenn til að annast viðgerðir og helst máln- ingarvinnuna líka. Með því eigi að vera tiyggara að viðgerðin dugi og málningin endist eins lengi og mögulegt er eða í allt að 6 til 8 ár. Glugga þarf að mála oftar, kannski á fjögurra til fimm ára fresti og veðurveggi, þ.e. þá veggi sem mæðir mikið á getur jafnvel þurft að mála á tveggja eða þriggja ára fresti. Jón Bjömsson segir að málarar geri gjaman tilboð í húsamálun og oft sé einnig hægt að semja við meistara um að taka húsin í fast eftirlit, koma kannski á tveggja ára fresti og athuga og ráðleggja um hvað gera þurfí. Sé það gert segir hann allt viðhald mun léttara og hægt að koma í veg fyrir að skemmdir grafí um sig. Kostnað við að fá málað 140 fermetra einbýlishús á einni hæð segir Jón geta verið á bilinu 100 til 150 þúsund krónur en á stærri einbýlishúsum geti hann verið allt að 300 þúsund krónur. Jón segir að munurinn á að mála sjálfur og fá fagmann í verkið sé kannski ekki eins mikill og virðist í fyrstu s.s. miðað við það að leikmaðurinn þurfi yfirleitt að kaupa verkfæri, leigja palla og háþrýstisprautu og geti þetta allt hlaupið á nokkrum tugum þúsunda. En hann segir að burtséð frá þvf hver málar, þá sé eitt aðalatriðið það að trassa ekki að mála þegar tíminn er kominn á slíkar endurbætur. Sé verkinu frestað verður það alltaf dýrara vegna meiri undirvinnu. jt MÁLARAMEISTARINN Jón Björnsson vur beó- inn um nokkur heilræói fyrir þú sem hyggj- ust mólu húsið sitt sjólfir: ■ Notið málningu frá íslenskum framleiðendum, hún er gerð fyrir íslenskar aðstæður. ■ Kynnið ykkur vandlega leiðbeiningar og farið eftir þeim. ■ Hreinsið alla fleti vel áður en málað er og blettið tré- verk og grunnið. ■ Málið alltaf tvær umferðir. ■ Málið glugga á íjögnrra til fimm ára fresti. ■ Dökk gluggamálning dregur til sín meiri hita og því er slíkum gluggum hætt við að springa. Því getur þurft að mála þá oftar. ■ Málið aðeins þegar veggimir eru vel þurrir. ■ Óhætt er að mála í allt að 10 stiga frosti sé veður þurrt. I Málið húsið á sex til átta ára fresti. ■ Athugið ástand hússins á hverju ári og gerið ráðstafan- ir ef skemmdir virðast vera að koma fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.