Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.1993, Blaðsíða 14
U € jVIORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 Garöyrkja Að gera upp garó EINN VAR sá staður á Vestfjörðum sem gamla barnaskóla- landafræðin gat um til viðbótar við þrönga firði, sæbrött fjöll, fuglabjörg og lítið undirlendi en það var garðurinn Skrúður í Dýrafirði. Hvernig má það vera að vanhirtur \ trjágarður „kvart-hektari“ hafi ratað á spjöld landafræð- innar? Þannig kann einhver að hafa spurt, sem átt hefur leið í garðinn undanfarið. Mig langar að greina frá sögu þessa garðs, sem er einstakt dæmi um brautryðjendastarf í íslenskri garðyrkju og ber vitni auðmjúkra en háleitra hugsjóna um menntun og framfarir fyrr á öldinni. Stofnandi garðsins var séra Sig- tryggur Guðlaugsson prófast- ur á Núpi, (fæddur 27. september 1862, dáinn 3. ágúst 1959) sá hinn sami og stóð fyrir stofnun ung- mennaskólans að Núpi 1907. Hann fluttist að Núpi til bróður síns Krist- ins, norðan úr Eyjafirði árið 1905 og gerðist prestur í Mýraþingum. Hann var mikill ræktunarmaður og hafði lengi haft hug á að koma sér upp matjurta- og skrautgarði. Hér á Núpi gafst honum loks tækifæri til að láta af þessu verða og bauð Kristinn honum að velja hvaða blett sem hann helst kysi á jörð sinni til þessara framkvæmda. Um tilgang- inn segir Sigtryggur sjálfur í árbók garðsins: „Eins og kunnugt er, geta gróðurgarðar heimila verið þrenns konar: trjágarðar eða aldin (frugt- have), blómgarðar (blomsterhave) og matjurtagarðar (kökkenhave). Ekkert eitt af þessu þrennu er hugs- unin með stofnun Skrúðs. Aðaltil- gangurinn var að reyna að sýna eftir mætti hvað gróið gæti úr mold á íslandi til fæðu, fjölnytja og fegurðar, eða vera matjurta- garður skrýddur að verðleikum ís- lenskum blóma. Þegar Kristinn bróðir minn og ég höfðum lagt hug á að koma upp skóla, féll gróðurreit- urinn í huga mínum í sambandi við það, sem ég hefi orðað þannig á öðrum stað: 1. Vera til hjálpar við kennslu í almennri plantnafræði og garðrækt (námskeið) og einkum að því er snertir aðhlynning tijágróðurs — skólagarður. 2. Sýna nemendum hvað vaxið getur í íslenskum jarðvegi og jafn- vel hijóstrugum, ef athugun og nákvæmni fylgir og tekið er tillit til íslensks veðurfars. 3. Venja nemendur við að neyta garðjurta og viðurkenna ágæti þeirra til fæðubóta og heilbrigði." Fyrstu órin Strax sumarið 1905 velur séra Sigtryggur stað fyrir garðinn, en sumarið 1906 er hann í útlöndum og var aðeins um haustið hægt að færa að nokkuð af gijóti í vegg- hleðslur, en hugmynd hans var að mynda skjól með gijótgörðum á báðar hliðar en nota vírgirðingu ofan og neðan við. Sumarið 1907 var lokið við gijóthleðslu beggja vegna garðsins niður undir þar sem aðalhlið kom á vesturhliðina og annað lítið á austurhlið. Á miðju sumri 1909 er lokið við vegghleðsl- ur og girðingar utan um garðinn og einnig lokið við að smíða aðal- hliðið. Á árunum 1906-8 var jafn- framt unnið að því að bijóta jarð- veginn innan girðingar. Var það erfitt verk og mikið þar sem ekki var komið við reku fyrr en rifið hafði verið mjög mölbijót og járn- karli. Voru fluttir 4-5 hundruð hestburðir af rofamold í reitinn úr rúsum Núpsbæjar, reitt á hestum að sumri, ekið á sleða að vetri, því að kerrur voru ekki enn komnar til nota. Litlum læk sem rann skammt frá var veitt í garðinn og leiddur í járnpípu að gosbrunni sem gerður var efst í garðinum, einnig var hon- um veitt í hlaðna steinþró þar sem fall hans myndaði fossnið í garðin- um. Jafnóðum og land i reitnum var brotið og hreinsað hófst ræktun ýmissa matjurta. Tegundir fyrstu áranna eru: hafrar, jarðepli, gulróf- ur og matsúra (rabarbari), nokkur afbrigði af hverri tegund, og var strax farið að fylgjast náið með og skrá uppskeru hvers afbrigðis. Sr. Sigtryggur hafði hug á að koma upp „víðum“ og þá einkum íslenskum. Vorið 1906 voru pantað- ar sex reyniplöntur frá Ræktun- arfélagi Norðurlands á Akureyri, en af ýmsum ástæðum voru þær ekki gróðursettar fyrr en 1908 á sínum stað í Skrúð, en þá orðnar fjórar. Þrjár af þessum plöntum náðu þroska (eina braut stormur- inn). Árið 1992 var aðeins eitt þeirra enn á lífi (a.m.k. 87 ára) þá um 6,5 m á hæð en orðið illa farið af barkarskemmdum. Gulvíðisgræðlinga fékk Sig- tryggur 1908 úr Fnjóskadal og á þessum fyrstu árum fékk hann margar tegundir blóma, en til stóð að hafa í garðinum sem mest af íslensku blómaflórunni, einkum þeim sem fremstar þykja til prýði. Stofndagur garósins og nafnfesting Stofndagur garðsins er 7. ágúst 1909 og velur séra Sigtryggur þann dag vegna þess að þá eru liðin rétt 150 ár frá því Björn prófastur Hall- dórsson í Sauðlauksdal gróðursetti jarðepli hér á landi fyrstur manna. Séra Sigtryggur segir um hinn formlega stofndag: „Nú þótti mér gaman að velja þennan 150. sáningarafmælisdag til þess að reisa hlið reitsins og festa honum nafn með ofurlítilli vígsluræðu. Hliðsbúnaðurinn lá enn flatur á stokkunum. Var hann nú reistur og festur á sínum stað. Fluttar voru stuttar tölur með nafngjöfinni og sungið. Veður var hið bezta og nokkur hópur manna viðstaddur, einkum skólanemendur frá næstliðnum vetri.“ Þegar séra Sigtryggur var á Þór- oddsstað í Kinn 1901 vann hann að endurhleðslu kirkjugarðs og í tengslum við það hafði hann löngun til að gera sér ofurlítinn skraut- garð. Hjá honum bjó þá ung stúlka úr Reykjavík, Sigríður Einarsdóttir. Einhveiju sinni spurði hann þessa stúlku hvað hann ætti að kalla blett- inn. „Kallaðu hann Skrúð“, var hik- laust svar litlu stúlkunnar. Ekki kom til þess að af skrautgarðsgerð yrði á Þóroddsstöðum en „ég mundi nafnið með geðþekkni," segir Sig- tryggur, „og nú loksins gafst mér tækifæri til að nota það: nefni reit- inn sem hér ræðir um „Skrúð“.“ í árbók Skrúðs (um fyrstu 40 árin) veltir sr. Sigtryggur íýrir sér, hvort þessi nafngift geti verið fyrir- rennari orðsins „skrúðgarður“. Hann segir þar að Skrúður á Núpi hafi fyrst verið nefndur á prenti af Jóni fræðslumálastjóra Þórarins- syni í Skátablaðinu um 1910. Nafn- ið „skrúðgarðar" hafi Einar Helga- son, garðyrkjumaður, fyrstur manna notað í bók sinni „Bjarkir" sem kom út 1914 en honum mun hafa verið kunnug þessi tilraun sr. Sigtryggs frá öndverðu og hafi veitt honum þakkarverða aðstoð. Þessa tilgátu sr. Sigtryggs má telja rétta, því að fram að 1914 eru notuð ýmis önnur orð yfir þess konar garða, s.s. skrautgarðar, skemmti- garðar eða prýðisgarðar. í ýmsum ritum frá 1915, ’17, ’18 og ’19 hefur orðið „skrúðgarður" fest sig í málinu. Naestu árin Áfram hélt þrotlaust ræktunar- starf sr. Sigtryggs næstu árin þrátt fyrir ýmis áföll af völdum erfiðs árferðis og truflunar á samgöngum vegna hafísára og fyrra stríðsins. Jurtum hélt samt áfram að fjölga, Lódarlögun Nýstandsetningar, upptaka og breytingar á eldri görðum, trjáklippingar, gróóurval, gróðursetning. Þorkell Einarsson, skrúðgarðyrkjumaður, bílasími 985-30383. Gamla „lævirkjatréð" LARIX decidua - Evrópulerki. Eitt af elstu trjám hérlendis af þessari tegund, gróðursett 1911. Haéð þess árið 1992 mældist 10,2 m. og ummál stofns í eins metra hæð var 195 sm. Til saman- burðar má geta þess að Evrópulerki frá sama tíma í Mörkinni á Hallormsstað er 16 m á hæð 1990. Tréð í Skrúð kom frá Akureyri, en ekki er kunnugt um upprunastað í Evrópu. bæði blómum, rósum og beijarunn- um, s.s. rifs- og sólbeijum, einnig kúmen. Vöxtur reynitijáa var yfir- leitt með ágætum, en tíð frostá- hlaup ullu skaða á grænmetisupp- skeru. Uppskera garðávaxta varð samt strax umtalsverð og.eru til nákvæmar skrár yfir uppskeru hverrar tegundar og afbrigðis um áraraðir. Nokkrir nemendur gerðu sér til gamans að bera saman jarð- eplaafbrigðin að „smekkgæðum og ljúfneyzlu". Þannig að sjá má að hugað var að flestum atriðum vand- lega. Búnaðarsamband Vestfjarða lagði fram nokkurn styrk til Skrúðs gegn því að fá árlega senda skýrslu um árangur matjurtatilrauna og var svo gert um árabil. 1912 bætast við tvær tijátegund- ir, fura og „lævirkjatré" sem nú er kallað lerki. Nokkuð er um að tijá- plöntur séu látnar burt og þá vænt- anlega til nágrannasvæða og af því sést, að áhugi sr. Sigtryggs er far- inn_ að smita út frá sér. Árin 1909-1914 bauð sr. Sig- tryggur nemendum Núpsskóla sem vildu að loknu námi að gróðursetja tijáplöntur í reitnum er síðan skyldi ánafnaðar hveijum nemenda. Þessu lýsir hann svo: „Skyldu nemendur að vorinu, þegar ég hafði plönturnar til og undirbúinn stað fyrir þær, koma saman tiltekinn dag, hveijum velj- ast planta og ból fyrir hana eftir hvers eigin hlutkestisdrætti. Síðan skyldi hann gróðursetja haria og ég hafa eða sjá fyrir umsjón með verkinu. Þetta bar þann árangur að nemöndum eignuðust nær 50 reyniplöntur." 24 af þessum reynitijám standa enn, en eru i mjög mismunandi ásigkomulagi (þau hæstu 7 m 1992). Samkvæmt teikningu af þessari gróðursetningu má finna hvert tré og þar með nafn þess sem gróðursetti og gróðursetningarár. Ýmsum brögðum var beitt til að veija tijáplönturnar fyrir vetrar- veðrum og best gafst að vefja hess- ian-ræmum utan um krónu tijánna. Sumarið eftir frostaveturinn mikla var kalt og gekk brösuglega með allan gróður, matjurtur spruttu lítið og engin ber, en sáning fór fram í kössum sem mátti bera til eftir veðri. Seinni kona sr. Sigtryggs, Hjalt- lína M. Guðjónsdóttir fer að starfa að Skrúð með manni sínum um 1918, af mikilli eljusemi. Hún hafði áður unnið sér til náms í gróðrar- stöð Reykjavíkur og fór þangað aftur til frekara náms 1927, en varð frá að hverfa vegna lasleika. Árið 1920 eru taldar lifandi í garð- inum 5 tijátegundir, 3 tegundir beijarunna og 35 jurtkenndar teg- undir. Einnig hafa bæst við margar tegundir matjurta, s.s. græn- og rauðkál, toppkál og hreðkur. Þess má til gamans geta að ýmis af- brigði beijarunna og matsúra komu frá fyrrum aðsetrum norskra hval- fangara í Dýrafirði og Önundarfirði. Arið 1922 er garðurinn stækkað- ur um rúma 500 fermetra og er þá kominn í endanlega stærð, eða um 2.500 fm. Þessi stækkun var að mestu hugsuð sem „dvalarflöt og tjaldstæði" en plantað björkum úr Fnjóskadal umhverfís. Sama ár kemur all stór sending plantna frá Ræktunarfélagi Norðurlands m.a. hlynur, heggur, fura, greni og beijarunnar. Hlynurinn var svokall- aður „platanhlynur" og varð fljót- lega runnavaxinn, einnig prófuð ösp, en hún féll. Árið 1925 er ráðist í að byggja 24 fm gróðurhús. Hús- ið kom að góðum notum, bæði til útplöntunar í reitnum sjálfum og í heimilisgörðum víðs vegar um ná- grennið. Skömmu fyrir 1930 er byijað að sá beijum reynitijáa og rifs og tókst það vel. Eftir það var töluvert mikið um að plöntur færu framleiddar og afhentar til gróður- setningar annars staðar, bæði tijá- plöntur, matjurtir og skrautblóm, innlend og erlend. Fyrir 1930 er Skrúður orðinn frægur víða um land, og leggur fjöldi gesta leið sína í hann á þeim árum, jafnvel 4-7 hundruð á sumri. Árið 1935 eru pantaðar 20 greniplöntur frá Noregi, tvö ágrædd eplatré og eitt af „komelviði” (skollabersætt). Sendingin varð fyr- ir miklum töfum hérlendis vegna nýsettra laga um innflutning tijá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.