Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1993 Spennufall hjá AC Milan Forskotið á inter Mitan minnkar stöðugt Staðan 4. maí 1993____________ AC Milan 29 17 10 2 58:27 44 Inter 29 15 10 4 52:32 40 Ítalíumeisfcjrar * MÍLANÓ AC Milan \ntei^am e Parma stöðvaði sigurgöngu AC Milan 21. mars, 1:0 Ancona Roma Cagliari Brescia Genova Lazio Genova Foggia Parma Torino 31. 32. Leikir sem eftir eru: AC Milan á þrjá úti- leiki eftir Úti Heima Úti Heima Úti Inter Milan hefur ekki tapaö leik eftir áramót Heima Úti Heima Úti Heima 33. 34. ■ VALDIMAR Kristófersson og Steinar Guðgeirsson, sem léku með belgísku 3. deildarfélagi í vetur, eru komnir heim og byrjaðir að æfa með Fram. Þeir félagar leika sinn fyrsta leik með Fram, sem mætir Fylki í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld. ■ BJARKI Gunnláugsson hefur ekki æft knattspyrnu í fimm mánuði vegna meiðsla, eða frá því hann skrif- aði undir atvinnumannasamning við hollenska liðið Feyenoord. ■ „ÞETTA hefur verið frekar leið- inlegur tími,“ sagði Bjarki. „En það er loks búið að fínna hvað hefur amað að mér. Sérfræðingur í Amst- erdam komst að því að verkimir í náranum stöfuðu af klemmdri taug í baki,“ sagði Bjarki sem var skorinn upp í nára í janúar. Hann sagðist bytjaður í kraftæfmgum jafnframt því að vera í sérstakri læknismeðferð. ■ MATTHÍAS Matthíasson, hornamaðurinn knái hjá handbolta- FOLK liði ÍR, hefur sótt um inngöngu í íþróttaskóla í Noregi næsta vetur. Ef hann fær inngöngu er ljóst að hann leikur ekki með ÍR næsta .keppnistímabil. ■ JÓN Guðmundsson setti nýtt Islandsmet unglinga í bekkpressu í 90 kg flokki á móti í GYM 80 á laug- ardaginn. Hann lyfti 190 kg en eldra metið átti Gunnar Hjartarson. Jón er 20 ára og á því þijú ár eftir enn í unglingaflokki. ■ GUÐNI Sigutjónsson og Kári Elíason keppa fyrir hönd íslands á Evrópumeistaramótinu í kraftlyft- ingum sem fram fer í bænum Wemd- ing í Þýskalandi um næstu helgi. Kári keppir í 75 kg flokki og Guðni í 125 kg flokki. ■ ELIN Blöndal og Ásta Ólafs- dóttir keppa til úrslita um íslands- meistaratitilinn í skvassi um næstu helgi, en undankeppni fór fram um helgina. ■ CARL Lewis, ólympíumeistari frá Bandaríkjunum, reið ekki feit- um hesti frá keppni í fyrsta 400 metra hlaupinu síðan 1979 í Houston á sunnudaginn. Lewis hljóp á 47,1 sek. og varð fimmti í hlaupinu. Mike Marsh, óiympíumeistari í 200 metra hlaup, sigraði á 45,53 sek., en þetta var fyrsta 400 m hlaup hans síðan 1989 ■ LEWIS sagði eftir hlaupið að hann hefði farið of rólega af stað. „Ég hef ekki keppt í þessari vega- lengd áður, en ef ég fæ tækifæri til að keppa í 400 aftur legg ég áherslu á að byija hraðar," sagði Lewis. ■ REGGIE Lewis, bakvörður Bos- ton Ceitics í bandarísku NBA-deild- inni í körfubolta, verður ekki meira með í vetur. Komið hefur í ljós að hann er með hjartagalla og hafa læknar skipað honum að taka sér frí. ■ LEWIS hneig niður í fyrsta leik Boston og Charlotte í úrslitakeppn- inni undir lok síðustu viku og hefur verið í rannsókn síðan. HÁTÍD Ikvöld hefst hátíð; blásið verður til fyrstu orrustunnar af þrem- ur, flórum eða fímm í lokastríðinu um Islandsmeistaratign karla í handknattleik. Það er því stutt í að æðstu sigurlaun í karlaflokki verði afhent. íslands- meistarar FH eiga í höggi við bikarmeist- ara Vals, og flestir virðast hailast að því að þeir síðarnefndu sigri. Það verður að segjast eins og er að Valsmenn hafa verið með heilsteyptasta lið- ið undanfarið; eru með mjög góð- an markvörð, Guðmund Hrafn- kelsson, og leika frábæran vam- arleik, sem er grunnur að vel- gengni. Séu fyrmefnd atriði í lagi er oft stutt í stórhættuleg hraða- upphlaup, og Valsliðið er einmitt gott dæmi um slíkt. Hraðaupp- hlaup liðsins eru vel útfærð, og bikarmeistararnir eru eldfljótir að refsa andstæðingnum fyrir minnstu mistök. Og það sem skiptir ekki minnstu máli er að sjálfstraust Hlíðarendastrákanna er gífurlegt þessa dagana. FH-ingar voru á tímabili í vandræðum vegna meiðsla lykil- manna, en sýndu gegn ÍR-ingum í síðasta undanúrslitaleiknum að það er kraftur í liðinu. Hefðin er mikil á þeim bænum, ekki síður en að Hlíðarenda. Vamarleikur og markvarsla eru sterkustu hlið- ar FH, og þegar þeir mikilvægu þættir em í lagi getur allt gerst. Sóknarleikurinn hefur verið nokkuð brösóttur, en nú gæti verið að rofa til. Trúfan virtist vera að koma til gegn ÍR og Kristján Arason er farinn að beita sér meira en hann hefur getað lengi, vegna meiðslanna. Þá er Sigurður Sveinsson í miklum ham, Gunnar Beinteinsson er mjög traustur, sama má segja um Guðjón Árnason og Hálfdán Þórðarson og Þorgils Óttar em báðir hættulegir á línunni. Áður var minnst á varnarleikinn en Valsmenn eru heldur ekki árenni- legir andstæðingar þegar í sókn- ina er komið; Jakob Sigurðsson og Valdimar Grímsson í homun- um, Geir Sveinsson á línunni og Dagur Sigurðsson, Jón Kristjáns- son og Olafur Stefánsson fyrir utan. Nöfnin nægir að nefna; ekki þarf að hafa fleiri orð um þessa kappa. Valsmenn eiga svo mjög efnilega stráka á vara- mannabekknum að grípa til, og líklega er breiddin meiri hjá þeim. Það er því ekki undarlegt þó þeim sé spáð sigri. Valsmenn stóðu sig betur í vetur, og eiga oddaieikina á heimavelli; þann fyrsta og þriðja og síðast þann fimmta, ef með þarf. En það skemmtilega við íþróttimar er að ekkert er ör- uggt. Því verður byijað á upp- hafsreit í kvöld. Það vita Vals- menn og það vita FH-ingar. Það vita líka Charles Barkley og fé- lagar í Phoenix Sunx eftir leiki helgarinnar vestur í Bandaríkj- unum; lið þeirra, sem státaði af besta árangri vetrarins í NBA- deildinni, tapaði tvfvegis fyrir Los Angeles Lakers, sem komst naumlega inn í úrslitakeppnina! Kappamir frá Englaborg vissu sem var að ekkert er gefíð í íþróttunum, og mættu með réttu hugarfari til leiks. Hugarfarið verður vonandi rétt hjá leikmönn- um Vals og FH þannig að hand- knattleiksunnendum verði boðið upp á skemmtilega leiki. Og von- andi fagnar betra liðið sigri, hvort þeirra sem það verður. Skapti Hallgrímsson Valsmenn hafa verið með heilsteyptasta liðið undanfarið Hver er hann þessi RÓBERT ÞÓR RAFNSSON stórskytta ÍR-inga íhandknattleik? Hef tamið mér stundvísi RÓBERT Þór Rafnsson, hægri handarskytta ÍR-inga, vakti at- hygli fyrir góða leiki gegn FH í undanúrslitum um Islands- meistaratitilinn í handknattleik i síðustu viku. Hann var marka- hæstur í þriðja leiknum á föstudag, gerði þá 8 mörk og alls 19 mörk í leikjunum þremur. Hann er 23 ára Breiðhyltingur — sannur ÍR-ingur — og hefur leikið með öllum unglingalands- liðunum íhandbolta. Róbert Þór er rafeindavirki að mennt og var við vinnu sína í Skrifbæ í Reykjavík er Morgun- blaðið sló á þráð- inn til hans í gær. vJg Hvenær byrjað- Jónatansson tr þú í handboltan- um fyrir alvöru? „Ég var bæði í handbolta og fótbolta með yngri flokkum ÍR, en þegar ég var kominn í annan flokk ákvað ég að hætta í fótbolt- anum og snúa mér alfarið að handboltanum. Ég var þá valinn í unglingalandsliðið í handbolta og það Iá því beinast við að ein-. beita sér að handboltanum, sem mér fannst reyndar alltaf skemmtilegri." Brynjar Kvaran, þjálfari, sagði mér að þú mættir alltaf fyrstur á allar æfingar, er það rétt? „Já, það er alveg rétt. Ég hef tamið mér stundvísi því mér finnst leiðinlegt að mæta of seint og það sama gildir um vinnuna. Ég er alltaf mættur fyrir klukkan átta í vinnuna." ÍR var spáð falli fyrir þetta keppnistíambil, en þið hafið væntanlega ekki verið á þeim buxunum að láta þá spá rætast? „Stefnan var fyrst sett á að halda sætinu í deildinni. Síðan var markmiðið að komast í 8-liða úrslitakeppnina en allt umfram það var bónus. Að komast í und- anúrsiit og eiga möguleika á Evrópusæti er mjög gott og meira en nokkur leikmaður þorði að vona í upphafí keppnistíma- bilsins." Sumir hafa haldið því fram að ÍR væri með best þjálfaða liðið í deildinni, hvað segirþú um það? „Ég veit það nú ekki. Við Morgunblaðið/Ámi Sæberg Róbert Þór Rafnsson: „Að komast í undanúrslit og eiga möguleika á Evrópusæti er mjög gott og meira en nokkur leikmaður þorði að vona f upphafí keppnistímabilsins." æfum mjög mikið — yfirleitt sex daga í viku og maður gerir ekki mikið annað í frítímanum.“ Það hefur heyrst að þú ætlir að elta unnustuna til útlanda næsta vetur og leikir þá væntan- lega ekki með ÍR? „Það er nú allt óráðið enn. Það væri vissulega gaman að komast út og ef til kæmi myndi ég reyna að spila handknattleik erlendis. Við erum að skoða þessi mál í rólegheitunum." Hver er heisti styrkur þinn sem handboltamanns? „Það er erfítt fyrir mig að meta það. Ætli það séu ekki undirhandarskotin. Við erum það litlir [Róbert er 187 sm] í skyttu- hlutverkunum hjá ÍR og höfum því æft mikið undirskot og gólf- skot og þær æfingar hafa skilað ágætum árangri." Hvað skortir þig helst sem góður handknattleiksmaður þarf að hafa? „Ég þarf aðallega að einbeita mér að því að ná upp meiri stökk- krafti og ég hekl að hitt kæmi með æfingunni. Ég gæti líka lag- að skotstílinn og eins er ég of einhæfur í skotum. Ég skýt yfir- leitt í íjærhornið." En að lokum, hvernig leggjast leikirnir í þig á móti Selfyssing- um um þriðja sætið? „Þeir leggjast bara nokkuð vel í mig. Þetta er barátta um Evr- ópusæti og því til mikils að vinna. Það væri óneitanlega gaman að ná þriðja sætinu í deildinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.