Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROI IIR-PRIBJUPAGUR 4, MAÍ 1993 HANDKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ Sóknarieikur Vals betri og gæti ráðið úrslitum - segirÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari, er spáir í spilin fyrir úrslitin Leikstjórnendurnir Dagur Sigurðsson (t.v.) stjómar spilinu hjá Val, en Guðjón fyrirliði Árnason hjá FH. „Þeir eru jafnir. Báðir skora mikið utan af velli, Guðjón er með mun meiri reynslu, en Dagur er sterkari vamarmaður," segir landsliðsþjálfarinn. ÚRSLITAKEPPNI Vals og FH um íslandsmeistaratitil karla í handknattleik hefst í Laugar- dalshöll kl. 20 í kvöld. Fimmtu- dagskvöld verður leikið í Kapla- krika, á laugardag aftur að Hlíðarenda og síðan í næstu viku á þriðjudag í Kaplakrika og fimmtudag að Hlíðarenda ef þörf krefur, en þrjá sigra þarf til að tryggja titilinn. Þor- bergur Aðalsteinsson, lands- liðsþjálfari, sagði aðspurður að liðin væru áþekk, en sóknar- leikurinn hjá Val væri fvið betri og hann gæti gert útslagið, þó fjóra eða fimm leiki þyrfti til að fá f ram úrslit. orbergur var beðinn um að bera saman leikmenn liðanna, sem eru í sömu stöðum. Að því loknu tók hann fyrir liðsheildimar og spáði síðan í úrslitin. Markverðimir jafnir Landsliðsþjálfarinn sagði að að- almarkverðir liðanna, Guðmundur Hrafnkelsson hjá Val og Bergsveinn Bergsveinsson hjá FH, stæðu jafnir að vigi. „Þeir eru með sterkar varnir fyr- ir framan sig og hafa yfir líkum kostum að ráða. Staðsetningarnar eru góðar hjá þeim og þeir eru fljót- ir að koma boltanum í umferð, en báðir eiga einna erfiðast með skot í gólfið niðri og eins hafa þeir ekki náð að sýna sitt besta eftir HM. En það gæti breyst í þessari lotu.“ Gunnar sterkari Þorbergur sagði vinstri horna- mennina, Jakob Sigurðsson hjá Val og Gunnar Beinteinsson hjá FH, frekar jafna, en Gunnar hefði vinn- inginn. „Jakob er stöðugt að ná sér og stendur fyllilega fyrir sínu í vöm- inni eins og Gunnar, en Gunnar hefur enn snerpuna í hraðaupp- hlaupunum framyfir og skorar meira úr hominu." Gelr besti línumaðurinn „Geir [Sveinsson] er besti línu- maður landsins að öðrum ólöstuðum og er helsta driffjöðurin hjá Val,“ sagði Þorbergur. „Hálfdán [Þórðar- son] sækir stöðugt í sig veðrið, en er ekki eins líkamlega sterkur og Geir, sem skiptir oft sköpum." Valdimar betri „Valdimar [Grímsson hjá Val] og Bjarki [Sigurðsson] eru bestu hægri homamenn landsins. Valdi- mar er gífurlega fljótur í hraðaupp- hlaupum og skorar mikið — sóknar- leikur Vals endar oft hægra megin eftir stimplanir, sem heflast vinstra megin. Valdi er sterkari og reynslu- meiri leikmaður en Sigurður Sveins- son og hefur því vinninginn." Jón lykilmaður Jón Kristjánsson og Alexej Trúf- an em skyttur liðanna vinstra meg- in, en Jón skiptir samt oft við Dag á miðjunni hjá Val. „Jón er sterkari. Hann hefur spil- að mjög vel í deildinni og leikið stórt lykilhlutverk, verið vítamín- sprauta fyrir Val. Trúfan er einn besti varnarmaður deildarinnar, en hann er ekki eins sterkur í sókninni og Jón.“ Kristján alhliða Kristján Arason, þjálfari FH, og Olafur Stefánsson em í skyttuhlut- verkum hægra megin. „Kristján er mun sterkari. Hann er alhliða vam- armaður, reynslumikill og veit hvað þetta snýst um, gríðarlega útsjónar- samur í hraðaupphlaupum. Hann er líka öflugur í sókninni þrátt fyr- ir að fullan styrk vanti í skotarm- inn.“ Jafnir leikstjómendur Dagur Sigurðsson stjómar spil- inu hjá Val, en Guðjón fýrirliði Árnason hjá FH. „Þeir eru jafnir. Báðir skora mikið utan af velli, Guðjón er með mun meiri reynslu, en Dagur er sterkari vamarmaður." Samkvæmt þessu hafa Valsmenn vinninginn, 4:3, og sagði Þorbergur að fjöldi leikja yrði í sömu hlutföll- um. „Ég hef trú á að liðin byiji á að sigra á heimavelli, en síðan er allt opið. FH-ingar hafa geysilega reynslu og vita hvernig á að sigra í mótum og svona úrslitakeppni. Valsmenn hafa verið með yfirburð- arlið í vetur, þeir eru með mestu breiddina og allt hefur gengið vel, en spurningin er hvort þeir halda áfram á sömu braut. Með þetta í huga er ljóst að ekk- ert má útaf bregða. Smámeiðsl í fyrsta eða öðmm leik geta haft afgerandi áhrif á framhaldið og í raun má ekkert óvænt koma uppá, en fyrri leikir hafa engin áhrif. Lið- in em mjög áþekk vamariega og jafngóð í hraðaupphlaupum, en sóknarleikurinn hjá Val er ívið betri og hann gæti ráðið úrslitum." Tvær framlengingar þegar ÍR-ingar unnu Selfyssinga Gústaf Bjarnason flutturá sjúkrahús í Reykjavík meiddurá auga KNATTSPYRNA Valur í úrslit Þórður Birgir Bogason tryggði Val sigur gegn KR, 1:0, í undan- úrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu með marki sjö mín. fyrir leikslok í gærkvöldi eftir slæm varnarmistök. Fj'ölmargir áhorfendur fylgdust með leikn- um; yfír 1.000. Valur mætir ann- að hvort Fram eða Fylki í úrslita- leik mótsins, en félögin mætast annað kvöld kl. 20. Leikurinn var á dagskrá í kvöld, en var frestað vegna handboltaleiks Vals og FH í Höllinni. ÍR náði sigri gegn Selfyssingum ítvíframlengdum leik þar sem það hékk á bláþræði á lokasekúndunum hvers leikkafla hvoru megin sigurinn félli. Liðin voru mjög jöfn og náðu bæði tveggja marka forskoti en tókst ekki að hrista andstæðinginn af sér. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 26:26, eftir fyrri framleng- ingu 29:29 og lokatölurnar urðu síðan 33:34. Selfyssingar misstu Gústaf Bjarnason útaf í fyrri hálfleik en hann meiddist á auga og var ■■■■■ fluttur á sjúkrahús Sigurður til Reykjavíkur eftir Jónsson að hafa farið fyrst á Sjúkrahúsið á Sel- fossi. Hann fékk fingur eins leikmanna ÍR liðsins í augað þegar hann var í hraðaupp- hlaupi o g ÍR-ingurinn hugðist stöðva hann. Annar leikmaður úr Selfossliðinu, Davíð Ketilsson, skrifar frá Selfossi þurfti einnig að fara útaf vegna sams konar áverka. Greinilegt er að dómarar verða að fínna svar við því að leikmenn slái eða poti í and- lit andstæðinganna. .Leikurinn var allan tímann mjög spennandi en með örlítið meiri heppni hafði sigurinn legið Selfoss- megin ef marka má fjölda stangar- skota. Hins vegar léku ÍR-ingqar vel og eru greinilega með lið sem ekki lætur bugast í mótlæti. í lok fyrri framlengingarinnar fengu Selfyssingar aukakast og Sigutjón Bjarnason náði að skora nánast um leið og tíminn rann út en dómararnir dæmdu markið ekki gilt. Þetta var mjög umdeilt og greinilegt að þeir voru of hikandi í dómgæslunni og ekki nógu vakandi til þess að ráða við álagið síðustu sekúndurnar. ÍR-ingar tóku Sigurð Sveinsson úr umferð eftir að hann hafði tekið sig til og gert nokkúr mörk í röð. Þá vantaði Selfossliði tilfinnanlega Gústaf til þess að láta mótleikinn gegn því ganga upp. Jóhann Ásgeirsson og Matthías Matthíasson voru atkvæðamestir í ÍR-liðinu en þeir Sigurður Sveins- son og Einar Gunnar Sigurðsson hjá Selfyssingum. __________________B 3 ÍÞRfamt FOLX ■ MAGNÚS Matthíasson miðherji Valsmanna í körfuknattleiknum verður ekki með liðinu á næsta vetri. Matthías mun halda til framhalds- náms í Bandaríkjunum í haust. ■ BIRGIR Mikaelsson mun sjá um þjálfun Skallagríms á næsta keppnistímabili eins og hann gerði í vetur._ Þá hefur verið gengið frá því að Ukraníumaðurinn Alexand- er Ermolínskíj leiki áfram með fé- laginu. ■ HAUKAR hafa gert John Rhodes tilboð um að vera áfram hjá félaginu. Rhodes er nú í Frakk- landi þar sem hann freistar þess að komast að hjá þarlendu félagi. ■ ÁRSÞING KKÍ verður haldið í Keflavík um næstu helgi og þar munu Haukar leggja fram tillögu um að erlendum leikmönnum verði ekki heimilt að leika hér á landi næsta vetur. Ekki er búist við að tillagan verði samþykkt. I ÍVAR Ásgrímsson sem þjálfaði lið Snæfells í fyrra verður ekki með Hólmurum næsta vetur. ívar mun líklega fara aftur til Hauka. ■ RÚNAR Guðjónsson er einnig fyrrum Haukamaður og hann mun líklega leika með Hafnarfjarðarlið- inu næsta vetur. Rúnar gekkst und- ir skurðaðgerð á dögunum og er nú að jafna sig í öxlinni eftir hana. ■ BÁRÐUR Eyþórsson mun að öllum líkindum leika áfram með Snæfelli en hann hafði í hyggju að helja nám í Reykjavík næsta vetur. | Rússar heims- meistarar RÚSSAR endurheimtu heimsmeistaratrtilinn í fs- hokkí, þegar þeir unnu frá- farandi meistara Svfa 3:1 f úrslitaleik í Munchen í Þýskalandi á sunnudag. Þetta er f 23. sinn, sem Rússar (áöur Sovétríkin) standa í efsta þrepl fþróttar- innar aö loknu heimsmeist- aramóti. Andrej Trevilov átti stórieik í marki Rússa, sem byij- uðu vel með mörkum frá Ger- man Titov og Andrej Nikolitsjin í fýrsta leikhluta. Andrej Khom- utov skoraði í öðrum leikhluta, en Mikael Renberg minnkaði fyrst muninn fýrir Svía, þegar langt var liðið á síðasta leik- hluta og ljóst hvert stefndi. Fyrrum Sovétmenn sigruðu Svía í úrslitum 1990, en þeir síðar nefndu hefndu ófaranna ári síðar í átta liða úrslitum, sigruðu þá í keppninni og vörðu titilinn í fyrra. Hins vegar sýndu Rússarnir að þessu sinni að þrátt fyrir fjarveru margra sterkra leikmanna, sem spila í NHL- deildinni, eru þeir öflugir sem fýiT. Varnarleikurinn var agað- ur í úrsiitunum og mörkin vel gerð. „Þetta var góður úrslitaleik- ur,“ sagði Boris Mikhailov, þjálf- ari Rússa. „Við lékum vel í vörn sem sókn, en ég er ánægðastur með að hafa náð. takmarkinu, sem við höfum stefnt að í þijú ár.“ Svíar tóku tapinu karlmann- lega. „Rússarnir voru betri og við gátum ekki leyft okkur að taka neina áhættu,“ sagði varn- armaðurinn Peter Popovic. „Ég er óánægður, en annað sætið er samt ekki svo slæmt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.