Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1993 Einfari sem dreymir um meistaratitil í ÁTTA ár hefur hann verið ein af skærustu stjörnum NBA, hann er einn fremsti miðherji sem körfuboltinn hefur eignast, hann var í draumaliðinu á síðustu Ólympíuleikum. En Patrick Ewing hefur samt aldrei verið útnefndur besti leikmaður í NBA að keppnis- tímabili loknu, sem honum er reyndar nokkurn vegin sama um, því annað stendur hjarta hans nær. „Ég vil vinna meistaratitil," segir hinn þrítugi Patrick: „fyrir mér verður ferillinn hálf mis- heppnaður ef það tekst ekki.“ Bjami og Sigurður úr leik í 2. umferð „Viss vonbrigði BJARNI Friðriksson og Sigurð- ur Bergmann voru slegnir út í 2. umferð í sínum þyngdar- flokkum á Evrópumeistaramót- inu í júdó sem lauk í Aþenu á sunnudaginn. „Þetta eru viss vonbrigði, en á móti kemur að þetta er öflugasta Evrópumót sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Bjarni í samtali við Morgun- blaðið. Bjarni vann Króata í fyrstu um- ferð í -95 kg flokki, en tapaði í næstu umferð fyrir áður óþekktum Rúmena. „Glíman á móti Króatan- um var mjög erfíð og ég var alvðg búinn eftir hana,“ sagði Bjarni sem fékk ekki uppreisnarglímu þar sem Rúmeninn tapaði í 3. umferð. Step- hane Traineau frá Frakklandi sigr- aði í flokknum, vann Thomas Etlin- ger frá Austurríki í úrslitum á ipp- on. Ólympíumeistarinn Antal Kovacs frá Ungverjalandi varð að sætta sig við þriðja sætið ásamt Leonid Svirid, Hvíta-Rússlandi. Bjami keppti einnig í opnum flokki og tapaði þar í fyrstu umferð fyrir Pertelson frá Eistlandi. Olympíumeistarinn David Khakha- leichvili frá Georgíu sigraði í opna flokknum. Sigurður Bergmann keppti í +95 kg flokkí og vann Hvít-Rússa í fyrstu umferð en tapaði fyrir Rússa í 2. umferð. David Khakhaleishvili frá Gerorgíu sigraði í þungavigt, vann David Douillet frá Frakklandi á ippon og varð þar með tvöfaldur Evrópumeistari. Bjarni sagði að framundan væru þijú mót, Smáþjóðaleikarnir á Möltu síðar í þessum mánuði, opið mót í Austurríki í júní og svo HM í haust. „Eftir það verður júdóbún- ingurinn hengdur endanlega upp á herðatré,“ sagði Bjarni. Það er mikil upplifun fyrir körfu- knattleiksunnendur að fara á góða leiki í bandarísku NBA-deild- inni og ekki síst í Einar Falur íþróttahöll eins og Ingólfsson Madison Square skrifarlrá Garden í New York. Bandankjunum u?pselt gr & hyern leik og miklar kröfur gerðar til hei- maliðsins. í nokkur skipti í vetur hef ég setið við hliðarlínuna, næst varamannabekk New York-liðsins, og myndað leiki. Það er gaman að fylgjast með liðinu í leikhléum; þar em línurnar lagðar og leikmenn skiptast á skoðunum. Stjarna liðs- ins, Patrick Ewing, er þó yfirleitt þögull og hlýðir á það sem þjáifar- inn og aðrir hafa tii málanna að leggja, en þegar hann leggur orð í belg þá er greinilegt að aðrir hlusta og taka mark á því sem hann seg- ir. Patrick er þekktur fyrir að segja fátt, hann hefur alltaf lagt hart að sér á vellinum, en í vetur hefur hann þó á áberandi hátt stigið fram, tekið að hvetja meðspilarana tií dáða og leikur betur en nokkm sinni fyrr. Hinir leikmennirnir hrífast með og vita sem er að eftir átta ár og sex þjálfara sér Patrick Ewing loks- ins möguleika á að vinna meistara- titil með liðinu sem hann í raun ber á herðum sér. Framúrskarandi tímabil Stór þáttur í velgengni New York-liðsins í vetur, en það endaði efst í austurdeildinni og vann kapp- hlaupið við Chicago-lið Jordans, er þjálfarinn Pat Riley. Hann hefur besta vinningshlutfall nokkurs þjálf- ara í sögu NBA, hefur unnið nokkra meistaratitla, bæði sem leikmaður og þjálfari, og kann svo sannarlega þá list að setja saman gott lið og láta það leilca til sigurs í hverjum einasta leik. En þegar Riley féllst á að taka að sér þjálfun New York- liðsins fyrir síðasta keppnistímabil sagðist hann gera það með einu skilyrði; því að Patrick Ewing, mað- urinn sem hann segir besta mið- heija deildarinnar, yrði kyrr. Hann vissi að Patrick var óánægður með gang mála, sífelldar mannabreyt- ingar, og að hann hafði óskað eftir því að fara frá liðinu. Riley sagðist hafa rætt við Patrick, sagt honum að hann treysti á hann og þeir hafi ákveðið að gera eitthvað róttækt og reyna að fara með liðið alla leið í úrslitin. Riley gerði gífurlegar breytingar á liðinu, einum of miklar að margra mati, og þegar þetta keppnistímabil hófst voru sex lykil- menn farnir og aðrir komnir í stað- inn. Auk Ewings voru eftir þeir John Starks, Anthony Mason, Greg Anthony og Charles Oakley. Nýir liðsmenn voru Charles Smith, Thony Campbell, Doc Rivers, Rolando Blackman og Herb Williams — hóp- ur sem Phil Jackson þjálfari Chicago sagði í haust að væru leikmenn sem hefðu verið ágætir á sínu sviði með öðrum liðum, en væru of einhæfir og umfram allt of gamlir til að geta gert eitthvað af viti. En staðan nú á vormánuðum sýnir að Riley hefur enn einu sinni tekið réttar ákvarðan- ir. Þegar tímbailinu lauk var Knicks með 60 sigra og 22 töp bak við sig, Phoenix-liðið eitt hafði betra vinn- ingshlutfall og New York hafði jafn- að met liðsins frá því 1973 með sigrunum sextíu — en það sama ár varð það einmitt meistari! New York-búar binda því miklar vonir við það í dag að liðið slái Chicago út (hvað sem Michael Jordan segir nú við því) og fari aila leið í úrslit- in. En úrslitakeppnin er nú bara rétt hafin og allt getur gerst. Enginn dregur í efa að hversu mikil sem breidd New York-liðsins sé, þá komi það til með að standa og falla með Patrick Ewing. í vetur hafa sár hné verið honum til traf- ala, hann hefur glímt við tognun í öxl og olnboga, en hefur samt ekk- ert verið að hlífa sér. Patrick er ólíkur öðrum stórstjörnum deildar- innar að því leyti að hann leggur jafn hart að sér á æfíngum og aðr- ir leikmenn liðsins og hann hefur, eins og áður segir, átt framúrskar- andi tímabil, svo gott að hann þyk- ir ásamt þeim Charles Barkley hjá Phoenix og Hakeem Olajuwon í Houston eiga besta möguleika á því að verða útnefndur besti leikmaður tímabilsins. Hann hefur beitt stökk- skotinu sínu óspart, hæfíleika sem gerir hann að fjölhæfari leikmanni en aðra helstu miðheija deildarinn- ar, hann skoraði að meðaltali 24,2 stig í leik, varði tvö skot og tók 12 fráköst, sem er persónulegt met. Ekki fyrir sviðsljósið Ewing er lítið fyrir sviðsljósið. Hann hleypir aðdáendum ekki nærri sér og gefur sárasjaldan viðtöl. Hann leggur mikla áherslu á að vemda einkalíf sitt og fjölskyldu. Hversu mikill einfari hann er — að hann skuli ekki mæta í spjallþætti í sjónvarpi eða vera maður stórorðra yfirlýsinga — skemmir án efa fyrir honum þegar kemur að kosningum eins og þeirri um besta leikmanninn og sjálfsagt gerir hann einnig færri auglýsingasamninga fyrir vikið. En þannig kýs hann að haga sínu lífí. „Ég er ákaflega sáttur við sjálfan mig,“ sagði hann nýlega þegar hann var spurður um þessa afstöðu. „Ég er bara venjulegur, hógvær náungi. Aðrir leikmenn vilja halda til í sviðs- ljósinu, en það er ekkert fyrir mig.“ Leikmenn New York eyða vitaskuld miklum tíma saman og eru miklir mátar, en leikstjórinn Doc Rivers Morgunblaðið/Einar Falur Stökkskotið Stökkskotið, sem hann beitir hér, er eitt vörumerkja Ewings. Hæfileikinn til að beita þessháttar skoti þykir gera hann að fjölhæfari leikmanni en aðra heistu miðheija deildarinnar. segir að ekki fari á milli mála að Ewing hleypi bara útvöldum að sér. „Honum fínnst að fólk þurfi ekkert að þekkja sig,“ segir Rivers. „Og ég er sammála því. Hann er frábær körfuboltamaður og menn eiga að virða hann fyrir það. Og hann er skemmtilegur og hlýr persónuleiki, en hann þarf ekki að stíga á torg og sanna það fyrir alþjóð.“ Annar vinur Ewings er Michael Jordan. „Ég held að Patrick hafí aldrei lang- að til að ganga í gegnum sumt af því sem ég hef þurft að gera,“ seg- ir Jordan. „Hann er meiri einfari pn A ', þótt liann hafí nú að nokkru Monica Seles, besta tenniskona heims, fær hér aðstoð eftir að hafa verið stungin í bakið á föstudag. Reuter á batavegi Varð fyrir andlegu áfalli, eftir að ráðist var á hana í Hamborg MONICA Seles, besta tenniskona heims — fædd í Serbíu, er á batavegi eftir árásina á föstudag er hún var stungin með hníf í bakið í miðjum leik á opnu móti í Hamborg. Hún er hinsvegar illa á sig komin andlega. Hún útskrifaðist frá sjúkrahúsinu í Ham- borg á sunnudag og hélt þá rakleiðis til Denver f Bandaríkjunum með einkaþotu. Hún verður í sérstakri meðhöndlun á læknastöð Hawkins í skíðabænum Vail í Colorado. Steffi Graf heimsótti Seles á sjúkrahúsið á laugardag og sagði að hún væri illa á sig komin andlega. „Meiðslin eru ekki vanda- málið, heldur hvað flýgur í gegnum huga hennar.“ Graf sagði að aukin öryggisgæsla gæti ekki komið í veg fyrir árás af þessu tagi. „Við erum í sviðsljósinu og verðum að lifa með það því þetta er hluti af frægðinni. Það er ekkert hægt að gera til að veijast svona fólki,“ sagði Graf. Talsmaður sjúkrahússins sagði að Seles væri ekki alvarlega slösuð, þó svo að hnífsblaðið hafi farið nærri mænu hennar. „Hún var heppin því þetta hefði getað orðið miklu verra,“ sagði talsmaðurinn. Sárið eftir hnífinn var einn og hálf- ur sentímetri á dýpt. Lögreglan í Hamborg sagði að árásarmaðurinn hefði ekki ætlað að bana Seles heldur skaða hana til þess að Steffí Graf hefði mögu- leika á að ná efsta sætinu á heims- listanum. Graf var efst á heimslist- anum í 186 vikur í röð þar til Seles tók yfir í mars 1991. Dagblaðið Bild skýrði frá því á sunnudag að árásarmaðurinn, Gunther Parche, 38 ára, væri ókvæntur einfari frá bænum Thur- ingia sem er í austurhluta Þýska- lands. Hann fékk hugmyndina er hann fylgdist með keppninni í sjón- varpi og var gagntekinn af Graf, segir í frétt blaðsins. Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni sigraði Steffi Graf í úrslita- leik mótsins á sunnudag, 6-3 6-3. Graf hafði ekki tapað 33 leikjum í röð á þessu árlega móti pg unnið síðustu sex árin. Hún virtist ekki alveg með sjálfri sér í úrslitaleikn- um eftir atburð föstudagsins. ÉRBKR FOLK ■ STEFAN Edberg frá Svíþjóð sigraði á opnu tennismóti í Madrid sem lauk á sunnudag. Hann vann Sergi Bruguera frá Spáni auð- veldlega í úrslitum 6:3, 6:3 og 6:2 og fékk fyrir það um 7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. ■ IVAN Lendl, Tékkinn sem keppir fyrir Bandaríkin, vann Michael Stich frá Þýskalandi á opna tennismótinu í Miinchen sem lauk á sunnudag, 7-6 (7-2) 6-3. Rætist draumur einfarans? Morgunblaðið EinarFalúr ' Patrick Ewing er stjarna New York liðsins, og einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar. Pat Riley setti það sem skiiyrði að Ewing yrði áfram hjá liðinu er hann tók við þjálfun þess — og nú eygir stjaman loks möguleika á meistaratitli eftir átta ár hjá félaginu. leyti komið út úr skelinni eftir að hann byrjaði að leika í NBA. Patrick hugsar meira um að sigra. Ég gekk í gegnum það sama og hann gerir núna, en margir töldu mig ekki vera nógu mikinn keppnismann fyrr en við í Chicago unnum fyrsta meist- aratitilinn. Það er nokkuð sem Patrick þráir meira en viðurkenn- ingu — nefnilega meistaratitil og virðinguna sem honum fylgir.“ Yfir hundrað leikir á árl Þeim tíma sem hann hefur aflögu vill Patrick Ewing eyða með fíöl- skyldunni, sínum fáu vinum eða við að sinna áhugamálunum; bílum, tónlist og líkamsrækt. En vitaskuld fer mestur tíminn í körfubolta. Með úrslitakeppninni leika lið í NBA yfir hundrað leiki á ári og þegar er þetta tímabil orðið ansi langt fyrir þá leik- menn sem léku á Ólympíuleikunum. En Charles Smith framheiji Knicks segir að engu að síður leggi Ewing harðar að sér en nokkur annar á æfingum og geri miklar kröfur til meðspilaranna. „Hann hefur ætlað sér stóra hluti í vetur og það hefur gengið eftir,“ segir Smith. Ewing mætir fyrstur leikmanna í „Garðinn" fyrir leiki og fyrir upp- hitun einbeitir hann sér að leiknum sem er framundan. Hann horfír á myndband með leik mótheijanna, hlustar á tónlist í heyrnartólum, handleikur körfubolta og lætur ekk- ert trufla sig. „Ég hlusta á mismun- andi tónlist fyrir leiki; rap, reggí eða blús. Bara að hún komi blóðinu á hreyfingu," segir hann. Urslitakeppnin er rétt hafín og það á eftir að koma í ljós hvort New York Knicks standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerð- ar, hvort þeir komast alla leið í úr- slitin — eða hvort Patrick Ewing takist að koma liðinu sínu alla leið. „Patrick virkilega þráir þennan tit- il,“ segir Doc Rivers. „Og við gerum það allir og við ætlum að gera okk- ar besta við að hjálpa honum við að ná honum!“ Eins og í gamla daga sagði Byron Scott, einn leikmanna Lakers, eftirtvo sigra gegn Phoenix HIÐ ótrúlega virðist ætla að gerast; Los Angeles Lakers hefur borið sigurorð af Phoenix Suns tvívegis í fyrstu umferð úrslitakeppni vestur- deildar bandarísku NBA-deildarinnar í körf uknattleik, íbæði skiptin á útivelli, og þarf ekki nema einn sigur á heimavelli til að komast áfram. Lið Lakers rétt skreið inn í úrslitakeppnina, með lakasta árangur allra liðanna sem þangað komust, en iið Phoenix með sjálfan Charles Barkley í fararbroddi státaði af lang bestu frammistöðu allra NBA-liða ívetur. Þá eru meistarar Chicago komnir á gott skrið eftir heldur rysjótt gengi undanfarið, og hafa unnið lið Atlanta mjög örugglega í tvígang. Frá Gunnari Valgeirssyni í Bandaríkjunum Lið Phoenix vann alla fimm leikina gegn Lakers í riðlakeppninni í vet- ur og spádómar fyrir viðureign liðanna í fyrstu umferð úrslita- keppninnar voru allir á einn veg; Barkley og félagar myndu sigra auðveldlega. En sjaldan hefur komið eins berlega í ljós að kapp- leikur er aldrei unninn fyrirfram. Lið Lakers vann fyrst leikinn á laugardag- inn, 107:103, og sýndi á sunnudag að það var engin heppni, þegar allt fór á sama veg, 86:81. Það lið sem fyrr vinn- ur þijá leiki kemst í aðra umferð, og næstu tveir — ef með þarf — verða í Forum höllinni í Los Angeles. Það var fyrst og fremst sterkur varn- arleikur Lakers-manna og léleg hittni heimaliðsins sem varð þess valdandi hvernig leikirnir fóru, og þess má geta að lið Phoenix hefur ekki skorað svo fá stig í leik (81) síðan í desember 1986. Heimamenn gerðu ekki eitt einasta stig með skoti utan af velli tæpar sjö síðustu mínúturnar í seinni leiknum. Þess má geta að hittni leikmanna Pho- enix var þá aðeins 21% í síðasta leik- fjórðungi: fjögur af 19 skotum rötuðu rétta leið, og alls gerðu þeir aðeins 11 stig í þeim leikhluta. Gestirnir gerðu aftur á móti 21 stig á sama tíma. Bark- ley skaut sjö sinnum í fjórða leikhluta á sunnudag en hitti aldrei. Hann sagð- ist ekki hafa leikið verr í vetur, og tók ábyrgðina á tapinu á sig. Vlade Divac gerði 19 stig fyrir Lak- ers og tók 13 fráköst í leiknum. „Ég er á því að þetta hafi verið besti varnar- leikur okkar í vetur,“ sagði Divac eftir síðari leikinn. Barkley, Richard Dumas og Tom Chambers gerðu allir 18 stig fyrir Pho- enix. Barkley tók 21 frákast í leiknum. Kevin Johnson, sem missti af fyrsta leik vegna meiðsla, lék með Phoenix á sunnudag og gerði 14 stig, auk þess að eiga 16 stoðsendingar. Randy Pfund, þjálfari Lakers, sem einmitt hefur verið gagnrýndur fyrir slakt gengi liðsins í vetur, sagði leik- menn sína ekki hafa Iátið gagnrýnina í vetur hafa áhrif á sig. „Við höfum alltaf trúað því að við getum slegið Phoenix út.“ Byron Scott, einn hinna gamalkunnu leikmanna Lakers, var kátur eftir seinni leikinn: „þetta var eins og í gamla daga. Ég sá fyrir leik- inn að bæði áhorfendur og leikmenn Phoenix voru mjög taugaóstyrkir. Þá sagði ég við AC Green [annan gamlan kappa í liðinu] að við gætum unnið þennan leik líka.“ En þrátt fyrir tap var Paul West- phal, þjálfari Phoenix borubrattur _ á blaðamannafundi eftir seinna tapið. „Ég veit að aðalspurning ykkar nú er hvort við séum búnir að vera. Svarið við því er nei! Nú förum við til Los Angeles á mánudag og vinnum og aftur á miðviku- dag og svo komum við heim um næstu helgi og gerum út af við þá.“ Hvers vegna heldurðu það? spurðu blaðamenn. „Vegna þess að við erum einfaldlega með miklu betra Iið.“ New York Knicks fór vel af stað í úrslitakeppninni eins og við var að bú- ast og vann lið Indiana örugglega í báðum heimaleikjunum um helgina. John Starks gerði 12 stig í síðasta leik- hluta á sunnudag og 29 alls, meira en hann hefur nokkurn tíma gert áður, er Knicks vann 101:91. Gestirnir gerðu aðeins 36 stig í seinni hálfleik. Patrick Ewing gerði 25 stig fyrir Knicks, sem vann þarna 22. heimaleikinn í röð. Michael Jordan gerði 29 stig og Scottie Pippen 25 er meistarar Chicago Bulls lögðu Atlanta Hawks auðveldlega á sunnudaginn á heimavelli, annan dag- inn í röð. Meiðsli hijáðu leikmenn Chicago síðari hluta riðlakeppninnar, en nú eru allir við hestaheilsu og liðið farið að leika af eðlilegri getu á ný. Þess má geta að Chicago hefur ekki tapað leik í fyrstu umferð úrslitakeppn- innar síðan 1990. Dominique Wilkins gerði 37 stig fyr- ir Atlanta og Kevin Willis gerði 26. Lið Seattle og Utah standa jöfn eftir tvo leiki. Báðir fóru fram í Seattle og vann heimaliðið þann fyrri, 99:85, en gestirnir náðu að jafna á sunnudaginn — unnu þá 89:85. Þá gerði Karl Malone 26 stig fyrir Utah auk þess að taka níu fráköst. John Stockton gerði 14 stig fyrir liðið. Gary Payton skoraði 19 stig fyrir Seattle og Shawn Kemp gerði 15 í mjög jöfnum leik. Úrslit / B6 KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN JÚDÓ / EM í AÞENU TENNIS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.