Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C mgmWafrÍto STOFNAÐ 1913 99.tbl.81.árg. MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Napólí gjaldþrota Italska stjórn- in full- skipuð Róm, Napóll. Reuter. CARLO Azeglw Ciampi, for- sætisráðherra ítalíu, hefur skipað nýja ráðherra í stað þeirra, sem sögðu af sér í síðustu viku. Verður trausts- yfirlýsing á stjórnina lögð fyrir þing á morgun og er búist við, að hún verði sam- þykkt. Borgarstjórnin í Na- pólí hefur lýst yfir gjaldþroti borgarinnar en þar hefur lengi þrifist gífurleg spilling. Nýju ráðherrarnir eru Franco Gallo, prófessor og sér- fræðingur í skattamálum, sem verður fjármálaráðherra, Paolo Barile stjórnlagafræðingur, sem mun fara með samskiptin við þingið, Umberto Colombo, sem verður háskóla- og rann- sóknaráðherra, og Livio Palad- in, fyrrum forseti stjórnar- skrárdómsins, sem fer með málefni Evrópubandalagsins. Napólíborg er gjaldþrota og getur ekki greitt af skuldunum, sem eru um 87 milljarðar ísl. kr. Er Napólí fyrsta ítalska stórborgin, sem þarf að segja sig til sveitar, en þar er mikil mafíustarfsemi og spilling í opinberu lífi. Búist er við, að ríkissjóður greiði skuld borgar- innar að hálfu en hinn helming- inn ætlar hún að innheimta eftir ýmsum leiðum, til dæmis með því að krefjast þess, að knattspyrnuliðið Napólí greiði ógreidda leigu fyrir leikvanginn en það skuldar rúmlega 850 milljónir kr. fe PJ f\. 1 ¦": S ^Hk'v........£ ÆL. .^dt ~~T X ? > JS' ; % V* A»J ^ (to V m '• ik , \ ^ t ¦ • ~t **y\ A 'á ii 7 l^kv* j> MHk"~" -¦' ¦ W k • ;\ ^l ~W/ ~~~W ~í m ___ y \^mt\ /: -JJ** íp^j w~~* ¦ w * í » ? : * J M * ' ¦ 0' V Beregovoy vottuðhinsta virðing ÞÚSUNDIR manna vottuðu Pierre Beregovoy, 'fyrrum for- sætisráðherra Frakklands, hinstu virðingu í gær í heimabæ hans, Nevers. Langar biðraðir mynduðust við höll eina í bænum þar sem kistu hans hafði verið komið fyrir á viðhafnarbörum og var hún sveipuð franska fánanum. Be- regovoy framdi sjálfsmorð um síðustu helgi og var það mat manna að hann hefði ákveðið að stytta sér aldur vegna ásak- ana um spillingu og hraklegs gengis franska Sósíalista- flokksins í síðustu þingkosn- ingum. Hefur sjálfsvíg forsæt- isráðherrans fyrrverandi hrundið af stað miklum um- ræðum í Frakklandi um sið- ferði í stjórnmálum og hlutverk fjölmiðla. Hér bera slökkviliðs- menn í Nevers kistu Beregovo- ys frá kirkju. Reuter Muslimar í Bosníu krefjast skyndifundar í öryggisráði SÞ Bærinn Zepa sagður í ljós- um logum eftir árás Serba Sar^jevo, Brussel. Reuter. MÚSLIMAR í Bosníu hvöttu í gær þjóðir heims til að bjarga íbúum borgarinnar Zepa í austur- hluta landsins og sögðu, að hún stæði í I.jósum logum eftir ákafar árásir Serba. Atlantshafs- bandalagið, NATO, hefur lokið við áætlanir um að senda 60.000 manna alþjóðlegt herlið til Bosníu, þar af 20.000 bandaríska hermenn að minnsta kosti. Samkvæmt útvarpssendingum, sem náðust í Sarajevo, hafa Serbar ráðist gegnum varnarlínu múslima við Zepa og láta stórskotaliðshríðina dynja á borginni. Þar hafast við um 40.000 manns, þar af um 8.000 börn. Zepa og Gorazde eru einu bæirnir, sem múslimar ráða enn í Austur-Bosníu. Reynir fólk að flýja borgina og sjúklingar hafa verið fluttir af sjúkrahúsum í bráðabirgðaskýli í skógunum. „Ibúarnir reyna að forða sér, hver sem betur getur, og það er enga hjálp að fá fyrir sjúka og særða. Bærinn logar allur. Við skorum á þjóðir heims að stöðva árásirnar og bjarga fólkinu," sagði í yfirlýsingu Bosníustjórnar í gær en hún hefur krafíst fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóð- NATO hefur lokið við áætlun um að senda 60.000 manna friðargæslulið til Bosníu og verður unnt að hrinda henni í framkvæmd á nokkrum dögum ef þing Bosníu-Serba fellst á friðaráætlun SÞ. Hafa Bretar og Frakkar samþykkt að taka þátt í friðargæslunni. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, neitaði í gær fréttum bandarískrar sjónvarpsstöðvar um, að menn úr sérsveitum Bandaríkjahers væru þegar komhir til Bosníu til að kanna hugsanleg skot- mörk ef friðarviðræður færu út um þúfur og loftá- rásir yröu gerðar á stöðvar Serba. Skæðir dýrasjúk- dómar breiðast út PÓLITÍSKUR óstöðugleiki og efnahagslegt öngþveiti í Miðaustur- löndum hefur leitt til mikillar fjölgunar skæðra dýrasjúkdóma á svæðinu og hver faraldurinn hefur rekið annan, samkvæmt fréttum Beuters-fréttastofunnar. Stafar Evrópu mikil hætta af þessu, að sögn Alþjóða smitsjúkdómastofnunarinnar í París (OIE). „Stjórnmála- og efnahagsþróunin í Miðausturlöndum hefur leitt til verulega breytinga á högum og heilsufari búfénaðar á svæðinu frá Afganistan til Jemens," sagði í yfir- lýsingu frá OIE. Vísbendingar væru um, að hætta væri á útbreiðslu skæðra sjúkdóma á borð við naut- gripasótt, gin- og klaufaveiki og smitandi fósturlát í kúm. Síðastnefnda sóttin er einkum al- varleg sakir þess að hún getur farið í fólk og valdið mjög bráðum sjúk- dómi, að sögn Sigurðar Sigurðarson- ar dýralæknis. Fylgir honum hár hiti, mikill sviti og verkur um allan líkam- ann. Ýmsar tegundir þessa sjúkdóms leggjast á nautgripi, sauðfé, geitur og hunda. Að sögn Sigurðar hefur Evrópubandalagið (EB) ekki talið ástæðu til að verjast þessum sjúk- dómi sérstaklega hingað til. OIE hefur nú hins vegar lagt til að gripið verði til víðtækra ráðstaf- ana og bólusetningar til að stemma stigu við þessum skæðu sjúkdómum og vinna bug á þeim. Nýlega varð að fella 10.000 dýr vegna gin- og klaufaveiki á Italíu sem rakin var til nautgripa frá Króatíu. Njósnaforingi fyrir rétt RÉTTARHÖLD hófust í gær í máli Marcus Wolfs, fyrrverandi yfirmanns leyniþjónustu austur- þýsku kommúnistastjórnarinn- ar, en hann hefur verið ákærður fyrir landráð og að hafa mútað vestur-þýskum leyniþjónustu- mönnum í rúma þrjá áratugi. Wolf sakaði stjórnvöld samein- aðs Þýskalands um að sækja sig til saka til að hefna sín á and- stæðingum sínum úr kalda stríð- inu. Hann kvað það fáránlegt að hann skyldi leiddur fyrir rétt á meðan fyrrverandi yfirmaður vestur-þýsku leyniþjónustunnar, Klaus Kinkel, skyldi vera gerður að utanríkisráðherra. Sjá „Njósnarinn andlitslausi ..." á bls. 21. Reutcr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.