Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 I. ^ Morgunblaðið/Kristinn A Fæðingarheimilinu FYRSTA sængurkonan lagðist inn á Fæðingarheimilið við Eiríksgötu síð- degis í gær. Það var Birna S. Pálsdóttir, sem fætt hafði dóttur á fæðingar- deild Landspítalans fyrr um morguninn. Þegar ljósmyndara bar að garði var Birna ennþá eina sængurkonan á heimilinu og gat snætt í ró og næði mat sem Ása Hlín Svavarsdóttir hafði fært henni og eiginmanni hennar, Þorsteini Þór Guðjónssyni. Ríkisstjórnin samþykkir að samið verði um þyrlukaup Áfram er mælt með Super Puma-þyrlu RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að fela Þorsteini Pálssyni dómsmála- ráðherra og Friðrik Sophussyni fjármálaráðherra að leita samn- inga um kaup á nýrri björgunar- þyrlu fyrir Landhelgisgæzluna með aðstoð viðræðunefndarinnar sem skipuð var síðastliðið vor. Ráðgjafarhópur, sem áður hafði lagt til að leitað yrði eftir kaupum á notaðri Super Puma-þyrlu, hef- ur skilað nýju áliti, eftir að hafa kannað ábendingar um aðrar teg- undir, og heldur við fyrri niður- stöðu sína. Ráðgjafarhópur ríkisstjórnarinnar komst upphaflega að þeirri niður- stöðu að þijár þyrlutegundir upp- fylltu þær lágmarkskröfur, sem gera yrði til nýrrar björgunarþyrlu. Þetta voru vélar af gerðinni Super Puma, Sikorsky, Jay Hawk og Bell Textron, Super Transport. Sikorsky hentar ekki Ráðgjafarhópurinn taldi Sikorsky- þyrluna of dýra og að Super Puma- 3.800 nemar leita sér að sumarvmnu TÆPLEGA 3.000 manns hefur skráð sig hjá Ráðningastofu Reykjavíkurborgar til sumarvinnu, þar af 1.619 piltar og 1.332 stúlkur, 16 ára og eldri. Á sama tíma í fyrra höfðu 2.628 manns skráð sig. Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðninga- stofunnar, segir að útlitið sé ekki alltof gott því atvinnuleysi í borginni sé mikið. Um 800 manns höfðu látið skrá sig hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Atvinnuhorfur skólafólks eru dökkar, að mati viðmælenda Morgunblaðsins. Alls eru 2.564 manns skráðir atvinnulausir hjá Ráðningastofunni. „Atvinnuleysingjar eru helmingi fleiri en í fyrra, þannig að útlitið er auðvitað mjög dökkt. Astandið hefur aldrei verið eins slæmt,“ sagði Gunn- ar. Hann sagði að í fyrra hefðu ver- ið ákveðnar aðgerðir í gangi af hálfu Reykjavíkurborgar til að bæta úr atvinnuástandinu og yrði slíkt áreið- anlega einnig á döfinni núna, en það mál væri allt í undirbúningi. Þar væri um alls kyns framkvæmdir að ræða, eins og ræktun, gróðursetn- ingu og viðhald gatna. „Það verður auðvitað reynt að hjálpa eins mörg- um og auðið er, en það er ekki hægt að segja til um það á þessu stigi málsins hve mörg störf gæti verið um að ræða,“ sagði Gunnar. Hann sagði að tala skráðra gæti aukist verulega. í fyrra hefðu 3.051 skráð sig og tekist hefði að útvega flestum vinnu. Lítil hreyfing Um 800 manns höfðu látið skrá sig til sumarvinnu hjá Atvinnumiðlun námsmanna. Auðunn M. Guðmunds- son, framkvæmdastjóri atvinnumiðl- unarinnar, sagði að það bættist á skrá á hveijum degi. Hann var þó svartsýnn á atvinnuhorfurnar. „Þær eru svartari núna ef eitthvað er. Það fór að streyma inn slæðingur af til- boðum á sama tíma í fyrra, en það er ennþá mjög rólegt," sagði Auð- unn. Hann sagði að það væri sérstak- lega lítið af atvinnutilboðum frá hinu opinbera og bönkunum sem hefðu alltaf leitað töluvert til Atvinnumiðl- unar námsmanna. Ætlunin að saltfisktollar EB iækki úr 13% í 4-5% á morgun Skiptir Islendinga nokkur hundruð milliónum króna Frá Kristófer M. Kristinssyni fréttaritara Mbl. í Brussel SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins verður heimilt að flytja inn til Evrópubandalagsins frá næstu viku og til áramóta 60.000 tonn af blautverkuðum saltfiski á tollum sem verða 4-5%. Þessir tollar eru nú 13% og segir Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍF að þetta séu góðar frétt- ir fyrir saltfiskútflytjendur því þessi tollalækkun skiptir þá nokkrum hundruðum milljóna króna. Magnús reiknar með að samhliða verði ákveðið að lækka toll á saltfiskflök- um úr 20% niður í 9% en kvótinn á flökin nemur 3.000 tonnum. Fastafulltrúar aðildarríkja EB munu fjalla um málamiðlunartillögu frá Dönum vegna ívilnana á innfluttum sjávarafurðum til EB á fundi á morgun. í dag Tyrkneska forræðismálið Höfundur bókarinnar „Ekki án dóttur minnar", aðstoðar Sophiu Hansen 19 Meiri samdráttur?______________ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segir að íslendingar verði að horfast í augu við frekari samdrátt í þorskveiðum 22 Fyrsta skútan__________________ Þýska skútan Dagmar Aaen, sem komin er til Akureyrar, er á sínu þriðja ári í siglingum í ís 27 Leiðari________________________ Efnahagsskilyrði og vaxtastig 22 r Ur verinu ► Markaðsverð á mjöli með lægsta móti - Bankasljórinn í netaróðri - Krafa EB um veiði- heimildir Norðmönnum erfið - Milljón í hásetahlut Framkvæmdastjóm EB lagði fram í janúar sl. tillögur um árlegar ein- hliða ákvarðanir bandalagsins um tollaívilnanir á hráefni til fiskvinnslu í aðildarríkjunum. Slæmt ástand á mörkuðum EB hefur hins vegar vald- ið því að innflutningsheimildirnar sem taka áttu gildi 1. apríl hafa dreg- ist til þessa. Gert er ráð fyrir að heimildir til innflutnings á saltfiski verði að mestu óbreyttar frá því sem samþykkt var í byijun febrúar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er líklegt að í stað tveggja Myndasögur ► Börn um víða veröld - Hjól - Ljóð - Þrautir - Blásturmálning - Myndasögur - Dverglilja - Orð- tak - Brandarar - Fingraför - Drátthagi blýanturinn innflutningstímabila verði einungis eitt og að tollflokkarnir verði samein- aðir frá því sem gert var ráð fyrir í febrúarsamþykkt EB þannig að heimilt verði að flytja inn allt að 60.000 tonn af saltfiski á tolli á bil- inu 4-5% frá og með næstu viku fram að áramótum. Saltfiskkvótar í forgang Náist samkomulag um málamiðl- un dönsku stjórnarinnar verða heim- ildimar að öllum líkindum staðfestar á ráðherrafundi 9. maí og öðlast gildi um leið og þær hafa birst í stjórnar- tíðindum EB. Heimildarmenn Morg- unblaðsins telja sennilegt að salt- fískkvótarnir verði látnir hafa for- gang í framkvæmd vegna mikils þrýstings frá ríkjunum í suðurhluta bandalagsins. „Ég vona að þetta verði niðurstað- an og um leið eru þetta fyrstu góðu fréttir sem við heyrum í langan tíma,“ segir Magnús Gunnarsson. „Þetta getur skipt verulegum upp- hæðum fyrir okkur því nú er salt- fiskkvóti Norðmanna í EB að verða uppurinn þannig að við ættum að geta orðið mjög samkeppnisfærir um verð.“ Aðspurður um hve stór hluti af 60.000 tonna kvótanum gæti komið í hlut íslendinga segir Magnús að það hafi verið misjafnt milli ára og nú setji niðurskurður á þorskveiðum strik í reikninginn. Árin 1987-88 fluttum við út 60.000 tonn af salt- fiski til EB en í fyrra nam magnið 40.000 tonnum. Skákmót á St. Martin Helgi efst- ur eftir 5 umferðir Saint Martin. Frá Margeiri Péturs- syni fréttaritara Morgunblaðsins. HELGI Ólafssson er einn efstur á opnu alþjóð- legu skák- móti á eyj- unni Saint Martin í Karabiska hafinu. Tefldar hafa verið fimm umferðir og hefur Helgi unnið allar sínar skákir. Tveir skákmenn hafa 4*/2 vinning en Jón L. Árnason og Margeir Pétursson eru í hópi þeirra sem hafa 4 vinninga. Fjórði íslendingurinn, Karl Þor- steins, hefur 3‘/2 vinning. Mótið, sem endar á laugar- dag, er mjög sterkt og á því tefla 16 stórmeistarar. Fjárveiting til námskeiða BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu atvinnumálanefndar um að veita 1.975 þúsund króna auka- fjárveitingu vegna námskeiða fyr- ir fólk á atvinnuleysisskrá. Um er að ræða námskeið, sem haldin voru á tímabilinu 4. febrúar til 7. maí. Þau voru haldin í sam- vinnu við atvinnumálanefnd og Ráðningarstofuna með stuðningi fé- lagsmálaráðuneytisins. Aðsókn reyndist mun meiri en búist var við eða 400 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.