Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 • 5 Kaup Grindvík^ inga á Dagrúnu IS Kaupsamn- ingur lagð- ur fyrir bæjarstjórn BÚSTJÓRAR þrotabús Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík og Grindavíkurbær hafa gert drög að kauþsamningi um togar- ann Dagrúnu ÍS á grundvelli til- boðs Grindavíkurbæjar, að sögn Páls Arnórs Pálssonar bústjóra. Samningurinn verður væntanlega lagður fram á bæjarstjórnarfundi í Grindavík í dag. Frá því kröfuhafar samþykktu í byrjun síðustu viku að fela bústjór- um að ganga til samninga við hæst- bjóðendur í togara búsins hafa Grindavíkurbær, sem hæstbjóðandi í Dagrúnu, og Háigrandi hf. í Hafn- arfirði, sem hæstbjóðandi í Heið- rúnu, unnið að samningum við ein- staka veðkröfuhafa um skuldbreyt- ingar og fleira. Grindavíkurbær hef- ur gengið frá málum varðandi yfir- töku skulda sem nemur 430 milljóna króna tilboði bæjarins í Dagrúnu. Háigrandi bauð 291 milljón í Heið- rúnu en hefur ekki lagt áætlun sína um yfirtöku skulda fyrir bústjórana. Samþykki bæjarstjórn Grindavík- ur kaupsamninginn verður hann undirritaður og sendur bæjarstjórn Bolungarvíkur sem hefur forkaups- rétt að skipinu. -----♦ ♦ ♦---- Dóms- og kirkju- málaráðuneytið Útboð á ræstingum DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið hefur ákveðið að bjóða út þrif á húsnæði embætta og stofnana á höfuðborgarsvæðinu er heyra undir ráðuneytið. Það er Innkaupastofnun ríkisins sem óskað hefur eftir tilboðum í ræstingu og hreingerningu hjá tíu embættum og stofnunum. Um er að ræða árlega reglubundna ræstingu á 13.789 fermetrum og hreingern- ingu, teppahreinsun og bónun gólfs á fyrsta ári á 9.153 fermetrum. Utboðsgögn fást hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, og er skilafrestur til 25. maí næstkom- andi. -----♦ ♦ ♦---- „Rage against the Machine“ á Listahátíð í Hafnarfirði BANDARÍSKA rokkhljómsveitin Rage against the Machine kemur á Listahátíð í Hafnarfirði og leik- ur á tónleikum í Kaplakrika 12. júní nk. Tónleikarnir hefjast með leik Hafnfirsku hljómsveitarinnar Jet Black Joe, sem hitar upp fyrir Rage against the Machine. Rage against the Machine hefur verið í efsta sæti íslenska breið- skífulistans undanfarnar vikur. -----♦ ♦ ♦---- Brotist inn í íbúðarhús BROTIST var inn í íbúðarhús við Keilufell aðfaranótt þriðjudags. Þegar íbúar hússins uppgötvuðu þjófnaðinn söknuðu þeir sjónvarps, myndbandstækis og yfirhafna. Rannsóknarlögregla ríkisins fer með rannsókn málsins. Gervihnattadiskur settur á gamla Massey Ferg-uson-dráttarvél Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson Ferguson árgerð 1954 með sjónvarpsgervihnattardisk. Vildi vera fetínu framar í tækninni Sólbyrgi, Rcykholtsdal ÁRIÐ 1954 þegar Ferguson var framleiddur var hann mikið tækni- undur og svo ekki sé talað um ámoksturstækin. Skyldu verka- mennirnir sem unnu að smíði dráttarvélarinnar nokkuð hafa hugsað um hvert lokaverkefnið fyrir þessa stórkostlegu dráttar- vél mUndi verða? Þrjátíu og níu ár er langur tími þegar tæknin er annars vegar. Að Runnum í Reykholtsdal búa Einar Steinþór Traustason og Helga Björk Valgeirsdóttir. Þau vildu víkka sjóndeildarhringinn og festu kaup á gervihnattardiski. En af hveiju var diskurinn sett- ur á Fergusoninn? Einar Steinþór svarar því til hann hafí séð í frétt- unum að það var bóndi fyrir norð- an sem var með sjónvarp í dráttar- vélinni sinni og hann vildi bara vera feti framar í tækninni. KRINGLUNNI 8-12S 686244

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.