Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 13 Er lúpína skaðvaldur? eftir Sigurgeir Þorbjörnsson Um og eftir áramót hefur nokkur umfjöllun verið um ágæti lúpínu eða úlfabauna, sem plantan kallast öðru nafni. Á aðfangadag jóla birtist í Morgunblaðinu ákaflega fræðandi umfjöllun um plöntuna eftir tvo nem- endur í Kennaraháskólanum, þær Önnu Hedvig Þorsteinsdóttur og Ingu Þóru Þórisdóttur. 16. janúar birtist svo önnur grein rituð af Sveini Guðmundssyni undir titlinum „Lú- pínan er ekki skaðvaldur", grein sem ýtti mér út í þessa umfjöllun. Vissulega gleðst ég yfir umræðu um þessa umdeildu og reyndar mis- góðu plöntu. Sveinn vill sjá hana sem víðast en þær stöllur telja rétt að setja plöntunni nokkuð ákveðin tak- mörk. „Notkun lúpínu á ekki rétt á sér á þeim stöðum sem annar gróður er fyrir jafnvel þó þar sé ekki um auðugan garð að gresja." Nefna þær Víghól í Kópavogi sem dæmi um útivistarsvæði þar sem holta- og lynggróður er í hættu vegna út- þenslu lúpínunnar. Laufþakið sem hún myndar er það þétt að fáar eða engar lágplöntur ná að Jjrífast þar undir vegna ljósleysis. Ymis önnur útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu má áreiðanlega setja undir sama hatt, s.s. hóllinn okkar Reykvíkinga sem í daglegu tali nefnist Oskjuhlíð. í mínum huga snýst málið um líf- breytileika, þann tegundaijölda sem við fínnum á tilteknu svæði. Gefum okkur t.a.m. að á hveijum fermetra á Víghóli fínnist í dag allt að tíu mismunandi tegundir blóma og grasa. Víst er gróðurinn snöggur og víða eru brúnar moldarskellur á milli. En við slíkar aðstæður fínnur lúpínan sér einnig kjörlendi og getur breiðst mjög hratt út. Því er deginum ljós- ara að eftir nokkur ár eða áratugi verður hún ein orðin ríkjandi planta á svæðinu. Víða um heim hafa menn valdið róttækum breytingum á flórunni og þá stundum á kostnað lífbreytileik- ans. í stað þeirrar fjölbreytni sem náttúrunni er eðlileg er skapað ákaf- lega einlitt umhverfi. Hvað þætti okkur um það ef einn góðan veðurdag væru allar hérlendar kýr orðnar svartar, allir hestar rauð- ir og ef hvergi væri lengur að finna mislitt sauðfé? Áreiðanlega þætti mörgum mikil eftirsjá í því mikla lit- skrúði sem einkennir íslensk húsdýr í dag. Það eru einnig verðmæti sem ekki mega glatast. Þegar Víghóll og ýmsir aðrir hólar verða orðnir órofa lúpínustóð — ef fer sem horfír — er hætt við að margur muni sakna þess sem við áttum en misstum vegna andvara- leysis. Einn fýlgifískur þess verður e.t.v. sá að við getum ekki lengur gengið frjálst um hin ýmsu útivistarsvæði því að þykknið sem lúpínann myndar er æði ógreiðfært flestu fólki. { rekju geta menn sem ekki eru íklæddir regnklæðum búist við því að verða holdvotgir upp í klof því stönglamir geta orðið allt að 1 m á hæð. Á vetrum munu svo haugar af brúnleitum hálmi þekja svæðið og innann tíðar hljóta svo jökulsorfnu klappirnar, sem eru hin fegursta náttúrusmíð, að hverfa með öllu. Er það svona sem við viljum hafa útivist- arsvæði framtíðarinnar? Hvað verður svo? Ýmsir telja að þegar og ef lúpínan hopar muni þróttmikill grasvöxtur ásamt mosa koma upp úr frjóum jarðveginum. Að vetri hylur svo móleitur sinuflóki Sigurgeir Þorbjörnsson „Enn hef ég ekki fengið það staðfest að áburð- argjöf eða sláttur í há- blóma leggi lúpínuna að velli.“ svæðið, rétt einsog í úthaga sem ekki er beittur. Gefum okkur að þessi framtíðarmynd eigi við rök að styðj- ast og hugleiðum þá jafnframt að nú eigum við völina. Annar kosturinn er að vernda fíngerðan og litskrúðug- an holtagróður, svo við getum enn sem fyrr lotið niður að lambagrasinu og notið ilmsins. Hinn er sá að lúp- ínustóðið ríki um nokkurra áratuga skeið uns þéttur og fremur einlitur grassvörðurinn tekur við. Verum þess einnig meðvituð að eftir slíkt skref verður tæplega aftur snúið. Að sjálfsögðu eru fleiri fletir á þessu málj. Fá lönd eru jafn gróður- snauð og ísland. Veðráttan er kald- ranaleg og víðast er jarðvegurinn Vatnaskógur, sumarbúðir 170 ár eftir Sigurbjörn Þorkelsson í ár eru 70 ár liðin frá því sumar- búðastarf hófst á vegum KFUM í Reykjavík á meðal drengja í Vatna- skógi, sem er í Svínadal í Hvalfjarð- arstrandarhreppi. Fyrstu flokkarnir dvöldu þar sumarið 1923. í fyrstu þurftu menn að búa við frumstæð skilyrði, því gist var í tjöldum til að byija með og lítill timburskúr notað- ur undir eldhús. Síðar var svo reistur skáli með svefnsal í öðrum endanum og eldhúsi í hinum. Gátu 18 drengir sofíð í þeim skála. Árið 1939 var svo fyrir eldmóð ungra Skógarmanna hafíst handa við að byggja „Gamla skála“, sem svo hefur verið kallaður, en íjársöfnun á meðal Skógarmanna hafði þá staðið yfír í 10 ár. „Gamli skáli“ stendur enn í Vatnskógi, gerð- ar hafa verið nokkra endurbætur á honum, er hann einskonar andlit Vatnaskógar og mikið notaður. Hann var formlega vígður árið 1943. Með „Gamla skála“ var byltin í starfsemi sumarbúðanna í Vatnaskógi. Síðan hefur hvert húsið risið af öðru og aðstaða orðin hin besta. Nú dvelja í hverri viku yfír sumartímann tæp- lega 100 drengir og una sér flestir vel. Dagarnir fyótir að líða Dagarnir í Vatnaskógi eru venju- lega mjög fljótir að líða, enda margt við að vera. Aðstaða til íþróttaiðkana og leikja úti sem inni hefur aukist og tekið framförum frá ári til árs. í Vatnaskógi hafa margir drengir spreytt sig í fyrsta skipti í „alvöru íþróttakeppnum" að sjálfsögðu með misjöfnum árangri. Ekki má gleyma vatninu, hinu vinsæla Eyrarvatni; sem er bæði kalt og hressandi. í vatninu svamla drengirnir jafnvel í tíma og ótíma, þó einkum á góðviðr- isdögum, þó þarf þá ekki til. I Eyrar- vatni er silungsveiði og margir hafa sýnt stórgóða sjóaratakta á þeim bátum, sem sumarbúðirnar eiga og drengirnir geta siglt á um vatnið. Möguleikarnir til afþreyingar og skemmtunar eru vissulega margir, en þó slær náttúrufegurðin í Vatna- skógi allt út. Sköpun Guðs á þessum stað er einstök. Helgaður staður í sumarbúðunum í Vatnaskógi hafa dvalið u.þ.b. 10% núlifandi ís- lenskra karlmanna. Hin síðari ár hafa þar dvalið tæplega 1.000 dreng- ir og jafnvel stúlkur í hinum hefð- bundnu dvalarflokkum, en auk þeirra er orðin hin margvislegasta starfsemi í Vatnaskógi allt árið um kring. Mót, ráðstefnur og fleira. Blessun Guðs hefur hvílt yfir Vatnaskógi og því starfi sem þar hefur verið unnið, á því leikur ekki vafí og það hafa þeir fundið sem þar hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma. Dvöl í Vatnaskógi er tími, sem menn koma seint til með að gleyma. Tilgangur starfsins Með sumarbústaðastarfínu í Vatnaskógi vilja þeir sem að því standa reyna að hjálpa mönnum að byggja upp óbifanlegan grundvöll fyrir líf sitt. Grundvöll sem byggður er á bjargi, því bjargi sem er Jesús Kristur frelsari okkar. Hver dagur í Vatnaskógi hefst á því að farið er með bæn og orð Guðs, boðskapur Biblíunnar ræddur í stutta stund. Margir drengir hafa einmitt lært að nota Nýja testamentið sitt eftir dvöl í Vatnaskógi. Að kvöldi er orð Guðs og vilji síðan aftur hug- leitt, Guði þakkað fyrir daginn og beðið fyrir næturhvíld og næsta degi. Sú vitneskja og kennsla um bænina og lestur Biblíunnar er veganesti sem margir Skógarmenn búa að og þakka. Að lokum Sá sem þetta skrifar er einn þeirra mjög snauður af næringarefnum enda vandfundnar þær plöntur sem geta klætt landið. Lúpínan er planta sem þrífst ótrúlega vel við hinar fjöl- breyttustu aðstæður, í rökum jarð- vegi sem þurrum, einnig í ákaflega lausum og ófijóum öskujarðvegi, jafnvel þar sem sandstormar heija. Auk þess er lúpínan flestum plöntum skuggaþolnari. Á lítt grónu landi breiðist hún mjög hratt út og henni nýtast sérlega vel árstíðabundnir lækir, s.s. leysingavatn. Ásamt melgresi er lúpínann lang öflugasta landgræðsluplantan sem við höfum yfir að ráða í dag. Því er sannarlega full ástæða til að nýta sér þennan bandamann þar sem við á. Þá á ég við þær þúsundir ferkíló- metra í uppsveitum þar sem gróður- hulunni og jarðveginum hefur veriðs svift af. Eftir stendur svo örfoka land þar sem gróður nær sér seint og illa á strik. Þrátt fyrir þessi ágæti plöntunnar vil ég enn sem fyrr hafa nokkurn vara á. í anda svartrar náttúruvemd- ar tel ég að sums staðar sé full ástæða að viðhalda ógrónu land- svæði, jafnvel þó að það sé örfoka, s.s. svartir sandar og nakin hraun. Enn eigum við íslendingar meiri verðmæti í ósnertri náttúru en flest- ar aðrar þjóðir. Þau verðmæti skila einnig beinum arði í formi gjaldeyris- tekna af ferðamönnum. í bréfi sínu segir Sveinn Guð- mundsson m.a.: „Það er ákaflega lít- ill vandi að halda henni (lúpínunni) í skefjum ef hún vex þar semhún á ekki að vaxa“ og ennfremur: „Ég er ekki hræddur um að lúpínan verði skaðvaldur í íslensku vistkerfí. Eink- anlega vegna þess að hún þolir afar illa beit og hverfur úr gróðurþekj- unni sé hún ofbeitt." Harla þykir mér ólíklegt að Sveinn hyggist beita sauðum sínum á Víghól — sem hann gefur þó í skyn. Aftur á móti er það reynsla sumra að sauðfé sneiði hjá fullþroska plöntum vegna beyskju- efna (alkaloids) sem í þeim eru en leggi sig vissulega eftir plöntum á fyrsta ári. Hafí Sveinn önnur og raunhæfari úrræði þá bíð ég og trú- lega fjöldi manns þess í ofvæni að hann leysi frá skjóðunni. Enn hef ég ekki fengið það stað- fest að áburðargjöf eða sláttur í há- blóma leggi lúpínuna að velli. Aftur á móti taldi ég það örugga lausn að slíta blómið upp með rótum sem ég reyndi snemmsumars í fyrra. En þegar ég kom á vettvang að áliðnu sumri voru nær allar plönturnar í fullu fjöri. Og ekki bara það. Heldur höfðu þær borið blóm og sáldrað fræi allt í kringum sig! Þessa óvæntu út- komu mátti rekja til rótarinnar sem í alla staði er ótrúlega öflug. í þessu tilviki hafði hún einfaldlega snúið sér í átt til jarðar og borað sér langt niður í sendinn jarðveginn. Þrátt fyrir að ég álíti lúpínuna ekki algóða vænti ég þess að ég verði ekki sakaður um kynþáttahatur eins og þær stöllur, Anna Hedvig og Inga Þóra. Ég hef reynt að draga fram tvær hliðar málanna, aðra já- kvæða og hina neikvæða, eins og gengur. Því vil ég skora á þá aðila sem starfa að uppgræðslumálum, hvort það eru skógræktarfélög, ein- staklingar eða bæjarfélög að skoað hug sinn vel áður en stuðlað er að frekari útbreiðslu lúpínunnar á grónu landi. Einnig er full ástæða til að menn ígrundi hvort ekki sé full ástæða til að uppræta lúpínu, sem nú þegar hefur fest rætur, af útivist- arsvæðum, s.s. Víghóli, Öskjuhlíð o.s.frv. Ég tel að svæði sem ekki er lengur hægt að ganga um vegna gróðurs, hvort heldur það er blóm- gróður eða tré, hafí ákaflega lítið útivistargildi. Nú er rétti tíminn til að marka stefnuna fyrir næsta sum- ar svo að komandi kynslóðir megi njóta jafn fjölskrúðugrar flóru og við gerum í dag. Lengi lifi lúpínan — sem land- græðsluplanta. Hötundur er heyrn- leysingjakennari. BIIX lUIJRtULE miðað við efnahagshorfur! LADA • LADA Sigurbjörn Þorkelsson fjölmörgu sem dvalið hafa í Vatna- skógi, fyrst sem ungur drengur þátt- takandi í dvalarflokkunum og síðar sem einn af forstöðumönnum flokk- anna. Fyrir að hafa haft tækifæri til að koma í Vatnaskóg og dvelja þar er ég þakklátur. Mikið og fórnfúst starf sjálboða- liða hefur verið unnið í Vatnaskógi í gegnum árin, sem seint verður þakkað. Sá sem nú fer fyrir vaskri sveit Skógarmanna heitir Ársæll Aðalbergsson, verslunarmaður í Reykjavík, en hann er formaður stjórnar Skógarmanna. Ég þakka Guði fyrir Vatnaskóg, fyrir þá sem þangað hafa komið og þar hafa starfað. Mætti Guð halda áfram að láta blessunar daggir sínar dijúpa yfir Vatnaskóg og starfið þar. Takk fyrir mig, til hamingju með afmælið, Skógarmenn. Höfundur er framkvæmdasijóri Gídeonfélagsins á Islandi. SKUTBÍLL 0RFAIR BILAR EFTIR A GAMLA VERÐINU Frá 498.000,- kr. 124.500,- kr. út og 11.974,- kr. í 36 mánuði BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.