Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Mikið fjölmenni var við vígslu nýrrar kirkju á Blönduósi Hugrnynd fengin úr nánasta umhverfi kirkjunnar Blönduósi. FJÖLMENNI VAR vlð kirkju- vígslu á Blönduósi 1. maí. Séra Boiii Gústavsson vígsiubiskup á Hólum vígði kirkjuna og prédik- aði en séra Árni Sigurðsson sóknarprestur þjónaði fyrir alt- ari. Kirkjunni bárust fjölmargar gjafir og heillaóskir í tilefni dagsins. Hin nýja kirkja sem sóknarbörn Blönduóss voru að taka í notkun hefur verið ellefu ár í byggingu. Dr. Maggi Jónsson frá Kagaðar- hóli teiknaði kirkjuna og sagði hann að hugmynd að gerð kirkj- unnar hefði hann fengið af nán- asta umhverfi hennar. Kirkjan þykir mjög sérstök og fylgir ekki hinu hefðbundna kirkjuformi og hafa verið skiptar skoðanir um þessa útfærslu. Ef marka má kirkjusókn um helgina má telja að mikil samstaða ríki um nýju kirkj- una því um fjögur hundruð manns sóttu vígsluhátíðina og á sjötta hundrað manns sótti tvær ferming- Kirkjan Nýja kirkjan á Blönduósi þykir vera sérstök enda fylgir hún ekki hinu hefðbundna kirkjuformi. Arkitektinn segist hafa fengið hugmyndir að gerð kirkjunnar úr nánasta umhverfi hennar. armessur á sunnudaginn, þannig að rúmlega þúsund manns kom til kirkju um hélgina. Góður hljómburður Fjöldi tónlistarmanna köm fram á vígsluhátíðinni og má þar nefna Sólveigu Sövik, fyrrv. organista Blönduóskirkju, og núverandi org- anisti, Julian Hewlett, flutti tón- verk fyrir orgel tileinkað Blönduós- kirkju og kórar Blönduós- og Hóla- neskirkna sungu. Til þess var tek- ið af tónlistarfólki sem kom fram á vígsluhátíðinni að hljómburður væri mjög góður í kirkjunni. Að lokinni athöfn í kirkjunni var kaff- isamsæti í félagsheimilinu. Jón Sig Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Tónlistarflutningur Kirkjukórar Hólanes- og Blönduóskirkna sungu við í vígsluna. Agreiningnr vegna ævisöguritunar Gagnkröf- ur námu 11 milljón- um króna RANGHERMT var í Morgunblað- inu í gærdag að gagnkröfur Mar- íu Guðmundsdóttur Ijósmyndara á hendur Gullveigu Sæmundsdóttur ritstjóra hefðu numið 3 milljónum króna. Hið rétta er að gagnkröf- urnar námu samtals rúmlega 11 milljónum króna en sem kunnugt er sýknaði héraðsdómur aðila af kröfum og gagnkröfum. Viðar Már Matthíasson lögmaður Gullveigar segir að auk þeirra 3 miiljón króna skaðabóta sem María krafði Gullveigu um hafi hún m.a. farið fram á 720.000 franska franka þannig að samtals námu kröfurnar rúmlega 11 milljónum króna. Vegna þeirra orða Maríu Guð- mundsdóttur í Morgunablaðinu í gærdag, í frétt um dóminn, að hún hafi ekki átt upptök að málinu vill Viðar Már taka eftirfarandi fram: „Aðdragandinn að málaferlum þess- um var þann 30. október 1991 er María lagði fram lögbannsbeiðni og innsetningarkröfu á hendur Gull- veigu en lögbannskröfuna dró hún til baka og innsetningarbeiðninni var hafnað af fógetarétti Garðabæjar. Það er í kjölfar þessara aðgerða sem Gullveig hóf sinn málarekstur á hendur Maríu." Baldur Hermannsson um Þjóð 1 hlekkjum hugarfarsins Sagan skekkt mynd hlaðin þjóðrembu •• 1 *i Morgunblaðið/Silli Songleikur FRÁ sýningu barnanna á söngleiknum Lifandi skógur. Lifandi skógur Húsavík. 120 ÍSLENSK og norsk skólabörn voru á sumardaginn fyrsta með tvær sýningar á söngleiknum Lifandi skógur í sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Söngleikur þessi fiytur á skemmtilegan og áhrifaríkan hátt boðskap gróðurverndar og þá sérstaklega skóga. Undanfama daga hafa um 100 Landgræðslunnar og þá sérstaklega Norðmenn dvalið á Húsavík, þar af 70 börn sem dvalið hafa á heimil- um jafnaldra sinna í bænum. Norsku börnin hafa flutt þennan söngleik víða í Noregi og hyggjast flytja hann í Þýskalandi og suður á Spáni. Þau hafa lært söngvana á íslensku og sungu þá nú með 50 íslenskum bömum svo þarna var mikill kór og þótti flutningur verks- ins takast vel. Norðmennirnir hafa kynnt sér starfsemi Skógræktar ríkisins, „MÉR hefur aldrei fundist íslandssagan sem kennd er í skól- um samræmast þeim veruleika sem lesa má úr annálum, ævisögum og þjóðlegum fróðleik,“ segir Baldur Hermannsson um fyrsta hluta sjónvarpsþáttaraðarinnar Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, sem sýndur var í RUV sl. sunnudagskvöld. Gísli Gunnarsson, dósent í sagnfræði, sem veitti fræðilega ráðgjöf við gerð þáttarins, segir að Baldri sé í sjálfsvald sett að hunsa athugasemdir sem hann gerði við handrit þáttarins. „Baldur er höfundurinn og ber sjálfur ábyrgð á sínu verki. Mitt hlut- verk 'er að gefa ráð um smávægileg atriði,“ segir Gísli en tekur jafnframt undir það að sú mynd sem jafnan er dregin upp af bændasamfélaginu sé í rómantískara lagi. starfsemi Húsgulls á Húsavík, sem undanfarið hefur verið mikil og árangursrík. Þeir hafa skoðað hver- ina í Reykjahverfi og farið til Mý- vatns. Frá Húsavík fóru þau til Akra- ness og með þeim 12 manna hljóm- sveit Tónlistarskólans á Húsavík og mun hún leika undir í sameigin- legri sýningu norsku barnanna og nemenda Brekkubæjarskóla á Akranesi. — Fréttaritari. Athugasemd frá tíma- ritínu Heimsmynd MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá tímaritinu Heimsmynd sem stílað er til ritstjóra biaðsins: „í frétt í blaði yðar um skoðana- könnun, sem unnin var af Félags- vísindastofnun Háskólans fyrir tímaritið Heimsmynd, um fylgi flokkana í borgarstjórn í Reykjavík gætir ónákvæmni og misskilnings sem þörf er á að leiðrétta. í inn- gangi fréttarinnar er rætt um fylgi Sjálfstæðisflokksins „samkvæmt útreikningi blaðsins". í fréttinni er einnig birt athugasemd frá skrif- stofu borgarstjóra, þar sem segir „að tímaritið dragi þá ályktun“ að 3. fulltrúi G-lista nái kjöri en ekki 8. fulltrúi af D-iista. Hvort tveggja er alrangt, Tímaritið Heimsmynd framkvæmdi enga útreikninga, né dró ályktun af útreikningum, hvað þetta snertir. Allt töluefni kom frá Félagsvísindastofnun, þar á meðal útreikningar um skiptingu fulltrúa milli flokka. Hugleiðingar blaðsins eru í grein sem er skýrt afmörkuð frá talnaefni skoðanakönnunarinn- ar.“ Fyrirspum vegna at- hugasemdar ALFREÐ Þorsteinsson varamaður Framsóknar- flokks í borgarstjórn, hefur lagt fram fyrirspurn í borg- arráði vegna athugasemdar Markúsar Arnar Antonsson- ar borgarstjóra, við túlkun á niðurstöðu skoðanakönn- unar í tímaritinu Heimsynd á fylgi flokka í borgar- stjórn. Spurt er, síðan hvenær er það hlutverk skrifstofu borgar- stjórans að blanda sér í út- reikninga í skoðanakönnun fjölmiðla um fylgi flokka í borgarstjórnarkosningum? Hefði ekki verið eðlilegt að skrifstofa Sjálfstæðisflokksins leiðrétti hlut flokksins? Og loks, mun skrifstofa borgar- stjóra leiðrétta hlut annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í hliðstæðum skoðanakönnun- um, ef grunur leikur á, að út- reikningar séu rangir? Túlkun Baldurs Hermannssonar á sögulegum arfi íslendinga hefur vakið sterk viðbrögð. Baldur telur að í íslandssögunni farist fyrir að gefa raunsanna mynd af lífi al- mennings og vill stemma stigu við þeirri skökku mynd sem dregin er upp í skólakennslunni. „Sagan ein- . kennist af fölsunum og er beinlínis hlaðin þjóðrembu. Allt of mikil áhersla er lögð á Skálholt, Bessa- staði, Þingvelli, Reykjavík og Hóla. Eg vil sýna líf fólks, veruleika al- mennings, sem ekki er gerð skil í bókum, eins og hann blasir við í annálum og ævisögum,“ sagði Baldur. Hvað er það að vera íslendingur? Baldur sagði tilgang þáttarins að svara því hvað felist í því að vera íslendingur. „Eg hef lengi búið erlendis og hef gert mér grein fyrir því að við erum einstakir; við erum nátengdir fortíðinni. Mér finnst það merkilegt hlutskipti að vera íslendingur." Hann sagði jafn- framt að sér væri til efs að aðrar þjóðir tækju slíkan kipp, ef sam- bærilegur þáttur yrði gerður um sögu þeirra. Tekur Baldur of djúpt í árinni? Þegar Morgunblaðið leitaði eftir því hjá Sjónvarpinu hver viðbrögð almennings hefðu verið kom í ljós að það sem einkum hefur vakið reiði er umbúðalaus framsetning Baldurs á viðfangsefni sínu. Hann er hinsvegar þeirrar skoðunar að sér sé skylt að greina frá því sem fyrir augu ber í annálum fortíðar- innar, þótt það kunni að koma illa við einhvern. „Við erum ekki sek um glæpi forfeðranna,“ sagði Bald- ur. Hann telur heimildir sínar nógu áreiðanlegar og telur tímabært að íslendingar hristi af sér hlekki róm- antískrar túlkunar á fyrri tíma. Gísli Gunnarsson, dósent, segir annála að öllu jöfnu þokkalegar heimildir, en telur dómbækur þó traustari. „Umræðan í kjölfar þátt- arins er þörf ögrun og gæti ýtt undir annars konar sagnfræðilegar rannsóknir. Kannski liggur veru- leikinn einhvers staðar þarna á milli,“ sagði Gísli. • ♦ ♦---- Grímsnes Festíst í drifskaftí Selfossi. MAÐUR fótbrotnaði illa þegar hann lenti í óvörðu drifskafti á vinnuvél. Slysið átti sér stað 1. mai er maðurinn var að vinna á vélinni skammt frá bænum Gelti í Grímsnesi. Það varð manninum til happs að vélin var á minnsta afli og drap á sér þegar óhappið átti sér stað og vinnuföt mannsins festust í drifskaft- inu. Maðurinn gat ekki látið vita af sér en komst upp í vélina og beið þar þar til farið var að grennslast fyrir um hann. Sig. Jóns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.