Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 ^ 19 Höfundur bókarinnar „Ekki án dóttur minnar“ til íslands Betty Mahmoody að- stoðar Sophiu Hansen andi til þess að líta yfir stöðuna,“ sagði hún í samtali við Morgun- blaðið. Hún játti þvi að málið væri afar erfitt. „Þannig er því líka yfirleitt farið þegar börn eru flutt til þessa heimshluta. Ehi málið er mjög áríðandi vegna þess að stúlkurnar eru orðnar þetta gaml- ar og af þeim upplýsingum sem þær hafa gefið er ljóst að þær vilja koma aftur til íslands. Svo skiptir líka miklu máli að þær fá ekki að lifa eðlilegu lífi í Tyrk- landi og er haldið föngnum. Ég segi það fyrir mig að ég hefði sennilega haldið út að vera í íran ef mér hefði ekki verið haldið þar fanginni. Ef ég hefði getað um frjálst höfuð strokið eins og hitt fóikið þar,“ bætti Betty við. Hlakka til heimsóknarinnar Þegar spurst var fyrir um Is- landsheimsóknina sagðist Betty hlakka til að koma til íslands. yBókin mín kom út á íslensku á Islandi en ég hef aldrei komið þangað þó ég hafi komið til margra annarra landa. Fólkið sem unnið hefur að málinu og hefur talað við mig er líka mjög indælt. Mér finnst aðeins leiðinlegt að geta ekki verið lengur á íslandi til þess að fá tækifæri til þess að sjá svolítið af landinu ykkar,“ sagði hún að lokum. Framkvæmdastj óri Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum Getum ekki sætt okkur við að fatlaðir séu varavinnuafl „SAMTÖK fatlaðra á Norður- löndum inunu á næstunni leggja mesta áherslu á atvinnumálin, en því miður vill það oft verða svo þegar samdráttur verður, að þá detta fatlaðir fyrst út af vinnumarkaðnum og eiga jafn- framt erfiðast með að komast inn á hann. Við getum auðvitað ekki sætt okkur við að fatlaðir séu þannig einhverskonar vara- vinnuafl í samfélaginu," segir Boo Fogelberg, framkvæmda- stjóri Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, en hann er nú staddur hér á landi til að und- irbúa stjórnarfund bandalags- ins sem haldinn verður á Akur- eyri 17.-19 júní næstkomandi. Fundurinn er haldinn til skiptis á Norðurlöndunum, en forseti bandalagsins nú er Jóhann Pét- ur Sveinsson, og gegnir hann formennskunni til 1996 140 þúsund manns innan samtakanna Bandalag fatlaðra á Norður- löndum var stofnað árið 1948, og innan vébanda þess eru samtals 140 þúsund manns. Bandalagið vinnur á félagslegu sviði og að sögn Boo Fogelberg er eitt af stærstu verkefnum þess að skipt- ast á hugmyndum og reynslu milli aðildarsamtakanna. „Bandalagið hefur nokkrar áhyggjur af þeirri þróun í sam- starfi Norðurlandanna sem fram kemur í yfirlýsingu forsætisráð- herra Norðurlanda um að breyta eigi eðli Norðurlandasamstarfsins og leggja meiri áherslu á menning- arleg tengsl. Við vonum hins vegar að það muni ekki draga úr vægi samstarfs fatlaðra á Norðurlönd- um, og þeirra nefnda og ráða sem starfa að málefnum fatlaðra," í forystusveit TRYGGVI Friðjónsson, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, Jóhann Pétur Sveinsson, forseti Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, og Boo Fogelberg, framkvæmdastjóri bandalagsins. sagði Boo Fogelberg í samtali við Morgunblaðið. Norðurlöndin langt á undan Fogelberg sagði að á flestum sviðum væru Norðurlöndin nokkuð langt á undan flestum öðrum Evr- ópuþjóðum hvað varðar málefni fatlaðra, og þar munaði kannski mest um það að á Norðurlöndum væri litið á það sem sjálfsagðan hlut að skattpeningum væri varið til að jafna aðstöðu milli fatlaðra og ófatlaðra á meðan slíkt væri almennt ekki viðurkennt annars staðar í Evrópu. „Þá skilur það líka að að samtök fatlaðra annars staðar í Evrópu eru kannski viljugri til að sætta sig við sérlausnir á ýmsum hlutum á meðan samtök á Norðurlöndum telja slíkt mjög óæskilegt og telja að málefni fatlaðra eigi að vera hluti af heildarmálefnum samfé- lagsins og lausnir á vandamálum þess eigi að ná yfir alla í samfélag- inu.“ Full atvinna verði tryggð FRAMKVÆMDASTJÓRN Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sainþykkti á 250. fundi sínum, sem haldinn var á Bolafjalli við ísafjarðardjúp 1. maí, ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn íslands og hið háa Alþingi að taka höndum saman við hagsinunasamtök atvinnuveganna til að tryggja fulla atvinnu og koma í veg fyrir lífskjararýrnun almenn- ings í landinu. I fréttatilkyunningu frá Sjálfsbjörg er bent á að aldrei sé meiri þörf á breiðri samstöðu þjóðarinnar en á samdráttartím- um sem nú. Sjálfsbjörg treysti því að á þessu sé víðtækur skiln- ingur og að sameinaðir muni Islendingar vinna sig út úr þess- um vanda sem öðrum. BETTY Mahmoody, höfundur bókarinnar „Ekki án dóttur minnar", kemur í tveggja daga heimsókn til Islands 12. maí næst- komandi. Tilgangur Islandsfararinnar er að afla gagna um for- ræðismál Sophiu Hansen í þeim tilgangi að verða henni að liði í deilunni. Arið 1990 stofnaði Betty samtökin „Einn heimur fyrir börn“ og hafa þau unnið að mannréttindamálum barna. Betty er búsett í Bandaríkjun- um en fór ásamt írönskum eigin- manni sínum og ungri dóttur þeirra til íran 3. ágúst árið 1984. Aðeins átti að vera um tveggja vikna sumarleyfisferð að ræða en eiginmaður hennar hélt henni og dóttur þeirra nauðugum í landinu þar til þeim tókst að flýja úr landi við illan leik og komast til Banda- ríkjanna 7. febrúar 1986. Eftir heimkomuna skrifaði Betty bókina „Ekki án dóttur minnar“ um reynslu sína og dótt- ur sinnar í íran. Bókin aflaði Betty heimsfrægðar enda var hún gefin út á fjölda tungumála, m.a. ís- lensku, og kvikmynd með Sally Field í aðalhlutverki var gerð í kjölfarið. Seinna skrifaði svo Betty aðra bók og er í henni aðal- lega fjallað um áðurnefnd samtök, „Einn heimur fyrir börn“. Sú bók hefur ekki verið gefin út hér á landi. Erfið staða Betty staðfesti að hún væri á leið til Islands í því skyni að hjálpa Sophiu Hansen þegar haft var í íran Betty í fatnaði sem hún varð að vera í þegar hún dvaldist í íran. samband við hana. „Ég ætla að afla mér þeirra upplýsinga sem ég þarf á að halda til þess að geta ráðlagt Sophiu og skipulagt aðgerðir henni til hjálpar. Stund- um þegar fólk hefur í langan tíma fylgst náið með einhveiju máli ei betra að fá einhvern utanaðkom- Styrkþegarnir INGA Lóa Hannesdóttir og Svala Sigurðardóttir ásamt Einari Sveins- syni, framkvæmdastjóra Sjóvá-Almennra. Námsmenn styrktir í UPPHAFI ársins 1992 settu Sjóvá-Almennar á markað fyrir náms- menn sérstakar vátryggingar sniðnar að þeirra þörfum, Námsmanna- tryggingar. Jafnframt var ákveðið að veita tveimur námsmönnum úr hópi viðskiptavina námsstyrki Fystu námsmannastyrkjum Sjó- vár-Almennra var úthlutað sl. föstudag og eru styrkbafar þær Inga Lóa Hannesdóttir og Svala Sigurðardóttir, báðar nemendur í Háskóla íslands. að fjárhæð 100.000 kr. í dómnefnd voru Almar Eiríks- son, formaður BÍSN, Ólafur Jón Ingólfsson, deildarstjóri hjá Sjóvá- Almennum, og Pétur Óskarsson, formaður Stúdentaráðs. Þijú frumvörp um sjávarútvegsmál bíða hausts Greiðslur frestast úr Þróunarsjóði ÞRJÚ frumvörp sjávarútvegsráðherra um sjávarútvegsmál verða ekki lögð fram á Alþingi fyrr en í haust vegna ósætt- is í sljórnarliðinu um veiðar smábáta. Misritun varð í frétt á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær, en þar var frumvarp haft í eintölu í stað fleirtölu og mátti skilja að einungis væri um eitt sjávarútvegsmálafrumvarp að ræða. Frumvörpin, sem um ræðir, eru frumvarp um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun, frumvarp um stofnun Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins og frumvarp um afnám Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs- ins. Frestun framlagningar frum- varpanna þýðir að núgildandi lög um fiskveiðistjórnun munu gilda óbreytt á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Frestun frum- varpsins um Þróunarsjóð hefur í för með sér að ekki er hægt að byija að greiða úr sjóðnum til úr- eldingar skipa eða vinnslustöðva fyrr en í fyrsta lagi næsta haust eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt á þingi.' VIÐ RYMUM TIL Vegna breytinga mikill AFSLÁTTUR af nýju sumarvörunum Dragtir - pils - buxur o.m.fl. '04/77l,r FAXAFENI5 Faxafeni 5 TILBOÐSDAGAR íGARNHÚSINU, FAXAFENI5 Prjónagarn á tilboðs- og kynningarverði. Ull, bómull, mohair, angora o.m.fl. frá JAEGER, PATOIMS OG BOUTON D’OR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.