Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Efnahagsskilyrði og vaxtastig Draga verður í efa, að forsætisráðherra úr Sjálfstæðisflokki hafi nokkru sinni gert jafn stífa kröfu til bankanna um vaxtalækkun og Davíð Oddsson gerði í ræðu sinni við eldhúsdagsumræður á Alþingi í fyrrakvöld. For- sætisráðherra sagði m.a.: „Það er ekki vafi á því í mínum huga að verðbólgu- spár gefa ærna ástæðu til þess að bankar lækki nafn- vexti sína enn frekar en þeir hafa þegar gert. Það er full ástæða til að hvetja bankana til þess að fylgja þeirri þróun eftir. Þeir hljóta að hafa í huga, að stundar- hagnaður bankakerfisins af því að hafa vexti hærri en efnahagsskilyrðin í raun gefa tilefni til, munu til lengdar bitna harðast á bönkunum sjálfum. Það heldur enginn góður bóndi mjólkurkúm sínum við felli- mörk.“ Af þessum ummælum Davíðs Oddssonar er ljóst, að hann telur efnisleg rök vera fyrir enn frekari vaxta- lækkun og bendir í því sam- bandi á verðbólguspár. Af orðum hans má einnig skilja, að hann telji bankana halda uppi vöxtum vegna stundar- hagsmuna sinna. Og loks er ljóst, að hann telur þessa stefnu bankanna í vaxta- málum koma niður á þeim sjálfum. Þessi ummæli forsætis- ráðherra eru alvarlegt um- hugsunarefni fyrir bankana. Þau koma frá oddvita Sjálf- stæðisflokksins, en sá flokk- ur beitti sér fyrir vaxtafrelsi bönkunum til handa haustið 1984. Ef ekki væri vegna eindreginnar afstöðu Sjálf- stæðisflokksins hefði frelsið í vaxtamálum sennilega aldrei komið til sögunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er brjóstvörn frjálsrar vaxta- stefnu í landinu. Ef forystu- menn Sjálfstæðisflokksins missa trúna á vaxtafrelsið vegna þess, að þeir telji bankakerfið misnota þetta frelsi, munu bankar og sparisjóðir standa frammi fyrir því, að talsmenn vaxta- ákvarðana með handafli ná yfirhöndinni á hinum póli- tíska vettvangi. Meðan kjarasamningar voru til umræðu gátu bank- amir rökstutt þá afstöðu að fara sér hægt í vaxtalækk- unum með tilvísun til þess, að kjarasamningar væru á næsta leiti. Nú er allt í óvissu um gerð kjarasamn- inga. Á sama tíma eru vext- ir að lækka í nálægum lönd- um. Þýzki Seðlabankinn hef- ur lækkað vexti jafnt og þétt að undanförnu. Hér á Islandi er rekstrargrundvöll- ur sjávarútvegsins ekki að bresta, hann er brostinn. Núverandi vaxtastig eykur mjög á erfiðleika atvinnu- veganna að standa undir skuldbindingum sínum. Þeg- ar Davíð Oddsson talar um, að vaxtastigið komi harðast niður á bönkunum sjálfum á hann einfaldlega við, að vaxtastigið reki fyrirtækin í gjaldþrot og bankarnir muni tapa miklum fjármunum á þeim gjaldþrotum. Þess vegna sagði forsætisráð- herra í ræðu sinni á Al- þingi, að vextirnir yrðu að lækka og lánastofnanir yrðu að lengja lán eins og kostur væri. Veiki bletturinn í mál- flutningi forsætisráðherra er auðvitað sá, að vaxandi hallarekstur ríkissjóðs stuðl- ar að vaxtahækkun en ekki vaxtalækkun, eins og Valur Valsson, bankastjóri ís- landsbanka víkur að í sam- tali við Morgunblaðið í dag.. Bankakerfið liggur nú undir harðri gagnrýni fyrir of dýran rekstur. Sumir hafa jafnvel talað um bankakerf- ið sem bagga á atvinnulíf- inu. Sjálfsagt má deila um niðurstöður Hagfræðistofn- unar háskólans um kostnað við íslenzka bankakerfið en í megindráttum er ljóst, að í þjóðfélagsumræðunni bein- ast spjótin í vaxandi mæli að bankakerfinu sjálfu. Til þess eru nú gerðar sömu kröfur um hagræðingu í rekstri eins og bankarnir með réttu hafa gert til við- skiptavina sinna á undan- förnum árum. Vissulega hefur verulegur árangur náðst í þeim efnum en betur má ef duga skal. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra um þorskveiðar Frekar stefnir í samdrátt en óbreyttan afla ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegssráðherra segir að stefni í að Islendingar verði að'horfast í augu við frekari samdrátt í þorskveiðum því ekkert bendi til þess að þorskstofninn hafi styrkst. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði við eldhús- dagsumræður á Alþingi á mánudagskvöld, að ekki væri hægt að skera niður afla meira en orðið væri. Forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar segir að stefni í að þorskafli fari 40% um- fram tillögur stofnunarinnar frá því skýrsla um ástand fiski- stofnanna var skrifuð um mitt síðasta ár. „Það hefur frekar stefnt í það að við þyrftum að horfast í augu við frekari samdrátt. Ráðgjöf Ha- frannsóknarstofnunar frá í fyrra gerði ráð fyrir samdrætti ef að- stæður breyttust ekki til hins betra. Þar ,var gert ráð fyrir því að þrepa veiðina niður til þess að ná uppbyggingarmarkmiðinu. Því miður hefur ekkert komið fram enn sem bendir til þess að þorsk- stofninn hafi styrkst,“ sagði Þor- steinn Pálsson. Hann sagðist svo sem einnig eiga þá ósk og von, að íslendingar gætu veitt meir. „En aðalatriðið er að taka raunsæja ákvörðun. Endanlega getum við þó vitaskuld ekki sagt neitt um þetta fyrr en ráðgjöf vísindamanna liggur fyr- ir,“ sagði Þorsteinn. Misskilningur Ég held að það gæti þarna nokkurs misskilnings hjá forsætis- ráðherra að því leyti, að það var ákveðið að veiða meira á þessu ári en Hafrannsóknarstofnun lagði til,“ sagði Jakob. „Okkar aðaltil- laga var að veiða 175 þúsund tonn af þorski 1993 og það sama árið 1994, en stjómvöld heimiluðu að veiða 205 þúsund tonn. Að flestra mati verður aflinn svo mun meiri á þessu ári, eða að minnsta kosti 230 þúsund tonn. Þar við bætist að aflinn 1992 fór í 265 þúsund tonn en við höfðum gert ráð fyrir 250 þúsund tonna afla. Aflinn mun því á tímabilinu frá því skýrslan um ástand fiskistofnanna var skrifuð fram til næstu áramóta fara um 70 þúsund tonn umfram okkar tillögur eða 40%,“ sagði Jakob. Davíð Oddsson sagði á Alþingi að óbreyttur afli þýddi hæga en örugga uppbyggingu þorskaflans ef marka mætti upplýsingar Haf- rannsóknarstofnunar frá síðasta ári. Um þetta sagði Jakob, að jafn- stöðuafli hefði í fyrra verið metinn um 220 þúsund tonn þannig að fræðilega séð leiddi 205 þúsund tonna afli til hægrar uppbyggingar eins og Davíð segði. „Hins vegar eru skekkjumörk víð, og 205 þús- und tonn eru nærri jafnstöðuaflan- um og sú var ástæðan fyrir því að við töldum tillögu um 175 þús- und tonn nauðsynlega,“ sagði Jak- ob. Ný skýrsla í maílok Hann sagði að stefnt væri að því að Hafrannsóknarstofnun legði fram tillögur um hámarksafla á næsta fiskveiðiári um næstu mán- aðamót. Verið væri að vinna að nýrri úttekt á fiskistofnunum sem sæi vonandi dagsins ljós í lok maí. Aðgerðarleysi er spákaupmennska eftirTryggva Pálsson Skýringar á taprekstri Á íslandi hefur allt of lengi talist góð og gild afsökun fyrir taprekstri fyrirtækis að gengisþróun hafi verið óhagstæð. Á dæmigerðum aðal- fundi félags, sem starfar við inn- eða útflutning, flytur forstjórinn slæm.u fréttirnar af gengistapinu. Hluthafarnir veigra sér við að spytja hvort ekki hefði mátt koma í veg fyrir gengisáhættuna og fjölmiðlar birta frásögnina án frekari skýr- inga. Stjórnendum fyrirtækja hefur verið nokkur vorkunn í þessu efni. Bankarnir hafa veitt takmarkaða ráðgjöf og' til skamms tíma var erfiðleikum bundið að veijast gengisáhættu. Það virðist hins veg- ar hafa farið framhjá mörgum, að nú eru breyttir tímar. Stjórnvöld hafa frá og með síðustu áramótum aflétt flestum þeim höftum, sem svo lengi hafa takmarkað svigrúm ís- lenskra fyrirtækja til varnarað- gerða. Hefðin rofin Aðalfundur Granda hf., sem hald- inn var sl., föstudag, rýfur þessa hefð aðgerðarleysis og afsakana. Eins og lesa mátti í Morgunblaðinu daginn eftir, ijölluðu æðstu stjórn- endur fyrirtækisins með ábyrgum hætti um orsakir tapsins og hvernig þeir muni sjálfir draga úr gengis- áhættu. Er full ástæða til að veita orðum þeirra mikla eftirtekt. Árni Vilhjálmsson, formaður stjórnar, sagði m.a.: „Vera má, að okkur hafi orðið á mistök í áætlana- gerð í því, að hafa ekki hugað að eðlilegum væntingum í gengisþró- un, og að dregist hafi úr hömlu að aðlaga skuldasamsetningu okkar að þeim breytingum, sem orðið hafa á síðustu misserum í samsetningu afurðasölu okkar eftir myntum, en vægi þýskra marka hefur stóraukist á kostnað dollara." . Upplýst var að á þrem síðustu mánuðum ársins hefði gengistap félagsins verið 154 milljónir kr. Þar af voru 90 milljónir kr. vegna gengisfellingar krónunnar í nóvem- ber sl, sem var fyrsta gengisfelling- in í þijú ár. Afgangurinn 64 milljón- ir kr. varð vegna þess, að Banda- ríkjadollar og japanskt jen vega þyngra í skuldum Granda en í myntkörfu Seðlabankans, þ.e.a.s. vegna misvægis í fjármagnsupp- byggingunni að þessu leyti. I ræðu Brynjólfs Bjarnasonar, framkvæmdastjóra, kom m.a. fram að stjómendur fyrirtækisins hafa lagt vinnu í að nota nútímatækni til að breyta skuldasamsetningu þess. Verið sé að gera samninga um gjaldmiðlaskipti auk vaxta- skipta til að ná meiri jöfnuði í sam- setningu tekna og skulda og vinna með því móti gegn áhættu á gengis- tapi. Grandi hf. er í framvarðarsveit íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Eftirtektarvert hefur verið að fylgj- ast með markvissum aðgerðum fyrirtækisins frá sameiningu þess. Skipulag veiða og vinnslu hefur verið endurmótað frá grunni og margar nýjungar hafa komið fram varðandi samstarf við erlenda aðila. Meðal bankamanna er fyrirtækið þekkt fyrir styrka fjármálastjóm. Með þeim aðgerðum sem stjórnend- ur Granda hafa ákveðið að grípa til sýna þeir athyglisvert frumkvæði í að bæta eigna- og skuldastýringu fyrirtækisins nú þegar tækifæri til slíks hafa skapast. Hvað hefur breyst? Lögum nr. 87/1992 um gjald- eyrismál og reglugerð nr. 471/1992, sem gefin var út í lok liðins árs í kjölfar laganna, hafa markað tíma- mót. Nú er almenna reglan sú, að gjaldeyrisviðskipti vegna inn- og útflutningsvöru og þjónustu og ijár- magnshreyfinga eru fijáls. Enn eru nokkrar takmarkanir í gildi en þær verða nánast horfnar í ársbyijun 1995. Gjaldmiðlaskiptasamninga (curr- ency swaps) og vaxtaskiptasamn- inga (interest rate swaps) má nú gera á grundvelli erlendra lána- samninga. Þeir munu án efa verða töluvert nýttir af stjómendum fyrir- tækja til að draga úr gengis- og vaxtaáhættu. Samt má búast við því, að mest eftirspurn verði eftir framvirkum gjaldeyriskaupum og -sölu (forward contracts). Ekki er einungis leyft að eiga framvirk við- skipti með tvær erlendar myntir Tryggvi Pálsson „Hægl er að skipuleggja fjármálastjórnina með þeim hætti að samræmi sé í þeim gjaldmiðlum sem tekjur og lántökur eru í. Þeir möguleikar hafa lengi verið fyrir hendi en það getur verið kostnaðarsamt að breyta þegar teknum lánum eða greiðsluvenj- um.“ heldur má nú kaupa og selja íslensk ar krónur gegn erlendum gjaldmiðl um fram í tímann. Innlendir bankar hafa ger skiptasamninga og framvirka samn inga fyrir viðskiptamenn og vegn; eigin þarfa. Þó hefur enginn þeirr, auglýst þjónustu sína enn opinber MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 23 Kröfuhafar Hagvirkis-Kletts samþykkja nauðasamningsfrumvarp um 40% greiðslu af höfuðstóli Nær 80% kröfuhafa vilja ganga til nauðasamninga NAUÐASAMNINGSFRUMVARP Hagvirkis-Kletts hlaut í gær samþykki tilskilins meirihluta kröfuhafa á fundi sem boðað var til á vegum félags- ins. 79,36% kröfuhafa sögðu já við frumvarpinu og réðu þeir samtals yfir um 201 milljón króna, eða um 67,20% af heildarfjárhæð þeirra krafna sem lýst var og forsvarsmenn Hagvirkis-Kletts gerðu ekki ágrein- ing við. „Ég er mjög ánægður með þann almenna stuðning sem við höfum fengið hjá kröfuhöfum,“ sagði Jóhann G. Bergþórsson forstjóri Hagvirkis-Kletts við Morgunblaðið í lok fundarins í gær. Af 9 kröfuhöf- um sem sögðu nei og fóru samtals með 83 milljóna kröfur, vógu at- kvæði ríkissjóðs langþyngst hvað fjárhæðir varðar, en auk þess var m.a í þeim hópi Ragnar H. Hall, skiptastjóri þrotabús Fórnarlambsins og smærri kröfuhafar. Ragnar H. Hall fékk viðurkenndan atkvæðarétt vegna um 3,5 milljóna af þeim 570 milljóna kröfum sem hann lýsti vegna nauðasamninganna. Kröfur íslandsbanka, 94,7 millj., og Iðnlánasjóðs, 151,2 millj., fengust ekki teknar á kröfuskrá þar sem trygging var fyrir kröfum þeirra í eignum Hagvirkis-Kletts en nauða- samningar ná aðeins til ótryggðra samningskrafna. Lýsti 57% krafna en fékk 0,3% atkvæða I kröfuskrá sem lögð var fram á fundinum kemur fram að lýst var vegna nauðasamninganna kröfum að fjárhæð 990 milljónir króna. Þar af átti þrotabú Fórnarlambsins, áður Hagvirkis, um 570 milljóna króna kröfur, eða tæp 57% af heildinni, en þrotabúið hefur sem kunnugt er feng- ið allar óveðsettar eignir Hagvirkis- Kletts kyrrsettar til tryggingar riftun- arkröfum sínum á hendur fyrirtæk- inu. Staðfestingarmál vegna þess er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykja- ness. Af hálfu Hagvirkis-Kletts var á fundinum í gær gerður ágreiningur við allar kröfur Fórnarlambsins að frátöldum 3-4 milljóna króna húsa- leigukröfum og fór því bústjóri Fórn- arlambsins með rúmlega 0,3% at- kvæða við afgreiðslu nauðasamnings- frumvarpsins. Þegar niðurstaða úr atkvæða- greiðslu lá fyrir lýsti Ragnar Hall því yfir að hann mundi mótmæla við Héraðsdóm Reykjaness beiðni Hag- virkis-Kletts um staðfestingu frum- varpsins sem bindandi nauðasamn- ings. Vilyrði fyrir 82 millj. hlutafé Jóhann G. Bergþórsson stjórnar- formaður Hagvirkis-Kletts sagðist í samtali við Morgunblaðið afar ósáttur við afstöðu fulltrúa ríkisvaldsins á fundinum, sem hann sagðist telja andstæða hagsmunum skattgreið- enda og einnig við afstöðu Ragnars H. Hall bústjóra Fórnarlambsins. Hann sagði að'fyrirtækið mundi verja máistað sinn gegn andmælum bú- stjórans fyrir Héraðsdómi Reykjaness þegar samningsfrumvarpið verður innan skamms lagt fyrir dóminn til staðfestingar. Hjá Jóhanni kom fram að fyrirtækið hefði fengið skrifleg vilyrði fyrir 82 milljóna hlutafjár- aukningu og munnleg fyrirheit um enn frekari hlutafjárframlög fáist nauðasamningar staðfestir. Verði samningarnir staðfestir greiðir Hagvirki-Klettur kröfuhöfum 5% krafna í reiðufé innan 2 vikna og 5% til viðbótar innan 3 mánaða og auk þess 10% með 5 ára skuldabréfi með 5% vöxtum. 20% geta kröfuhafar valið um að fá greitt með hlutabréfum í fyrirtækinu eða með vaxtalausum óverðtryggðum skuldabréfum til 5 ára. í máli Jóhanns kom fram að við mat á efnahag fyrirtækisins ef til rekstrarstöðvunar kæmi hefði verið talið að fjármunir þess dygðu til greiðslu á 18% af höfuðstóli krafna. Umdeildur sjónvarps- þáttur tekinn af dagskrá ÞÁTTURINN „Hver á að sýna?“ var óvænt tekinn af dagskrá sjónvarps- ins í gærkvöldi þar sem hann braut í bága við ákvarðanir úvarpsráðs um innihald. Það var Sigmundur Orn Arngrímsson settur dagskrár- stjóri sem tók ákvörðun um að sýna ekki þáttinn. Sigmundur segir að ekki hafi verið staðið við þá ákvörðun útvarpsráðs að ekki yrði fjallað um hugsanlega sölu eða leigu á Háskólabíói. Ragnar Halldórsson umsjón- armaður þáttarins segir að hann hafi tekið undir óskir útvarpsráðs með því að fjalla ekki sjálfur um bíóið en það hafi aldrei hvarflað að honum að útvarpsráð ætlaði að ritskoða málflutning viðmælenda í þættinum. Þátturinn fjallar um möguleikana á því að koma upp kvikmyndahúsi þar sem almenningi gæfist kostur á að sjá ailar íslenskar myndir svo og vandaðar listrænar erlendar myndir. í þættinum er bent á Háskólabíó sem slíkt hús en útvarpsráð hafði ákveðið að ekki mætti tjalla um bíóið með þessum hætti þar sem það er hvorki til sölu eða leigu. Gæti slík umfjöllun skaðað viðskiptahagsmuni bíósins. í valdi Útvarpsráðs Sigmundur segir. að umsjónar- manni þáttarins, Ragnari Halldórs- syni, hafi verið fullkunnugt um vilja útvarpsráðs í þessum efnum. Að- spurður um hvort útvarpsráð gæti ráðið innihaldi ákveðinna þátta í dag- skrá sjónvarpsins með þessum hætti segir Sigmundur að hann líti þannig á. „Það segir í útvarpslögunum að ákvarðanir útvarpsráðs í þessum efn- um séu endanlegar,“ segir Sigmundur. Ragnar Halldórsson segir að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með þessa ákvörðun Sigmundar dg að honum finnist ótrúlegt að það fólk sem kemur fram í þættinum megi ekki tjá sig um þessa hluti. A Bankastjóri Islandsbanka um vaxta- lækkunarhvatningu forsætisráðherra Lítið svigrúm til vaxtalækkunar Lánsfjárþörf ríkisins hefur mest áhrif á vexti VALUR Valsson, bankastjóri Islandsbanka, segir að svigrúm til nafnvaxtalækkunar sé mjög þröngt um þessar mundir. Davíð Odds- son forsætisráðherra hvatti bankana til að lækka vexti í þingræðu í fyrradag og sagði að ærin ástæða væri til slíks, á grundvelli lágr- ar verðbólguspár. Valur segir hins vegar að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sá þáttur, sem mest áhrif hafi á vaxtaþróunina. lega heldur kynnt hana þess í stað með fræðslufundum og heimsókn- um til viðskiptavina. Er það á vissan hátt skiljanlegt í ljósi þess, að all- nokkra þekkingu er nauðsynlegt að viðskiptavinurinn hafi áður en samningur er gerður og ráðleggja þarf hveijum og einum miðað við aðstæður hvers fyrirtækis. Samkeppni í þjónustu íslenskir bankar og sparisjóðir hafa þegar fengið samkeppni frá erlendum bönkum. I heimsóknum fulltrúa þeirra til landsins á undan- förnum misserum hafa nokkrir bankanna boðið íslenskum fyrir- tækjum, sjóðum og stofnunum þjón- ustu sína í gjaldeyris- og vaxtastýr- ingu. Á þessu sviði verða íslensku bankarnir og sparisjóðirnir að standa sig því þörfin er fyrir hendi og ástæðulaust er að gefa erlendum bönkum eftir viðskiptin. Samkeppn- in er hvetjandi og mun án efa harðna. Það er álit mitt, að fyrir- tæki muni ekki leita eingöngu til viðskiptabanka síns heldur hafi samband við fleiri. Hvaða banki nær forystu á þessu sviði mun ráðast af verði, þekkingu og þjónustu. Vönduð ráðgjöf er afar mikilvæg og í því efni hafa bankar og spari- sjóðir mikið verk að vinna til hags- bótar fyrir atvinnulífið. Grund- vallaratriðið er, að draga úr þeirri gengis- og vaxtaáhættu sem óhjá- kvæmilega fylgir rekstri. Hægt er að skipuleggja fjármálastjórnina með þeim hætti að samræmi sé í þeim gjaldmiðlum sem tekjur og lántökur eru í. Þeir möguleikar hafa lengi verið fyrir hendi en það getur verið kostnaðarsamt að breyta þeg- ar teknum lánum eða greiðsluvenj- um. Þá er hættan sú, að ekki sé grip- ið til aðgerða þó svo aðstæður breyt- ist. Því miður eru mörg dæmi um það, að sjávarútvegsfyrirtæki séu enn með Bandaríkjadollar sem ráð- andi mynt í teknuin lánum, þó svo Evrópumyntir og japönsk jen hafi fyrir löngu leyst dollarann af hólmi í útflutningstekjunum. Nýjungin er, að nú hafa bæst við í verkfærakassa fjármálastjóra margháttuð tæki til að breyta tekju- og skuldasamsetningu án þess að breyta þegar teknum lánum eða þeim gjaldmiðlum sem greiðslur berast í. Fyrrnefndir skiptasamn- ingar og framvirkt gengi eru dæmi um það. Gera þarf sér grein fyrir hvers eðlis áhættan er og skoða heildarmyndina en ekki t.d. áhættu einstakra lána eða greiðslna. Að lokum á að Velja sér aðgerðir til mótvægis, því aðgerðarleysi er nær undantekningarlaust versti kostur- inn. Stjórnendur dregnir fyrir dóm? I tímaritinu Economist 13. mars sl. var að finna athyglisverða frá- sögn í þessu sambandi. Sagt var frá stjórnendum lítils samvinnufyrir- tækis í Indiana í Bandaríkjunum, sem voru dregnir fyrir dóm af eig- endunum. Stjórnendurnir voru síðan dæmdir fyrir að hafa ekki dregið úr áhættu i rekstrinum með því að nýta sér möguleika í nútíma fjár- málastjórn. Þeir áfrýjuðu dómnum en töpuðu áfrýjuninni í júní í fyrra. Glæpur stjórnendanna fólst í því að hafa ekki tryggt verðmæti korns, sem þeim hafi verið falið að selja, með því að nota sér framvirkan markað. Þegar verðfall varð á korninu urðu eigendumir fyrir tapi, sem hefði verið hægt að komast hjá. í Bandaríkjunum, landi lögsóknanna, er að sögn tímaritsins nú búist við að fleiri mál af svipuðum toga muni koma fyrir dómstóla. Ekki er að vænta að hið sama gerist á íslandi. Samt segir mér hugur eftir aðalfund Granda, að hluthafar og stjórnendur í íslenskum fyrirtækjum muni átta sig betur á, að aðgerðarleysi er spá- kaupmennska. Höfundur er framkvæmdustjóri í íslandsbanka. „Nafnvextir hafa farið lækkandi að undanförnu,“ sagði Valur í sam- tali við Morgunblaðið. Meðalárs- ávöxtun nýrra, almennra lána var 14,7% 1. febrúar en er núna 13,4%. Á algengustu skuldabréfalánum íslandsbanka hafa nafnvextir lækk- að síðustu þijá mánuði um U/2%. Það er rétt að hafa í huga að þeg- ar verðbólgan jókst snögglega fyrstu mánuði ársins, og var til dæmis 6,5% í febrúar, fylgdu bank- ar og sparisjóður þeirri þróun ein- ungis að hluta. Þess vegna tekur lengri tíma að laga vextina að lækk- un verðbólgunnar.11 Ríkið býður háa innlánsvexti Hann benti einnig á að ríkisvíxl- ar hefðu í síðasta útboði verið seld- ir með 9,01% meðaltalsvöxtum og ríkisverðbréf til sex mánaða á 11,5%. „Þetta eru innlánsvextir, sem ríkið býður, en á sama tíma eru kjörvextir víxla í íslandsbanka 10,2% og þetta eru beztu útláns- vextir, sem við bjóðum. Þess vegna er augljóst að svigrúm til lækkunar nafnvaxta er ekki stórt og óneitan- lega er nokkur óvissa um framvindu mála, til dæmis í ljósi hugsanlegra aðgerða vegna vanda sjávarútvegs- ins. Nafnvextir eru hins vegar stöð- ugt til skoðunar og verða það áfram,“ sagði Valur. Ekki efnahagslegar forsendur fyrir lækkun Hann sagði ljóst að þegar láns- fjárþörf ríkisins færi vaxandi og sparnaður ykist ekki, heldur dræg- ist saman, væru ekki efnahagslegar forsendur fyrir lækkun raunvaxta. „Það kemur því ekki á óvart að síðastliðna tvo mánuði hafa vextir spariskírteina á eftirmarkaði verið nær óbreyttir og reyndar hækkað aðeins síðustu vikurnar. Það er engum vafa undirorpið að halli rík- issjóðs og lánsfjárþörf ríkisins í heild er sá þáttur, sem hefur mest áhrif á vaxtaþróun í landinu,“ sagði Valur. Bankastjórar Landsbankans vildu ekki tjá sig um ummæli for- sætisráðherra. Ekki náðist í banka- stjóra Búnaðarbankans eða for- mann Landssambands sparisjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.