Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 Atkvæðagreiðslur eftir aðra umræðu um fimm EES-frumvörp Þrír sjálfstæðismenn á móti og sjö úr sljómarandstöðu sátu hjá VIÐ atkvæðagreiðslur í gær um nokkur frumvörp varðandi aðild Is- lands að Evrópsku efnahagssvæði, EES, kom fram óbreytt afstaða þing- manna frá því í janúar þegar greidd voru atkvæði um sjálft staðfesting- arfrumvarp EES. Stuðningsmenn ríkissljórnarinnar studdu frumvörpin að frátöldum sjálfstæðismönnunum Eyjólfi Konráði Jónssyni (S-Rv), Inga Birni Albertssyni (S-Rv) og Eggert Haukdal (S-Sl). Stjórnarand- stæðingar lögðust í flestu gegn þessum frumvörpum nema nokkrir í svonefndu „hjásetuliði". Á dagskrá 162. þingfundar í gær voru atkvæðagreiðslur um fimm frumvörp er tengjast aðild að EES eftir aðra umræðu: 1) Frumvarp um gagnkvæma viðurkenningu á mennt- un, 2) um atvinnu- og búseturétt launafólks innan EES, 3) um íslenskt ríkisfang vegna EES, 4) um laga- ákvæði er varða samgöngumál vegna EES og að lokum 5) frumvarp um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993. Síðast- nefnda frumvarpið inniheldur heim- ildir til að staðfesta nauðsynlegar breytingar á EES-samningnum og fylgisamningum sem gera þurfti vegna ákvörðunar Svisslendinga að gerast ekki aðilar að EES. „Hjásetulið“ Við atkvæðagreiðslu um ákvæði frumvarpsins um gagnkvæma viður- kenningu á menntun voru flestar brejdingatillögur meirihluta mennta- málanefndar og greinar frumvarps- ins samþykktar með 40 samhljóða atkvæðum. Samþykkjendur voru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar en þeim til viðbótar voru flestir úr svo- nefndu „hjásetuliði" í EES-málinu, þ.e.a.s. stjórnarandstæðingar sem ekki eru andvígir EES-aðild. Fram- sóknarmennirnir Halldór Ásgrímsson (F-Al), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne), Jón Kristjánsson (F-Al), Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne); einnig þing- maður Kvennalista Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv). Einn þingmaður sem telst vera í þessum þingmanna- hópi, Finnur Ingólfsson (F-Rv) fylgdi í þetta sinn meginhluta stjórnarand- stöðu að málum. Stjórnarandstæð- ingar kusu að þessu sinni að sitja hjá, og það gerði einnig einn stjórn- arliði, Eggert Haukdal (S-Sl). Meiri andstaða kom fram við at- kvæðagreiðslu um atvinnu- og bú- seturétt launafólks innan EES. En breytingatillögur og einstakar grein- ar voru þó samþykktar með 36-38 atkvæðum flestar. Þar greiddu þing- menn Alþýðubandalags og þingmenn Samtaka um kvennalista oftast at- kvæði gegn breytingatillögum stjórn- armeirihluta og einstökum greinum frumvarpsins. Stjórnarliðar ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur greiddu atkvæði með samþykkt. „Hjásetumenn" framsóknar greiddu atkvæði stundum með samþykkt ásamt þingmönnun stjórnarliðsins. Afstaða Finns Ingólfssonar og ann- arra framsóknarmanna var stöðug hjáseta. Sjálfstæðismennirnir Eggert Haukdal (S-Sl) og Ingi Björn Al- bertsson (S-Rv) greiddu heldur ekki atkvæði. Við atkvæðagreiðslur um laga- breytingar varðandi íslenskt ríkis- fang sátu stjórnarandstæðingar allir hjá og það gerðu einnig þrír þing- menn Sjálfstæðisflokks, Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Ingi Björn Albertsson (S-Rv) og Eggert Haukd- al (S-Sl). Atkvæði féllu með líkum hætti þegar greidd voru atkvæði um lagaákvæði er varða samgöngumál vegna EES. Þess má þó geta að Ingi Björn Albertsson lagðist gegn frávís- unartillögu stjórnarandstæðinga en Eggert Haukdal sat hjá og Eyjólfur Konráð Jónsson var fjarverandi. Framhald annarrar umræðu um frjálsan atvinnu- og búseturétt Getur þurft að breyta EES-frum- varpi vegna breytinga hjá EB EVRÓPUBANDALAGIÐ, EB, hefur breytt reglugerð 1612/68/EBE. Vegna þessarar breytingar þarf e.t.v. að breyta frumvarpi til laga sem nú er til meðferðar á Alþingi og varðar frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins. Rannveig Guð- mundsdóttir, formaður félagsmálanefndar, sagðist ætla að kanna það mál. í gær var vísað til þriðju umræðu frumvarpi til laga um fijálsan at- vinnu- og búseturétt launafólks inn- an Evrópska efnahagssvæðisins með 55 samhljóða atkvæðum. Þegar mál- ið var í annarri umræðu fyrir helgi minnti Kristinn H. Gunnarsson *\'Ab-Vf) á að þetta frumvarp væri eitt af grundvallarfrumvörpum sem flutt væru í tengslum við EES. En frumvarpið gerir ráð fyrir að ákvæði tiltekinna EB-reglugerða skuli hafa lagagildi hér á landi. í meðförum félagsmálanefndar var frumvarpinu breytt nokkuð, m.a. voru felld á brott þau ákvæði reglugerðarinnar sem ekki voru talin hafa gildi á hinu Evrópska efnahagssvæði og orðalagi breytt þannig að vísað væri tii EFTA- ríkja og EES-ríkja. Kristinn sagði allnokkuð um liðið frá því að þetta mál var síðast til umræðu. Málið var til fyrstu umræðu í september, var tekið til annarrar umræðu 3. desem- ber, en þeirri umræðu var frestað og þráðurinn tekinn upp að nýju síð- asta fimmtudag. Forgangur félagsmanna? Við fyrri umræður lét Kristinn í ljós mikíar efasemdir um að ákvæði í kjarasamningum um forgangsrétt félaga í verkalýðsfélagi stæðust gagnvart ESS-samningnum og þess- ari lagasetningu. Nú hefðu þessar efasemdir enn vaxið til mikiila muna. Hann benti á að frumvarpinu væri ætlað að lögfesta EB- reglugerð nr. 1612. Utanríkisráðuneytið hefði gef- ið út bók með samanburði á EB-lögg- jöf og íslenskri löggjöf. Þar kæmi fram að EB hefði gert breytingar á þessari reglugerð 27. júlí 1992. Á bls. 141 mætti m.a. lesa um reglu- gerð 1612: „Ennfremur eru ýmsar óbeinar takmarkanir fyrir aðgangi launafólks á vinnumarkaði annarra aðildarríkja felldar brott, sbr. breyt- ' ingar á 16. grein og niðurfelling 20. greinar og viðauka vegna 16. grein- ar.“ Kristinn vitnaði til þess að í frum- varpi því sem nú um ræddi hljóðaði 16. grein svo: „Tilkynna skal um sérhvert laust starf, sem skráð hefur verið hjá vinnumiðlunum EFTA-ríkis og ekki hefur reynst unnt að ráða vinnuafl af innlendum vinnumark- aði.“ EB hefði fellt niður orðin: „og ekki hefur reynst unnt að ráða vihnu- afl af innlendum vinnumarkaði“. Einnig hefði EB fellt niður 20. grein- ina. Sú grein fjallaði um möguleika á tímabundinni stöðvun vinnumiðlun- ar á tilteknu svæði eða í tiltekinni atvinnugrein. Óvissar málalyktir fyrir þingfrestun STAÐA þingmála var næsta óljós fram eftir kvöldi í gærkvöldi. Ríkisstjórn óskaði eftir að fjöldi mála fengi afgreiðslu en það var einnig bersýnilegt að þau fengju ekki öll framgang. Eitt_ þeirra mála sem fer ekki í gegn er frumvarp til laga um Seðlabanka íslands. Starfsáætlun Alþingis gerir ráð greidd; atvinnumál og sjávarútvegs- fyrir að þingið ljúki störfum næst- komandi fimmtudag og að þing- haldi verði frestað á föstudaginn. Eftir að ríkisstjómin hafði tekið ákvörðun um að leggja ekki fram frumvörp um sjávarútvegsmál og endurskoðun laga um stjórn fisk- veiða var fallið frá öllum áformum um lengra þinghald. Fjöldi þingmála er óafgreiddur. Ríkisstjórnin hafði komið á fram- færi óskum sínum við formenn þingflokka um hvaða mál fengju helst framgang. Stjórnarandstæð- ingum þótti óskalistinn helst til langur, u.þ.b. 50 mál. Alþýðubanda- lagsmenn gagnrýndu stjórnarliðið fyrir að ætla að fresta þingi á með- an mörg mikilsverð mál væru óaf- Kristinn sagðist skiija hugmynda- fræði EES þannig að sem mest sam- ræmi ætti að vera vera milli aðildar- landa á öllum sviðum fjórfrelsisins. Hann fór þess eindregið á leit að félagsmálanefnd athugaði frumvarp- ið milli annarrar og þriðju umræðu í ljósi þessara upplýsinga. Hann vitn- aði, máli sínu til stuðnings, til álits utanríkisráðuneytis: „Engin þörf er á að breyta núgiidandi lögum um- fram þá breytingu sem lögð er til á 4. grein laga nr. 18/1985 í frum- varpi til laga um breytingar á lögum um vinnumarkaðsmál vegna aðildar að samningi um evrópskt efnahags- svæði. Hins vegar fela breytingamar á reglugerð 1612/68 í sér breytingar á frumvarpi til laga um fijálsan at- vinnu- og búseturétt launafólks inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Breytingar þarf að gera á fylgiskjali þess frumvarps ef að lögum verður.“ Verður kannað Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), formaður félagsmálanefnd- ar, sagði það rétt vera að nefndin hefði aðlagað EB-reglugerð 1612 svo ákvæði sem ekki ættu við hér yrðu ekki lögfest. Hún kvaðst nú myndu kanna hvort breyta yrði greinum 16 og 20. Ef svo reyndist myndi félags- málanefnd að sjálfsögðu taka málið fyrir milli annarrar og þriðju um- ræðu. En Rannveig vildi einnig koma því á framfæri að aðilar vinnumark- aðarins hefðu verið kallaðir á fund nefndarinnar og það hefði verið þeirra mat að ákvæði kjarasamninga um forgangsrétt félagsmanna héldi gagnvart þessum lögum. Við atkvæðagreiðslu í gær voru breytingartillögur og einstakar greinar frumvarpsins samþykktar með öruggum meirihluta, oftast 36-39 atkvæðum, en atkvæði féllu ekki alltaf stranglega eftir flokks- pólitískum línum. Kristinn H. Gunn- arsson sat hjá eða greiddi atkvæði í mót. í samtali við þingfréttaritara Morgunblaðsins kvaðst Kristinn ekki vera ánægður með þessa afgreiðslu frumvarpsins og myndi hann við þriðju umræðu ganga eftir svörum um sínar efasemdir. Sjálft EES Loks voru greidd atkvæði um frumvarpið um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Fyrst var tekin til afgreiðslu frávís- unartillaga stjórnarandstöðu. Tillag- an var felld með 31 atkvæði gegn 29. Allir viðstaddir stjórnarandstæð- ingar studdu tillöguna og það gerðu einnig þremenningarnir úr Sjálfstæð- isflokki, Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Eggert Haukdal. Að frávísunartillögunni felldri voru greidd átkvæði með nafnakalli um 1. grein frumvarpsins. Sú grein var samþykkt með 30 atkvæðum gegn 22, 3 þingmenn voru íjarver- andi en 7 þingmenn sátu hjá. Títt- nefndir þremenningar úr liði sjálf- stæðismanna, Ingi Björn Albertsson, Eggert Haukal og Eyjólfur Konráð Jónsson, lögðust gegn samþykkt greinarinnar. Svonefnt „hjásetulið" greiddi ekki atkvjpði. Það vakti þó nokkra eftirtekt£að Jóhannes Geir Sigurgeirsson sagði fyrst ,já“ við nafnakallið. Samþykki þingmannsins mun hafa verið fyrir mistök eða mis- skilning því nokkru síðar dró hann jáyrðið til baka og kaus að greiða ekki atkvæði. Þingmanninum var þessi leiðrétting möguleg því at- kvæðagreiðslu var ekki lokið. Væntanlega verða þessi EES-mál til þriðju og síðustu umræðu á þing- fundi í dag. mál. Þeir fóru þess á leit að þessi mál yrðu að a.m.k. rædd utandag- skrár fyrir þingfrestun. Kvennalist- inn lagði áherslu á að frumvörp um fullorðinsfræðslu og um ákvörðun bamabóta fengju framgang. Helsta ósk Framsóknarflokksins var sú að afgreitt yrði frumvarp um heimild til sjávarútvegsráðherra um að ráð- stafa heimildum Hagræðingarsjóðs án endurgjalds á þessu fiskveiðiári. Meðal þeirra mála sem ríkisstjórn- in lagði hvað mesta áherslu á, má nefna frumvarp um breytingu á lög- um um EES, frumvarp til lyfjalaga, frumvarp um Seðlabanka íslands, fmmvarp til sveitarstjórnarlaga og fmmvarp um reynslusveitarfélög. Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rvk): Vinna þarf mun betur að landgninnsréttíndiim okkar „Það er stunduð rányrkja á Reykjaneshryggnum“ í UMRÆÐU um skýrslu utanríkisráðherra á Alþingi fyrir skemmstu vakti Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rvk) athygli á ákvæðum 74. grein- ar hafréttarsáttmálans, 6. tölulið, sem fjallar um hafsbotninn. „Þar segir að þrátt fyrir önnur ákvæði skuli ytri mörk landgrunnsins á neðansjávarhryggjum ekki vera lengra en 350 mílur frá grunnl- ínu. En þar sem ekki er um neðansjávarhryggi að ræða heldur framlengingu af öðrum sökum (framburði fljóta eða landris) geta mörkin náð lengra." Eyjólfur Kon- ráð Jónsson (S- Rvk) sagði skýrslu utanríkis- ráðherra (skýrsla til Alþingis um utanríkismái) fjálla um ýmis lífshagsmunamál íslenzku þjóðar- innar, þar á með- al fullveldis- og sjálfstæðismál. Eyjólfur Konráð Hann saknaðiJónsson þess á hinn bóginn „að þar vant- aði algerlega að ræða um okkar mestu og mikilvægustu mál, þ.e. landhelgismálið, landgrunnsmálið, því þar eigum við gífurleg auðæfi óheimt ...“. Eyjólfur vitnaði til dr. Maniks Talvanis, sem „var okkar aðaltrúnaðarmaður og sérfræðing- ur á hafréttarráðstefnunni árum saman, varðandi það „hvernig við gætum heimt þau réttindi, sem við eigum á Reykjaneshrygg út í 350 mílur, á Hatton-banka út í 600 mílur og allt norður að pól, á norð- urpólinn ef farið er þá leiðina, og svo aftur á hafsbotnssvæðið sem er autt enn þá, 200 mílur á milli Noregs og íslands". Eyjólfur vitnaði í þessu sambandi til sóknar erlendra veiðiskipa á Reykjanesshrygg. „Það er stunduð rányrkja á Reykjanesshryggnum", sagði hann, „og við erum minnt á það núna á hverjum degi að þar er verið að gjöreyða stofnum sem þar eru og það er ekkert aðhafst eða lítið, varla að Landhelgisgæsl- unni sé beitt, en hún er peningalaus og verður að skera niður ...“. Eyjólfur vék einnig að Evrópu- málum í ræðu sinni og fagnaði svohljóðandi yfirlýsingu í skýrslu utanríkisráðherra: „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að ísland muni ekki slást í hóp þeirra EFTA-ríkja sem sótt hafa um aðild að Evrópubandalaginu.“ Hann vitnaði í þessu sambandi einnig til bókar Evrópustefnu- nefndar: „Enginn íslenzku stjórnmála- flokkanna hefur á stefnuskrá sinni aðild að Evrópubandalaginu. Sum- ir flokkanna orða það svo í stefnu- yfirlýsingum sínum og samþykkt- um að umsókn um aðild sé ekki á dagskrá. Aðrir kveða svo að orði að aðild komi ekki til greina.“ Eyjólfur vitnaði og til skýrslu utanríkisráðherra þar sem fjallað er um Vestur-Evrópusambandið: „Á sviði öryggis- og varnarmála hefur ríkisstjórnin ákveðið að ís- land gerist aukaaðili að Vestur- Evrópusambandinu til að tryggja íslendingum hlutdeild í samráði Evrópufíkja Atlantshafsbanda- lagsins.“ „Þessi setning gleður mig svo sem ekki á sama hátt og hin fyrri,“ sagði hann, „en engu að síður er við það allt saman unandi og þarf ekki frekar um það að ræða“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.