Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 27 Þýska skútan Dagmar Aaen við Torfunefsbryggju Þriðja sumarið sem siglt er í ís um norðlægar slóðir FYRSTA útlenda skútan á þessu sumri sigldi inn Pollinn og lagði að Torfunefsbryggju síðdegis á mánudag. Þar er á ferðinni leiðangurinn Icesail, sem eins og nafnið gefur til kynna sérhæfir sig í siglingum í is. Arved Fuchs er leiðangursstjóri um borð í skútunni, sem heitir Dagmar Aaen, en hún var smíðuð í Esbjerg í Danmörku árið 1931. Arved Fuchs keypti bátinn fyrir 12 árum í heldur bágbornu ásig- komulagi og endurbyggði nann. „Báturinn kostaði ekki mikið, en það var dýrt að endumýja hann,“ sagði Arved í samtali við blaðið í gær. í samfloti suður I áhöfn eru sjö menn og er þetta þriðja árið sem leiðangur þeirra stendur yfir. Lagt var úr höfn frá Hamborg í Þýskalandi sumarið 1991 og stefnan tekin á Svalbarða, þaðan sigldu félagam- ir í austurátt og fóm meðfram eyjaklasanum Frans Jósefslandi og Novaya Zemlya og þaðan var siglt upp eftir fljótinu Janisse inn í Síberíu og höfðu þeir vetursetu í borginni Igarka. Næsta sumar var siglt til baka og veturseta höfð í Tromsö í Nor- egi, en þaðan lagði leiðangurinn upp að nýju í vor og sigldi að Jan Mayen. Síðan lá leiðin að íslandi og til Akureyrar komu ísleiðang- ursmenn á mánudag, 3. maí, og verða hér fram á sunnudag, 9. maí. í dag, miðvikudaginn 5. maí er skólaskútan Friðþjófur Nansen væntanleg til hafnar á Akureyri og sagði Arved að ætlunin væri að sigla í samfloti suður til Reykjavíkur á sunnudaginn. Bók um ferðalagið Arved sagði að frá Reykjavík yrði siglt eftir vesturströnd Græn- lands og að Alaska þar sem fyrir- hugað er að dvelja næsta vetur og sigla síðan að vori aftur til 6aka og til Þýskalands. Arved er með tölvu með sér > Morgunblaðið/Rúnar Þór IsleiðaiigTirsmenn ÁHÖFNIN á skútunni Dagmar Aaen sem liggur við Torfunefsbryggju, frá vinstri: Arved skip- stjóri, Jön, Slava, sem er Rússi, Helmut og Hartmut, allt Þjóðverjar. um borð, en að leiðangri loknum ætlar hann að gefa út bók um ferðalagið og viðburði þess. Breytt götumynd Morgunblaðið/Rúnar >ór Á þessu svæði, Höepfnerssvæðinu, verður léttur iðnaður og þjónusta í framtiðinni, þegar er búið að reisa blómaskála, og þvottahús er í byggingu. Léttur iðnaður og þjón- usta á Höepfnerssvæðinu Á HÖEPFNERSSVÆÐINU, flötinni neðan við Samkomuhúsið á Akureyri, hafa að undanförnu staðið yfir framkvæmdir, bæði við byggingu nýrra húsa og eins er verið að leggja þar stuttan vegar- spotta sem tengir Drottningarbraut við Hafnarstræti. Kirkjulistavika TVÖ atriði eru í dag á dagskrá Kirkjulistaviku í Akureyrarkirlqu sem nú stendur yfir. Rósa Júlíusdóttir myndlistarmað- ur og kennari við Myndlistarskólann á Akureyri flytur erindi um gildi myndsköpunar fyrir ung börn í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10 fyrir hádegi. í kvöld kl. 20.30 verður flutt leik- lesin dagskrá um Hallgrím Péturs- son í Akureyrarkirkju og er þetta önnur sýning á verkinu. Jón Geir Ágústsson, bygginga- fulltrúi Akureyrarbæjar, sagði að á þessu svæði væri fyrirhugað að veita sex lóðir, en þarna yrði léttur iðnaður og þjónusta, auk þess sem gert er ráð fyrir að byggð verði á svæðinu hreinsistöð vegna nýs frá- veitukerfis á Akureyri. Blóm, þvottur og ís Þegar hefur verið reistur þar blómaskáli sem væntanlega verður opnaður bráðlega og þá eru fram- kvæmdir hafnar við byggingu þvottahúss og fatalitunar. Þá hafa eigendur verslunarinnar Brynju fengið vilyrði fyrir syðstu lóðinni á svæðinu, þ.e. þar sem nú stendur gamla tunnuverksmiðjan svonefnda. Siglingamenn hafa haft þar aðstöðu, en ljóst er að húsið verður rifið þó ekki liggi endanlega fyrir hvenær það verður gert, að sögn byggingafulltrúa. Þrjár lóðir eftir Ekki er búið að úthluta þeim þremur lóðum sem fyrirhugað er að veita til viðbótar á þessu svæði. Nú er verið að grafa fyrir götu- spotta, sem tengir Drottningar- braut við Hafnarstræti, en götu- mynd nyrsta hluta Hafnarstrætis mun breytast mikið að loknum framkvæmdum á svæðinu. Ataksverkefni Vaki Hagr*æðing í búvéla- rekstri og uppbygg- ing verktakaþjónustu UM ÞAÐ bil eitt er nú eftir af þeim tíma sem átaksverkefninu Vaka, atvinnuátaki í Eyjafjarðar- sveit, Svalbarðsströnd, Háls- hreppi og Grýtubakkahreppi var gefinn í upphafi. Frá því á leitar- ráðstefnu sl. haust hafa verkefn- ishópar verið að störfum og einn þeirra, sem starfað hefur undir nafninu Búverk, mun í vikunni efna til opinna funda með bænd- um. Ætlunin er að kynna hugmyndir sem hópurinn hefur, en meginverk- efni hans er að hagræða í búvéla- rekstri í landbúnaði og byggja upp verktakaþjónustu í greininni. Þjón- usta af þessu tagi er ekki ný af nálinni enda styðst landbúnaður víða erlendis við öfluga þjónustuaðila sem sjá að mestu um vélaþáttinn fyrir bændur. Auk búvélaþáttarins hafa fleiri þjónustuverkefni verið til um- ræðu hjá Búverkshópnum, s.s. afleysingaþjónusta í sveitum. Sparnaður í samvinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarðar hafa í vetur verið gerðir hagkvæmniútreikningar með það fyrir augum að leiða í ljós á hvaða sviðum væri mestur hagur fyrir bændur að notfæra sér þjónustu verktaka. Fyrstu niðurstöður benda til að í sumum greinum geti bændur sparað sér umtalsverða fjármuni. Allir þættir sem gefa færi á sparn- aði fyrir bændur hljóta að verða til skoðunar þegar á bændum hvílir krafa um 5% framleiðniaukningu á næstu þremur árum. Náist hún ekki verður tekjuskerðing þeirra þung. Til að kanna hugmyndir bænda og áhuga þeirra á aðild að uppbygg- ingu verktakaþjónustu í landbúnaði verða haldnir þrír fundir á svæðinu, sá fyrsti verður í dag, miðvikudaginn 5. maí, í Sólgarði, EyjaQarðarsveit, og hefst kl. 13.30, annar í Laugar- borg, Eyjafjarðarsveit, kl. 20.30 í kvöld og sá þriðji verður í Gamla skólahúsinu á Grenivík á fimmtu- dagskvöld, 6. maí, kl. 20.30. (Fréttatilkynning.) Morgunblaðið/Rúnar Þór Næstelst VALGERÐUR Steinunn Frið- riksdóttir, næst elsti Ak- ureyringurinn, á 104. afmæl- isdaginn. Valgerðnr S. Friðriksdótt- ir 104 ára VALGERÐUR Steinunn Frið- riksdóttir varð 104 ára í fyrra- dag, en hún er næst elsti Ak- ureyringurinn, rúmri viku yngri en Rannveig Jósefsdótt- ir sem varð 104 ára fyrir skömmu. Valgerður fæddist á Hánefs- stöðum í Svarfaðardal 3. mai árið 1889. Hún giftist Jónasi Franklín Jóhannssyni árið 1913, en hann lést árið 1956. Þau áttu tvö böm, Jóhann Friðrik Frankl- ín og Þóru Rósu Franklín, en þau eru bæði látin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.