Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 29
iiiGAjazunHpiz MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKUDAGUR 5. MAI 1993 29 Dulið atvinnuleysi eftírRósu Gunnarsdóttur Það fór vonandi ekki fram hjá neinum að ný lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna tóku gildi síð- asta vor. Hatrömm mótmæli náms- fólks létu okkar ástkæru stjórnend- ur sem vind um eyru þjóta, og breyttu þessum fyrrum félagslega jöfnunarsjóði í jöfnunarsjóð þeirra sem hafa efni á því að vera jafnir. Það þýðir ekki að velta sér upp úr því að stjórnmálamenn okkar skuli ekki heyra raddir þeirra sem kjósa þá, heldur verðum við illa stæðir ójafnir námsmenn að kynna okkar sjónarmið fyrir fjöldanum. Ef við hugsum til baka til þessa örlagaríka vors í sögu efnahags námsmanna kemur í ljós að þegar þessar ranglátu tillögur voru settar fram var markmið þeirra að fækka námsmönnum um 20%. Það er að segja 20% færri námsmenn á náms- lánum. Þegar velt var upp þeirri spurningu hvað ætti að gera við þessi 20%, þar sem atvinnuástandið var ekki sem best, var svarið: „Það er ekki okkar að sjá um það, við eigum bara að spara, félagsmála- ráðuneytið verður að sjá um af- ganginn". En hverjar voru svo þessar hörmulegu aðgerðir? í fyrsta lagi var námsmönnum nú gert að sýna fram á að þeir höfðu skilað tilskildum námsárangri áður en þeir fá lán sín greidd. Gott markmið út af fyrir sig, en útkoman er því miður öfug. Með þessum aðgerðum er ekki verið að gera námsmönnum kleift að stunda nám sitt sem best, heldur gerir þetta þá kröfu á námsmenn að þeir sjái fyrir sér og sínum með öðrum hætti. Er augljóst að námsmenn sem ekki hafa efni á því að vera jafnir verða að leita inn í bankakerf- ið. Námsmaður tekur því lán í ein- um af mörgum námsmannatilboð- um bankanna fram að útborgunar- degi námslánanna Námslánin, sem ekki eru miðuð við raunverulega fjárþörf til framfærslu, eru því sett sem veð í bankakerfmu. Af þessu litla dæmi má sjá að námsmaðurinn fær aldrei nema um 88% af námsl- ánunum sínum sér og sínum til framfærslu. Hver var það sem kom með þessa frábæru hugmynd að nú skulu allir námsmenn rífa sig upp af rassgatinu og fara að læra einu sinni svo þeir eigi skilið að fá vaxtalaus lán meðan á námstíma stendur? Fallegt,' ekki satt? Fækka náms- mönnum og um leið færa banka- kerfinu margar milljónir á ári á gullfati, vexti sem ójafnir náms- menn greiða sér til framfærslu. En þetta er bara fyrsta aðgerðin sem átti að stuðla að margnefndri 20% fækkun námsmanna á náms- lánum. Hver hefur ekki heyrt um að nú eigi að gera stuttu starfs- tengdu riámi hátt undir höfði? Hlúa að þessum viðkvæma vaxtarbroddi fallvalts hagkerfis. Þeir sömu og láta þetta út úr sér á hátíðis- og tyllidögum skera niður námslán og hreinlega afnema þau í stuttu starfstengdu námi eins og í frum- greinadeildum Tækniskólans og Iðnskólans. Þetta er aðeins hluti af þeim áföllum sem nýju lögin hafa í för með sér. Falið atvinnuleysi, námslán fyrir hverja? Allir sem eitthvað hafa fylgst með menntaumræðu vita hvað við er átt þegar talað er um falið at- vinnuleysi. Það er þegar fólki er beint inn í skólakerfið á tímum at- vinnuleysis. Þetta er verið að gera í Danmörku um þessar mundir, þar er fólki gert kleift að taka sér árs frí til menntunar á fullum launum. Það vita líka allir sem hafa þurft að berjast við atvinnuleysisdraug- inn að sú barátta er bæði erfið og mannskemmandi. Þeim breytingum sem gerðar voru á námslánakerfínu er því ekki aðeins beint að einhverjum letingj- um sem nenna ekki að vinna fyrir sér, heldur bitna þessar breytingar ekki síst á vinnandi fólki. Þegar talað er um námsmenn hafi það betra en fólk sem vinnur fyrir Sókn- artöxtum allt sitt líf, á ekki að dæma námsmenn heldur þá sem sjá um að Sóknarfólki er haldið niðri á svo lágum launum, að fáir ef nokkr- ir geta látið enda ná saman. Það er einmitt vegna fólksins sem vinn- ur fyrir svona lágum launum að það verður að vera til félagslegur jðfn- unarsjóður sem stendur undir nafni, til þess að allir og þá meina ég all- ir, hafi efni á því að senda börnin sín í nám og stunda það nám sem hugur stendur til. Næstu sparnaðaraðgerðir Hef ég heyrt gárungana fleygja því að nú skuli það sama gert við atvinnuleysissjóðina og gert var við lánasjóðinn. Atvinnuleysingjum yrði beint inn í bankakerfið þar sem þeir gætu tekið lán, sér og sínum til framfærslu þar til að vinna fæst. Sparnaður fyrir ríkið! Þetta hlyti að virka mjög hvetjandi á þá sem gera nú ekkert í því að ná sér í vinnu. Afkastahvetjandi er það ekki? Svo þegar einstaklingurinn er nú loksins búinn að fá vinnu, þá og aðeins þá muni atvinnuleysis- sjóðirnir borga þá upphæð sem þeim fínnst mátuleg til framfærslu hvers og eins, en ekki verður tekið tillit til þess að fram að útborgun varð einstaklingurinn að framfleyta sér á dýrum bankalánum. Næsta skref yrði það að þessi útborgun sem úr atvinnuleysissjóði kæmi yrði aðeins lán sem einstaklingurinn fær til 40 ára. Þetta væri alveg fullkomið ef það stæði nú í lögunum um þennan atvinnuleysissjóð að sá styrkur sem ríkið veitti væri að lánin væru vaxtalaus meðan á námstíma stend- ur og einstaklingarnir þurfa aðeins að borga 3% vexti af framfærslu- lánunum sínum eftir að þeir hafa fengið vinnu. Sanngjarnt ekki satt? Þetta er hugmynd sem kemur vonandi aldrei til álita að fram- kvæma, íslenskir atvinnuleysingjar standa nægilega illa nú þegar. En því miður eru þetta þær aðstæður sem námsmenn lifa við. Þeir ein- staklingar sem eru hið falda at- vinnuleysi íslensku þjóðarinnar. Eftir þessa umfjöllun vona ég að flestir séu mér sammála að Lána- sjóður íslenskra námsmanna þjóni ekki þeim tilgangi sem hann ætti að hafa, að vera félagslegur jöfnun- arsjóður. Enda var sú klausa tekin út úr lögunum nú í vor. Hvað skal þá? Að lokum er því aðeins hægt að benda á það eitt að lánasjóðuririn þarf á virkilegri uppstokkun að halda. Réttast væri að leggja þetta bákn niður og afskrifa þær skuldir sem hann hefir safnað sér og byggja upp annað kerfi í samráði við náms; mannahreyfingarnar, og þá er ég ekki bara að tala um stúdentaráð heldur líka hagsmunasamtök eins og BÍSN og SINE. Á ópólitískum jafnræðisgrundvelli ætti að vera hægt að byggja upp kerfi þar sem allir geta sótt það sem þeir þurfa og komið þannig í veg fyrir þá eyði- leggingu sem núverandi lánakerfi hefur í för með sér. Höfundur er nemi i KHÍ og situr imiðstjórnBÍSS. Höfðingjar shja á Akranesi eftir ÓlafÁsgeirsson Á íslandi hefur löngum verið mikill áhugi á sögu byggðariaga og einstakra sögustaða. Til marks um þetta er sá mikli flokkur bóka, sem fjallar um minnisverða atburði úr lífí fólks sem flutt hefur á möl- ina og segir þar endurminningar sínarfrá verunni fjarri höfuðstaðn- um. Áhugi á sögu þéttbýlisins, sem risið hefur á mölinni, hefur ekki verið minni hin síðari ár og myndar- lega verið að verki staðið af hálfu sveitarfélaga, sem vilja reisa sér og íbúum byggðarlagsins minnis- varða með traustri bók um sögu staðarins. Má með sanni segja að þannig taki menn undir með þeim sem segja: Að viti menn ekki af sögu sinni, tengslum sínum við fyrri kynslóðir, og þekki ekki til verka þeirra manna, sem lögðu grundvöll að velgengni þeirra sjálfra, muni samfélagi þeirra ekki vel farnast. Lítill vafi leikur á því að tilfinning íslendinga fyrir sögunni og tilfinn- ing þeirra og samkennd með löngu liðnum persónum sögunnar, stríði þeirra, ósigrum og afrekum, hefur gert þá að þjóð. Það verður því sérstakt ánægju- efni er út kemur bók sem fjallar um rætur byggðarlags, sem fóstrað hefur marga áhrifamenn landsins og tengist með beinum og óbeinum hætti sögu landsins í 1100 ár. Saga Akraness, sem Jón Böðvarsson skráði, fyrsta bindi af þremur, er út gefín í tilefni fimmtíu ára afmæl- is kaupstaðar á Skipaskaga. Hefur verið vandað til verksins á allan hátt og er það myndarlega út gefið af Prentverki Akraness. Þótt ekki sé nema hálf öld síðan kaupstaðar- réttur fékkst til handa Akranesi, eru sennilega 800 ár síðan þar þró- aðist þéttbýli á þeim hluta Garða (Jörundarholts) sem hét Skagi. Fyrsta bindi sögu Akraness, sem nú er komið út, fjallar einmitt um byggðina og sögu hennar frá upp- hafi til 1880. Er að ýmsu leyti bet- ur fjallað um tímabílið fyrir 1800 en gerist og gengur í héraðssögum af þessu tagi. Höfundur hefur lagt sig eftir að gerá grein fyrir því hvernig þungamiðja sveitarinnar leitar til þéttbýlisins frá höfuðbólum bygðarlagsins sunnan Skarðsheið- ar. Fremur er sögð höfðingjasaga en fjallað um kjör hins þögla al- múga, en þar takmarka heimildir söguefni að nokkru leyti. Ritið hefst á greinargóðri lýsingu lands og landnáms og síðan er grein gerð fyrir hlut Akurnesinga í stórpólitík Sturlungaaldar. Rakin er r stuttu máli saga stjórnskipunar þinga, hreppa og sókna fram til siða- skipta. Tekur þá við umfjöllun um valdaættir á Akranesi á 16. og 17. öld og umsvif Brynjólfs biskups Sveinssonar á Skipaskaga, en óhætt er að telja að gerðir hans hafi styrkt stoðir þurrabúðaþéttbýlis á Skipa- skaga meira en aðgerðir annarra landeigenda. Ekki var samt um að ræða atvinnuskipt þéttbýli með þorpsemkennum fremur en í öðrum þéttbýlishverfum við sjávarsíðuna, þótt einstaka menn fáist við sér- hæfða virinu meðfram búhokri og sjómennsku eins og bátasmíði. I umfjöllun sinni hefur höfundur stuðst við umfangsmiklar heimildir, Bréfabækur Brynjólfs biskups Sveinssonar, og eru tíðindi að 17. öld séu gerð jafngóð skil! sambæri- legum ritum. Nokkuð er fjallað um þann heimsfræga Akurnesing Jón Hreggviðsson og samtíðarmenn hans, ennfremur er minnst á frum- kvöðul tóbaksnotkunar í Borgar- firði, Magister Jón Vigfússon, en síðan lýst framvindu mála hjá þeim kóngum upplýsingarinnar, Ólafi Stefánssyni og Magnúsi Stephen- sen, syni hans. Sýnir höfundur rækilega fram á hversu einráð ætt þeirra var í landinu um skeið. Að síðustu er fjallað um tímabilið frá „Viti menn ekki af sögu sinni, tengslum sínum við fyrri kynslóðir, og þekki ekki til verka þeirra manna, sem lögðu grundvöll að vel- gengni þeirra sjálfra, mun samfélagi þeirra ekki vel farnast." um 1800 til 1885, er Akranes- hreppi hinum forna var skipt. Bókin er læsileg og margar skemmtilegar tilgátur settar þar fram. Söguskoðun er mjög hefð- bundin og hallast að einföldum skýringum. Vald konungs og kirkju talið helsta ástæða hnignunar landsins og er það nokkuð í sam- ræmi við hugmyndir sem riktu á 6. áratugnum. Nýrri rannsóknir hafa sýnt með ótvíræðum hætti að talsvert blómaskeið ríkti á 14. og 15. öld, og má sjá m.a. af máldóg- um kirkna á Akranesi að fé hefur ekki skort til að fjárfesta í fögrum kirkjugripum. Ekki varð heldur hlé á yfirgangi stórhöfðingja árið 1262 og var löngum bæði á 14. og 15. öld kvartað undan ferðum þeirra um landið með fylgdarliði, lands- lýðnum til áþjánar. Kaflinn landlýs- ing og frásagnir af þætti Garða- höfðingja í átökum Sturlungaaldar er veigamesti þáttur bókarinnar. Þegar landinu er lýst er seilst langt til fanga um skýringar á landmót- un. Allt frá landrekskenningu Weg- eners til heimilda þjóðsagna. Þáttur Garðahöfðingja í stjórnmálum á Sturlungaöld og vægi þeirra í sam- tíðinni er tekinn til rækilegrar at- hugunar. Er ferskur blær á þessari athugun höfundar á vel kunnri at- burðarás þessa tímabils. Þá sýnir hann með skýrum hætti tengsl ætta og valda sem eiga sér þungamiðju á Akranesi. Ekki verður við höfund sakast þótt heimildir skorti og það valdi því að frásögn verði ekki ætíð jafnítarleg um öll tímabil sögunnar. Að jafnaði bætir úr skák nákvæm- ari frásögn þar sem heimildir er að hafa. Brynjólfur biskup Sveinsson rak umfangsmikla útgerð á Skipa- skaga og virðist hafa verið braut- ryðjandi í innlendri verslun, sem hann rak óátalið. A 17. öld voru ágæt aflabrögð vestanlands og barst mikill fiskur á land við Akra- nes. í bréfi sem ritað var í Hólmin- um (Reykjavík) 14. júní 1670 (Kgl. Bibl. Kall. 141. 2to) greinir frá því, að þá liggi á Krossvík á Akra- nesi Torfi Hákonarson skipstjóri og með honum kaupmaður hans, Bent Pedersen Rosendall borgari í Gliickstad, og salti skip hans fullt af stórfiski. Þótt íslendingum sé stranglega bannað af sýslumanni að versla við hann taki þeir ekki mark á því. Petersen Rosendall hafi konunglegan passa og lítið hægt að stugga við honum. Sýslu- maður þessi var Jón Vigfússon, Bauka-Jón, sem fékk viðurnefni sitt af þvi að stunda sjálfur tóbaksprang og brjóta verslunarákvæðin. Reynd- ar höfðu skipverja og kaupþjónar rétt til þess að versla fyrir eigin reikning og var það hluti af kjörum þeirra. Buðu þeir helst tóbak og brennivín svipað og nú er boðið fyrir gamla rússneska bíla í íslensk- um höfnum. í bréfinu frá 1670 seg- ir einnig að þeir Torfi hafi verið að stelast inn á verslunarsvæði Hin- •riks Mullers rentumeistara, en þeir séu menn Hans Nansens borgar- stjóra í Kaupmannahöfn. Hér má spyrja hvort þetta mál Torfa, Bauka-Jóns og þeirra félaga hafi verið hluti af átökum danskra stjórnmálamanna f stærra sam- hengi. Nokkur skaði er að ekki er í bókinni fjallað ítarlegar um 18. öld en um hana eru heimildir ríkulegar og af ar forvitnilegt væri að fá meira að vita um aðstæður og búskapar- hætti fbúa á Skipaskaga á 18. öld. í þessu bindi er einungis fyrsti þátt- ur um sögu 19. aldar á Akranesi. Bíður næsta bindis að gera grein fyrir sjávarútvegi á Akranesi á þessu tímabili. Að lokum nokkrar smálegar at- hugasemdir. Kirkja í Görðum hafi verið auðug mjög samkvæmt máldögum 1315, en fátækleg samkvæmt máldaga frá árinu 1352. Þetta kann.að vera málum blandið því máldagi sá sem vitnað er til er ærið ágripskenndur. Frá 1397 er varðveittur máldag^ Vilkins biskups sem telur eignir hennar að mestu þær sömu og gert var 1315. Kirkjan er enn bænda- kirkja í lok 14. aldar, en verður staður á 15. öld. Þá ber að leiðrétta smávægilegan misskilning höfundar á lýsingu und- irritaðs _á stöðu prófasta fyrir siða- skipti. Á þeim tíma voru prófastar umboðsmenn biskupa og oftar en ekki leikmenn. Höfðu þeir prófasts- dæmi að léni með svipuðum hætti og konungsumboðsmenn sýslur. (132) Smávægilegra er að Maríu- skrift og Pétursskrift eru myndir málaðar en ekki bækur. (152). Á Akranesi sátu um aldir valda- menn og höfðu stundum örlagarík * áhrif á stjórnmál í landinu. Lands- ins gæði og nálægð við góð fiski- mið og verslunarhafnir hafa styrkt þá í sessi. Margir þeirra reyndust harðir talsmenn innlendrar valda- stéttar gegn konungsvaldi, en full- langt þykir mér höfundur ganga er hann telur það hafa mestu ráðið, að ekki fékkst hagstæður verslun- artaxti árið 1684, að enginn maður af Akranesi var í samninganefnd íslendinga. Ætla má að þyngra hafi reynst á metunum afleiðingar langvinnra Evrópustyrjalda, dýrtíð og verðhækkanir, sem voru íslend- ingum afar óhagstæðar, fremur en hverjir sátu í samninganefndinni. Full ástæða er til að óska Akurnes- ingum til hamingju með skemmti- lega bók og verður þess beðið með óþreyju að sjá næsta bindi þessa verks. Höfunður er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.