Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 Hjónaminning Brynhildur Sigurð- ardóttir, Bergsveinn Sigmundur Long Brynhildur: Fædd 9. apríl 1918 Dáin 25. júní 1976 Bergsveinn: Fæddur 9. ágúst 1909 Dáinn 27. apríl 1993 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Við ætlum hér að minrjast ágætra foreldra og tengdaforeldra okkar með nokkrum minningar- brotum sem við eigum í huganum. Brynhildur Sigurðardóttir var fædd á Gnýstöðum í Vopnafirði 9. apríl 1918. Foreldrar hennar voru Kristrún Guðjónsdóttir og Sigurður Ámason og var hún þeirra eina bam. ’ Bergsveinn Sigmundur Long Stefánsson var fæddur á Norðfirði 9. ágúst 1909, sonur hjónanna Guðbjargar Matthíasdóttur og Stefáns Bjarnasonar og var hann yngstur sinna systkina af mjög stórum systkinahópi. Guðbjörg Matthíasdóttir var afkomandi Ric- hards Long hins enskættaða, þess er var ættfaðir Long-ættarinnar er fyrst kom til Austurlands. Þau hjónin giftu sig á Norðfirði 15. nóvember 1941 og búa þar til “ vorsins 1945, þá höfðu þau eignast tvö börn, þau Einar Long og Krist- rúnu. Er þau flytja í Hnefilsdal á Jökuldal eignast þau yngsta bamið, dótturina Guðbjörgu Stefaníu. Þar búa þau í fimm ár í tvíbýli við móðurbróður Brynhildar, Valdimar Guðjónsson, og konu hans, Unni Sigfúsdóttur. Árið 1950 hætta þau að búa í Hnefilsdal og flytja búferlum suður að Heyklifi á Kambanesi við Stöðv- arfjörð, þar sem Bergsveinn tekur að sér vitavörsluna á Kambanesi. Sjálfsagt hafa þetta verið erfíðar ákvarðánir, að flytja sig oft búferl- um, til dæmis við þær aðstæður er fólk bjó þá við, samgöngur og ‘^í'leira. Ekki var akvegur út á nesið sjálft meðan þau bjuggu þar, einn- ig var þarna erfið heyskapartíð vegna þokunnar og rakans sem svo oft gera sig heimakomin á þessum slóðum. Þess hefur verið minnst hversu vel þau skildu við þennan stað enda vom þau snyrtimenni og gerðu því góð skil sem þau áttu og höfðu í sinni umsjá. Eftir átta ára búsetu á Kamba- nesi flytja þau hjónin upp á Fljóts- dalshérað og kaupa jörðina Hreið- arsstaði í Fellum af Haraldi Gunn- laugssyni sem þá hafði misst konu sína og hætt búskap. Jörðin Hreið- arsstaðir liggur að Lagarfljóti og - er þaðan mjög fagurt útsýni eins og svo víða við Löginn, héraðsprýð- ina okkar. Nú varð þessi fjölskylda sveitungar mínir, sem seinna varð tengdadóttir þeirra, og búendur á Hreiðarsstöðum, en þangað liggur ætt föður míns. Vorið 1962 hinn 11. júní var messað í Áskirkju. Þá var ég að láta skíra elstu dóttur mína sem ég eignaðist áður en ég giftist Ein- ari. Við þessa messu voru þau hjón- in Bergsveinn og Brynhildur að kveðja sveitunga sína því þá hætta þiau sveitabúskap. Þau dvelja eftir þetta um nokkura mánaða skeið á Eskifirði. í janúar 1963 erum við Brynhild- ur, tilvonandi tengdamóðir mín, samferða í flugvél norður til Akur- eyrar, ég var að fara til Reykjavík- ur en hún til Akureyrar. Þar höfðu þau ákveðið að setjast að og áttu heima þar það sem eftir var ævinn- ar. Fyrstu árin leigðu þau sér íbúð en keyptu sér seinna litla notalega íbúð í gömlu húsi, Hríseyjargötu 1. Þau fengu sér bæði vinnu hjá verksmiðjunni Gefjunni og unnu þar meðan heilsa leyfði. í byijun nóvember haustið 1966 ber óvænta gesti að garði í Hríseyj- argötu 1. Þar er kominn sonurinn og mælti: „Hér er ég kominn með konu og barn.“ Foreldrarnir vissu ekki að slíkt stæði til, en annað kom í ljós því við opinberuðum nokkrum dögum seinna. Ári seinna flytjum við hingað til Akureyrar og höfum átt heima hér síðan. Dæturnar hafa einnig gifst hér á Akureyri, eignast heimili og fjöl- skyldu og eru búsettar hér. Barna- börnin eru ellefu og langömmu- og langafabörnin orðin ijögur, að auki fósturdóttir Einars er hefur eignast tvö börn. Haustið 1975, hinn 26. septem- ber, á tíu ára afmæli Brynhildar, elsta barnabarnsins þeirra, bankar dauðinn á dyr hjá okkur fyrirvara- laust. Við áttum lítinn son, tæplega sjö mánaða gamlan, hraustan og eðlilegan, sem ekki var lengur hjá okkur áður en þessi dagur var allur liðinn. Frekar hefði okkur grunað að dauðinn gerði vart við sig ann- ars staðar í fjölskyldunni því heilsa Brynhildar fór þverrandi. Hún var farin að heyja sitt dauðastríð þessi síðustu ár og andaðist í júní á næsta ári, 1976. Eftir lát Brynhildar fór Berg- sveinn oft að taka sér ferð á hend- ur og fara í heimsóknir suður á land til Stokkseyrar. Þar átti hann náinn frænda, Pál Hörð Pálsson, sem hann einnig hafði alið upp frá barnæsku til sextán ára aldurs. Hörður lést 59 ára vorið 1990. Þegar hann dvaldist á Stokks- eyri fór hann að aðstoða og annast gamla konu sem var tólf árum eldri en hann og bjó hún ein örstutt frá heimili Harðar. Þessi kona hét Marta Kjartansdóttir. Heimsóknir þessar voru ýmist í styttri eða lengri tíma til byijun ársins 1986 að hann flytur til Mörtu. Hann býr hjá henni til haustsins 1991, þá gat Marta ekki lengur verið á heim- ili sínu, hún orðin blind og heilsan farin. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi í febrúar 1992. Ekki sátu þessar öldruðu mann- eskjur auðum höndum því meðan Marta hafði sjónina saumaði hún mikið út fínar krosssaumshannyrð- ir en hann hafði áður verið búinn að tileinka sér ýmsa þætti í tóm- stundaiðju. Til dæmis saumaði hann alls konar stykki með grófum krosssaumi, hnýtti blómahengi og fleira og fleira. Ef allt þetta sem hann gerði væri komið saman á einn stað væri það ásjálegur stafli, enda mundu það vera fleiri hundruð munir sem nú eru í eigu annarra, dreifðir víða un land og erlendis. Bergsveinn hafði gaman af að sýna hvað hann var að vinna og fengu margir stykkin hans að gjöf. Eftir dvöl hans á Stokkseyri haustið 1991 kemur hann alkominn heim í Hríseyjargötuna og bjó þar einn og sá alfarið um sig sjálfur, hann var alvanur að elda mat. Hann tók þátt í tómstundaiðju aldr- aðra í Víðilundi og þar byijaði hann að mála á tau, sem svo vel tókst til hjá honum, til dæmis litlar fal- legar barnasvuntur sem ynstu lan- gafabörnin fengu og fleiri. Hinn 4. apríl síðastliðinn var fermdur Heiðar Valur, yngsta barnabarnið, og naut Bergsveinn þess að vera með hópnum sínum þennan dag. Margar ferðir höfum við Einar farið austur á Hérað til æskustöðva minna með börnin okkar er þau voru yngri. Fórum við þá gjarnan yfír brúna á Jökulsá hjá Hjarðar- haga. Sögðum við þá börnunum að Bergsveinn afí þeirra hefði verið í kláf undir brúnni og málað hana að neðan þegar hann átti heima í Hnefilsdal. Eftir þetta hafa þau jafnan minnst á brúna sem afi málaði. er þau eiga leið þar um. Hinn 9. apríl síðastliðinn komum við í heimsókn í Hríseyjargötu að heimsækja gamla manninn, þennan sama dag hefði Brynhildur orðið 75 ára. Næsti dagur var skipulagð- ur því Bergsveinn var að fara suð- ur til Reykjavíkur og átti að leggj- ast inn á Landspítalann, hann átti við erfiðleika að stríða vegna sjúk- dóms í hálsi en var lítið búinn að dveljast á sjúkrahúsum. Á Lgnd- spítalanum átti hann að gangast undir meðferð sem vart var hafin þegar kallið kom. Við þökkum guð- legri forsjón að ekki var lögð löng og erfíð banalega á hann. Nú á þessu vori með hækkandi sól og þegar náttúran er öll að lifna við hvílið þið í jörðu hlið við hlið en sameinuð í anda í landinu bjarta. Við minnumst þess með kærleika og þökk að hafa átt ykkur með fjölskyldu okkar. Anna og Einar Long. Fyrir liðlega hálfum mánuði tók ég mér far með strætisvagninum mínum, leið 111 ofan úr Breið- holti, eins og svo oft áður. Oft er ferðinni heitið í Kringluna til að útrétta eitt og annað eða á góðviðr- isdögum niður í miðbæ að Tjörn- inni til að spóka sig með barna- vagninn, en Oðinn litli sonur minn er jafnan með í för. En þennan til- tekna dag var stigið úr vagninum við Landspítalann til að heimsækja hann Bergsvein afa minn sem þangað var kominn í meðferð vegna veikinda sinna. Það var notaleg stund sem við áttum saman þennan eftirmiðdag og ég vildi að þær hefðu getað orðið fleiri. Hann afi var farinn að láta á sjá, því er ekki að leyna. En hann var samt svo líkur sjálfum sér þar sem hann sat í stól með eitthvað á milli handanna. Hann var að sauma út mynd sem hann sýndi mér og Óðinn litli var dugleg- ur að fálma í þessa litríku spotta hjá langafa. Ég sagði við afa að ég myndi koma með pijónana með mér næst og við gætum setið sam- an við hannyrðirnar þá. Nokkrum dögum seinna var hann ekki lengur rólfær og var lagstur í rúmið, gat ekki tjáð sig nema með því að hripa niður línur á blað til okkar. Engu að síður náðum við góðu sambandi því sama ákveðnin og kímnin var til staðar í augunum. Hann var með hugann við handavinnuna sína eins og fyrri daginn og Óðinn naut þess að horfa á litina í stykkjunum hans. Þama áttu þeir samskipti á sinn hátt, gamli maðurinn sem ekki gat leng- ur notað röddina sína og litli kútur sem enn hefur ekki náð aldri til að tala. Þetta var síðasta heimsókn- in því tveimur dögum síðar var hann afi allur. Þó afí hafí verið orðinn aldraður og heilsan farin að bila, þá kom kallið fyrr en maður bjóst við. Eft- ir standa minningar sem mér eru kærar um hann afa. Ennþá man ég þegar ég kom fjögurra ára fyrst í Hríseyjargöt- una með ömmu minni og fóst- urpabba til þeirra Bergsveins og Brynhildar sem ég ætíð síðan kall- aði afa og ömmu. Hjá þeim átti ég vísan stað eins og hin barna- börnin. Frá bernsku og unglingsárum bregður fyrir mörgum svipmyndum úr Hríseyjargötunni og Hafnar- stræti sem ekki verða taldar hér. Um tvítugt flutti ég frá Akureyri og sáumst við þá sjaldnar. En eftir að afí fór að dvelja á Stokkseyri höfðum við meira sam- band er ég bjó í Reykjavík. Við Siggi brugðum okkur stundum austur fyrir fjall og heimsóttum hann og Mörtu í litla húsið, Set- berg. Þar var gott að koma og þiggja veitingar hjá þeim hjúunum og spjalla um daginn og veginn. Sérstaklega er mér minnisstæð- ur einn sólríkur og fallegur dagur í júní sumarið 1990 er við Valdís systir mín, sem þá var stödd hjá mér, og vinkona hennar fórum í heimsókn til þeirra, ásamt Einari litla systursyni okkar. Þessa stund- ina var glatt á hjalla hjá okkur í Setbergi og ég sé afa fyrir mér þar sem hann stendur glaður og reifur á litla túnblettinum við húsið og tekur á móti okkur. Leið mín lá einnig í Setberg, til að þakka veittan stuðning vegna fráfalls Ýmis, lítils sonar okkar sem við misstum þá um veturinn. Þá bjuggum við í Svíþjóð og komum heim til íslands vegna þessa at- burðar. Við þessar aðstæður sýndi afí eins og svo oft áður hvaða mann hann hafði að geyma. í mars síðastliðnum kom ég í heimsókn til Akureyrar og heim- sótti afa í Hríseyjargötuna. Það var góð upplifun eftir öll þessi ár að vera komin í stofuna þar, sitja og spjalla við hann og skoða myndir frá liðinni tíð. Vér deyjum ei - og getum eigi gleymt, vér erum eilífs eðlis, liðin tíð sem framtíð er oss nútíð. (Byron, þýð. M. Joch.) Guðbjörg Guðmundsdóttir. Frændi minn, Bergsveinn Sig- mundur Long Stefánsson, verður borinn til grafar á Akureyri í dag. Foreldrar hans voru Stefán Bjarna- son bóndi í Seldal og Guðbjörg Matthíasdóttir. Beggi, eins og hann var oftast kallaður, fæddist 9. ág- úst 1909 á Norðfirði og var yngst- ur 16 systkina. Beggi fór ungur að heiman og réð sig til Hornafjarðar 13 ára gamall. Þar ílentist hann í mörg ár og vann ýmis störf til sjós og lands. Hann fluttist seinna til Norð- Qarðar þar sem móðir hans og sum systkini bjuggu. Frá Norðfirði flutt- ist hann í Hnefilsdal á Jökuldal og bjó þar góðu búi ásamt fjölskyldu sinni. Þaðan lá leiðin á Kambanes þar sem hann var vitavörður og bóndi um árabil. Fjölskyldan flutt- ist síðan í Hreiðarsstaði á Völlum og loks til Akureyrar þar sem Beggi starfaði í ýmsum verksmiðjum bæjarins við góðan orðstír þar til starfsævi hans lauk. Eiginkona Begga var Brynhildur Sigurðardóttir, fædd 9. apríl 1918, og saman eignuðust þau þijú börn: Einar, Kristrúnu og Guðbjörgu, sem öll búa nú á Akureyri. Bryn- hildur lést eftir langa sjúkralegu 25. júní 1976 og var öllum harm- dauði. Samskipti móður minnar og Begga, sem var móðurbróðir henn- ar, voru mikil og góð á þeim árum, er Beggi bjó á Norðfirði. Þau áttu m.a. í eina tíð saman húsið Sólborg á Neskaupstað. Móðir mín fluttist síðan frá Neskaupstað á svipuðum tíma og Beggi en þrátt fyrir langar vegalengdir seinna meir þá var allt- af gott samband milli fjölskyldna okkar. Mamma og Beggi áttu oft góðar stundir saman og ekki skemmdi heldur fyrir sameiginleg- ur áhugi foreldra minna og Begga á vísnagerð og -söfnun. Bergsveinn var ætíð dugmikill til vinnu og vildi sífellt vera að. Jafnvel eftir að vinnuævi lauk þá gat hann vart setið kyrr án þess að vera með hannyrðir eða eitthvað annað í höndunum. Þannig föndr- aði hann með hluti sem manni hefði ekki getað dottið í hug að hægt væri að föndra með. Hann bjó m.a. til blóm úr vír og nælonsokkum, brúðuhúsgögn úr þvottaklemmum og skrautmuni úr íspinnaspýtum. Hann málaði myndir og skóf, mál- aði á glerflöskur og var mjög dijúg- ur við útsaum allskonar. Þessi iðju- semi Begga á seinni hluta ævi hans sýnir e.t.v. betur en-margt annað að hann var vanur vinnu og leið ekki vel nema vera að. Þá fannst honum líka gaman að því að sýna hannyrðir sínar og að gleðja aðra, enda kom hann vart svo í heimsókn án þess að vera með hlut eða hluti handa einhveijum í fjölskyldunni, sem hann hafði búið til. Þannig var það líka þegar ég fór með hann á Landspítalann nú skömmu eftir páska, þar sem hann átti að fara í nokkurra daga meðferð, að hann hafði einna mestar áhyggjur af því að honum leiddist í einangrun sem hann átti að vera í í tvo daga vegna þess að hann hefði ekkert að gera. Ég náði því í krosssaumsmynd handa honum, sem hann saurnaði í eins lengi og hann gat vegna heilsu sinnar. Það sem hann lauk við af myndinni var einnig lýsandi dæmi um vandvirkni Begga í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Beggi var yfirleitt mjög glað- lyndur og hafði gaman að vísum og alls kyns kerskni. Hann átti það einnig til að vera stríðinn og hafði síst á móti því að hann fengi á sig einhver stríðnisskot á móti, enda stríðnin vel meint og aldrei rætin. Hann safnaði líka vísum, sérstak- lega kersknisvísum og skrifaði þær samviskulega í bækur, sem voru orðpar æði margar er yfir lauk. Ég heimsótti Begga oft á Akur- eyri á meðan hann bjó þar og fékk gistingu. Það kom heldur aldrei til greina að fara um Akureyri án þess að heimsækja „kallinn" því að þá mátti maður eiga von á föst- um skotum frá honum í næsta skiptið. Einnig kom ég oft til hans á Stokkseyri nú hin síðari ár. Þar bjó hann, fyrst eingöngu á vet- urna, en síðan allt árið með mikilli öðlingskonu, Mörtu Kjartansdóttur á Setbergi. Þetta var þeim báðum til mikils gagns og gamans. Það var alltaf jafn gaman að koma til þeirra í Setberg og fínna fyrir glettni Begga og hlýjunni hennar Mæju. Marta lést á síðasta ári, komin hátt á tíræðisaldur og flutt- ist Beggi þá norður til Akureyrar aftur. Ég kveð nú kæran vin og frænda. Næsta ferð til Akureyrar verður þrungin missi því að nú verður ekki lengur hægt að koma við hjá Begga í Hríseyjargötu með fjölskylduna og dást að hannyrðum hans né gantast við hann. Ég á einnig eftir að sakna þess á afmæl- isdaginn minn að heyra ekki í hon- um en það var orðinn hluti af degin- um. Ég veit hins vegar að Beggi sendir mér „sínar bestu“ þegar þar að kemur eins og ég nú sendi hon- um. Við fjölskyldan í Lágabergi vottum börnum hans þrem og öllum barnabörnunum dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau öll. Sigurður R. Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.