Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 31 Minning Jóhanna Gróa Ingi mundardóttir Hinn 23. apríl sl. var jarðsungin frá Langholtskirkju Jóhanna Gróa Ingimundardóttir, Sólheimum 23, Reykjavík, að viðstöddu fjölmenni. Jóhanna var fædd að Svarthamri við Álftafjörð í ísafjarðardjúpi hinn 21. september 1911. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigríður Þórðardóttir ættuð úr Aðalvík í Norður-ísafjarðarsýslu og Ingi- mundur Þórðarson frá Kletti í Kola- firði í Barðastrandarsýslu. Hún var ein af sjö bömum þeirra hjóna, það áttunda dó í bernsku. Þriggja ára að aldri fluttist hún með systkinum sínum og foreldrum að Kletti í Kollafirði. Það hefur verið löng ferð og erfið með allan barnahópinn um ísafjarðardjúp og suður yfir Kolla- fjarðarheiði. Á Kletti höfðu þá búið foreldrar Ingimundar, þau Þorbjörg Jóhannesdóttir og Þórður Arason, hún var þá nýfallin frá. Þau voru þá búin að búa þar í hálfa öld við rausn og myndarskap. í þetta ætt- aróðal fluttust þau þá Sigríður og Irígimundur með allan barnahópinn. Það vildi til að það voru rúmgóð húsakynni á Kletti, stór bær og reisulegur svo allt komst vel fyrir ásamt því fólki sem fyrir var. Á Kletti eyddi Jóhanna sínum fyrstu æskuárum eða til ársins 1922 er þau fluttust aftur norður og þá í Hnífsdal. Var þá Ingimundur far- inn að bilast á heilsu. Svo held ég að Sigríður, móðir þeirra systkina, hafi aldrei kunnað vel við sig sunn- an heiðar og get ég vel skilið það. Það voru miklu betri afkomumögu- leikar fýrir norðan ísafjarðardjúp. Þar átti Sigríður líka sínar megin- rætur og ættfólk. Nokkrum árum eftir að fjölskyldan fluttist norður, veiktist Ingimundur og féll frá. Það var mikið áfall fýrir fjölskylduna. Það var því miklum erfíðleikum bundið fyrir Sigríði og börn hennar að komast vel af. Það jók líka á erfiðleikana að hún skuldaði mikið í íbúðarhúsinu sem þau keyptu í Hnífsdal. Ég minnist þess að sum- arið eftir fráfall Ingimundar kom hún ásamt ungri dóttur sinni suður yfir heiði að líta eftir jörðinni sinni, Kletti. Þá var Klettur kominn í eyði. Hún var búin að fregna það að ábúandinn sem var farinn þá hefði gengið illa um garðana á Kletti. Hann hefði leyft sér að gera miklar breytingar á frambænum til hins verra og margt fleira sem var í óreiðu og ég held að sumt hafi ver- ið furðulegt. Hún ætlaði því að reyna að fá leiðréttingu sinna mála hjá hreppstjóra sveitarinnar, en ég held að hann hafi lítið getað hjálpað henni í því efni. Hún varð því að fara heim aftur við svo búið. Síðar gat hún svo byggt jörðina dugnað- arfólki. Síðar meir varð hún svo að láta jörðina Klett af hendi til að losa sig við allar skuldir. Það var nú ekki gefið eftir við innheimtu skulda í þá daga, allra síst hjá þeim sem minna máttu sín, en það tók ákaflega mikið á taugamar hjá allri fjölskyldunni að missa þessa ágætu jörð, Klett í Kollafirði, ættaróðalið. Síðar fluttist Sigríður og þau öll til ísafjarðar og nokkrum árum síðar til Reykjavíkur. Það var langt frá því að gott væri að komast áfram í Reykjavík á þeim árum. Heimskreppan í al- gleymingi og mikið atvinnuleysi, en hún lét sig hafa það. Fluttist suð- ur. Ég held að hún hafi aldrei fund- ið sig aftur á sínum heimaslóðum eftir að hún aftur norður, enda var henni ekki hlíft, mátti greiða sína reikninga þó að hún ætti í miklum erfiðleikum. Þegar hér var komið sögu Sigríðar höfðu tvær elstu dætur hennar flust til Kaupmanna- hafnar og komust þar vel af. Til þeirra, eða elstu systur sinnar, Þor- bjargar, fluttist svo Jóhanna við nám og vinnu og farnaðist vel. Síð- ar fóru svo yngri systur hennar sömu leið til Kaupmannahafnar til náms og dvalar. Þetta hjálpaði þeim mikið til að komast yfir erfiðan hjalla, ef svo má segja. Árið 1939 fluttist svo Jóhanna heim aftur og setti upp snyrtistofu í Reykjavík í félagi við aðra stúlku. Síðan lá leiðin til Vestmannaeyja. Þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Bimi Sigurðssyni, kornung- um afbragðsstrák sem þá var að verða húsameistari. En nú ætla ég aðeins að líta til baka á liðna tíð þegar við vorum ung að árum vestur í Kollafirði og hópur af krökkum á hveijum bæ og sveitin var sveit. Sannleikurinn var sá að ég kynntist þeim systkin- um á Kletti frekar lítið á þeim árum. Þó að ég væri alinn upp frammi í dalnum norðanvert við ána og við náskyld bræðrabörn átti ég sjaldan leið til þeirra. Það voru miklu meira eldri systkini mín sem voru í vin- skaparslagtogi með þeim. Þá er mér það minnisstætt þegar allur hópurinn fluttist norður. Það kom allt við áður en það fór á heiðina og kvaddi. Allt var flutt á hestum. Það var mikil lest. Við horfðum á eftir þeim uns lestin hvarf fram við heiðarbrún. Einhvern veginn var tómlegt á eftir þegar þessi myndar- legi krakkahópur var farinn úr sveitinni, en það voru nýir ábúendur komnir að Kletti, fínt fólk og fram- Minning Ólafur Eiríksson Fæddur 10. október 1910 Dáinn 26. apríl 1993 Hann Óli afi í Reykjavík er dáinn eftir erfið veikindi. Langafi okkar var góður maður. Hann var hjarta- hlýr og okkur þótti afar vænt um hann. Þegar móðir okkar sagði okk- ur að hann væri látinn, var eins og ör væri skotið í hjartastað. Hann var mjög góður langafi. Við viljum kveðja hann með þessum ljóði. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn,, og ailt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Jens, Erna Hrönn og Brynjar. andi sem við þekktum ekkert. Leiðir okkar, mín og þeirra systk- ina, lágu ekki saman fyrr en í kring- um 1943 og þá í Reykjavík. Þá var fullt að gera þar syðra og þangað streymdi fólk úr öllum áttum til vinnu. Heimsóttir voru gamlir kunningjar og ættingjar að vestan, löngu fluttir suður. Þá fyrst kynnt- ist ég þeim systkinum, 'aðallega þeim systrum og ég dáðist að tryggð þeira til æskustöðvanna, þessa ættaróðals sem þau voru búin að missa og ef til vill ekki síður aðdáun þeirra systra á gömlu hjón- unum, afa sínum og ömmu. Þær kynntust henni að vísu aldrei neitt en heyrðu talað um hana. Sjálfsagt hefur afí þeirra og fólkið sem var á heimilinu tekið vel á móti þeim þegar hópurinn kom að norðan á sínum tíma. Það mátti líka meta þessi gömlu hjón. Þau voru í raun og veru búin að gera þennan garð frægan. Höfðu gert þar miklar umbætur, ekki síst í ræktun, stórt tún og slétt. Bar langt af á sínum tíma svo að til þess var tekið. Bærinn stór í hefðbundnum stíl með fimm burstum fram á hlaðið en þau gömlu hjón sigldu ekki allt- af lygnan sjó í sambúðinni, eitthvað annað en það, en saman stóðu þau á leiðarenda. Þau áttu sex börn og ólu upp önnur sex að nokkru leyti. Þau voru að sumu leyti umdeild á sínum tíma, en stóðu langt upp úr sinni samtíð. Sjálfsagt hefur Jó- hanna og þær systur trítlað með afa sínum um bæi og tún og kannski á kvíabólið fyrsta sumarið. Það var sagt að þau hefðu haft 80 ær í kvíum á sínum búskaparárum. Mik- il vinna hefur verið í sambandi við alla þá mjólkurvinnslu. Það er fal- legt á Kletti, ekki síst þegar logn er og landið speglast í fírðinum, útsýni fallegt yfir og útyfír fjörð- inn, skógivaxnar hlíðar í fjarska. En baksviðið er nú ekki eins fal- legt, þar er hrikaleg hamrahlíð og hvassbrýndir tindar og hamraflug. Þaðan berst mikill dynur í stórviðr- um. Það eru hörpur vindanna. Sjálf- sagt hefur þetta stórbrotna land mótað Jóhönnu og þau systkini í æsku. Eftir að vegur kom um Barðastrandarsýslu kom fyrir að þau komu öll vestur. í einni slíkri ferð komu þær systur með veglegan minnisvarða á leiði gömlu hjónanna, afa þeirra og ömmu. Þær gátu ekki þolað að leiði þeirra væri ómerkt og virtum við það mikið við þær. Eins og ég hef áður sagt kynnt- ist ég þeim fyrst að ráði í Reykja- vík, mörgum árum eftir að þau fóru að vestan. Ég lenti þá stundum í gleðskap hjá þeim. Þar var oft glatt á hjalla. Sérstaklega er mér minnis- stæður gleðskapur hjá þeim Jó- hönnu og Birni, manni hennar. Bjöm var áður í hljómsveit. Hann kunni vel að fara með hljóðfæri, þau hafa víst ekki rykfallið hljóð- færin hjá honum. Bjöm spilaði á sinn fallega gítar og svo sungu þau bæði af hjartans lyst. Ég held að Björn hafí verið hrókur alls fagnað- ar hvar sem hann var í gleðskap. Ég dáðist mikið að þessum þætti í heimilislífi þeirra hjóna. í fyrsta skipti er Björn kom vestur á æsku- stöðvar Jóhönnu, held ég að henni hafí sárnað það við mann sinn hvað hann gat lítið dáðst að þessari ætt- arbyggð hennar. Ég get líka tekið undir það með henni, ég held að honum hafí sést þar yfir margt. Ég ætla síðar að leiða hann í þann sannleika ef tækifæri gest. Undanfarin ár átti Jóhanna við vanheilsu að stríða og dvaldist á sjúkrahúsi og nú er lífsbraut henn- ar á enda. Hún er horfin yfir hina miklu móðu. Eins og áður segir er hún fædd að morgni þessarar aldar og uppalin að miklu leyti vestur á fjörðum og svo erlendis, fram til fullorðinsára, en hlýtur nú hinsta hvíldarstað hér syðra í öðrum lands- fjórðungi. Það eiga því vel við þess- ar ljóðlínur Davíðs Stefánssonar: Svo langt verð ég að fara til að leita mér að gröf í landi minna hvítu jökulrósa. Þau Jóhanna og Bjöm eiga einn son, Bjöm Jóhann, og fjögur barna- böm wm Uqfa verið ljósgeislar þeirra og hafa nú orðið þáttaskil í lífí þeirra feðga. Sterkur hlekkur hefur brostið. Það er alltaf svo og þá verður að orna sér við elda minn- inganna. Ég vil svo votta þeim mína dýpstu samúð. Að lokum kveð ég þessa ágætu og fallegu frænku mína með tveimur erindum úr kvæði Davíðs Stefánssonar, Við dánarbeð: Svo djúp er þögnin við þína sæng að þar heyrast englar tala og einn þeirra blakar bleikum væng svo bijóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt svo blakti síðasti loginn, svo kemur dagur og sumamótt og svanur á bláan voginn. Jóhannes Arason. t WALTER B. WHEELER, Houston, Texas, U.S.A., andaðist föstudaginn 30. apríl. Jenfrid H. Wheeler, John K. Wheeler, Lawrence B. Wheeler. t Móðir okkar, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 58, Reykjavík, er látin. Svanhildur Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Þórarinn Guðmundsson. t Sambýlismaður minn, HAUKURJAKOBSSON, Helgugötu 3, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju fimmtudaginn 6. maí kl. 14.00. Guðlaug Bachmann. t Ástkær maðurinn minn og faðir, GUÐBRANDUR JAKOBSSON, Þórufelli 4, lést 28. apríl. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Kristín Jónasdóttir, Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. t Þökkum innilega auösýnda samúð og hlýhug við andlát og útför GÚSTAFS ADOLFS GESTSSONAR. Ásgerður Þóra Gústafsdóttir, Fríða Gestrún Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem vottuðu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HREINS SIGURÐSSONAR, Engihlið 14, Reykjavík. Unnur Sumariiðadóttir, Sigurgeir Ernst, Birna Baldursdóttir, Viktoría Sigurgeirsdóttir, Unnur Kristfn Sigurgeirsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar föftur okkar, GUÐMUNDAR PJETURSSONAR trésmíðameistara, Barmahlíð 36. Synir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.