Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 33
vann á. Svona var Lauga tengdam- amma, svo stórtæk í öllu, en hafði þó svo lítið fyrir því. Og henni varð svo mikið úr svo litlu. Allur matur varð að krásum í höndum hennar og þó var ekkert verið að bruðla. Ég hafði stundum á orði við hana að í sólarhringnum hjá henni væru 36 tímar á meðan þeir væru bara 24 hjá mér. Þá hló hún og sagði að með vinnuskipulagi gengi þetta upp. Nú svo kom ég til hennar og þá var jafn- vel fullt hús af fólki, hún var að sauma buxur fyrir þennan eða stytta kápu fyrir hinn. Og mitt í því öllu saman sagði hún: Solla, geturðu sett í mig rúllur. Og ég gerði það, en ekki sleppti hún spottanum og nál- inni á meðan. Svona var Lauga tengdamamma, alltaf á fullu, en átti þó alltaf nógan tíma. Dætur okkar Rúnars fóru ekki varhluta af því hversu góð kona og amma hún Lauga var. Ef við Rúnar skruppum til útlanda, fluttust þau Lauga og Einar bara inn á heimili okkar á meðan. Lauga sagði bara við vinkonur sínar að hún væri að fara í sumarfrí. Þetta þótti dætrunum spennandi því að amma kom alltaf með eitthvað með sér, bæði til að hekla, prjóna og sauma og svo var ömmukæfan alltaf með. Einar tengdapabbi hefur alla tíð staðið við hlið konu sinnar og stutt hana í öllu því sem hún hefur verið að gera. Fyrir ári síðan veiktist Lauga af krabbameini sem nú hefur lagt hana að velli. Ég var svo lánsöm að fá að annast hana í veikindum hennar, bæði á spítalanum og heima. Þá kom enn betur í ljós hversu sterk böndin voru á milli okkar. Ófáar stundimar höfum við setð tvær saman og spjall- að um lífið og tilveruna, sorgina og dauðann. Það er erfitt að sætta sig við það og jafnvel trúa því að nú sé Lauga öll, en ég veit að hún vakir yfir okkur. Eftir lifír minningin um góða konu. Einar minn. Ég veit að síðast liðið ár hefur verð erfítt, en þú hefur stað- ið þig eins og klettur og gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að létta sjúk- dómsbyrði konu þinnar. Að lokum vil ég þakka Laugu tengdamömmu samfylgdina og bið góðan Guð að styrkja Einar, böm, tengdabörn og bamaböm í sorginni. Blessuð sé minning Sigurlaugar Hjartardóttur. Sólveig tengdadóttir. Mig langar að minnast Sigurlaug- ar Hjartardóttur sem lést að morgni 23. apríl sl. eftir stranga baráttu við þann sjúkdóm sem mannlegur mátt- ur fær ekki við ráðið. Á vegamótum lífs og dauða skilja leiðir. Sigurlaug Hjartardóttir, eða Lauga eins og hún var jafnan köll- uð, var fædd 22. ágúst 1921 að Knarrarhöfn, Hvammssveit í Dölum, dóttir hjónanna Hjartar Egilssonar bónda þar og konu hans Ingunnar Ólafsdóttur, en þau eignuðust 12 börn, og 10 þeirra komust upp til fullorðins ára. Eins og tíðkaðist á sveitaheimilum í þá daga þar sem stór bamahópur ólst upp tóku allir þátt í heimilishaldinu utan dyra sem innan og mun Lauga ekki hafa látið sitt eftir liggja við vinnu að almenn- um sveitastörfum eins og almennt var á þeim tíma. Um tvítugsaldur flyst Lauga úr sveitinni til Reykjavíkur og fer að vinna á saumastofu. Árið 1947 verða þátttaskil í lífi hennar er hún giftist hinn 31. desember það ár eftirlifandi eiginmanni sínum Einari Alexand- erssyni, f. 7. júní 1916, frá Skerð- ingsstöðum í Hvammssveit, dugnað- armanni sem hefur unnið hjá Lýsi hf. og Fóðurblöndunni hf. síðustu þijátíu og sex ár, en er nú hættur störfum vegna aldurs. Þau hjón stofnuðu sitt heimili í Skeijafírðinum og bjuggu þar í fímmtán ár í sam- býli við tengdafólk hennar, en flutt- ust síðan í Stigahlíð 22 og hafa búið þar síðan. Þau hjón eignuðust þijú börn sem eru í aldursröð: Magnea, gift Bjarna Karvelssyni og eiga þau tvær dætur, Sigurlaugu Birnu og Hönnu Kristínu; Hörður Rúnar, kvæntur Sólveigu Valtýsdóttur og eiga þau tvær dætur, Hrönn og Helgu; Erla, var gift Aðalsteini Ey- þórssyni og eiga þau einn son, Ein- ar. Sambýlismaður Erlu er Sigurður Karl Linnet. Barnabörnin eru fímm. Öll voru þau sólargeislar ömmu sinnar og lét hún sér mjög annt um þau. Eftir að Lauga fluttist til Reykja- MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 víkur hóf hún störf á saumastofu eins og áður segir, þar sem hún starf- aði þar til hún stofnaði heimili. Eftir það tók hún að sér saumaskap er hún kaus að vinna heima til þess að geta jafnframt gegnt móðurhlutverki sínu á meðan bömin voru ung. Þá er bömin uxu úr grasi fór hún að vinna utan heimilis við matreiðslu og.þjónustustörf ásamt því að starfa við saumaskap og handavinnu ýmsa. Þau hjónin áttu fallegt heimili sem ber glögglega merki þess að húsmóð- irin kunni ýmislegt fyrir sér í handa- vinnu og má segja að hún hafí alltaf haft eitthvað á pijónunum. Á heimil- inu var allt í röð og reglu og hver hlutur á sínum stað. Á heimili þeirra hjóna var oft gest- kvæmt og nutu þau þess að taka á móti gestum sínum sem gert var af miklum myndarskap. Allt sem Lauga tók sér fyrir hendur, hvort sem það var umönnun barna, matseld, sauma- skapur eða hvað annað leysti hún vel af hendi. Hún var í eðli sínu hjálp- söm, gjafmild og þjónustufús. Lauga var mikil félagsvera og naut þess að taka ríkan þátt í félags- störfum. Átti ég þess kost að starfa með henni á þeim vettvangi í átt- hagafélagi okkar Breiðfírðinga, en þar hefur hún í langan tíma unnið af dugnaði og eljusemi að því félags- starfí sem fram fór hveiju sinni. Á slíkum stundum, þegar mannfagnað- ir félagsins erú haldnir og vinir hitt- ast, þá eru gjarnan rifjuð upp ævin- týrin úr sveitinni eða eitt og annað sem yljar í minningunni. Lauga var ein af þessum hressilegu konum sem átti svo auðvelt með að fá aðra til að taka þátt í gleði sinni á manna- mótum. Ég held að Lauga hafí haft sann- kallaða ættjarðarást á æskustöðv- unum fyrir vestan og svo á reyndar við um fjölskylduna alla, þar sem börnin hennar taka nú mjög virkan þátt í félagsstarfinu og feta því í fótspor móður sinnar með áhuga á því verkefni sem að sér er tekið. Tryggð var ríkur þáttur í fari Laugu og fyrir það vil ég þakka. Með virðingu er hún kvödd. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég sendi Einari, börnunum og fjöl- skyldum þeirra mína innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Sveinn Sigurjónsson. Kær vinkona er látin eftir erfíða sjúkdómslegu í bráðum ár. Ég kynnt- ist Laugu 1983 þegar hún var að vinna við að sjá um mat fyrir hóp af trúnaðarmönnum Sóknar á nám- skeiði. Á næstu árum hittumst við oftar og frá 1986 sá hún um allar veitingar á námskeiðisslitum hjá Sókn. Á hveiju ári var slitið þetta 8-10 námskeiðum auk funda og alla tíð var Lauga mín hægri hönd við þetta, vissi hve mikið þurfti með kaffinu, sama hvaða stærð var á hópnum. Og kaffíð sem hún lagaði, það besta. Og allt meðlæti, þvilíkt matmóðir. Lauga var alveg sérstak- lega flink við allt sem viðkom mat og framreiðslu hans. Og þannig vann hún árum saman fyrir hin ýmsu stétt- arfélög. En Lauga hafði aðra sér- þekkingu, hún gat saumað hvað sem var og gert við og breytt þannig að enginn vissi annað en flíkin hefði aldrei verið hreyfð. Margar buxurnar stytti hún fyrir mig og aðra eða stytti kápu eða kjól fyrir fólk. Þett lék í höndunum á henni. Mín kæra vin- kona hafði líka gott skap og lét sér oft um munn fara góðar ráðlegging- ar til að fá mann til að líta tilveruna bjartari augum. Það er gott að hafa fengið að kynnast slíkri konu, jákvæðri, dug- legri og mikilli fjölskyldumanneskju. Fjölskyldan var henni mikils virði og hún fjölskyldunni eins og sést á þeirri umhyggju sem hún hefur hlotið af hálfu sinna nánustu í veikindunum. Ég er þakklát fyrir árin sem við unnum saman. Þau hafa gefið mér svo margar góðar minningar. Fyrir hönd Sóknar eru þér færðar þakkir fyrir störf þín. Ég votta fjölskyldunni samúð við þennan mikla missi. Meg- ir þú hvíla í friði. Þórunn Sveinbjörnsdóttir formaður Sóknar. Lilja Kristdórs- dóttir - Minning Fædd 5. apríl 1912 Dáin 19. apríl 1993 Móðir Theresa, sú merka kona og líknarsystir, sagði eitt sinn: „Við getum ekki gert neitt mikils- vert — einungis smámuni með miklum kærleik.“ Þessi lífsspeki á vel við þegar Lilju minnar er minnst. Slíkt var lítillæti hennar á lífsgöngunni. Við sem þekkjum hana urðum kærleik hennar að-. njótandi; hann birtist í gjörðum hennar og verkum og umvafði fjöl- skyldu hennar og vini. Þeirri sem ritar þessar línur er það minnisstætt þegar hún kom suður til Reykjavíkur, óhörðnuð 18 ára unglingsstelpa. Það þótti sjálfsagt að taka henni opnum örmum og bæta einum við í stóran barnahópinn. Hann var oft þröngt setinn bekkurinn í Barmahlíð 28 í þá daga. Börnin fimm, ættingjar og vinir utan af landi sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Þá er ótalin Día, systir Lilju, sem ól upp með henni börnin í fjarveru eiginmanns hennar sem var lang- tímum burtu til sjós. Lilja Kristdórsdóttir fæddist á Sævarlandi í Þistilfirði 5. apríl 1912. Nítján ára hleypti hún heim- draganum og leitaði til höfuðborg- arinnar í atvinnuleit. í fyrstu vann hún í fiski en lærði síðar fatasaum hjá Stefönu Björnsdóttur. Á þess- um árum kynnist hún móðurbróður mínum, Gunnari Þórarinssyni, er lést fyrir fjórum árum. Á þeim tíma bjuggu afi og amma á Brekku á Rauðasandi og þangað flytjast ungu hjónin. Þar fæddist frum- burðurinn, Sigurþór, en hann lést árið 1986. Þau hefja síðan búskap á Patreksfírði og þar bætast við systkinin Rósamunda, Már og Indí- ana. Árið 1948 taka þau sig upp með fjölskylduna til Indíana. Árið 1948 taka þau sig upp með fjöl- skylduna til Reykjavíkur og þar fæðist Stefán þremur árum seinna. Gunnar frændi eignast síðar son, Þorra, sem Lilja reyndist ætíð vel. Lognmolla ríkti aldrei í kringum frænda minn og þegar hann tók sem mest upp í sig varð Lilju jafn- an að orði: „Ja, pabbi, að heyra þetta. Um áramótin 1970 fluttust Lilja og Gunnar á Laugaveg 65 og þar blasti „blessaður sjórinn“ við henni eins og hún dásamaði svo oft. Nú hafði hún okkur unglingana alla í kringum sig og það átti nú aldeilis við mína konu. Þær voru ófáar stundirnar sem setið var í eldhús- inu og skrafað og hlegið fram á rauða nótt og Lilja að sussa á okkur ef frændi var nýkomin'n af sjónum og þurfti að hvílast. Eld- húsið hjá Lilju var miðstöðin okkar að loknum skemmtiferðum á öldur- hús borgarinnar. Þangað var ætíð arkað enda vitað mál að Lilja biði með heitt á könnunni. Þessara stunda naut hún engu síður en við og hefði aldrei, frekar en við, viljað að þessi siður yrði aflagður. Ég sé það best nú hversu hlý, umburð- arlynd og skilningsrík Lilja var og vildi öllum gott gera, það var henn- ar aðalsmerki. Stundin flýgur hratt í dag og við sem áður sátum í kringum eld- húsborðið á Laugavegi 65 erum kynslóðin með unglingana í kring- um sig. Það færi betur að við hefð- um til að bera allan þann kærleik og hlýju, fórnfýsi og lítillæti sem konur á borð við Lilju gáfu ungl- ingunum svo ríkulega af. Konur úr íslenskri alþýðustétt sem gerðu ekki kröfur til annarra en sjálfra sín, konur sem landið okkar hefur alið um aldir, en hvergi komast á sögunnar spjöld af því að verk þeirra hafa ávallt verið unnin í kyrrþey og ekki hrópuð á torgum. Síðustu æviár sín dvöldu Lilja og Gunnar á Hrafnistu, bæði tvö orðin ferðalúin. Lilja hafði orðið fyrir því óláni fyrir mörgum árum að detta og bijóta sig illa og átti við það að stríða sem eftir var. Hún var hvíldinni fegin enda ferð- búin fyrir löngu að hitta „elsku“ í Ijósinu eilífa. Guð blessi minningu mætrar konu. Sigþrúður Ingimundardóttir. Minning Lára Guimarsdóttir Fædd 21. ágúst 1917 Dáin 26. apríl 1993 Amma mín, Lára Gunnarsdótt- ir, er látin. Amma sem ég hélt að myndi alltaf vera hér fyrir mig. Ég hugsaði aldrei lengra. Amma fæddist í Vík í Mýrdal og var elst átta systkina og eru aðeins tveir bræður á lífí, Sigurður á Bjargi og Jónas. Jónas afa missti amma 1974 og áttu þau átta börn en misstu tvö ung. Það er svo erfitt að trúa því að ástvinur manns hafi dáið. Mér finnst eins og þetta sé ekki satt, að hún muni vera heima hjá sér ef ég kæmi þangað, kát og hress eins og alltaf þrátt fyrir veikindin. Það besta sem ég get gert fyrir hana núna er að biðja til guðs, biðja hann að passa hana fýrir mig og láta henni líða vel. Kvöldið eftir að amma lést sat lítil dúfa fyrir utan gluggann minn og þegar hún breiddi úr vængjun- um sá ég að hún var hvít. Dúfan horfði á mig eins og hún vildi segja að nú væri amma farin, farin á stað þar sem henni líður vel. En minningin um hana hverfur aldr- ei, hana munum við ávallt varð- veita í hjarta okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji guðs englar yfir mér. (H. Pétursson.) Jónína Gunnarsdóttir. Minning Guðrún Jónsdóttir Fædd 29.apríl 1904 Dáin 18. apríl 1993 Elskuleg frænka mín og besta vinkona er látin, komin heim. Þó að hún hafi lifað svo mörg ár fannst mér hún aldrei gömul og varla öðrum heldur. Það sýndi best hvað unga fólkið í fjölskyld- unni sótti til hennar og öllum leið vel í návist hennar. Að ræða við hanan í rólegheitum var einstök upplifun, því að hún var bæði vit- ur og góð. En þannig fólk þrosk- ast mest af erfiðu reynslustundun- um, sem það verður fyrir á langri ævi. Aldrei verður henni fullþakkað það sem hún miðlaði öðrum af ríki- dæmi sálar sinnar, höfðingsskap gestrisninnar og allt sem hún gerði á óeigingjarnan hátt fyrir aðra. Allar sínar góðu gjafir, andlegar og veraldlegar, bar hún fram af meðfæddri háttvísi og kurteisi, sem ávallt fylgja göfugu hjarta- lagi. Það var þungur skellur að missa hana. Svo mikil er eigingirnin, sem grípur mann þegar síst skyldi. En innra með okkur öllum, sem sökn- um hennar, lifa minningarnar og þannig er hún ennþá hjá okkur á vissan hátt. Ef til vill er sál henn- ar nú á þeim fögru stöðum sem hún sá stundum í draumi. Ég votta vinum og ættingjum einlæga sam- úð, já, öllum sem elskuðu hana. Vina mín, kærar þakkir fyrir allt. Fanney Hjaltadóttir. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hlið- stætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælis- greina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá geng- in, vélrituð og með góðu línu- bili. Ákjósanlegast er að fá greinamar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.