Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gott er að byrja daginn snemma því þú nærð góð- um árangri. Ferðalag gæti verið framundan, og róm- antíkin ríkir í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Það gæti verið varasamt að lána einhverjum peninga í dag. Þú vilt ljúka skyldu- störfum snemma og helga rómantíkinni kvöldið. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú kemur vel fyrir í dag og aðrir njóta samvista við þig. Kvöldið verður ánægjulegt og þú hrókur alls fagnaðar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hltc Þú nærð þýðingarmiklum árangri í starfi í dag. Þér líður vel í vinnunni og af- köstin vekja athygli ráða- manna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Börn geta verið ærslafeng- in í dag og þú leggur þig fram við að sinna þeim. Kvöidið er þitt og rómantík- in ríkir. Meyja (23. ágúst - 22. september) az Þú nýtur þess þegar allt gengur samkvæmt áætlun, og í dag þarftu ekki að kvarta. Þú ættir að bjóða heim gestum. Vog (23. sept. - 22. október) Dagurinn hentar vel til ferðalaga eða heimsókna til góðra vina og félaga. I kvöld ríkir einlægni hjá ást- vinum. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hj(0 Framtak þitt og dugnaður skila þér góðum árangri. Horfur i peningamálum breytast mjög til batnaðar. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Yfirsýn þín á vinnustað er góð og þú kemur miklu í verk. Vinir eru þér hliðholl- ir, og ferðalag gæti verið framundan. Steingeit (22. -des. - 19. janúar) Þú einbeitir þér að því að ganga frá lausum endum í vinnunni í dag. í kvöld ætt- ir þú að slappa af með fjöl- skyldunni. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Ánægjulegar stundir eru framundan í hópi vina og ástvina. Kvöldið býður upp á sérlega góða skemmtun. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ÍSk Það er óvenju mikið um að vera og þú nærð mikilvæg- um árangri í starfí. Þér opnast ýmsar leiðir til auk- ins frama. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS /jlDKEl AB> KÝtA VÖMÖtNA 'A FÓSrVNN/f GRETTIR /1MNAI2IHELPUE KVRRU FY«e U/M eOt&'A /VIEPAN HINU/ld E$ < 5KOTlPNIE>ue APYFIRBORPlNU,/ JgM VMI'b í-m TOMMI OG JENNI £7e iOftvs. Fxe/uu 2-2. LJÓSKA FERDINAND SMAFOLK BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Af ótta við að gefa ódýran slag á hliðarlit, velur vestur að trompa út gegn slemmu suðurs. Það reyndist vel heppnað. Suður gefur; NS á hættu. Norður Vestur ♦ G72 ¥ KG84 ♦ 72 ♦ ÁDG6 ♦ K64 y ÁD973 ♦ Á ♦ 10852 Suður ♦ ÁD y- Austur ♦ 109853 ¥ 10652 ♦ 96 ♦ 97 ♦ KDG108543 ♦ K43 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Dobl Redobl Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 5 lauf Pass 6 tíerlar Allir pass Utspil: tigultvistur. Það er fljótgert að telja upp í 12 slagi, en sá er galli á gjöf Njarðar, að ekki er hægt að nálgast þá alla eftir að tígulásinn fer úr blindum strax í fýrsta slag. Spaðinn er illa stíflaður. Sú hugmynd að yfirdrepa spaða- drottningu til að spila að lauf- kóng, fellur flöt í ljósi sagna, því vestur hlýtur að eiga þann styrk sem afgangs er fyrir opn- unardobli sínu. Því er ekki um annað að ræða en rúlla niður tíglunum og sjá hvað gerist. Norður Vestur ♦ - y kg ♦ - ♦ ÁD ♦ K6 ¥ÁD ♦ - ♦ - li Suður ♦ D y- ♦ - ♦ K43 Austur ♦ 1098 ¥10 ♦ - ♦ - Vestur heldur enn velli þegar hér er komið sögu. En spaða- drottninguna ræður hann ekki við. Kasti hann hjarta, yfirdrep- ur sagnhafi og tekur tvo slagi á ÁD í hjarta. Það blasir við, svo vestur prófar að henda lauf- drottningu. En þá heldur suður slagnum á spaðadrottningu og sendir vestur inn á laufás. Hann á þá aðeins hjarta eftir og blind- ur fær tvo síðustu slagina á spaðakóng og hjartaás. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á Skákþingi Norðlendinga á Húsavík um daginn kom_ þessi staða upp í skák þeirra Áskels Arnar Kárasonar (2.225), Kópa- vogi og Matthíasar Kjelds (1.960), Garðabæ, sem hafði svart og áttti leik. Hvítur drap síðast biskup á f3 og setti á svarta hrók- inn á a8. 13. — Bxg5, 14. Dxa8 — c6 (Svartur hefur reiknað dæmið rétt. Hvítur verður að láta a.m.k. mann af hendi til að losa drottn- inguna úr prísundinni á a8) 15. a4 (Skásti kostur hvíts var líklega 15. Hedl - Hc8, 16. Be4 - Ra6, 17. Bxc6 — Dxc6, 18. Dxc6 — Hxc6, en éinnig í því tilviki er endataflíð hagstætt svörtum) 15. - Hc8, 16. a5 - b5, 17. f4? (Lítt skiljanlegur leikur. 17. Be4 strax virðist skárra) 17. — Bxf4, 18. Be4 — Bd2! (Yfirveguð tafl- mennska. Það liggur ekkert á með að leika 18. - Ra6) 19. Hedl - Bxc3, 20. Hacl — b4, 21. Khl — Ra6, 22. Bxc6 — Dxc6 og með tvo menn fyrir hrók og sterka stöðu vann svartur örugglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.