Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 41 Hver er bótaskylda efnalauga? Frá Þorbjörgu Pálsdóttur: Það er vafalítið ekkert einsdæmi að tjón verði á taui í meðförum efnalauga. í því sambandi vaknar sú spurning, hvað valdi því og hver skuli bera skaðann. Sú skýring sem virðist liggja næst, er að mistök hafi átt sér stað við hreinsunina. I því sambandi má hugsa sér t.d. að meðferð á viðkomandi taui hafi ekki verið í samræmi við leiðbein- ingar framleiðanda. Slíkt getur gerst af vangá eða vegna skorts á þekkingu um viðkomandi efni. Þegar viðskiptavinur leitar að- stoðar efnalaugar, gerir hann ráð fýrir fagmennsku og góðri kunnáttu starfsmanna. Hann leggur því vandamálið í hendur þjónustuað- ilanum til bestrar mögulegrar lausnar. Á umsömdum tíma sækir hann síðan vöruna. Nú vita flestir, að sumir blettir eru mjög erfiðir viðfangs. í því sambandi verður að hafa í huga, að ekki má ofbjóða tauinu við tilraunir til að fjarlægja blettinn. Eigandanum er lítill greiði gerður ef í stað litla blettsins er kominn annar enn stærri vegna ofníðslu á tauinu. Slíkt getur vart talist fagmennska. Undirritaður fór með áklæði af dýru sófasetti í efnalaugina Úðafoss á síðastliðnu ári. Árið þar á undan hafði sama áklæði verið hreinsað af efnalauginni Kjól og hvítt með frábærum árangri, enda töldu starfsmenn þar efnið auðhreinsan- legt, ef rétt væri með farið. Tilefni hreinsunarinnar þessu sinni, var að smábarn hafði kastað upp og æla farið í einn púða af alls 6. Þá hafði einnig æla farið á bakhluta sófans, en sá hluti áklæðisins er ekki fjar- lægjanlegt með sama hætti og áklæði á púðum. Bæði púði og bak voru hreinsuð eftir bestu getu með volgu vatni. Á bakinu sjást engar menjar um óhappið. Það skal tekið fram, að þótt skolað hafi verið af púðaáklæðinu, var enn töluverð ælulykt af verinu. Þar sem svo vel hafði tekist að hreinsa áklæðið árið áður, var ákveðið að senda öll verin til hreinsunar, en ekki aðeins þetta eina sem æla hafði farið í. Tilviljun ein réði því að ekki var leitað til sama aðila og árið áður ,og harmar undirritaður það mjög. Þegar verin voru sótt kom í ljós að þau voru öll orðin ljósflekkótt (ekki aðeins það ver sem æla hafði farið í heldur öll). í meðferðinni höfðu verin aflitast vegna notkunar á blettaefnum sem ekki má nota á þessa tegund áklæðis. Væntanlega til að dylja mistök sín, og til að friðþægja viðskiptavininum, bauðst eigandinn til að hreinsá þau einu sinni enn. Hvernig í ósköpunum dettur fagmanni í hug, að reyna að hreinsa burt bletti sem stafa af aflitun?!!! Ofan á þetta allt bættist síðan dónaleg framkoma eigandans, sem taldi sig enga ábyrgð bera í þessu máli. Hann hélt því fram, að svo mikil æla hefði verið í verunum, að hann hefði ekki haft í sér geð til að taka verin í sundur, heldur fleygt þeim öllum eins og þau komu inn í vélina. Það eru nægjanleg vitni til um það, í hvaða ástandi verin voru þegar þau fóru í hreinsunina' og er því hér um hrein ósannindi að ræða. Það segir sig einnig sjálft að hafi starfsmennirnir ekki flett áklæðunum í sundur, þá eru þeir heldur ekki til frásagnar um ástand þeirra fyrir „hreinsunina". Eftir þessi ókurteisu samskipti • við efnalaugina, ákvað undirritaður að snúa sér til neytendasamtak- anna. Þar taldi ég líklegt að finna fýrir kappsama og dugmikla að- stoð. í fávisku minni taldi ég mig aðeins þurfa að skýra frá málavöxt- um og síðan myndu þeir keyra málið áfram fýrir mína hönd. í stað þess mætti ég áhugaleysi og tor- tryggni. Þá virtist lítið sem ekkert gerast í fleiri vikur. Niðurstaðan varð sú að aðeins hlaust viðbótar- umstang og töf af þessum sam- skiptum. Þar sem efnalaugin vildi ekki af fijálsum vilja greiða neinar bætur töldu fulltrúar neytendasam- takanna sig ekki geta gert meira í málinu. Þeir töldu að hér væri vissu- lega um bótaskylt mál að ræða, en rétti yrði ekki fullnægt án aðstoðar lögfræðings fyrir dómstólum. Slíkt tækju þeir ekki að sér. Svo mörg voru þau orð. Þá var að finna lögfræðing. Nú er það hreint ekkert gamanmál að kalla til lögfræðing og leggja út í umtalsverða kostnaðaráhættu sam- fara hugsanlegri málsókn. Eru það kannski einhveijir sem treysta því að maður láti af þeim sökum mál kyrrt liggja? Það reyndist torsótt að finna lögfræðing sem var reiðu- búinn að taka málið að sér. Það læðist að manni sá grunur, að mál sem þetta sé ekki nægilega girni- legt að því er tekjur varðar fýrir lögfræðinga. Þeir hafi því ekki áhuga á málinu burt séð frá sekt eða sakleysi. Þá vaknar sú spurn- ing, hvort þessi stétt leyfi sér að hafha minni verkunum meðan t.d. læknar sinna jafnt smá kveisum sem hjartauppskurðum. Það er sárt að láta í minni pok- ann þegar maður er sannfærður um réttmæti málflutnings síns. Mér er ljóst að bætur hljóti ég tæplega úr því sem komið er. Það er von mín, að með þessum skrifum, verði viðkomandi vaktir til umhugsunar og vonandi jákvæðrar breytni. Við aðstæður sem þessar má vera ljóst, að veruleg áhætta getur fylgt því að fara með dýrar flíkur eða áklæði í Úðafoss. ÞORBJÖRG PÁLSDÓTTIR, Sjafnargötu 14, Reykjavík. LEIÐRÉTTIN G AR Dansinn í myndatexta í grein um íslands- meistarakeppni í dansi í Morgun- blaðinu í gær sagði, að íslands- meistaramir í flokki 7 ára og yngri, þau Sigurður Ágúst Gunnarsson og María F. Þórsdóttir, væru frá Dans- skóla Heiðars Ástvaldssonar. Það er ekki rétt, heldur eru þau frá Dansskóla Auðar Haralds. Beðist er velvirðingar á þessu mishermi. Þá féllu niður úrslit í standard- dönsum 14 til 15 ára. Þar urðu í fyrsta sæti Victor Victorsson og Jóhanna Ella Jónsdóttir, í öðru sæti Ólafur Már Sigurðsson og Hilda Stefánsdóttir og í þriðja Jón Ágústsson og Henríetta Magnús- dóttir. Þau eru öll frá Nýja dansskólanum. í latin-dönsum 12-13 ára var Inga Dröfn Óladóttir dansféllagi Hallgríms Jónssonar, en ekki Erla Eyjólfsdóttir, eins og ranghermt var. Þá var ekki rétt farið með nöfn parsins, sem varð í 3. sæti í latin-dönsum 14-15 ára. Það sæti skipuðu Ásgeir Jón Einarsson og Hrafnhildur Benediktsdóttir frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Þá féllu niður nöfn sigurvegara í A-riðli 50 ára og eldri í latíndöns- um og standarddönsum. í latíndöns- um urðu Hafsteinn Sigurðsson og Ágústa Hjálmtýsdóttir frá Dans- skóla Jóns Péturs og Köru í fyrsta sæti og í öðru sæti Jón Freyr Þórar- insson og Matthildur Guðmunds- dóttir frá Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar, en þriðja parið er einn- ig frá þeim skóla, Sigurður Stein- grímsson og Margrét Sigurðardótt- ir. í standarddönsum urðu hlut- skörpust í A-riðli Hafsteinn Sig- urðsson og Ágústa Hjálmtýsdóttir, í öðru sæti Arngrímur Marteinsson og Ingibjörg Sveinsdóttir öll frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru og í þriðja sæti urðu Jón Freyr Þórar- insson og Matthildur Guðmunds- dóttir frá Dansskóla Sigurðar Há- konarsonar. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. ___________ Gaf sig ekki fram Ranghermt var í frétt á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu í gær að 15 ára piltur sem réðist á roskinn bakara í bakaríinu í Kleifarseli á laugar- dagsmorgun hefði gefið sig fram við lögreglu. Rétt er að lögreglu- menn í Reykjavík rannsökuðu mál- ið, leituðu piltsins, fundu hann sið- degis á laugardag í leiktækjasal í borginni og handtóku hann þar. 6 fóru yfir markið í frétt í laugardagblaðinu var sagt að 25 manns frá landbúnaðar- ráðuneytinu hefðu farið yfir 400 þúsund krónur í dagpeninga á síð- astliðnu ári. Hið rétta er að það voru 6 aðilar, sem það gerðu. Hins vegar voru 25 starfsmenn frá sjáv- arútvegsráðuneyti, sem fóru yfir 400 þúsund krónur, en það féll nið- ur í fréttinni. ___________ Brids_____________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson íslandsmót í parakeppni 1993 íslandsmót í parakeppni (tvímenn- ing) verður haldið í Sigtúni 9, um næstu helgi. 40 pör hafa þegar skráð sig til kepþni en síðasti skráningardag- ur er miðvikudagurinn 5. maí. Spilað- ur er barómeter, tvö spil á milli para og fer því lengd keppninnar eftir því hve mörg pör veða með. Skráning er á skrifstofu Bridssambands íslands í síma 91-689360. Vetrarmitcell Bridssambands íslands Góð þátttaka var í vetrarmitcell BSÍ, föstudaginn 30. apríl. 47 pör spiluðu og urðu úrslit þannig. N/S riðill: AlfreðKristjánsson-EggertBergsson 543 KjartanJóhannsson-SævarJónsson 519 Annaívarsdóttir-GyjfiBaldursson 506 AndrésÁsgeirsson-ÁsgeirSigurðsson 480 Guðra.Kr.Sigurðsson-JónÞórKarlsson 479 A/V riðill: Ingibjörg Grimsdóttir - Þórður Bjömsson 528 PállÞórBergsson-ViðarJónsson 511 Vilhjálmur Sigurðsson - Þráinn Sigurðsson 475 Sturia Snæbjömsson - Rósmundur Guðmundsson 474 Jóhannes-Ágústsson-FriðrikFriðriksson 472 Spiiað er í Sigtúni 9 á föstudags- kvöldum og hefst spilamennska kl. 19»-' Öllum er frjálst að mæta og skráning er á staðnum. Bridsdeild Félags eldri borgara Tíu pör spiluðu 29. apríl. Röð efstu para: Gísli Guðmundsson - Eyjólfur Halldórsson 143 Eysteinn Einarsson - Bergsveinn Breiðfjörð 120 BaldurHelgason-HaukurGuðmundsson 118 IngólfurHelgason-HannesIngibergsson 118 Meðalskor 108. 2. maí spiluðu 16 pör. Helga Helgadóttir - Kristrún Kristjánsd. 238 BaldurHetgason-HaukurGuðmundsson 134 - Hlaðgerður Ingólfsdóttir - Rut Pálsdóttir 131 ÞorsteinnErlingsson-JónMapússon 131 Meðalskor 210. VELVAKANDI AFLEITUR SJON- VARPSÞÁTTUR SÍÐASTLIÐINN sunnudag var sýndur í Sjónvarpinu 1. þáttur af fjórum sem bar heitið Þjóð í hlekkjum hugarfarsins. Ekki ein- ungis fannst mér þessi þáttur illa gerður, heldur koma fram í hon- um sjúklegt hatur á íslenskri menningu og bændastéttinni allri. Ég vil mótmæla að svona löguðu sé dembt yfir þjóðina og vona jafnframt að næstu þættir verði menningar- og málefna- legri. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir TAPAÐ/FUNDIÐ Gullúr KVEN-GULLÚR tapaðist sl. sunnudag, trúlega á leiðinni frá Dunhaga, upp á Bergþórugötu, í blómabúðina í Domus Medica og síðan á Tunguveg. Finnandi vinsamlega hringi í síma 37919. Týndur jakki SUMARDAGINN fyrsta lagði drengur frá sér svartan ' ............ mittisjakka á tröppunum á móti Sparisjóði Hafnarfjarðar við Strandgötu á meðan hann tók þátt í víðavangshlaupinu. Jakk- inn er með leðurermum, gulum smellum og rennilás. Myndir og stafir á bakinu. í vasanum á jakkanum var úr með blárri leðuról. Jakkans er sárt saknað. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hafa samband í síma 54095. Hálsmen tapaðist HÁLSMEN með semelíusteinum og silfurkeðju tapaðist á skírdag, 8. apríl, á leiðinni frá Hótel Sögu að Grenimel. Finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 10067. Fundarlaun. Hanskar fundust BRÚNIR kvenhanskar, leður, fundust í bás Heildverslunarinn- ar Esju á garðyrkjusýningunni í Perlunni sl. sunnudag. Upplýs- ingar í síma 687020. Muddy-Fox hjól RAUTT Muddy-Fox hjól fannst f Breiðholti. Upplýsingar í síma 72405. Ráðstefna um efnahagsmál, efnahagsstefnu og atvinnumál veróur haldin laugardaginn 8. maí nk. kl. 1 2.00 til 16.00 í Ársal, Hótel Sögu. Dagskrá: Ávarp fjármálaráóherra, Fridriks Sóphussonar. - Dr. Siguróur B. Stefánsson, framkvstj.: Efnahagsmál: Tíundi áratugurinn. Dr. Guómundur Magnússon, prófessor: Velferð á ótraustum grunni - vaxtarkreppa og stjórnbrestir á Norðurlöndum. Haraldur Sumarlióason, forseti Landssambands iónaóarmanna: Staða iðnaðarins í atvinnulífinu. Dr. Stefán Ólafsson, prófessor: Pólitískar og félagslegar forsendur hagvaxtar. Umrœóur og fyrirspurnir. Ráóstefnustjóri: Davió Scheving Thorsteinsson. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um efnahags- og atvinnumál. Landsmálafélagid Vöréur SunmdagareruKompudagar íKoIaportinu! Okkar vantar alltafmeira afþessu sívinsæla kompudóti og nú bjóðum við 30% afslátt ú leiguverði slíkra sölubása. Sölubásarnir kosta þá aðeins kr. 2.450.- og 3.150.- Drífið í vorhreingerningunum og búið til tugþúsundir króna úr gamla kompudótinu! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Sími 62 50 30 TEIKNAD HJA TÓMASI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.