Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 43
HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI ISLANDSMOTSINS Valur Mörk Sóknir % Mörk Sóknir % 14 26 54 F.h 11 25 44 l |8 17 25 68 S.h 8 26 31 31 51 61 Alls 19 51 37 11 Langskot 5 3 Gegnumbrot 3 9 Hraðaupphlaup 2 3 Hom 2 2 Llna .3 s 3 Viti . | 4 FIMLEIKAR MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1993 43 ÚRSLIT Valur-FH 31:19 Laugardalshöll, úrslitakeppni íslandsmóts- ins, 1. leikur um gullið, þriðjud. 4. maí 1993. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4.1, 4:2, 5:4, 8:4, 10:7, 10:9, 11:10, 13:10, 14:11, 14:12, 17:12, 18:13, 18:15, 19:16, 25:16, 25:17, 28:17, 30:18, 31:19. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 10/2, Ólaf- ur Stefánsson 9, Geir Sveinsson 3, Dagur Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 3, Jakob Sigurðsson 2, Valur Amarson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk FH: Guðjón Ámason 4, Kristján Arason 3, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Sig- urður Sveinsson 3/1, Alexej Trúfan 3/3, Gunnar Beinteinsson 2, Hálfdán Þórðarson 1. Utan vallar: 10 minútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson stóðu sig vel og vom samkvæm- ir sjálfum sér. Áhorfendur: 898 greiddu aðgangseyri. Knattspyrna England Úrvalsdeildin: Everton - Sheff. Utd........... 0:2 - (Bradshaw 15., Hodges 26.) 15.197 ■ Sheffield virðist nú nokkuð öruggt um að halda sæti sínu i úrvalsdeildinni. Slieff. Wed.-Lccds...............1:1 (Hirst 90.) - (Chapman 35.) 26.855 Arsenal - QPR....................0:0 Skotland Partick - Rangers................3:0 FOLK ■ DAGUR Sigurðsson leikstjórn- andi Vals var veikur í gær en lék samt. Hann var með rúmlega 38 stiga hita. H JÓN Kristjánsson gekk ekki heldur heill til leiks því hann var slæmur í bakinu. ■ ÞORBJÖRN Jensson þjálfari Vals sagði eftir leikinn að það hefði ekki litið vel út fyrir leikinn með þá báða slappa. „Ég var því ekkert allt of bjartsýnn," sagði hann. ■ VALSMENN kusu Guðmund Hrafnkelsson mann leiksins í gær- kvöldi. Guðmundur varði mjög vel og átti stórglæsilegar stoðsendingar yfir endilangan völlinn. ■ ARNÓR Guðjohnsen fékk fjóra í einkunn af fimm mögulegum í leik Hacken gegn AEK Gautaborg hjá einu dagblaðanna í Svíþjóð. Arnór var eini leikmaður Hacken sem náði þessari einkunn. Gunnar Gíslason fékk tvo í einkunn fyrir frammistöðu sína. ■ GUÐMUNDUR Ingi Mngnús- son var á skotskónum með Skövde gégn Gais á útivelli í suðurriðli sænsku 1. deildarinnar í fyrrakvöld. Guðmundur tryggði félagi sínu sig- urinn með eina marki leiksins og var þetta þriðja mark hans í deildinni. fl JOHNY Ekström sem leikur með IFK Gautaborg leikur senni- lega með ítalska félaginu Iteggiana á næsta keppnistímabili. ítalska fé- lagið greiðir þrjár milljónir sænskra króna fyrir leikmanninn en tilboðið er háð því að Reggiana sem er í toppbaráttu 2. deildar vinni sér sæti í þeirri fyrstu 1. deildinni. ■ BJARNI Stefán Konráðsson var kjörinn formaður Knattspyrnu- þjálfarafélags íslands á aðalfundi 25. apríl. Sjö voru kjörnir í stjórn og varastjórn, en auk formannsins eru það: Bjarni Jóhannsson, Guð- jón Þórðarson, Haukur Hafsteins- son, Hörður Helgason, Kristinn Björnsson og Logi Ólafsson. ■ GORDON Strachan var kjörinn leikmaður ársins hjá Leeds af stuðn- ingsmönnum félagsins. ■ TONY Woodcock, fyrrum leik- maður Nottingham Forest, sem búið hefur í Þýskalandi undanfarin ár og stundað þjálfun, sótti í gær um starf framkvæmdastjóra Forest, en Brian Clough hættir í vor sem kunnugt er. Morgunblaðið/Knstmn Valsmaðurinn Ólafur Stef ánsson til vinstri sýndi sér eldri mönnum og reyndari hvernig á að fara að hlutunum í sókninni. Hér reynir Trúfan að stöðva pilt, en það var ekki öfundsvert hlutskipti í gærkvöldi. SÓKNAR- NÝTING Úrslitakeppnin i vv handknattleik 1993 Rauda hraðlestin brunaði framhjá FH VALSMENN voru áhraðferð f Höllinni ígærkvöldi og ef að líkum lætur taka þeir við íslandsmeistarabikarnum f 1. deild karla í handknattleik á sama stað á laugardag. Svarthvítu hetjurnar úr Hafnarfirði reyndu að ná taki á rauðu hraðlestinni og héngu i framundir miðjan seinni hálfleik en eftir það sáu þeir ekki til sólar og töpuðu 31:19 eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 14:11. Steinþór Guöbjartsson skrifar Fyrir liðlega mánuði, í 19. umferð deildarkeppninnar, fóru Vals- menn á kostum í Kaplakrika og unnu 27:18. Þá höfðu þeir yfirburði á öllum sviðum og viðureign- in í gærkvöldi var nánast endurtekn- ing, þar sem bikar- og deildarmeist- aramir léku við hvem sinn fíngur. Leikurinn var fjörugur í fyrri hálf- leik og þó heimamenn næðu strax undirtökunum voru gestimir ekki á því að sleppa takinu. Þeir vom samt sjálfum sér verstir, þegar þeir áttu möguleika á að jafna; Valsmenn nýttu sér mistök mótheijanna og refsuðu þeim með því að auka mun- inn. sterk og Valur Arnarson, undirstrik- aði breiddina með þmmumarki, þeg- ar hann fékk tækifærið. Lykilmenn FH fylgdust með ósköpunum af bekknum síðustu mín- útumar. Þeir hafa gert vel með þvi að koma liðinu í úrslitin, en ekki er hægt að ætlast til kraftaverks af þeim á næstu dögum. Verðandi þrefaldir meistarar tóku af skarið í stöðunni 19:16 um miðjan seinni hálfleik, lokuðu vörninni, gerðu sex mörk í röð án svars og þrefaldir meistarar fyrra árs játuðu sig sigraða. Valsmenn hafa verið með yfir- burðarlið í vetur og í ljósi þess kom sigurinn ekki á óvart, en uppgjöf FH-inga gerði það að verkum að munurinn varð eins mikill og raun ber vitni. FH-ingar þurfa í raun ekki að bera höfuðið lágt, þeir eru fremst- ir meðal jafningja en eins og mál hafa þróast komast þeir ekki með tærnar þar sem Valsmenn eru með hælana. Hvergi var veikur hlekkur í Vals- liðinu og ekkert íslenskt lið um þess- ar mundir ræður við öflugar skytt- urnar og markvissar gagnsóknir þeg- ar til lengdar lætur. Að þessu sinni var hinn 19 ára Ólafur Stefánsson í aðalhlutverki í sókninni og Valdimar Grímsson nýtti færin, sem Guðmund- ur Hrafnkelsson, markvörður, skóp með frábærri markvörslu í seinni hálfleik og snöggum sendingum fram völlinn í kjölfarið. En liðsheildin var Þannig vörðu þeir Markvarslan var með eftirfarandi hætti (skot aftur til mótheija innan sviga): Guðmundur Hrafnkelsson, Val, - 13 (2); 7 langskot, 2 (1) af línu, 1 gegnumbrot, 1 hraðaupphlaup, 1 vítakast og 1 úr horni. Axel Stefánsson, Val, - 1; 1 langskot. Bergsveinn Bergsveinsson, FH, - 9 (2); 5 (2) langskot, 2 úr horni, 1 af línu, 1 eftir gegnumbrot. Sverrir Kristinsson, FH, - 0; kom inná í stöðunni 24:16 og lék síðustu 10 mínút- urnar. íkvöld n Knattspyrna Reykjavíkurmótið Undanúrslit: Gervigras: Fram - Fylkir... Litla bikarkeppnin Undanúrslit: ..20 Kaplakriki: FH - ÍA Handknattleikur karla ..19 Annar leikur um bronsið: Seljaskóli: IR - Selfoss ..20 KNATTSPYRNA Mitova á batavegi Syivia Mitova, fimleikadrottn- ing frá Búlgaríu, sem liáls- brotnaði á æfingu skömmu eftir ÓL í Barcelona, er á batavegi og er farin að ganga nokkur skref á ný, en hún hefur ekki getað hreyft sig síðan slysið varð. Læknir henn- ar sagðist samt ekki gera ráð fyr- ir að hún gæti keppt á alþjóða vettvangi aftur, en ætti að geta lifað eðiilegu lífi. Stúlkan, sem er 16 ára, fór í aðgerð í Suður-Afríku, en þarlend fimleikastúlka gekkst í málið. Gústaf frá í viku Gústaf Bjamason sem fékk þungt högg beint á augað í leik Selfoss og IR á mánudagskvöld verður frá æfingum og keppni í viku að lágmarki. í fyrstu missti Gústaf sjón á auganu en hefur nú um 60% sjón. Að læknisráði á hann að forðast alla áreynslu sem skapar þrýsting á augað og verður þess Siguröur Jónsson skrifar fré Selfossi. vegna ekki með í leik Selfoss og ÍR í kvöld. - Höggið fékk Gústaf á augað frá Guðmundi Þórðarsyni þegar hann var í hraðaupphlaupi og Guðmund- ur hugðist stöðva hann eða tefja. „Þetta lenti einhvern veginn beint á auganu. Það hefði verið betra að fá þetta í augabrúnina,“ sagði Gú- staf. Hann kvaðst bjartsýnn á leik- inn við ÍR þrátt fyrir fjarveru sína. Serbinn kom ekki Axlarbrotnaði áðuren hann lagði af stað Zivko Qstojii, serbneski miðherj- inn sem átti að koma til lands- ins fyrir síðustu helgi og reyna sig með íslandsmeisturum ÍA, axlar- brotnaði í síðast ieik með liði sínu í Serbíu sl. miðvikudag og kemur því ekki. Skagamenn hafa áhuga á að fá annan leikmann í hans stað til að styrkja framlínuna hjá sér. Gústaf Bjarnason Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sagði að búið hefði verið að ganga frá öllum pappírum fyrir Ostojii þegar axlarbrotið kom uppá. „Það er hægt að fá fullt af miðlungsspil- urum frá Serbíu, en við viljum fá alvöru leikmann og munum skoða þessi mál í rólegheitunum næstu daga,“ sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.