Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.1993, Blaðsíða 44
 Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAtSCTALMENNAR MORGUNBLADIÐ. KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍM 691100, SÍMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 5. MAI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Morgunblaðið/RAX Krían mætt á réttum tíma KRÍAN kemur oftast til landsins í lok apríl. Fyrstu kríurnar sáust í Hornafirði 20. apríl og fyrir viku sáust fyrstu kríumar við Seltjarn- arnes. Þær voru í flokkum við golfvöllinn þar í gær. Bandaríkj astj órn breytir um afstöðu í hvalveiðimálum Vísindarök ekki grund- völlur fyrir hvalveiðum Makalaus afstaða, segir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að styðja ekki tillögur innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins um að hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist á ný en viður- kennir jafnframt að vísindalegar upplýsingar sýni að ákveðnir hvala- stofnar þoli slíkar veiðar. Hafa bandarisk sljómvöld þar með breytt um stefnu í hvalamálum, en hingað til hafa bandarísk stjómvöld sagt að afstaða þeirra til þess hvort leyfa ætti hvalveiðar á ný myndi byggjast á vísindalegum gmnni. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir þessa afstöðu Bandarílgastjómar makalausa og í fullkominni andstöðu við ríkjandi viðhorf til nýtingar náttúruauðlinda og umhverfisvemd. Talsmaður bandaríska viðskipta- ráðuneytisins staðfésti við Morgun- blaðið í gær, að Bandaríkjastjóm hefði ekki í hyggju að styðja tillögur um hvalveiðikvóta á fundi hvalveiði- ráðsins sem hefst á mánudag í Ky- oto í Japan. Við þá ákvörðun hefði verið tekið tillit til fleiri atriða en vísindalegs mats um veiðiþol hvala- stofna, svo sem þess, að enginn stuðningur væri innan bandaríska þingsins eða meðal bandarísku þjóð- arinnar við að hvalveiðar í atvinnu- skyni yrðu hafnar á ný. Makalaus afstaða Islenskum stjómvöldum hefur ver- ið kynnt þessi breytta afstaða Banda- ríkjastjómar. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra sagði við Morgun- blaðið, að afstaða Bandarílqastjómar væri makalaus. „Hún hefur tekið fullan þátt innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í þeim vís- indarannsóknum sem fram hafa far- ið og endurmati á stofnstærð hvala. Þegar sú vinna er komin á það stig að augljóst er og viðurkennt að unnt er að hefja hvalveiðar á sumum teg- undum án þess að stefna þeim í hættu, þá tekur Bandaríkjastjórn ákvörðun eins og þessa me"ð skírskot- un til þrýstingsaðgerða heima fyrir. Hún er með þessu að hafna vísinda- legum grundvelli varðandi nýtingu auðlinda jarðar sem er mikið áfall fyrir þetta fremsta ríki veraldar. Hún Universai-kvikmyndarisinn í HoIIywood undirbýr næstu stórmynd Islenskir tvíburar leika í Steinaldarmönminum Los Angeles, frá Benedikt Stefánssyni, fréttaritara Morgunbladsins. „VIÐ vorum á leið í bíó, en enduðum í bíó- mynd,“ sagði Sigurður Omar Sigurðsson, tölv- unarfræðingur í Yorba Linda í Suður-Kalifom- íu, en tvíburasynir hans hafa verið valdir úr hópi tuga umsækjenda til þess að leika í kvik- mynd um Steinaldarmennina sem gerð verður í Hollywood í sumar. Drengirnir sem eru fjög- urra ára gamlir munu fara með hlutverk Bam Bams, sonar Barneys, annarrar af aðalsögu- hetjum myndarinnar. Universal Studios-kvikmyndafyrirtækið aug- lýsti eftir eineggja tvíburum til þess að fara með hlutverkið. „Við rákumst á auglýsinguna í blaði, sunnudag í febrúar, þegar við vorum á leið í bíó og ákváðum að fara með strákana í viðtal. Sama dag fengum við að vita að þeir væru meðal fernra tvíbura sem kæmu til greina og eftir prufutökur og frekari viðtöl leist framleiðendunum best á þá,“ sagði Ágústa Hreinsdóttir, hárgreiðslumeist- ari og móðir drengjanna, Hlyns og Marínós Sig- urðssona. Æfingarnar fyrir myndina hófust í Hollywood Blár og rauður Marínó og Hlynir Sigurðssynir eru svo líkir að til að þekkja þá í sundur er Marínó jafn- an klæddur í blátt og Hlynur í rautt. á mánudag en kvikmyndatökur bytja síðar í mán- uðinum. Myndin verður frumsýnd sumarið 1994. Óveður hafa hamlað sjósókn JEr þó sáttur við vertíðina í heild, segir Haraldur á Styrmi YE NÆR stöðugar brælur í allan vetur hafa sett svip sinn á vertíðina auk minnkandi veiðiheim- ilda. Bátunum hefur þó gengið þokkalega mið- að við það og eru einhveijir þegar komnir yfir 1.000 tonnin. Haraldur Sverrisson, skip- stjóri á Styrmi VE, segist vera sáttur við ver- tíðina í heild og sér heyrist á flestum að fiskiríið væri ekki minna en undanfarin ár, £h veðrið hefði gert þeim erfitt fyrir. „Fiskiríið var ágætt í marz en annars hefur veðráttan hamlað óskaplega mikið. Ég er búinn að vera til sjós í 20 ár og ég man ekki eftir ann- arri eins tíð og í vetur. Mér heyrist á þeim sem muna lengra að þeir hafi ekki kynnst svona veðr- áttu á vertíð,“ segir Haraldur Sverrisson. Léleg steinbítsvertíð Lélegri steinbítsvertíð er nú að ljúka fyrir Vest- er að bijóta stofnsáttmála Alþjóða- hvalveiðiráðsins og hún er að bijóta gegn Ríó-sáttmálanum um nýtingu náttúruauðlinda sem hún undirritaði í fyrra. Og þessi afstaða er í fuilkom- inni andstöðu við almenningsálitið í heiminum og ríkjandi viðhorf til nýt- ingar náttúruauðlinda og umhverfís- vernd. Hún gengur gegn því mark- miði að viðhalda eðlilegu jafnvægi í lífríki sjávarins," sagði Þorsteinn. Grafið undan hvalveiðiráði Norðmenn hafa gert ráð fyrir því- að fá einhvem hrefnuveiðikvóta á ársfundi hvalveiðiráðsins í Japan. Bandaríkin eru mjög áhrifamikil inn- an ráðsins, og hafa líkur á hrefnu- kvóta til Norðmanna því minnkað. Þorsteinn Pálsson sagði að ef hval- veiðiráðið samþykkti enga kvóta í ár hlyti það að styrkja hvalveiðiþjóð- imar í því að efla eigin svæðisbund- in samtök og sér sýnist að Banda- ríkjastjóm væri með einstrengings- legri afstöðu af þessu tagi að grafa endanlega undan tilverugrundvelli hvalveiðiráðsins. Söguþráðurinn er byggður á vinsælum teikni- myndum sem sýndar hafa verið í Ríkissjónvarp- inu. Með hlutverk Freds Flinstones og félaga hans Barneys fara John Goodman og Rick Morianis. Goodman er þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarps- þáttunum „Roseanne" en Morianis fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Elskan, ég stækkaði barnið“. Leikstjóri myndarinnar er Brian Levant en mynd hans, „Beethoven", var sýnd hér á landi í vetur. Eineggja tvíburar Vegna löggjafar um vinnutíma í Kaliforníu ráða kvikmyndafyrirtæki oftast eineggja tvíbura í hlut- verk barna. Þannig er hægt að komast hjá því að gera hlé á tökum þegar leyfilegum vinnudegi barnsins lýkur, því bróðir eða systir þess er jafnan til taks. Eftir að Marinó og Hlynur vora ráðnir til starfa bauð framleiðandi myndarinnar systrum þeirra, Söndru Ósk 14 ára og írisi Önnu 8 ára, aukahlut- verk í myndinni. Systkinin hafa raunar öll komið fram í auglýsingum á íslandi, þannig að þau era ekki óreynd fyrir framan myndavélamar. - fjörðum. Rysjótt tíð og lélegur afli hefur einkennt vertíðina, en sladdinn hljóp þó á snærin í dymbil- vikunni. Pétur Birgisson, skipstjóri á Orra ÍS telur hluta skýringarinnar á lélegum aflabrögðum þá, að línubátum hafí íjölgað mjög og minni bátar rói alla daga vikunnar meðan þeir stærri rói að- eins 5 daga. Sjá nánar um aflabrögðin í Úr verinu bls. 2, 4 og 5. Græddu fingur ákonu FINGUR var saumaður á hönd tvítugrar konu frá Seyðisfirði í Borgarspítalan- um í gær og fyrradag. Kon- an hafði lent í karfaflökun- arvél fyrir hádegi á mánu- dag með þeim afleiðingum að hún missti tvo fingur og skemmdi aðra tvo illa. Ekki tókst að sauma annan fing- urinn á hendi konunnar af tæknilegum ástæðum en gert var að fingrunum tveimur sem skemmdust. Aðgerðin stóð í tæpan sólar- hring. Konan var komin á slysadeild Borgarspítalans upp úr hádegi á mánudag og hófst aðgerðin strax. Henni lauk um hádegi í gær. Magnús Páll Albertsson læknir segir að svo virðist sem hún hafí tekist vel en framund- an sé viðkvæmur tími og brugð- ið geti til beggja vona. Rétt brugðist við Magnús segir að tveir lækn- ar, hann sjálfur og Rögnvaldur Þorleifsson, hafi skipst á við aðgerðina en 6-8 manns hafí verið við hana. Hann sagði að aðgerðir af þessu tagi gætu dregist á langinn en þessi að- gerð hefði þó verið óvenju löng. Hann sagði að í aðalatriðum hefði verið brugðist rétt við eft- ir að slysið átti sér stað. „Þegar svona gerist á að veija fíngurna inn í rakadulu, grísju eða eitt- hvað þess háttar, og setja þá í gúmíhanska eða plastpoka, loka fyrir, og láta síðan fljóta í ís- vatni. Þannig þola þeir nokkra klukkutíma."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.