Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGU!NBLAÐIS> FIMMTUDAGUR 6. MAI 1993 Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra Samstarfsörðugleikar félagsmála- ráðherra og Húsnæðisstofnunar JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði í umræðum um Húsnæðisstofnun ríkisins að ýmis ágreiningsefni hafi komið upp milli ráðuneytis síns og Húsnæðisstofnunar. Erfitt hafi reynst að fá upplýsingar frá stofnuninni, t.d. hafi ráðuneytið verið hundsað þegar það vildi fá upplýst hvað kostaði að opna nýjan lánaflokk. í gær var til 2. umræðu frum- varp um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Frum- varp þetta gerir m.a. ráð fyrir að Húsnæðisstofnun verði sérstök rík- isstofnun sem heyri beint undir ráðuneyti en hafi ekki stöðu sjálf- stæðrar ríkisstofnunar eins og t.d. ríkjsbankar hafa. í nokkuð langri umræðu var ýmsum spurningum og gagnrýni beint til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. I fyrrakvöld ’var umræðu framhaldið og svaraði þá félagsmálaráðherra ýmsum spurningum fyrri ræðumanna, m.a. um ágreining milli hennar og henn- ar ráðuneytis annars vegar og Húsnæðisstofnunar hins vegar. Félagsmálaráðherra sagði vera ljóst að í gegnum árin hefði ýmis ágreiningur verið vegna sjálfstæðis stofnunarinnar. Ráðherrann nefndi nokkur dæmi, s.s. að félagsmála- ráðherra hefði ekki verið látinn vita um gjaldtökur hjá Húsnæðisstofn- un. Einnig hefði verið ágreiningur um vaxtabreytingar. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra lét líka í ljós vanþóknun á því að „stjórn einnar ríkisstofnunar“ sendi fram hjá ráðuneytinu óskir um við- bótarútgjöld svo næmi hundruðum milljóna króna, að opna nýja lána- flokka, og bæta kjör á ákveðnum lánaflokki. „An þess að gera grein fyrir hvar eigi að fá pening í það og án þess að ráðuneytið hafi hina minnstu vitneskju um,“ sagði fé- lagsmálaráðherra. Ráðherrann sagði einnig að ráðuneytið hefði verið „hundsað“ vegna þess að það hefði óskað eftir upplýsingum um kostnað við að opna þennan lána- flokk. Ráðuneytið hefði ekki verið virt viðíits heldur send beiðni beint til félagsmálanefndar um að opna slíkan málaflokk. Félagsmálaráðherra sagði einnig að það hefði gengið erfiðlega að fá upplýsingar um hvaða þóknanir væru teknar fyrir ýmis nefndar- störf hjá Húsnæðisstofnun. Þá hefði gengið erfiðlega að fá upplýs- ingar hjá stofnuninni til þess að unnt hefði verið að vinna markvisst að þeim spamaði sem fjárlög kvæðu á um og hefði þurft að sitja marga fundi með yfirmönnum stofnunarinnar til að fá samvinnu. í fyrri umræðum hefur félags- málaráðherra verið gagnrýndur fyrir að hafa hlutast til um eða staðið fyrir sölu á eignum hönnun- ardeildar Húsnæðisstofnunar. Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra sagði að húsnæðismála- stjórn hefði tekið ákvörðun um þessa sölu. Ráðuneytið hefði ekki verið spurt að því hvemig ætti að þessu að standa og ekki hefði neitt samráð verið haft um hvaða verð gæti fengist fyrir eignirnar eða um hugsanlegt útboð, heldur hefði ráðuneytinu verið sendur samning- ur sem gerður hefði verið við starfs- menn Húsnæðisstofnunar þegar hann lá fyrir undirritaður. Félagsmálanefnd fundar Stjórnarandstæðingum þóttu ásakanir félagsmálaráðherra mikil tíðindi. Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og stjórnarmaður í Hús- næðismálastofnun vildi að þessari umræðu yrði frestað og málið tekið fyrir í félagsmálanefnd svo emb- Frumvörp um virkjun- arrétt og eignarrétt auð- linda í jörðu koma í haust JÓN Sigurðsson iðnaðarráðþerra segir að í sínu ráðuneyti hafi ver- ið samin frumvörp um eignarhald auðlinda í jörðu og um virkjunar- rétt fallvatna og verði þá lögð fyrir þingið í haust. Iðnaðarráðherra sagði ágreining ekki fara eftir skýrum flokkalínum og það þyrfti að samræma sem flest sjónarmið til að tryggja að íslenska þjóðin ætti þessar auðlindir. í umræðum um frumvarp til um Virkjunarrétt fallvatna hefðu breytinga á lögum um Evrópskt verið samin í sínu ráðuneyti. Þessi efnahagssvæði, EES, hafa stjórnar- frumvörp hefðu verið lögð fram í andstæðingar haft nokkur orð um ríkisstjórn og rædd þar. Einnig að réttur Islendinga á eigin landi hefðu fleiri menn verið kallaðir til væri illa tryggður. Hjörleifur Gutt- þeirrar umræðu. Iðnaðarráðherra ormsson (Ab-Al) innti eftir afstöðu vildi benda á að þessi frumvörp Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra snertu flókin vandasöm lögfræðileg sem sagði að frumvarp um eignar- álitamál og væru þau hér á landi rétt auðlinda í jörðu og frumvörp margbrotnari en víðast annars stað- ar; sökum þess hvernig land hefði byggst væri eignarréttur og eigna- tilköll óljós og ekki nægjanlega skilgreind. Iðnaðarráðherra benti á að þau ákvæði EES-samningsins er vörð- uðu þessi málefni tækju ekki gildi fyrr en í árslok 1995. Við hefðum því svigrúm til að haga þessum málum sem best hentaði. Iðnaðar- ráðherra lagði áherslu á að til þess- arar lagasetningar yrði að vanda til þess að eigna- og fullveldisréttur þjóðarinnar yrði ótvírætt staðfest- ur. Iðnaðarráðherra sagði að þessi frumvörp sem hann hefði látið vinna myndu koma fram í haust. Stjórnarandstæðingum þótti svör ' ráðherra ekki fullnægjandi. Var það grunur Svavars Gestssonar (Ab-Rv) að andstöðumenn þessara frum- varpa væri helst að finna í röðum sjálfstæðismanna og framsóknar- manna. Hvatti hann til þess að iðn- aðarnefnd fengi þessi frumvörp til skoðunar. Stjórnarandstæðingar lögðu áherslu á að þetta væru mál allrar þjóðarinnar og ekki væri éðli- legt að stjórnarliðið hefði þessi mál einsamalt í sínum höndum. Iðnaðar- ráðherra tók undir að mikilvægt væri að ná sem víðtækastri sam- stöðu um þessi mál og þess vegna yrði að vanda verkið. Hann taldi skoðanaágreining ekki skiptast eft- ir flokkum en staðfesti þó að grun- semdir Svavars væru ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Iðnaðarráðherra var ekki kunnugt um starfsáætlun iðnaðarnefndar en hann kvaðst myndu ræða við formann nefndar- innar um hvernig því yrði best fyr- ir komið að iðnaðarnefnd kynnti sér skjöl og gögn um þessi mál. ættismönnum stofnunarinnar gæf- ist tækifæri til að svara þessum ásökunum. Svavar Gestsson (Ab- Rv) tók undir óskir um að félags- málanefnd yrði kölluð saman hið fyrsta. Þrátt fyrir frestun var önnur umræða leidd til lykta um kl. 00.30 í fyrrinótt og í gær var frumvarp- inu vísað til þriðju umræðu. Við atkvæðagreiðslu um einstakar greinar og breytingartillögur voru stjórnarandstæðingar yfirleitt mót- stæðir eða greiddu ekki atkvæði. Fundur var í félagsmálanefnd um kvöldmatarleytið í gær. Sigurð- ur E. Guðmundsson framkvæmda- stjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins og Yngvi Örn Kristinsson formaður húsnæðismálastjórnar komu á fund nefndarinnar. A nefndarfundinum vísuðu þeir umkvörtunum félags- málaráðherra á bug, var farið yfir þessi mál og ýmis gögn þeim varð- andi. Stjórnarformaðurinn sagðist hafa haft náið samráð við ráðherr- ann. Salan á eignum hönnunar- deildar hefði verið að hennar vilja og henni hefði verið kunnugt um þessa sölu. Þeir lögðu áherslu á að leitast hefði verið við að hafa jafn- an sem best og ánægjulegast sam- starf við ráðuneytið. Stjómarliðar vilja ekki frum- varp um Hagræðingarsjóð Mikil óvissa um fjölda þingmála Stuttar þingffréttir Lög og samþykktir Á miðvikudaginn voru fimm frumvörp samþykkt og send til ríkisstjómarinnar sem lagasetn- ing Alþingis. Lög um eftirlit með skipum. Umferðarlög.. Lög um stofnun hlutafélags um íslenska endurtryggingu. Lög um viðskiptabanka og sparisjóði. Lög um breytingu á lögum um geymslufé. Þennan sama miðvikudag voru tvær þingsályktanir sam- þykktar. Tiliaga um tilmæli til ríkisstjórnarinnar um að vinna að ályktunum Vestnorræna þingmannaráðsins. Þá var og samþykkt tillaga til þingsálykt- unar um aukaaðild að Vestur- Evrópusambandinu. Á fímmtudaginn var frum- varp um einkaleyfi og vöru- merki samþykkt sem lög frá Alþingi. Síðasta föstudag var sam- þykkt sem lög frumvarp til laga um breytingar á lögum um vinnumarkaðsmál vegna að- ildar að samningi um Evr- ópskt efnahagssvæði, einnig samþykkti þingheimur frum- varp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja jörð- ina Lönguhlíð í Vallahreppi, Suður-Múlasýslu. ÁFORMAÐ er að Alþingi Ijúki störfum á morgun, föstudag, og 116. löggjafarþingi verði frest- að. Undanfarna daga hefur fjöldi lagafrumvarpa og þingsályktana verið afgreiddur frá þingnefnd- um. Nokkur mál hafa orðið að lögum en tugir þingmála bíða afgreiðslu og er óvíst hver þeirra fara í gegn. Stjórnarandstæðing- ar vilja að frumvarp um ráðstöf- un aflaheimilda Hagræðingar- sjóðs verði samþykkt en því var hafnað. Á forgangslista ríkisstjórnarinn- ar voru 40-50 mál, en um mörg þeirra var lítill ef nokkur ágreining- ur, frumvarp um breytingar á al- mennum hegningarlögum, frum- varp til skaðabótalaga o.s.frv. En einnig voru ýmis ágreiningsmál ofarlega á forgangslistanum. Má nefna frumvörp um Húsnæðis- stofnun ríkisins. Einnig var mikill ágreiningur um frumvarp um Seðlabanka íslands og frumvarp til lyfjalaga en nú er ljóst að þessi frumvörp munu bíða til næsta hausts. Stjórnarandstæðingar voru þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin væri að hlaupa frá þinghaldi þegar mikilvæg mál þjóðarinnar — sjáv- arútvegsmálin og atvinnumálin — væru óafgreidd. Það var þeirra ósk eða krafa að frumvörp stjórnarand- stæðinga um ráðstöfun á aflaheim- ildum Hagræðingarsjóðs sjávarút- vegsins fengju afgreiðslu. Hér var um að ræða tvö frumvörp, annað frá Framsóknarflokknum og hitt frá Alþýðubandalagi og Kvenna- lista. Nokkur áherslumunur var milli þessara frumvarpa en Páll Péturs- son, þingflokksformaður fram- sóknarmanna, taldi vel gerlegt fyr- ir sjávarútvegsnefnd að fella þau saman í eitt frumvarp sem Alþingi síðan samþykkti. Þessi tilmæli stjórnarandstöðu voru rædd á þing- flokksfundum stuðningflokka ríki- stjórnarinnar. Var það afstaða stjómarliða að ekki væri ástæða eða efni til að samþykkja þessa kröfu. Frumvörp eða frumvarp stjórnarandstæðinga og voru þau mál því ekki afgreidd frá sjávarút- vegsnefnd í gær. Guðjón A. Kristj- ánsson (S-Vf) mun hafa setið hjá við atkvæðagreiðslu í nefndinni þegar tillaga stjórnarandstæðinga var felld um að afgreiða málin úr nefnd var felld. Stuttar þingfréttir EES-frumvörp samþykkt í gær voru samþykkt sem lög frá Alþingi fimm frumvörp sem tengjast aðild íslands að Evr- ópsku efnahagssvæði. um breytingu á lögum um nr. 2/1993 um Evrópskt efna- hagssvæði. Lög um viðurkenn- ingu á menntun og prófskír- teinum. Lög um atvinnu og búseturétt launafólks innan EES. Lög um breytingu á lagaákvæðum um íslenskt ríkisfang vegna EES. Og einn- ig lög um breytingu á laga- ákvæðum er varða sam- göngumál vegna EES. í gær var einnig samþykkt þingsályktunartillaga um tví- hliða samskipti við Evrópu- bandalagið. Tillagan er mála- miðlun sem allir fulltrúar þing- flokka í utanríkismálanefnd komust að. það virðist vera al- mennur skilningur að þessi til- laga stefni að því að ef/þegar EES leggist niður verið hafnar viðræður um tvíhliða samning við EB.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.