Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.05.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1993 brother NÝOG 8000 FULLKOMNARI MERKIVÉL fyrir fyrirtæki, skrifstofur og heimili CONFeB NÝBÝLAVEGI 28,20« KÓPAVOGUR SÍMI: 44443 & 44666, FAX: 44102 Prentar allt að 5 línur, 10 leturgerðir, 6 stærðir og strikamerki. Prentár lárétt, lóðrétt og spegilprentun. Prentar P og Ð Betra Ietur, betri borðar Hágæða amerískar bílskúrshurðir. Stál, galvaniserað að utan og innan. 47,6 mm einangrun. Tvöfalt lag af innbökuðu lakki. Galvaniserað stál í brautum og búnaði. Tværgerðiraf fulningum eða sléttar. Úrval gluggamöguleika. Hafið samband og fáið senda bæklinga eða tilboð. VERKVER Skúlagötu 61A, sími 621244/fax 629560. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Aðgerðir gegn atvinnuleysi eftir Bjarnfreð Armannsson Samtök áhugafólks um skyn- samlega nýtingu fiskistofna í ís- lenskri fískveiðilögsögu voru stofn- uð í Hafnarfirði laugardaginn 16. janúar 1993 í íþróttahúsinu við Strandgötu. Samtökin eru þverpóli- tísk grasrótarsamtök sem eiga sér stuðningsfólk í öllum greinum þjóð- lífsins. Allir þeir sem vilja að farið sé að lögum um nytjastofna í ís- lenskri landhelgi eru sjálfkrafa fé- lagar í samtökunum. Ætlunarverk samtakanna er að beijast fyrir því að öllum fiski sem veiddur er hér við land sé landað hér heima og hann seldur á innlend- um mörkuðum, enda er allt annað andstætt lögum um stjórn fiskveiða sem kveða skýrt á um þetta. í fyrstu grein laganna stendur: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu." Ég ætla að ræða um atvinnu- mál. Við horfum á það í hverri viku að hundruðum tonna er landað er- lendis og á sama tíma ganga þús- undir íslendinga atvinnulausir að óþörfu, þar sem atvinnan er flutt úr landi. Atvinnuleysi er ekki ein- ungis í fiskiðnaði heldur fleiri und- irstöðugreinum þjóðarinnar, svo sem skipasmíðaiðnaði og öðrum iðnaði sem þjónar sjávarútvegsfyr- irtækjum. Við skulum í halda okkur við fiskiðnaðinn. Árlega er flutt út í gámum og/eða fískiskipum tugþús- undir tonna af óunnum fiski, sem er með ólíkindum því þegar upp er staðið þá fá útgerðarmenn að meðaltali lægra verð fyrir fiskinn erlendis en hér heima. Samt eru útgerðaraðilar að flytja út lang- besta hráefnið. Tökum dæmi um verðsamanburð á þorski: Meðalverð erlendis árið 1992 var 141 kr./kg Til frádráttar kemur: 12,69 kr./kg fyrir uppboðskostnað og umboðslaun. 12,45 kr./kg fyrir fraktkostnað og uppskipun. 8,00 kr./kg vegna 20% kvótaskerð- ingar sem miðast við leigukvóta sem kostar 40 kr./kg. 14,00 kr./kg vegna 10% rýrnunar og yfirviktar miðað við að landað sé hér heima. 5,00 kr./kg sem er varlega áætlað vegna kassa og kararýrnunar, auk- ins umstangs útgerðar, aukinnar vinnu áhafnar, leyfisgjöld, aukins íss og lyftara við að setja í gáma. 6,80 kr./kg aukning til skipta. Eftir stendur meðalverð af sölu afla hérlendis, heim komið 82,06 kr./kg. Á sama tíma var meðalverð árið 1992 á fiskmörkuðum hérlend- is 88,08 kr. á kílóið. Frá því drag- ast afgreiðslugjald og sölulaun 3,64 kr./kg. Eftir stendur meðalverð af sölu afla hérlendis 84,44 kr./kg. Niðurstaðan er því sú að þeir sem hafa landað afla sínum hérlendis hafa fengið 2,38 kr. meira fyrir hvert kíló. Samt ber að hafa í huga að meðaltalsverð hérlendis saman- stendur af fyrsta flokks hráefni, sem er samanburðarhæft við út- flutt hráefni og lakara hráefni, s.s. dauðblóðgaða netafisk ásamt fiski úr rækju- og humartrollum sem aldrei er fluttur út óunninn. Ef öll- um þeim fiski sem fluttur er út óunninn væri landað hér heima þá þarf meðalverð ekki að lækka þar sem fiskurinn sem fluttur er út er allur fyrsta flokks hráefni. Um leið kæmi mun betri nýting á þær fjár- festingar í fiskvinnslu sem liggja nú að meira og minna leyti illa nýttar út um allt land. Aukin vinnsla sjávarafurða hér- lendis myndi hafa margþætt áhrif á aðrar atvinnugreinar þjóðarinnar þar sem viðurkennt er að hvert starf í fiskiðnaði skapar 2 til 2,5 störf í öðrum atvinnugreinum. Notkun á raforku myndi stórauk- ast, þar sem fiskvinnsla er tiltölu- lega orkufrek og þar með kæmi betri nýting á virkjanir Landsvirkj- unar. Fyrirtæki sem þjóna fiskiðn- aðinum gætu nýtt betur þann mannafla og fjárfestingar sem þau hafa yfir að ráða svo fátt eitt sé talið. Nú er leitað logandi ljós að lausn atvinnuleysis í landinu. Við í sam- tökunum teljum að hér sé komin lausn sem er auðveld í fram- kvæmd, enginn stofnkostnaður eða erlendar lántökur, engin atvinna flutt út í stórum stíl og síðast en ekki síst lausn á helsta böli hverrar siðmenntaðrar þjóðar sem er at- vinnuleysið. Snær Karlsson hjá Verkamannasambandi íslands seg- ir meðal annars um atvinnuleysi hjá fiskvinnslufólki. Tilvitnun hefst, með leyfi Snæs: „Um atvinnuleysi meðal fisk- vinnslufólks eru ekki til neinar sér- greindar tölur. Vægi þess í heildar- atvinnuleysi er ekki þekkt stærð. Ársverk í fiskvinnslu eru trúlega einhvers staðar á bilinu 7.000 til 7.500, miðað við að allir sem þar vinna hefðu vinnu allt árið. Ef at- vinnuleysi fiskvinnslufólks væri svipað og meðaltals atvinnuleysi í landinu á síðasta ári, 3%, væru 230 Blússurátilboði 30% afsláttur í 3 daga (fimmtud., föstud., laugard.) TÍSKUVERSLUN KRINGLUNNI Bjarnfreður Ármannsson „Ef smábátar undir 6 tonnum féllu undir kvótakerfið myndu frystitogararnir og stærri fiskiskip ryk- suga kvóta þeirra á sama hátt og fór með smábátana yfir 6 tonn- um á sínum tíma.“ fiskvinnslumenn atvinnulausir í hveijum mánuði ársins, eða at- vinnuleysi í fiskvinnslu væri 230 ársverk. Þetta segir þó ekki alla söguna því fiskvinnslustöðvar greiddu um 60 milljónir í óunnum vinnsludög- um sem gerir um 108 ársverk. Þetta jafngildir því að 338 fisk- vinnslumenn séu atvinnulausir alla mánuði ársins. Ef við gefum okkur að hvert eitt starf í fískvinnslu geti af sér tvö störf annars staðar erum við komin með 1.000 störf sem ekki kosta neitt vegna þess að öll aðstaða er fyrir hendi. Hvað átti hvert starf í orkufrekum iðnaði að kosta? Einhver nefndi 5 milljón- ir. Jafnmörg störf þar myndu þá kosta 5 þúsund milljónir. En er þá til nægilegt hráefni til að skapa rúmlega 300 ársstörf í fiskvinnslu með því að vinna innan- lands þann fisk sem fluttur er óunn- inn úr landi? Á árinu 1992 voru flutt óunnin úr landi 56.568 tonn miðað við óslægðan fisk. Skipting á tegundir er: Þorskur 16.228 tonn, ýsa 9.569 tonn, ufsi 5.818 tonn og karfí 24.972 tonn. Þetta er það sem almennt er kallaður vinnslufískur, en flutt er út verulegt magn af öðrum tegund- um einnig. Einungis þorskurinn og ýsan, sem flutt eru úr landi, myndu skapa helmingi fleirum atvinnu- lausum fískvinnslumönnum at- vinnu en ég hef áætlað að séu at- vinnulausir. Vinnsla á öllum útlutn- ingi óunnins físks myndi þurrka út allt atvinnuleysi í landinu og vel það ef tekið væri tillit til margfeld- isáhrifa." Tilvitnun lýkur. Af framansögðu sjáum við að með því að nýta sameign íslensku þjóðarinnar hefðum við meira að segja umframatvinnu. Við megum heldur ekki gleyma því að sá fískur sem fluttur er óunninn út er kvóta- skertur sem nemur 20% sem gerir u.þ.b. 18.800 tonn sem koma eng- um til góða. Sá afli sem fluttur er óunninn út er undir Iitlu sem engu eftirliti af hálfu íslenskra yfirvalda. Aflinn er hvorki viktaður né flokkaður hér heima og er það ástand algerlega óviðunandi, þar .sem í raun vitum við Iítið sem ekkert hvað við erum að flytja út. Er það réttlætanlegt að útgerðarfurstamir fái fullt traust til þessara athafna? Svar 3M Spraylím samtakanna er án nokkurra efa- semda NEI. En það er ekki einungis útfluttur óunninn fískur sem við verkafólk þurfum að hafa áhyggjur af. Hin síðari ár hefur færst mjög í vöxt að hingað hafa verið keypt frysti- skip sem hafa hreinlega ryksugað kvóta til sín og þó sérstaklega frá smábátum yfír 6 tonna stærð. Þeim hefur fækkað um helming á stutt- um tíma, þar sem þeir fengu svo lítinn kvóta að það borgaði sig ekki að gera þá út. Þetta varð til þess að eigendur smábátanna seldu kvótann, oftar en ekki til frystitog- aranna. Við megum ekki líða það að kvótinn lendi hjá verksmiðjuskipum sem rétt forvinna aflann og selja hann svo úr landi. Við verðum að standa vörð um sameign íslensku þjóðarinnar og tryggja að hún veiti sem flestum atvinnu. Það gerum við með því að: 1) Andmæla með öllum okkar kröftum útflutningi á óunnum físki. 2) Beijast fyrir því að frystitogur- um verði kerfisbundið beint á djúp- slóð, úr veiðum á þorski og ýsu til betri nýtingar á vannýttum stofn- um. 3. Leggja áherslu á „umhverfís- vænar veiðar“. 4. Tryggja að krókaleyfisveiðar verði í því formi sem þær eru í nú, þannig að tvöföldun á línuveiðum verði áfram og að krókaleyfí smá- báta undir 6 tonna stærð verði óbreytt. Ef smábátar undir 6 tonnum féllu undir kvótakerfíð myndu frystitogaramir og stærri fískiskip ryksuga kvóta þeirra á sama hátt og fór með smábátana yfir 6 tonn- úm á sínum tíma. Þetta myndi leiða til þess að hvert byggðarlagið á fætur öðm færi á hausinn. Vart þarf að telja upp hér hvaða afleið- ingar það hefði í för með sér. Annars er kaup og sala kvóta stórfurðulegt fyrirbæri, sérstak- lega þegar litið er til 1. greinar laga um stjómun fískveiða en þar segir m.a.: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfír veiðiheimildum." Þetta þýðir á mannamáli að „útgerðarfurstarnir" eru að kaupa og selja hluti sem þeir eiga ekkert í, sem hlýtur að vera ólöglegt því ekki er hægt að túlka lögin upp í andhverfu sína. Það virðist allt vera hægt hjá þeim sem stjórna ráðuneyti sjávar- útvegsmála, þ.e.a.s. Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna, og það lítur út fyrir að þeir hafí ítök á fleiri stöðum. Mér sýnist að þeir hafi eignast nefnd eina sem hefur tvö höfuð, hvort öðm hættulegra, sem stefnir eingöngu að því að færa útgerðarfurstum auðlind allr- ar þjóðarinnar á silfurfati. Það virð- ist ekki skipta aðila nefndarinnar neinu máli hvort þeir skilji eftir sig sviðna jörð í atvinnulegu tilliti. Nýjasta nýtt hj'þeim í LÍÚ er að nú vilja þeir banna innflutning á „Rússafíski" sem hefur haldið uppi þeirri litlu atvinnu sem þó hefur verið í frystihúsunum. Það hvarflar ekki að mér að halda því fram að Rússafískurinn sé sam- bærilegt hráefni og íslenski fískur- inn en við höfum engan veginn efni á að hafna honum fyrr en við emm búin að tryggja það, að allur sá fiskur sem veiddur er í íslenskri fískveiðilögsögu verði boðinn upp hér á landi. Ég verð að koma á framfæri þakklæti samtakanna, sem ég er talsmaður fyrir, til verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði, Hlífar og Fram- tíðar, fyrir þeirra stuðning. Sér- stakar þakkir fær Sigurður T. Sig- urðsson formaður Hlífar. Verka- lýðsfélögin í Hafnarfírði og bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hafa barist af hörku gegn atvinnuleysi og lagt sig í líma til að láta atvinnuhjólin snú- ast. Verkalýðsfélög og bæjarstjóm- ir vítt og breitt um landið mættu taka þau sér til fyrirmyndar. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um skynsamlega nýtingu fiskistofna ííslenskri fiskveiðilögsögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.