Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK *fguiiIiIaMfr STOFNAÐ 1913 102.tibl.81.argr. LAUGARDAGUR 8. MAI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Niðurskurður hjá Bandaríkjaher Loka eða fækka mönnum í 46 her- stöðvum erlendis Washington. Reuter. BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær um lokun eða verulegan samdrátt í 46 herstöðvum erlendis, aðallega í Evrópu. Væri þetta liður í samdrætti í umsvifum á sviði varnar- mála sem lyktir kalda stríðsins gerðu mögulega. Frá því snemma árs 1990 hefur 11 sinnum verið tilkynnt um niður- Fyrsti þingsigur Ciampis iíóni. Reuter. CARLO Azeglio Ciampi, ný- skipaður forsætisráðherra It- alíii, vann fyrsta sigur sinn í ítalska þinginu er mikill meiri- hluti þingmanna greiddi at- kvæði með traustsyfirlýsingu á stjórnina. 309 þingmenn greiddu atkvæði með stijórn- inni, 60 á móti en 185 sátu hjá. í ræðu sem hann hélt fyrir at- kvæðagreiðsluna sagði Ciampi að hann hygðist leggja mesta áherslu á að knýja í gegn þær breytingar á kosningakerfinu, sem meirihluti kjósenda lýsti yfir stuðningi við í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Lýsti hann því yfir að hann hygðist fá samþykkt fyrir ágústmán- uð frumvarp um að tekið yrði upp kerfi einmenningskjördæma í kosn- ingum til beggja deilda ítalska þings- ins. Þá myndi hann berjast fyrir því að útrýma spillingu í ítölskum stjórn- málum og skera niður skrifræði í landinu. Hann sagðist einnig ætla að berj- ast gegn atvinnuleysi, sem nú er 9% á ítalíu og koma fjármálum ítalska ríkisins í lag. skurð í bandarískum herstöðvum erlendis. Ákvörðunin að þessu sinni tekur til 22 stöðva í Þýskalandi, 10 í Bretlandi, 10 í Suður-Kóreu, þriggja á ítalíu og einnar í Marokkó. Verða 6.100 hermenn kvaddir heim, nær allir frá Evrópu þar sem einungis er um lokun ratsjárstöðva {Suður-Kóreu að ræða. Þegar heim- flutningnum verður lokið verða 167.000 menn í bandaríska herafl- anum í Evrópu. í samræmi við ákvarðanir bandaríska þingsins um niðurskurð útgjalda til varnarmála er ætlunin að fækka bandarískum hermönnum í Evrópu . niður í 100.000 fyrir árslok 1995. Ræða íhlutun í Bosníu Reuter. Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sem nú fer með formennskuna innan Evrópu- bandalagsins átti í gær ásamt Jacques Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB, fund um Bosníu með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu. Clinton bjartsýnn á samstöðu um aðgerðir gegn Bosníu-Serbum Auknar líkur taldar á hernaðaraðgerðum Wiuthinortnn SnraÍAVft. líi'iiler ^^^m^^ Washington, Sarajevo. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að samstaða væri að nást milli Bandaríkjamanna og Evrópubúa um aðgerðir til lausnar á Bosníudeilunni. Taldi hann að sam- eiginleg áætlun myndi brátt liggja fyrir og henni yrði þá þegar í stað hrint í framkvæmd. Er þetta talið benda til að auknar líkur séu á hernaðaraðgerðum gegn Bosníu- Serbum en fulltrúasamkunda þeirra felldi alþjóðlega frið- aráætlun um Bosníu aðfaranótt fimmtudagsins. Þúsundir kveðja fórnarlamb 1. maí-átaka í Moskvu „Rekum þá alla leið til Berlínar" Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. ÞÚSUNDIB Moskvubúa kvöddu í gær lögreglu- manninn, sem lét lífið í átökunum, sem urðu milli lögreglunnar og andstæðinga stjórnarinnar 1. maí sl. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, sem var við- staddur kveðjuathöfnina, sagði, að borgarbú&r þyrftu ekki að óttast ofbeldi og átök á sunnudag þegar sigursins á nasistum verður minnst. Einn af yfirmönnum lögreglumannsins, Vladímírs Toloknejevs, sem lést þegar mótmælendur, kommún- istar og þjóðernissinnar, óku á hann, sagði, að lögregl- an hefði reynt að gæta stillingar gagnvart mótmælend- um 1. maí en á sunnudag „rekum við þá alla leið til Berlínar" ef nauðsyn krefði. „Við lögreglumenn styðj- um forseta okkar vegna þess, að hann var kosinn af þjóðinni," sagði Vladímír Pankratov, yfirmaður lög- reglunnar í Moskvu, og bætti við, að ungi lögreglumað- urinn hefði fallið fyrir fasistum. Lögreglumenn, hermenn og óbreyttir borgarar streymdu fram hjá kistu Toloknejevs í tvær klukku- Reuter Fallinn félagi kvaddur BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, var viðstaddur kveðjuathöfnina um lögreglumanninn, sem lést í átökunum við harðlínumenn 1 mai. stundir samfleytt og þar á meðal margir ráðherrar. Enginn af harðlínumönnunum á þingi mætti hins veg- ar en þeir hafa kennt lögreglunni um óeirðirnar 1. Bandaríkjaforseti átti í gær fund með Jacques Delors, forseta fram- kvæmdastjórnar Evrópubandalags- ins, og Poul Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, sem nú fer með forystuna innan EB. Clint- on sagði að þeim fundi loknum að ef ákvörðun yrði tekin um að beita flugher Bandaríkjanna til að knýja Bosníu-Serba til að samþykkja frið- aráætlunina fyrir Bosníu, þá yrðu að liggja fyrir skýr hemaðarleg markmið og aðgerðirnar að vera tímabundnar. Á sameiginlegum blaðamanna- fundi sagði Rasmussen, aðspurður um hvort EB-ríki væru andvíg því að aflétta vopnasölubanni á músl- ima í Bosníu, að engir kostir hefðu verið útilokaðir. Skoðanakönnun, sem birt var í Bandaríkjunum í gær, bendir til þess að rúmlega 60% Bandaríkja- manna séu hlynntir hernaðarað- gerðum gegn Bosníu-Serbum leggi þeir ekki niður vopn. Mikill meiri- hluti, eða 86%, var þó þeirrar skoð- unar að einungis ætti að grípa til hernaðaraðgerða ef bandamenn Bandaríkjamanna í Evrópu tækju einnig þátt í þeim. Serbar héldu í gær uppi hörðum stórskotaliðsárásum á múslima- borgina Zepa, samkvæmt fréttum útvarpsins í Sarajevo. Um 40 þús- und óbreyttir borgarar eru innilok- aðir í borginni vegna umsáturs Serba og herma fregnir að 200 manns hafi fallið og 320 særst í „Griðasvæði" í Bosníu Öryggisráð SÞ hefur lýst því yfir að fimm borgir í Bosníu séu griðasvæði undir vernd SÞ. 100 árásum undanfarinna daga. Full- trúar frá Sameinuðu þjóðunum hafa ítrekað reynt að komast til Zepa en verið stöðvaðir af serbneskum sveitum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lýst því yfir að Zepa, ásamt borgunum Sarajevo, Tuzla, Gorazde og Bihac, séu griðasvæði undir vernd SÞ. Sagði Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, að Serbar myndu virða ákvörðunina um griða- svæðin í einu og öllu. Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands, hvatti í gær Rússa og Bandaríkjamenn til að senda her- sveitir til Bosníu til að aðstoða Sam- einuðu þjóðirnar við að vernda griðasvæðin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.