Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 —«ri :—■—: —; :—ri—1—1—r-j—?—?—— 7 Við eldhúsgluggann Rjúpurnar á Kaðalstöðum halda sig gjarnan heima við íbúðarhús- ið. A þessari mynd sem tekin var út um eldhúsgluggann hafa þær komið sér notalega fyrir á þaki Lödubifreiðar húsfreyjunnar. Rjúpur sem heimilisvinir Hvannatúni í Andakíl. „RJUPURNAR eiga greinilega stutt eftir í varpið,“ sagði Þórunn Eiríksdóttir, húsfreyja á Kaðalstöðum í Stafholtstungum, við frétta- ritara. „Þú verður að koma fljótt ef þú vilt ná myndum af þeim í vor.“ Rjúpurnar á Kaðalstöðum komust í fjölmiðla fyrir tveimur árum þegar rjúpnaskytta gerði sér lítið fyrir og skaut á hópinn og skildi eftir tvær særðar á hlaðinu. Yfír kaffibolla á Kaðalstöðum skógarreitnum og við bæinn mest- sagði Ölafur Jónsson trésmiður, eiginmaður Þórunnar, að rjúpurnar væru búnar að vera hjá þeim í all- mörg ár, misjafnlega margar, allt frá 3 og uppí 60 á sl. hausti. Þenn- an dag voru þær fímmtán. Þær fara snemma í næturstað og koma snemma að morgni aftur og eru í allan daginn. Sjaldan þiggja þær neitt hjá húsráðendum, nema í mestu snjóalögum örlítið af fóður- kögglum. Um mánaðamótin apríl/maí kemst hreyfing á hópinn þegar þær fara að pará sig og hverfa síðan á varpstöðvar úr því. Tala við rjúpurnar Á eftir gengum við Ólafur út í garð og stóð þá allt heima, þær sem ætluðu að sofa heima við bæ höfðu komið sér fyrir á tijágrein og létu ekki trufla sig. Þórunn og Ólafur eru vön að tala við þessa fallegu og gæfu fugla og það leyndi sér ekki hvað rjúpurnar voru spak- ar þegar við Ólafur fylgdumst að. Það er þeirra heitasta ósk að rjúp- umar verði friðaðar að mestu sem fyrst enda er allt fugladráp bannað í Kaðalstaðalandi. - D.J. Stykkishólmur 40 manns áatvinnu- leysisskrá Stykkishólmi. ATVINNULEYSI hefur verið 1 Stykkishólmi um tíma og komst tala atvinnulausra upp í 40 manns þegar mest var. Hjá rækjuvinnslunni er nú unnið á tveimur vöktum því hráefni hef- ur streymt að og eins er Nora, verksmiðja sem vinnur grá- sleppuhrogn, að fara af stað aftur eftir hvíld og munar um það. Hitt er svo alvarlegra að í Stykk- ishólmi eru næg hús til að vinna þorsk hvort sem er til frystingar eða í salt en þau standa auð og sá fiskur sem aflast hér er seldur út og suður, eins og sagt er, og aðrir vinna hann á jafnvel fjarlæg- um stöðum. Þetta er mikið áhyggjuefni hér öllum hugsandi mönnum og er reynt að leita leiða til að kippa þessu í lag en það er bara ekki eins auðvelt og sýnist. Nú er ekki langt í að nemendur komi úr skólum og út á vinnumark- aðinn og eins og undanfarin ár er bæjarstjórn byijuð að athuga með vinnu handa unglingum í sumar, bæði við hreinsun bæjarins o.fl. og er víst að til þessara mála verð- ur ekki varið minni upphæð en í fyrrasumar. Þrátt fyrir kuida og snjóél er komið mikið líf í eyjar. Þær byijað- ar að grænka og fuglinn að setjast upp. Nokkrar æðarkollur hafa byggt hreiður og sumar farnar að verpa. Þá er farið að tína undan svartbaknum sem hefur ekki alltaf verið aufúsugestur eyjabúskapar og hafa sumir fengið í sæmilega fötu af eggjum þeirra. Undanfarin tvö ár hefur æðar- dúnn verið óseljanlegur og það litla sem selst hefur er selt á helmingi lægra verði en þegar best gegndi en magnið hefur verið það lítið að fáir hafa getað náð í þá sölu. - Árni. ------------- Nýr vegur í Klofningi LAGÐUR verður nýr 2,6 km vegarkafli á Klofningsvegi um Fagradal í Dalasýslu í sumar. Lægsta tilboð í veginn var 65% af kostnaðaráætlun Vega- gerðarinnar. Vegagerðin áætlaði að vegurinn myndi kosta liðlega 15,2 milljónir kr. Lægsta tilboðið, sem var frá Vörubílstjórafélaginu Þjóti og Þrótti hf. á Akranesi, var hins veg- ar innan við 10 milljónir kr., eða 65% af áætlun. Lagningu vegarins á að vera lokið fyrir 10. ágúst í sumar. Hagkvæmt bílalán! Staógreióslulán er heildarlausn vid kaup á nýjum bíl Þúfœrá staðgreiásluafsláttinn Þegar þú kaupir þcr nýjan bíl, greiðir Glitnir það sem á vantar. Þannig er hægt að nýta staðgreiðsluafsláttinn og fá bíl á bestu fáanlegu kjörum. Lánstimi allt aá 3 ár Nú býðst verðtryggt Staðgreiðslulán til 3ja ára sem gefur þér kost á léttari greiðslubyrði. Ef þú vilt greiða lánið hraðar niður er í boði óverðtryggt lán til allt að 30 mánaða. Þu velur tryggingarfélagió Tryggja þarf bílinn með kaskótryggingu á lánstímanmn og að sjálfsögðu ræður þú hvar hann er tryggður. r Oskertir lánamöguleikar Þú rýrir ekki lánamöguleika í bankanum þínum sem er afar heppilegt ef þú þarft að mæta óvæntum útgjöldum á lánstímanum. Allt aá 100%fjármögnun kaupverás Lánshlutfall getur orðið 100% af staðgreiðsluverði bíls fyrir allt að 24 mánaða lánstíma. Kynntu þér hagstœá kjör Staágreiáslulána og gerðu jafnframt samanburá á þeim lánsformum sem bjóáast. Sölufulltrúar bifreiáa- umboóanna veita þér nánari upplýsingar og útbúa tilheyrandi skjöl á skjótan og einfaldan hátt. GUtnirhf DÓTTURFYRIRT/CKI /SLANDSBANKA Ármúla7 108Reykjavík Sími 608800 Myndsendir 608810

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.