Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ1993 Nýsköpun og útflutn- ingur á tækniþekkingu eftirÞórhall Hjartarson Aukin bjartsýni í íslensku atvinnulífi Undanfarin misseri hefur mikil bölsýni einkennt íslenskt atvinnu- líf en þar er að verða á breyting. Farið er að horfa með aukinni bjartsýni á framtíðina enda unnið með mun skipulagðari hætti að uppbyggingu atvinnulífsins en áður hefur verið gert. Loksins er kominn skilningur á að ekki er lengur sjálfgefið að buddan fyllist á morgun. Ýmsir vaxtarbroddar eru í íslensku atvinnulífi og er einn slíkur útflutningur á tækniþekk- ingu enda íslenskir tæknimenn bæði margir og vel menntaðir. Við borðum ekki vegi Ein af kröfum launþegasam- taka í undanförnum samningavið- ræðum hefur verið aðgerðir í at- vinnumalum. Slíkt er gott og blessað en það skiptir miklu máli um hvers konar aðgerðir er verið að ræða. Hjá launþegasamtökun- um hefur m.a. verið rætt um auk- in erlend lán til aukinna opinberra framkvæmda. Stjórnvöld hafa réttilega tekið slíkt óstinnt upp, skuldir þjóðarbúsins leyfi það alls ekki. Þó virðast þau eitthvað vera að gefa eftir í þessari afstöðu, samanber tilboð til samningsaðila á dögunum sem var þó hafnað. Þetta ber að varast því augljóst er að ekki getur þjóðin lifað á vegagerð eða annars konar opin- berum framkvæmdum. Varanleg atvinnusköpun en ekki skyndilausnir Eru einhveijar raunhæfar for- sendur fyrir auknum erlendum [ánum til atvinnusköpunar í dag? Þessu er erfitt að svara beint játandi eða neitndi en þó er ljóst að meginforsenda fyrir lántökum er að um varanlega atvinnusköpun sé að ræða, lausnir sem skila bein- um arði þegar tími kemur til að borga lánin til baka. Slíkar lausn- ir í atvinnumálum felast ekki í auknum framkmvæmdum í sam- göngumálum, virkjunum o.s.fiv. Það var blokkflautulausn Færey- 120 fm íbúðir til sölu Á góðum stað í Hamrahverfi, Grafarvogi, eru til sölu íbúðir með 2-3 svefnherb., stórum stofum, sérþvotta- húsi, stórum svölum á móti suðri og bílskúr. íbúðirnar henta vel fyrir eldra fólk. Orn Isebarn, byggingameistari, sími 31104. Vesturbær - 4ra herb. Gullfalleg 4ra herb. íb. á 2. hæð í fjölbhúsi. íbúðin er mikið endurn. m.a. innréttingar og gólfefni. Húsið er nýendurnýjað að utan. Sameign í góðu ástandi. Verð 8,5 millj. Upplýsingar veitir: Fasteignasalan Austurströnd, sfmi614455. Opið ídag kl. 12-15. 21150-21370 LARUS Þ, VALDIMARSS0N framkvæmdastjori KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasau Nýkomnar til sölu meðal annarra eigna: Á úrvalsstað á Nesinu Neðri sérhæð í tvíbýlishúsi við Skólabraut. 4ra herb. taepir 100 fm ný endurbyggð. Góður bílskúr upphitaður. Skipti æskileg á stærri íbúð miðsvæðis í borginni eða nágr. Má þarfn. endurbóta. Tilboð óskast. í tvíbýlishúsi við Njálsgötu Neðri hæð lítil vel skipulögð 3ja herb. íbúð í reisulegu steinhúsi. Nýleg eldhúsinnr. Laus strax. Tilboð óskast. Einbýlishús - ný endurbyggt Á útsýnisstað við Háabarð í Hafnarfirði. Ein hæð 130 fm, bílskúr 36 fm. Ræktuð lóð 630 fm. Lokuð gata. Hreint íbúðarhverfi. Ýmiskonar eignaskipti möguleg. Tilboð óskast. Akureyri - Hjarðarhagi - eignaskipti Á Akureyri óskast gott húsnæði með 4ra-5 herb. íbúð í skiptum fyrir góða 4ra herb. íbúð við Hjarðarhaga í Reykjavík. Á vinsælum stað - frábær kjör Góð 4ra herb. endaíbúð á vinsælum stað, miðsv. í borginni. Mikil og góð áhvílandi lán. Frábært verð ef samið er fljótlega. Nánari upplýs- ingar aðeins á skrifstofunni. Glæsileg eign á frábærum stað Einbýlishús - steinhús, ein hæð 171,2 fm nettó við Selvogsgrunn. Töluvert endurn. Bílskúr tæpir 30 fm. Glæsilegur trjagarður. Skammt frá Menntaskólanum við Sund Steinhús, ein hæð, 165 fm. Vel byggt og vel með farið. 5 svefnherb. m.m. Bilskúr fylgir. Glæsileg lóð. Eignaskipti mögul. Tilboö óskast. • • • Opið í dag kl. 10-16. Tvær 4ra herb. úrvalsíb. miðsv. íborginni. Fjöldi góðra kaupenda. ALMENNA FASTEIGNASALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 „ Auka þarf útflutning-s- tekjur þjóðarinnar og ef slíkt tekst þá fylgja nýju vegirnir og nýju byggingarnar á eftir og þá án erlendra lána.“ inga og það var vond lausn. Nei, slík lausn ’felst í nýsköpun atvinnu- veganna. Nýsköpun í iðnaði, sjáv- arútvegi og þjónustu. Nýsköpun sem leiðir af sér auknar útflutn- ingstekjur og þar af leiðandi aukn- ar þjóðartekjur. Einungis með auknum þjóðartekjum getur al- menningur vænst betri kjara og bættrar lífsafkomu. En nýsköpun gerist ekki af sjálfu sér, hún þarf öflugan stuðning og sá stuðningur er fyrst og fremst fjárhagslegur og eins og staðan er í dag, fyrst og fremst frá stjórnvöldum. Efla þarf rannsóknar- og þróunarstarf- semi og síðan mikilvægast af öllu; markaðssetningu. Þetta er engin ný uppgötvun og dæmi eru til um hér á landi að örfáir tugir milljóna sem lagt var í einstök þróunar- verkefni hafi á stuttum tíma skilað hundruðum milljóna til baka. Síð- Þórhallur Hjartarson asta haust kom út skýrsla frá OECD þar sem bent var réttilega á, að nauðsyn væri á aukinni þróunai’vinnu hjá Islendingum ef auka ætti velmegun í landinu. Hér þarf því átak og byrjunarátakið þarf að koma að ofan, þ.e. frá stjórnvöldum. Útflutningur á tækniþekkingu Ein athyglisverðasta leiðin til aukinnar nýsköpunar í atvinnu- málum þjóðarinnar er útflutningur á tækniþekkingu en gnótt er af henni í landinu. Löngu er kominn tími til að virkja íslenskt hugvit í þágu fleiri en íslendinga sjálfra og skapa með því auknar þjóðar- tekjur. Stéttarfélag verkfræðinga og Félag ráðgjafarverkfræðinga hafa til að mynda Iagt mikla áherslu á þessi mál og munu standa fyrir opinni ráðstefnu um útflutning á tækniþekkingu 14. maí nk. á Hótel Sögu. Auknar útflutningstekjur til að bæta kjörin Stéttarfélag verkfræðinga starfar með þá hugsjón að verka- maðurinn, í okkar tilfelli verkfræð- ingurinn, sé verðugur launa sinna. Ef launin eru of lág þá er um tvennt að ræða: Að kreista launa- greiðandann eða að auka framleið- ini sjálfs verkfræðingsins. í dag er ekkert að kreista og því ljóst að leiðin að auknum kjarabótum liggur í aukinni framleiðni sem þýðir auknar heildartekjur launa- greiðanda sem einnig þýðir auknar þjóðartekjur. Með öðrum orðum, það verður auka þjóðartekjurnar og þá sérstaklega útflutningstekj- urnar ef bæta á kjörin og það er einmitt mergur málsins. Auknar opinberar framkvæmdir skila ekki bættum kjörum en öflugir útflutn- ingsatvinnuvegir gera það hins- vegar. Erlendar lántökur má ekki nota í skammtímaaðgerðir sem skila engu nema meiri skuldum heldur þarf að huga til lengri tíma. Auka þarf útflutningstekjur þjóðarinnar og ef slíkt tekst þá fylgja nýju vegirnir og nýju byggingarnar á eftir og þá án erlendra lána. Höfundur er formaður Stéttarfélags verkfræðinga. IfaDgfM nÆ Umsjónarmaður Gísli Jónsson Beygingafræðin hefur ekki verið gleymd, heldur geymd. Nú er ætlunin að nefna nokkur kvenkynsorð óreglulegrar beyg- ingar (V. flokkur), en mörg slík orð hafa svo sem komið við sögu hér í pistlunum með óskipuleg- um hætti. Nokkur hluti þeirra kvenkynsorða, sem hér er óget- ið, endar á ur í fleirtölu, en það er annars harla fágætt meðal orða þess kyns. Þessi orð skipt- ast svo í tvo undirflokka eftir því, hvort eignarfall eintölu endar á ur eða ar. Það er þó ekki alveg skýlaust, því að sum orðin hér hafa báðar þessar end- ingar í ef.et. Tökum nú fyrst nokkur sem fremur hafa, og sum ævinlega, ur-endingu í ef.et. Dæmi: mörk, flík, mjólk, nótt, vík, sæng og tökuorðið pólitík. Nefna má þessu til stuðnings samsetningar eins og mjólkurmatur, nætur- greiði, víkursamfélag, sæng- urfiða, merkurmál og flík- urdrusla. En orðið mörk getur haft tvenns konar eignarfall: merkur og markar. Við erum vís til að fara til Danmerkur, en í fornu lesmáli stendur eitthvað á þessa leið: Gefjun dró frá Gylfa glöð djúpröðul óðia, svo að af rennirauknum rauk, Danmarkar auka. Þá er að nefna hin, sem oftar en hitt (og sum alltaf) enda á ar í ef.et. Dæmi: bók, brík, brók, kind, rót, töng, tönn, brú, fló og tá. Orðin töng og einkum tönn eru breytileg í fleirtölu, og þrjú hin síðast töldu mynda fleir- tölu með hljóðvarpi: brýr, flær og tær. Hér í hópi er einnig orðið röng = bandrengla í skipi, „boglaga tréband", sbr. Syngur klóin, kveður röng, kynngisjóar heyja þing, o.s.frv. hjá Erni Arnarsyni. En um samsetningar af nokkrum öðrum orðum þarna má taka dæmi, svo sem bókarverð, bríkarbrún, brókarsótt, kind- arskinn, rótarskemmd, tang- arhald, tannarbrot, brúar- stólpi, flóarbit. Hér er fjarri því allt upp tal- ið, en höfum beygingafræðina í smáskömmtum um sinn. Við skulum láta Aðalstein Geirsson komast að aftur. Hann segir meðal annars: „Núna er í tísku að hvetja fólk til að gera verðsamanburð, og verðkannan- ir eru gerðar. Er ekki íslensku- legra að bera saman verð og kanna verð? Er það kannski ekki nógu ábúðarmikið og traustvekjandi? Það væri leitt. “ Umsjónarmaður svarar fyrri spurningunni hiklaust játandi. Dæmin, sem Aðalsteinn tekur, eru af alkunnum sagnflótta fyrir ensk áhrif. Þá eru hér enn glepsur úr bréfi Aðalsteins: „Hvernig lýst þér á eftirtalin orð? Vélman (hvk.) fyrir róbót? Mig minnir að hafa séð í dag- blaði að robot væri tékkneska svipaðrar merkingar. Annars kallast einn slíkur í Borgarnesi járnkarl. Annast hann fláningu. Þjóðlöð í stað hins ógeðfellda „ferðamannaiðnaðar". Ferða- þjónusta er kannski skást því það er náttúrlega ætlast til að fólk borgi fyrir sig. Flúður (hvk.) um frumefnið „fluor“. Orðin flúór og flúr eru hálfgerð klúður í íslensku. Er þetta kannski gömul tillaga? Til gamans — eða ekki: Sum börnin á barnaheimili nokkru segja: „Það verður sótt mig.“ í rútu heyrði ég fyrir ári 10—12 ára strák segja: „Það var kastað honum á hurð. Hann meiddi sig samt ekkert." Barnaheimilamál verður íslenska framtíðarinnar. Þakka þér frækilega fram- göngu og með stórum köflum skemmtiiega þætti.“ Um leið og umsjónarmaður þakkar hið mikla bréf Aðalsteins og vinsamleg orð, gerir hann 691.þáttur þessar athugasemdir til loka: 1) Mér finnst uppástungan um vélman svolítið sniðug, af því að man var haft um fólk í þrældómi. Annars var ég orðinn leiður á umræðunni um nafn á þetta fyrirbæri. Mér þykir enn góð uppástunga Páls Bergþórs- sonar, robbi, margrökstudd hér í pistlunum áður, en man vel eftir sjónarmiði hinna sem vilja kalla þetta róbóta, af því að þeir eru svo hrifnir af orðinu ábóti. Ég ætla ekki að gera þetta að kapps- eða tilfinninga- máli. Væri ekki upplagt að hafa fleiri en eitt orð um þetta „kykvendi"? 2) Ég held við sættum okkur við orðið ferðaþjónusta. Eins og Aðalsteinn segir, á að græða á þessu, en hið ágæta orð þjóð- löð (úr Hávamálum) merkir, eins og skynja mátti af orðum Aðalsteins, góð gestrisni. 3) Flúður fyrir flúor? Ég veit það ekki. Flúður (hvk.) hefur verið notað í merkingunni léttúð, fálm, fum, óðagot. 4) Ég hef margsinnis talað um gelda þolmynd eins og heyra má í tali barna og því miður einnig í „ljósvakafjölmiðlum11, eða öllu heldur vörpum. Við skulum vona að málfar barn- anna lagist þrátt fyrir allt. Verra ef íslenska verður orðabókar- þýðingar úr ensku, eins og ein- hver svartsýnn maður lét sér detta í hug, og því miður ekki að ástæðulausu. Nóg eru dæmin, og hananú. Hlymrekur handan kvað: I Glám breyttist greyið hann seppi, þegar Grettir át berserkjasveppi, á flippi sig fal inní Korsæludal, en fengi nú ársvist á Kleppi. P.s. í síðasta þætti misfór umsjónarmaður á einum stað með nafn Aðalsteins Geirssonar á Hvanneyri. Hann og aðrir eru beðnir afsökunar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.