Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAT 1993 Hvers eiga íbúar Akraness að gjalda? Fyrirspurn til fjármálaráðuneytisins eftir Daníel * Agústínusson Á sl. ári hefur verið til umræðu bygging stjómsýsluhúss á Akra- nesi. Upphaf þess máls er einróma samþykkt Bæjarstjórnar Akraness frá 1982 um undirbúning að bygg- ingu ráðhúss á nýja miðbæjar- svæðinu. Samþykktin var gerð í tilefni af 40 ára afmæli bæjarins. Um svipað leyti var staðfest aðal- skipulag væntanlegs miðbæjar, sem bæjarstjórnin hafði unnið að í nokkur ár, ásamt ýmsum sér- fræðingum undir forustu Magnús- ar Oddssonar þáverandi bæjar- stjóra. Þar var stjómsýsluhúsi ætl- aður ákjósanlegur staður. Um þetta var fullkomin samstaða. Framkvæmdir drógust hinsvegar þar sem ýms önnur fjárfrek verk- efni kölluðu á. Umræðan hefst Á árinu 1991 tók að sjá fyrir endann á áðumefndum fram- kvæmdum. Þá var ráðhúsmálið tekið til umræðu á ný af hálfu bæjarstjómarinnar. Þá barst og erindi frá verslun í nágrenni við miðbæinn um að tengja saman verslunarhús og gamalt verk- smiðjuhús sem hætt hafði rekstri og byggja stjómsýsluhús á 3. hæð þeirra. Skipuð var nefnd frá bæ og ríki til frekari athugunar á málinu. í sept. sl. tilkynnir íjármálaráðu- neytið það skilyrði fyrir þátttöku sinni að ekki verði byggt nýtt hús heldur teknar upp viðræður um kaup á stjómsýsluhúsi, sem byggt yrði á þaki fyrrgreindra húsa og yrði þá 3. hæð. Þessi einhliða af- staða ráðuneytisins kom flestum hér mjög á óvart, því engir útreikn- ingar lágu fyrir sem sýndu að þetta væri ódýrari lausn nema síður væri. Hinsvegar vom vankantarnir margir og alveg augljósir. Ganga þyrfti þvert á 10 ára gamalt aðal- skipulag bæjarins. Byggingarsam- þykktir þverbrotnar þar sem full- nægjandi bílastæði komast þar ekki fyrir. Lögun hússins mjög óeðlileg og í fullkomnu ósamræmi við allar aðrar byggingar í bænum. Byggingarskilmálar næstu húsa að engu hafðir. Síðast en ekki síst: íbúar Akraness skyldu um alla framtíð verða að sæta því að tvær helstu þjónustustofnanir bæjarins verði á 3. hæð í verslunarsam- stæðu, sem er fáheyrt um stofnan- ir sem margir eiga erindi við. Slík staðsetning verður að teljast víta- verð þar sem landrými er nóg. Eftir alllanga umræðu virðist bæjarstjómin hafa beygt sig fyrir kröfu ráðuneytisins og gleymt aug- ljósum hagsmunum kjósenda sinna. Hún taldi þennan kost skárri en missa af samstarfinu við ríkið. Hinsvegar sögðu bæjarfulltrúarnir einn af öðrum að þetta væri 2. eða 3. flokks lausn. Það besta væri að byggja sérhannað hús á miðbæjar- svæðinu eins og áður var sam- þykkt. Með þessu er íbúum Akra- ness sýnt einstakt virðingarleysi og þeim torveldaður aðgangur að þeim stofnunum sem flestir þurfa að hafa meiri og minni samskipti við. Það er svo sjálfsagt mál að skrifstofur rikis og bæjar séu á 1. og 2. hæð að ekki ætti að þurfa umræðu við. Ég er þess vel minnugur er bæjarfógetaskrifstofan á Akranesi var flutt af 1. hæð í SR 1975 á 2. hæð í Landsbankanum hversu margir báru fram kvörtun yfir stig- anum. Flutningur á 3. hæð hefði kallað fram almenn mótmæli jafn- vel þótt lyfta hefði verið á staðn- um. Hér er vísvitandi verið að tor- velda aðgengi og skapa mikla tímasóun. Hverjir skyldu vilja flytja á 3. hæð? Skrifstofur bæjarins og bæjar- fógetans, ásamt sjúkrasamlagi og umboði Tryggingastofnunar ríkis- ins eru hliðstæður bönkum og póst- húsi. Því vil ég spyija: Hvað yrði sagt á Akranesi ef Landsbankinn flytti afgreiðsluna á 3. hæð? Hvað yrði sagt ef Búnaðarbankinn gerði slíkt hið sama? Hvað yrði sagt ef pósthúsið færði afgreiðslu sína á 3. hæð? Það vill svo til að allar umræddar stofnanir eru í 3ja hæða húsum. Engri þeirra mun nokkru sinni hafa hugkvæmst að íþyngja viðskiptavinum sínum með því að láta þá sækja daglega afgreiðslu upp á 3. hæð. Hefði einhver þeirra sýnt slíkan óvitahátt er ég viss um að bæjarstjórnin hefði samstundis samþykkt mótmæli með 9-0 og verið hreykin af. Hér er um full- komið tillitsleysi að ræða við íbúa bæjarins og með öllu óskiljanlegt hversvegna ráðuneytið gerir kröfu til slíkrar niðurlægingar í þjón- ustunni. Þetta er hliðstætt því ef ráðhús Reykjavíkur væri byggt á þaki Kringlunnar í Reykjavík til þess að draga fólk að verslunarm- iðstöðinni. Hefðu það ekki þótt nokkur tíðindi? En hvers eiga íbúar Akraness að gjalda? 43% mótmæla breytingum á skipulagi bæjarins Eftir að samið var um kaup á húsnæðinu varð lögum samkv. að auglýsa eftir athugasemdum við breytingar á aðalskipulagi bæjar- ins sem áttu að berast fyrir 16. apríl sl. Við það mynduðust á Akranesi þverpólitísk samtök gegn umræddum byggingaráformum Daníel Ágústínusson „Síðast en ekki síst: íbú- ar Akraness skyldu um alla framtíð verða að sæta því að tvær helstu þjónustustofnanir bæj- arins verði á 3. hæð í verslunarsamstæðu, sem er fáheyrt um stofnanir sem margir eiga erindi við. Slík staðsetning verður að teljast vítaverð þar sem landrými er nóg.“ undir kjörorðinu: Byggjum ráðhús með reisn. Þau höfðu forustu um undirskriftasöfnun gegn breytingu á aðalskipulagi bæjarins og fengu frábærar undirtektir án alls fyrir- gangs. í rúma viku í kringum pásk- ana — áður en fresturinn rann út — mótmæltu 1.237 kjósendur á Akranesi breytingu á skipulaginu með undirskrift sinni. Þetta eru 43% af þeim kjósendum sem atkv. greiddu í síðustu bæjarstjórnar- kosningum. Þá kom og í ljós að andstaðan er miklu meiri í bænum og fer vaxandi eftir því sem um- ATVINNULEYSI Búa tvær þjóðir í landinu? eftir Ólaf Ólafsson Niðurstöður margra rannsókna sýna að atvinnulausum og þeim sem eiga yfir höfði sér atvinnu- leysi er mun hættara við háþrýst- ingi en þeim er hafa atvinnu. Jafn- framt hækkar blóðfita og streitu- hormón (adrenalin) í blóði og þvagi (noradrenalin). Hækkun á streitu- hormón hefur fundist í allt að 2 ár eftir að viðkomandi missti vinnu. Svo virðist sem stjómendum, sem standa að fjöldauppsögnum, og oft að nauðsynjalausu séu ekki ljósar þessar afleiðingar. Eftir að fólkið hóf störf á ný lækkaði blóðþiýst- ingur og magn steituhormóna í blóði. Streitu fyglja ýmsir sjúk- dómar og hefur það verið staðfest meðal annars í íslenskum rann- sóknum. Má þar nefna helst: Hjartasjúk- dóma, háþrýsting/heilablóðfall, magasár/magabólgur, vöðva- og bakverki, þreytu, svefnleysi, höfuðverk, geðtruflanir. Niðurstöður margra kannana leiða í ljós að sjúkrahúsvistunum vegna þunglyndis, kvíða, sjálfs- morðstilrauna og annarra sjúk- dóma fjölgar mikið meðal atvinnu- lausra í samanburði við þá sem hafa vinnu. Orsakasamband hefur þó ekki verið sannað. Brýnt er að læknar vinni sem mest gegn at- vinnuleysi. Athyglisvert er að með- al 1.439 handtekinna vegna fíkni- efnamisferlis árið 1989 í Reykjavík reyndust 37% vera atvinnulausir. Um aðstandendur þeirra atvinnulausu Böm og unglingar flnna meðal annars fyrir: Oöryggi, taugaveikl- un, sem kemur niður á námi þeirra og daglegri líðan, sinna síður heilsuvemd, s.s. bólusetningum, sækja síður ráðgjöf félags- og heilsuvemdar, vistast mun oftar á sjúkrahúsi, leita síður eftir atvinnu síðar á ævinni en aðrir. Börnum og unglingum er hættara við að tapa áttum, vímuefnaneysla eykst og þau lenda frekar í vandræðum, meðal annars við lögreglu síðar meir. Eldra fólk: Það dregur úr stuðn- ingi atvinnulausra aðstandenda við eldra fólk. Að „vinna fyrir“ atvinnubótum Sú hugmynd hefur kviknað að atvinnulausir starfí jafnframt sem þeim verði greiddar atvinnuleysis- bætur. Ýmsir telja það betri kost en að ríkið greiði þeim fyrir „að gera ekki neitt“. Aðrir telja þetta ekki réttláta skipan því að atvinnu- lausir hafa misst starfið gegn eig- in vilja og eiga því rétt á atvinnu- leysisbótum án vinnu. Lítum á kosti og lesti þessa fyrirkomulags. Alþekkt er að í kjölfar atvinnuleys- is fylgi heilsuleysi og að þeim er fá starf á ný batni heilsuleysið. Við vitum ekki hver áhrif þess að „vinna fyrir atvinnubótum" eru. Vinna skapar heilsu, velferð og möguleika á fersku atvinnutæki- færi. Að „vinna fyrir atvinnubót- um“ þýðir að viðkomandi kemst úr þjakandi iðjuleysi og verður þátttakandi á athafnasviði daglegs lífs á ný, svo að heilsan batnar. Andrúmsloft atvinnubótavinnunn- ar mun þó umlykja hana og „stimpla". Annað er að hvatinn til nýrra atvinnutækifæra gæti minnkað og eftir standa raðir lág- launamanna er starfa við léleg tryggingaskilyrði og réttindi. Ef skapa á fólki möguleika á að vinna fyrir atvinnuleysisbótum þurfa atvinnurekendur að bæta laun þeirra svo að þau nægi til framfærslu. Að deila störfum og launum með öðrum í Bandaríkjunum þar sem at- vinnuleysi er „landlægt“ hefur stefnan „deildu með þér starfi og launum“ átt vaxandi fylgi að fagna. Mætti huga að þessu fyrir- komulagi ef atvinnuleysi verður langvinnt hér á landi. Aðrir möguleikar Ungt fólk sinni nokkurra mán- aða eða árs samfélagsþjónustu. Sú aðgerð yrði sjálfsagt umdeild. Eldra fólk sinni störfum við sam- hjálp nokkurn tíma, t.d. við umönn- un aldraðra. Sveitarfélögin ættu að koma upp „skipulegri heimilis- hjálp" við aldraða. Allir taki 1-2 ár „launað frí“ á aldrinum 50-70 ára meðal annars til þess að búa Ólafur Ólafsson Heilsufarsleg og félags- leg vandamál er fylgja atvinnuleysi sig undir eftirlaunaævi. Atvinnu- laust ungt fólk geti stundað nám án þess að missa atvinnuleysisbæt- ur. Skuldbreytingar banka í nágrannalöndunum gilda lög um skuldbreytingu fyrir þá er sannanlega verða fyrir alvarlegum áföllum, t.d. alvarlegum veikindum eða langtíma atvinnuleysi. Gerð er áætlun um greiðsluhæfni viðkom- andi til 5 ára. Þeim er skulda er áætlaður framfærslueyrir og allar ^ónauðsynlegar" eigur eru seldar. Áhersla er lögð á að greitt sé af upprunalegu láni og síðan vöxtum, ræðan stendur lengur. Margir lýstu fyllsta stuðningi við mótmælin þótt þeir af ýmsum ástæðum skrifuðu ekki undir nú. Ég er sannfærður um að færi fram atkvæðagreiðsla á Akranesi um það hvort byggja eigi ráðhús með reisn á miðbæjar- svæðinu — með framtíðarhags- muni fólksins í bænum að leiðar- ljósi — eða byggja samkv. skilyrð- um ráðuneytisins, þá yrði slíkt klúður kolfellt. Verslunarmiðstöð eða stjórnsýsluhús? Það er ekki langt síðan það rann upp fyrir íbúum Akraness að hér stendur ekki til að byggja stjórn- sýsluhús heldur verslunarmiðstöð upp á tvær hæðir, sem engin þörf er fyrir á Akranesi, enda veit eng- inn hvað gera skal við ‘A húss- ins. Miðað við umfang verslunar í bænum er hér meir en nóg hús- næði. Og komi gatið stóra í neðra þá minnkar enn þörfin fyrir versl- unarhúsnæði á Ákranesi. Stjórn- sýslan sem svo er nefnd er sett á 3. hæð. Hvers vegna? Fyrirspurnir til fjármálaráðuneytisins Að lokum er óskað eftir því að fjármálaráðuneytið svari eftir- greindum spurningum: 1. Hvað kemur ráðuneytinu til að setja það skilyrði fyrir þátttöku í stjórnsýsluhúsi á Akranesi að skrifstofur hins opinbera verði staðsettar á 3. hæð í verslunarmið- stöð? 2. Hefur dómsmálaráðuneytið samþykkt þetta fyrir sitt leyti? 3. Samþykkti Tryggingastofn- un ríkisins að umboð hennar á Akranesi verði staðsett með sama hætti? Samtökin: Byggjum ráðhús með reisn munu fylgja þessu máli áfram hjá þeim sem með æðstu stjórn skipulagsmála fara, ef þess gerist þörf. Með því eru þau að koma í veg fyrir mesta skipulagsslys í 50 ára sögu bæjarins. Með því eru þau að koma í veg fyrir að íbúar Akra- ness sæti 2. eða 3. flokks þjónustu ríkis og bæjar um ókomin ár. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi. síðan eru skuldir felldar niður. Eins og nú er komið eiga margir tæp- lega fyrir vöxtum en lánið hækkar stöðugt og framtíð skuldara er í óvissu. Kostnaður þjóðfélagsins Vegna vaxandi atvinnuleysis er kostnaður þjóðfélagsins mikill. Fyrir utan allan óbeinan kostnað greiðir ríkið um 250 milljónir á mánuði í atvinnuleysisbætur eða um 3 milljarða á ári ef svo fer fram sem horfir. Þetta er óarðbær fjár- festing og ætti að verja til atvinnu- skapandi starfa. Sjálfsagt finnst sumum sem þrengt sé að athafna- frelsi sínu en brýnt er að allir þegn- ar eigi rétt til þess að starfa sem fullgildir aðilar í þjóðfélaginu. Annars blasir við að hér á landi búi „tvær þjóðir". Onnur situr við nægtaborð en hin við eldstóna. Friðsæld mun ekki ríkja í landinu. Kostnaður við heilbrigðisþj ónustu Margar erlendar rannsóknir benda ótvírætt til þess að tíðni sjúkdóma og dauðsfalla aukist í kjölfar aukins atvinnuleysis. Læknissókn atvinnulausra og fjöl- skyldna þeirra eykst að sama skapi. Veruleg vandamál geta orð-. ið ef kostnaðarþátttaka sjúklinga er aukin. Hætt er við að atvinnu- lausir dragi að leita læknis af fjár- hagsástæðum og að það auki enn á vanda þeirra. Landlæknir leggur til að þeir sem hafa verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur njóti sömu kjara og elli- og örorkulífeyrisþegar hvað varðar læknis- og lyfjakostnað. Hið sama gildir fyrir ijölskyldur, ef fyrirvinna er atvinnulaus. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.