Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 Ráðstefna utanríkismálanefnda SUS og- Sjálfstæðisflokksins Eru framandi markaðir draumsýn eða veruleiki? Morgunblaðið/Kristinn Rætt um framtíðarmarkaði HLUTI fundargesta á fundi utanríkismálanefnda Sambands ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðis- FUNDUR um sókn íslands á nýja og fjarlæga markaði, sem bar yfirskriftina „Draumsýn eða veruleiki?" var haldinn á vegum utan- ríkismálanefnda Sambands ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðisflokksins á Hótel Sögu á fimmtudagsmorgun. Var þeirri spurningu varpað fram hvort að til væru ein- hverjir framtíðarmöguleikar sem eftir ættu að hafa veru- leg áhrif á íslenskan efnahag og hvaða aðstæður yrðu að ríkja hér á landi til að efla og tryggja markaðssókn á fjarlæga markaði. Páll Gíslason, framkvæmda- stjóri Icecon, sagði fyrirtækið hafa starfað að ýmsum verkefn- um erlendis á undanförnum árum, s. s. á Grænlandi, Hjaltlandseyj- um, í Chile, Sádí-Arabíu. Skipst hefðu á skin og skúrir í rekstrin- um og fyrirtækið verið í nokkurri vörn frá árinu 1989. Forsendu þess að íslensk fyrirtæki næðu árangri á fjarlægum mörkuðum sagði Páll vera markvissan og skipulagðan undirbúning. Það væri almennt vandamál hversu lítinn sjálfsaga menn á íslandi hefðu. Algengt væri að ijúka á kynningar erlendis með einhveija vöru eða þjónustu en þegar fyrir- spumir bærust síðan að utan þá væri þeim ekki sinnt. Hann nefndi einnig sem dæmi að þegar Icecon hefði staðið í stórframkvæmdum á Grænlandi á sama tíma og mik- il uppsveifla var á íslandi hefði verið mjög erfitt að fá iðnaðar- menn til að tolla í starfi. Að mati Páls háir það líka ís- lendingum hversu fáir menn hér á landi hafi unnið við fiskvinnslu erlendis eða við ráðgjafarverkefni t. d. í Afríku eða Asíu. „Þegar kemur að því að flytja út tækni- þekkingu þá er spurt um reynslu. Við sitjum því oft eftir, þegar við reynum að komast í verkefni er- lendis, þar sem reynslan er ekki næg.“ Mörg tækifæri væru hins vegar til staðar og hefði Icecon til dæm- is undanfarið verið að selja í Perú og Chile hugmynd að svipuðu kvótakerfi og viðgengst á íslandi. Þá taldi hann það einnig há ís- lenskum fyrirtækum að mjög lítið væri um lán eða styrki til að standa í starfsemi af þessu tagi. í t.d. Danmörku væru til sjóðir sem styrktu menn til verkefnaút- flutnings. Runólfur Maack, framkvæmda- stjóri Virkir-Orkint, sagði það hafa gengið upp og ofan að selja jarðvarma. „Við höfum verið frek- ar veikir miðað við bræður okkar á Norðurlöndum. Þeim hefur gengið betur að ná fótfestu." Runólfur ræddi töluvert um tengsl þróunaraðstoðar og útflutnings og sagði önnur Norðurlönd hafa það að markmiði að það sem gef- ið væri lenti hjá þeim sjálfum. „Spurningin er hvort þessi mögu- leiki er til staðar fyrir okkur ís- lendinga." Nefndi hann sem dæmi að veija mætti þróunaraðstoðarfé til kaupa á hverflum og búnaði fyrir jarðhitasvæði. Þessi búnaður yrði síðan settur inn í pakka til þróun- arríkis en í mörgum þeirra væru nýtanleg jarðhitasvæði. Til slíkra framkvæmda ætti að vera auðvelt að fá stuðning frá Norræna fjár- festingarbankanum. Hann sagði Virkir-Orkint vera að selja þekk- ingu til fjarlægra héraða í Rúss- landi; þar ættu menn ekki fé en gætu látið í té búnað af þessu tagi. „Með þessari hringrás mætti ná 10-20% hlutdeild í tugmilljarða framkvæmdum," sagði Runólfur og bætti við að til lengri tíma Iit- ið yrðu Rússar borgunarmenn fyrir ýmiss konar tækniaðstoð. Ahættan væri sáralítil varðandi Rússana og ef þriðjaheimsþáttur- inn myndi bresta þá sætum við uppi með vélbúnað sem vel mætti nýta hér innanlands. Ríkið tekur peninga of fljótt Jóhann Malmqvist, stjórnarfor- maður hugbúnaðarfyrirtækisins Softís, gerði að umtalsefni þá aðstöðu sem fyrirtækjum sem væru að feta ótroðnar slóðir væri boðið upp á hér á landi. Sagði hann það vera verulegt vandamál fyrir nýsköpunarfyrirtæki að hið opinbera reyndi að taka pening- ana til sín of fljótt. Betra væri að sýna biðlund því þá kæmu peningarnir vonandi síðar. Sýndi hann fram á með útreikningum að fyrir hveijar þúsund krónur, sem varið væri til nýsköpunarfyr- irtækis, tæki ríkið til sín 1.092 krónur. „Menn verða auðvitað að taka áhættu sjálfir og trúa á það sem þeir eru að gera. En menn verða líka að hætta að mjólka nýsköpunarfyrirtækin," sagði Jó- hann og nefndi til samanburðar að í Bandaríkjunum reyndu opin- berir aðilar í staðinn að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma til móts við nýsköpunarfyr- irtæki og laða þau til sín. Arngrímur Jónsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Atl- anta, sagði fyrirtæki sitt hafa fengið mikla umfjöllun að undan- förnu. Það segði þó ekki alla sög- una því á sama tíma hefði verð á gúrku einnig verið mikið til um- ræðu í fjölmiðlum. Hann sagði flugfélög á borð við Atlanta ekki stunda eiginlega markaðsöflun. Flugheimurinn væri tiltölulega lít- ill, byggðist á kynnum manna á milli og tilboð um verkefni kæmu hreinlega inn á borð til fýrirtækja. Hann sagði að segja mætti að Atlanta væri að gera út á það óöryggi sem væri í alþjóðlegu efnahagslífi. Flugfélög héldu að sér höndum varðandi fjárfestingar í flugvélum og því opnaðist mark- aður fyrir ýmis verkefni. Hann sagðist þó ekki sjá mikla framtíð eftir að efnahagsástandið færi að batna. Varðandi framtíðarhorfur í fluginu sagði hann markaðinn á íslandi vera takmarkaðan. Aðal- lega sæi hann fýrir sér verkefni í Afríku og Austurlöndum fjær. Farmenn nútímans? María E. Yngvadóttir, starfs- maður Útflutningsráðs, tók einnig til máls og sagði íslendinga þurfa að fylgja verkefnum, sem kæmu upp í fangið á þeim, mun betur eftir. Þó vantaði fjármagn til að koma ýmsu í gang. Sagði hún þann vísi að slíku sem Aflvaki, fyrirtæki Reykjavíkurborgar, væri vera mjög til fyrirmyndar. „Þarna er Reykjavíkurborg að gera það sem ríkið hefði átt að gera fyrir löngu," sagði María. í umræðum eftir framsöguræð- ur gerðu fleiri frummælendur tengsl þróunaraðstoðar og út- flutnings að umræðuefni. Kom fram að Svíar vilja fá 1,2 krónur til baka fyrir hveija krónu sem þeir setja í þróunaraðstoð. Þá var töluvert rætt um það skattalega umhverfi sem fyrirtækjum er búið og kom sú hugmynd meðal ann- ars fram að starfsmenn, sem væru lengi að heiman vegna verk- efna erlendis, losnuðu t.d. við út- svar. Fordæmi væri fyrir slíku með sjómannaafsláttinn og segja mætti að þessir starfsmenn væru eins konar „farmenn nútímans". Styrkleikakröfur við hönnun flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli Umhverfisráðuneytið óskar skýringa byggmganefndar UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hefur skrífað skipulags- og bygginga- nefnd varnarsvæða bréf þar sem bent er á að ákvæði byggingareglu- gerðar hafi verið brotin þegar veitt var leyfi fyrir byggingu flugskýl- is Flugleiða á Keflavíkurflugvelli og óskað er umsagnar nefndarinnar um til hvaða ráða gripið hafi verið til að ganga úr skugga um að þolhönnun skýlisins sé í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar. Stjórn Félags ráðgjafarverkfræðinga telur að ástæða sé til að kanna hvort mannvirkið standist styrkleikakröfur. Formaður bygginganefnd- ar varnarsvæða segir að nefndin hafi á sínum tíma gengið úr skugga um það að skýlið væri hannað í samræmi við íslenskar reglur og staðla. Stjórn Félags ráðgjafarverkfræð- inga (FRV) hefur fjallað um bygg- ingu flugskýlis Flugleiða í kjölfar skemmda sem orðið hafa á því í óveð- rum. Ólafur Erlingsson segir í grein í fréttabréfi félagsins að ekki hafi verið farið að ákvæðum bygginga- reglugerðar, þar sem krafist er vott- orðs frá Rannsóknarstofnun bygg- ingaiðnaðarins og Brunamálastofn- unar, þegar um er að ræða innflutt málmgrindarhús. í ljós hafi komið að þakklæðning flugskýlisins hafi verið gróflega vanhönnuð og leiði það hugann að því hvort ástæða sé til að ætla að aðrir hlutar mannvirkisins séu einnig vanhannaðir og standist ekki styrkleikakröfur. í framhaldi af umfjöllun FRV skrifaði stjórnin um- hverfisráðherra, sem fer með bygg- ingamál, bréf og óskaði eftir því að hann beitti sér fyrir því að þolhönnun skýlisins verði yfirfarin og gengið úr skugga um að allir hlutar mann- virkisins standist þá áraun sem bygg- ingareglugerð gerir ráð fyrir. Átti að krefjast vottorðs Hrafn Hallgrímsson, sem annast bygginga- og skipulagsmál í um- hverfisráðuneytinu, sagði að bygg- inga- og skipulagsmál á Keflavíkur- flugvelli heyrði undir sérstaka nefnd sem starfaði á vegum varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Hún hefði afgreitt málefni flugskýlis- ins á sínum tíma. Hann sagðist því hafa skrifað nefndinni bréf og óskað eftir því að hún tjáði sig um það hvemig staðið hefði verið að málum við undirbúning byggingarinnar. Hann sagðist telja að nefndin hefði átt að krefjast þess að fá vottorð Rannsóknarstofnunar byggingaiðn- aðarins um að innfluttu einingamar stæðust styrkleika- og gæðakröfur eins og áskilið væri í byggingareglu- gerð. Hrafn sagði að bréfið hefði verið sent til varnarmálaskrifstof- unnar en svar hefði enn ekki borist. Farið að íslenskum reglum Guðmundur Bjömsson verkfræð- ingur, formaður skipulags- og bygg- inganefndar varnarsvæða, sagðist ekki hafa fengið bréf umhverfísráðu- neytisins. Nefndin hefði hins vegar fjallað um flugskýlismálið á ýmsum stigum, einkum áður en framkvæmd- ir hófust. Hann sagði að nefndin teldi að eðlilega hefði verið staðið að öllum málum sem heyrðu undir bygginga- nefnd. Hann sagði að í upphafi hafí verið gengið úr skugga um að allar teikningar væru áritaðar af íslensk- um hönnuðum og að skýlið væri hannað í samræmi við íslenskar regl- ur og staðla. Guðmundur sagði að nefndin hefði farið að þeim reglum sem giltu þeg- ar hún samþykkti flugskýlið á sínum tíma. Hann sagði að á síðasta ári hefði byggingareglugerðin verið hert, meðal annars ákvæði um verk- smiðjuframleiddar einingar, og hefði nefndin orðið að standa að sumu leyti öðruvísi að málum ef hún væri að fjalla um mannvirkið nú. Varðandi þá erfiðleika sem komið hafa upp í flugskýlinu sagði Guð- mundur að vandamál væru með fest- ingar á klæðningum. Það hefði ekk- ert að gera með styrkleika mannvirk- isins sjálfs. Tók hann fram að bygg- inganefndir og byggingafulltrúar hefðu hingað til fyrst og fremst at- hugað styrkleika burðarvirkja mann- virkja og það hefði ekki tíðkast að farið væri nákvæmlega ofan í saum- ana á atriðum eins og festingum klæðningar. Fjölbreytt sýning nem- enda í Réttarholtsskóla NEMENDUR og starfsfólk Réttarholtsskólans efna til sýningar á verkum á verkum nemenda og kynna aðra starfsemi innan veggja skólans og utan í dag, Iaugardaginn 8. maí. Undanfarna daga, svokallaða þemadaga, hafa nemendur og kennarar undirbúið sýninguna sem verður þrískipt. 10. bekkur dregur upp fjöl- breytta mynd af atvinnuvegum þjóðarinnar með myndum, teikn- ingum og upplýsingum. 9. bekkur tekur fyrir samskipti þjóða og áhugamál unglinga á svipuðum nótum. 8. bekkur fjallar um ísland, Reykjavík, hverfíð og skólann. Er sú umfjöllun krydduð með samtölum við hverfisbúa. Auk þess verða á boðstólum íþróttir, leiklist, ræðumennska, kynning á hollustufæði o.fl. Sýn- ingin hefst kl. 10 f.h. og lýkur kl. 16. Kl. 13 verður dagskrá í samkomusal skólans þar sem boð- ið verður upp á leiklist, tónlist og orðlist, auk veitinga. Þennan dag verður sýndur afrakstur af já- kvæðu starfi og áhugamálum unglinganna. (Fréttatilkynning) Vr i I p t l i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.