Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGAIÍDAGUR 8. MA' 1993 Hafnafram- kvæmdir 1993-1996, helstu verkefni Bolungarvík: Brim- varnargarður við Brjót og Grundargarður samtals 110,5 millj. kr. Blönduós: Brimvarnar- 1 i garður, viðlegukantur og stáltunnur við bryggju- enda. Alls 176,8 millj. kr. • ~ \ : M Isafjörður: Framkvæmdir við Sundahöfn og Bátahöfn, líkantilraunir við olíubryggju, alls 208,7 millj. kr. .............................. U I J Húsavík: Verklok við Norður- garð, dýpkunarframkvæmdir og grjótvörn. Alls 174,4 millj. kr. Sauðárkrókur: Fram- kvæmdir við dýpkun, stálþil og lenging brim- varnargarðs. Alls 177,7 millj, kr. Dalvík: Líkantilr. við brim- varnargarð, endurbætur við Norður- og Suðurgarð auk slitlags á gámasvæði. Alls 186,1 millj. kr. J J -Jl Akranes: Framkvæmdir við Faxabryggju samtals 133,7 millj. kr. Djúpivogur: Sett upp hafnarvog. Framkvæmdir við bátahöfn og smábátahöfn auk líkanlilrauna. Alls 93,2 millj. kr. L Grindavík: Framkvæmdir við Eyjabakka, smábátaaðstöðu og dýpkunarframkvæmdir. Alls 211,4 millj. kr. Vestmannaeyjar: Framkvæmdir við farmskipakant, Friðarhafnar- kant, sandfangari við Skeglu- tanga, smábátaaðstaða og raflögn og lýsing við Gjábakka, Alls 168,8 millj. kr. Homafjörður: Dýpkun hafnar, leiðarmerki, stálþil Álaugarey-Krossey, flotbryggja o.fl. Alis 114,1 millj. kr. Hafnarframkvæmdir árin 1993-1996 Heildarkostnað- ur 3,7 milljarðar GERT er ráð fyrir að heildarkostnaður við hafnarframkvæmdir næstu fjögnr árin verði 3.661,2 millj. að því er fram kemur í tillögu til þings- ályktunar sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Ekki er gerð tillaga um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga þar sem lög og regl- ur um greiðsluþátttöku ríkissjóðs eru í endurskoðun. Kostnaðarskipt- ing framkvæmda fyrir árið 1993 fylgir gildandi reglum. Auk þess er samningaviðræðum um hugsanlega myndun hafnarsamlaga sums stað- ar á landinu ekki lokið. Myndun hafnarsamlaga gæti leitt til breytinga á framkvæmdaröð á viðkomandi stöðum. Árið 1993 er áætlað að veija 803,1 milljón um land allt, 967,5 milljónum 1994 og 1.890,6 milljónum árin 1995 og 1996. Á Vesturlandi munu fram- pjóáleíkhósí* frumsýn" í \ Fylgstu meb á laugardögum! Menning og listir kemur út á laugardögum. Þetta er blað fyrir alla þá sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í heimi menningar og lista í landinu. Ótal hliðar listalífsins eru kynntar og forvitnast er um listafólkið sjálft. Umfjöllun um leikrit, tónlistarviðburði, bækur og sýningar hvers konar er meðal efnis auk yfirlits yfir helstu listviðburði. - kjarni málsins! kvæmdir kosta 376,2 milljónir áfyrr- greindu fjögurra ára tímabili, 631 milljón á Vestíjörðum, á Norðurlandi vestra 477,1 milljón og Norðurlandi eystra 892 milljónir. Kostnaður fyrir Austurland mun nema 669 milljónum og 202 milljónum fyrir Suðurland. í Reykjaneskjördæmi munu fram- kvæmdir kosta 392,5 milljónir króna. 177 milljónir til Blönduóss Framkvæmdir á Vesturlandi verða mestar á Akranesi. Verður heildar- kostnaður 133,7 milljónir króna. Á Vestfjörðum ber framkvæmdir á fsafírði hæst, alls fyrir 208,7 milljón- ir. Bolungarvík fylgir í kjölfarið með 110,5 milljóna króna framkvæmda- kostnað. Á Norðurlandi vestra nemur fjárveiting til hafnarmannvirkja fyrir Blönduós 176,8 milljónum og 177,7 milljónum króna fyrir Sauðárkrók. Mestar framkvæmdir á hafnar- mannvirkjum Norðurlands eystra verða á Dalvík og Húsavík. Munu þær kosta 186,1 milljón á Dalvík, þar af verða 179 ’milljónir veittar árin 1995 og 1996. Á Húsavík mun kostnaðurinn nema 174,4 milljónum. Þar verða framkvæmdir mestar á þessu ári, eða fyrir 93,9 milljónir. Á Austurlandi verður mestu fé varið til mannvirkjagerðar á Djúpa- vogi og'Hornafírði. Verða 93,2 millj. veittar næstu fjögur árin á Djúpa- vogi og 114,1 milljón á Hornafírði. 211 milljónir til Grindavíkur í Suðurlandskjördæmi verður 168,8 milljónum, af 202 milljóna króna framlagi varið til framkvæmda í Vestmannaeyjum. Á Reykjanesi eru framkvæmdir við Grindavíkurhöfn stærsti kostnaðarlið- urinn, 211,4 milljónir króna af 392,5 milljóna framlagi. Óskipt fé til ýmissa framkvæmda á landinu næstu fjögur árin nemur 21,3 milljónum. ------»■ ♦ » Aðalfundur SH Stjórnvöld átalin fyrir aðgerðaleysi JÓN Ingvarsson var endurkjörinn formaður sljórnar á aðalfundi SH, sem lauk í gær. Stjórnin var öll endurkjörin að frátöldum Magn- úsi Kristinssyni í Vestmannaeyj- um, sem gengið hafði úr samtök- unum. í hans stað var Sigurður Einarsson, í Vestmannaeyjum, kjörinn. Fundurinn samþykkti ályktun, þar sem stjórnvöld eru átalin fyrir aðgerðaleysi. Ályktun aðalfundarins er svohljóð- andi: „Fundurinn telur aðgerðaleysi stjórnvalda gagnvart vandamálum sjávarútvegsins ámælisvert. Þrátt fyrir að fyrir liggi sú staðreynd að framundan séu fjöldagjaldþrot og hrun atvinnugreinarinnar, virðast stjórnvöld ekki vilja viðurkenna hve horfurnar eru alvarlegar, þar sem engar stjórnvaldsaðgerðir eru í sjón- máli sem ætla má að létti þessari atvinnugrein róðurinn." Stjórn SH skipa nú: Jón Ingvars- son, formaður, Brynjólfur Bjarnason, Gunnar Ragnars, Haraldur Stur- laugsson, Jón Páll Halldórsson, Ra- kel Olsen, Aðalsteinn Jónsson, Finn- bogi Jónsson, Lárus Ægir Guð- mundsson, Svavar B. Magnússon, Sigurður Einarsson, Einar Oddur Kristjánsson, Ólafur B. Ólafsson, Pétur Þorsteinsson og Sighvatur Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.