Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 20
20 M0RGUNBLAÐIÐ LAUGARÐAGUR 8. MAI1993 Fyrirhugaður niðurskurður hjá Varnarliðinu Eiríkur A. Sigurðsson trúnaðarmaður verslunarmanna Algjör óvissa ríkir um niðurskurðinn í MÁLI Eiríks Á. Sigurðssonar, trúnaðarmanns starfsmanna í Versl- unarmannafélagi Suðurnesja hjá varnarliðinu, sem jafnframt á sæti í stjórn Starfsmannafélags varnarliðsins, kom fram að algjör óvissa væri með framvinduna í niðurskurði á starfsemi varnarliðsins, og fréttir í fjölmiðlum væru ýktar af þessum málum, miðað við þá vitn- eskju sem starfsmönnum hefur verið látin í té. Eiríkur sagði að aðmíráll vamar- liðsins í Keflavík hefði sent íslensk- um starfsmönnum varnarliðsins í gærmorgun skilaboð um eina af fjölmörgum sjónvarpsrásum varn- arliðsins þess efnis að þó svo að fækkað yrði í varnarliðinu væri ekkert útkljáð í þeim efnum. Hann sagði að um leið og ákvarðanir lægju fyrir yrði starfsmönnum vamarliðsins fyrstum allra kynntar þær. „Ég vinn í birgðastofnun vamar- liðsins og þar hefur ekki orðið neinn samdráttur og jafnvel verið að létta til. Síðustu ár hefur verið ráðning- arfrysting en nú er verið að ráða yfir 100 manns til sumarafleysinga, sem er sami fjöldi og í fyrra. Vegna ráðningarfrystingarinnar hafa þeir sem hafa verið í vinnu hjá varnarlið- inu verið lausráðnir til nokkurra mánaða eða út fjárhagsárið. Núna hefur verið gefið leyfi til að fast- ráða 54 starfsmenn af þeim laus- ráðnu. Það gæti bent til þess að varnarliðið hafi komið sér niður á þann fjölda starfsmanna sem það vill hafa í sinni þjónustu miðað við núverandi aðstæður,“ sagði Eiríkur. Upplýsingastreymi Hann sagði að ef samdrátturinn yrði jafnmikill og svartsýnustu spár ganga út á yrði ekki að neinu að hverfa fyrir flesta starfsmenn varn- arliðsins. „Það er atvinnuleysi á Suðumesjum og barist um sumar- störfín hjá varnarliðinu. En ég hef sjálfur ekki mikla trú á því að sam- drátturinn verði mikill næsta fjár- hagsár hvað sem síðar verður." Eiríkur sagði að upplýsinga- streymið frá yfírstjóm vamarliðsins til íslenskra starfsmanna hafi ekki verið mikið í gegnum tíðina, einfald- lega vegna þess að það hefði ekk- ert verið að gerast. „Eftir stofnun starfsmannafélagsins hefur aðmír- állinn tvisvar sinnum séð ástæðu til að funda með íslensku starfs- mönnunum til að upplýsa þá um hvað stæði fyrir dyrum. Hins vegar hafa stærri hreyfingar eins og al- mennur niðurskurður til hermála ekki verið ræddar við okkur. Það fylgir því óöryggi að vita ekki hvað stendur fyrir dyrum í þessum mál- um. Bæjarstjómirnar í Keflavík og Njarðvík hafa fundað með yfirstjórn varnarliðsins og gert henni grein fyrir þeim afleiðingum sem fjöld- auppsagnir hefðu, og farið fram á að ef hjá samdrætti yrði ekki vikist yrði hann látinn ganga yfir á nokkr- um árum.“ Ekkert fararsnið Eiríkur kveðst ekki sjá neitt far- arsnið á vamarliðinu. „Allar áætl- anagerðir í sambandi við bygginga- mál em til margra ára. Varnarliðið hefur byggt upp þijú stór íbúða- hverfl innan vallarsvæðisins á síð- ustu ámm og luku við síðasta hverf- Fjölg'un á vellinum EIRÍKUR Á. Sigurðsson, trúnað- armaður í Verslunarmannafélagi Suðurnesja. ið, fyrir um eitt hundrað íbúa, sl. vetur. Þar á undan byggðu þeir 224 íbúðir og í fyrsta hverfinu hugsa ég að hafi verið 300-400 íbúðir. Einstaklingum í herþjónustunni hefur fækkað og fjölskyldum hefur fjölgað. Fari einstaklingur af staðn- um kemur fjölskylda í staðinn.“ Eiríkur sagði að erfítt væri að álykta annað en að vamarliðið hygðist vera hér áfram miðað við fjárfestingar og uppbyggingu á svæðinu. Starfshóp- urinnóskar eftir fundi í næstu viku EKKI hafa borist svör frá bandarískum stjórn- völdum við ósk starfs- hóps fulltrúa utanríkis- ráðuneytis og forsætis- ráðuneytis um viðræður í Washington vegna fyr- irhugaðs niðurskurðar og breytinga hjá varnar- liðinu. Gunnar Pálsson, sendiherra í utanríkisráðuneytinu, segir að óskað hafí verið eftir að fundirnir gætu farið fram sem fyrst og vilji þeir helst að við- ræðurnar geti farið fram í síð- ari hluta næstu viku. Gunnar sagði að áhersla yrði lögð á að ná tali af sem hæst settu fulltrúum í bandaríska vamarmálaráðuneytinu. Það gæti þó verið erfiðleikum háð vegna þess hve fyrirvarinn sé stuttur auk þess sem Clinton- stjómin sé ekki búin- að skipa í fjölmargar stöður innan stjómkerfísins. Yfirlýsing bandaríska vamarmálaráðuneytisins Staðið í hvívetna við tvíhliða varnar- samning við Island OPINBER yfirlýsing Bandaríkjastjórnar gefin út af fjölmiðlaskrif- stofu varnarmálaráðuneytisins (Pentagon) síðdegis á föstudag: Guðmundur Þónr Einarsson trúnaðarmaður Vamarliðið hefur skyldur GUÐMUNDUR Þórir Einarsson er trúnaðarmaður um 50 rafiðnaðar- manna í Rafiðnafélagi Suðurnesja sem vinna hjá vamarliðinu. Hann telur að þetta sé áreiðanlega stærsti vinnustaður rafiðnaðarmanna á landinu. Orðið hafi vart við aukinn þrýsting af hálfu varnarliðsins að ráða bandariska hermenn í störf sem áður hefðu verið skipuð íslendingum. Guðmundur telur að varnarliðið hafi skyldum að gegna gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum og Suðurnesjum í heild sem atvinnusvæði. „Það mætti hugsa sér að varnar- liðið hefði einhveijar skyldur gagn- vart Suðumesjum því í gegnum árin hefur það sogað til sín vinnuafl- ið og heft oft og tíðum eðlilega atvinnuþróun á Suðurnesjum. Fólk hefur leitað í það sem hefur gefíð best. Afleiðingarnar eru þær að vamarliðið getur dregið sig út úr þessu með allt sitt hafurtask þegar því sýnist og svæðið er skilið eftir í rúst.“ Hann sagði að þrátt fyrir allt hefði varnarliðið þó verið afar tryggur og góður vinnuveitandi í gegnum tíðina, og dæmi væru um að menn hefðu unnið hjá því í yfir 40 ár. Sjálfur hefur Guðmundur unnið hjá varnarliðinu í 15 ár. Hins vegar væri farið að örla á óöryggi og menn væru famir að gera sér grein fyrir því að vera varnarliðs á Islandi í þeirri mynd sem íslending- ar þekktu myndi ekki vara að eilífu. Sérhæfing Hann sagði að störf rafiðnaðar- manna hjá varnarliðinu lytu m.a. að flugbrautarlýsingu, heimilis- tækjaviðgerðum, viðvömnarkerf- um, sjónvarpskapalkerfum, loft- ræstikerfum og fleiru. Unnið væri með önnur efni og að öðrum verk- efnum en tíðkist á íslenskum vinnu- markaði og af þeim sökum yrðu rafiðnaðarmenn í vinnu hjá varnar- liðinu afar sérhæfðir starfskraftar, sem væru jafnvel ekki gjaldgengir inn á íslenskan vinnumarkað. Af þeim sökum fyndist honum að varn- arliðið ætti einnig vissum skyldum að gegna við íslenska starfsmenn sína og bæri jafnvel skyldi til að endurmennta þá inn á íslenskan vinnumarkað. íslenskum störfum fækkað Guðmundur sagði að ráðningar- frysting hefði verið í gildi í nokkum tíma. „Við höfum orðið varir við aukinn þrýsting í þá veru að banda- rískir hermenn taki störf íslendinga inni á verkstæðunum. Það var heil- mikið mál í gangi í fyrra vegna þessa og það er talað um að þetta fari að gerast í auknum mæli núna. Þetta hafa verið alíslenskir vinnu- staðir til fjölda ára. Við fengum lögfræðing til að skoða þessi mál og hvort varnarsamningurinn tæki eitthvað til þeirra. Okkur finnst þessi tvíhliða varnarsamningur að þessu leyti mjög haldlítill," sagði Guðmundur. Skref aftur á bak Hann sagði að vamarliðið legði áherslu á að bandarískir hermenn öðluðust ákveðna starfsþjálfun meðan þeir gegndu hér herþjón- ustu. „Þeir bera því við að ástæðan sé sú að með þessu móti öðlist her- mennirnir þekkingu og læri af hin- um reyndu íslensku iðnaðarmönn- um, eins og sagt er. En auðvitað finnst okkur þetta vera skref aftur á bak. Það er að sjálfsögðu von okkar að ríkið og bæjaryfírvöld á svæðinu láti málið til sín taka en láti það ekki koðna niður í nefndum eins og verið hefur,“ sagði Guð- mundur. Skyldur og réttindi GUÐMUNDUR Þórir Einarsson, trúnaðarmaður í Rafiðnaðarfé- lagi Suðurnesja, telur að varnar- liðið hafi vissum skyldum að gegna gagnvart íslenskum starfsmönnum sínum og atvinnu- svæðinu í heild. Hvað varðar niðurskurð í Kefla- vík mun Bandaríkjastjórn standa í hvívetna við tvíhliða varnarsamn- ing sinn við ísland frá árinu 1951. Til að fara náið eftir öryggissátt- mála Bandaríkjanna og íslands eru ríkisstjórnir landanna að hefja við- ræður um málefni sem tengjast því bandaríska herliði sem hefur veru á íslandi. Samstaða ríkir um mikilvægi þess að viðhalda öflugum viðbún- aði af hálfu Bandaríkjamanna og NATO í Keflavík. Bandaríkjamenn hafa á undanförnum árum verið að draga úr herstyrk sínum jafnt heima fyrir sem erlendis. Þessar breytingar má rekja til bættrar stöðu heimsmála í kjölfar endaloka kalda stríðsins og stöðu ríkisfjár- mála. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi Keflavíkurstöðina. Allar breytingar á samsetningu varnarliðsins þar munu verða teknar í samráði við íslensk stjórn- völd. Bjami Finnsson endurkjörinn formaður Kaupmannasamtaka Samtök í verslun huga nú að nánari samvinnu HUGMYNDIR eru nú uppi innan þeirra þriggja samtaka sem standa að Islenskri verslun að auka samvinnu sín í milli og koma jafnvel á sameiginlegri skrifstofu. Þau samtök sem hér um ræðir eru Kaup- mannasamtökin, Félag íslenskra stórkaupmanna og Bilgreinasam- bandið. Á aðalfundi Kaupmannasamtakanna á fimmtudag lýsti Bjarni Finnsson, sem var endurkjörinn formaður til tveggja ára, yfir stuðningi við þessar hugmyndir. Bjarni sagði í ávarpi sínu á aðal- fundinum að með nánari samvinnu samtakanna mætti ná fram veru- legri hagræðingu í rekstri þeirra sem um leið gæfi aukið svigrúm til faglegri vinnubragða. Hann ít- rekaði hins vegar að allar hug- myndir í þessa átt gengju út frá því að samtökin sem slík störfuðu áfram og héldu sjálfstæði sínu. Sameiginlega yrði unnið að hinum stærri hagsmunamálum, en sér- tækara starf færðist út í smærri sérgreinahópa og félög. Þá nefndi Bjami hugmyndir um sameiningu allra þeirra fjárfesting- arsjóða sem starfræktir eru innan samtaka íslenskrar verslunar. „Frá því Verslunarlánasjóðurinn rann inn í starfsemi íslandsbanka þykir mörgum sem verslunina skorti þann öfluga fjárhagslega bakhjarl sem sjóðurinn var á sinni tíð. í framhaldinu hefur m.a. verið rætt að æskilegt væri að stofna öflugan fjárfestingarsjóð með aðild fyrr- nefndra sjóða og hugsanlega fleiri lánastofnana," sagði Bjami. Birgir Rafn Jónsson, formaður Islenskrar verslunar, benti á í ræðu sinni að samtök iðnaðarins væru að sameina samtök sín. Ef af því yrði mynduðust sterk samtök með sterka samningsstöðu og nauðsyn- legt væri fyrir verslunina að geta mætt þessu með einum eða öðrum hætti. „Við vorum fýrst í verslun- inni að fara inn á þessa braut með stofnun íslenskrar verslunar í jan- úar í fyrra en ég tel að það sé mjög nauðsynlegt að við höldum áfram að vinna þetta betur. Það er mikil nauðsyn á því að við förum til þess að taka næsta skref.“ Á aðalfundinum var Sigrún Magnúsdóttir endurkjörin varafor- maður Kaupmannasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.