Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 23 Garðyrkjan í hættu? Garðyrkjubændur, sem rækta blóm og grænmeti, telja hagsmunum sínum í hættu stefnt, verði innflutningur leyfður án verðjöfnunar- gjalda. Gervihnattakort sýnir gróður o g auðnir landsins LANDMÆLINGAR íslands gáfu í gær úr fyrsta heildarkortið af ís- landi, sem sýnir útbreiðslu gróðurs og auðnir landsins. Jafnframt er það fyrsta tölvutæka þemakortið af öllu íslandi á markaði hérlendis fyrir landfræðileg upplýsingakerfi. Gróðurmyndin er ásamt skýringum prentuð á vandaðan pappír, að stærð 67x100 sm. Nú fást í fyrsta skipti heildstæð gögn af landinu sem hægt er að nota til viðmiðunar eftir nokkur ár til að_ meta árangur af landgræðslu- og gróðurverndar- starfi, að því er Agúst Guðmundsson, forsljóri Landmælinga, sagði er hann kynnti blaðamönnum þetta kort gert úr gerfihnattamyndum. og hvaða búvörur skuli heimilt að flytja inn og með hvaða skilyrðum, þ.m.t. hvort lögð skuli á verðjöfnun- argjöld, eins og tollalög og við- skiptasamningar heimila,“ segir í álitinu. Össur blekktur? A lokastigi málsmeðferðar land- búnaðarnefndar voru bæði utanrík- isráðherra og viðskiptaráðherra er- lendis. Ekki virðist hafa verið tekið mark á mjög harðorðum mótmælum frá embættismönnum í viðskipta- ráðuneytinu og ijármálaráðuneyt- inu, sem Morgunblaðinu er kunnugt um að voru send nefndarmönnum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins fullyrða sumir nefndar- manna að Egill Jónsson, formaður nefndarinnar, hafí aldrei sýnt þeim athugasemdir sumra ráðuneytanna og þeir hafi því staðið í þeirri trú að þau hefðu ekkert við frumvarpið að athuga. Hvað varðar Össur Skarphéðinsson, formann þing- flokks Alþýðuflokksins og nefndar- mann í landbúnaðarnefndinni, halda flokksbræður hans því fram að hann hafi ekki vitað undir hvað hann var að skrifa vegna veikinda og fjarvista. Hann hafi staðið í þeirri trú að tillit yrði tekið til at- hugasemda ráðuneytanna við frum- varpið. Össur hefur ekki viljað tjá sig um rnálið sjálfur. Deilan óleyst þótt málið frestist Málið hleypti þingstörfum í hnút í gær. Alþýðuflokksmenn og fjár- málaráðherra reyndu ákaft að fá landbúnaðarráðherra til að gefa eftir, en hann var fastur fyrir. Mik- ið mun hafa gengið á þegar ráðherr- ar ræddu saman; nánast legið við handalögmálum. Andstæðingar landbúnaðarráðherra reyndu síðan að fá málið tekið af dagskrá þings- ins. Egill Jónsson og fleiri stuðn- ingsmenn frumvarpsins í núverandi mynd munu hins vegar hafa hótað því að keyra frumvarpið í gegn með atkvæðum stjórnarandstöðunnar. í gærkvöldi tók Halldór Blöndal ekki ólíklega i að frumvarpið yrði geymt til hausts. Hann þvertók hins vegar fyrir að breyta efnisatriðum þess á nokkurn hátt og deilan um paradís- arfuglablómin, paprikurnar og smjörlíkið heldur því áfram að eitra andrúmsloftið á stjórnarheimilinu. Verkið var unnið í samvinnu Land- mælinga íslands, Landgræðslu ríkis- ins og Rannsóknastofnunar landbún- aðarins. Kostnaður var 15,5 milljón- ir, þar af fóru 10 milljónir til gagna- kaupa, en Framleiðnisjóður landbún- aðarins tók þátt í kostnaðinum. „Með þessu verkefni er komin inn í landið ný tækni og verðmæt gögn sem þeg- ar eru farin að nýtast við kortagerð, skipulagningu landgræðslustarfs og gróðurvernd," sagði Ágúst. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði þetta mikilvægt tæki. Aðdragandi þessa máls er sá að tveimur árum fyrir gjaldþrot Bygg- ingarfélagsins ÖS voru eigur þess seldar ÓS Húseiningum hf. en sömu aðilar eiga bæði fyrirtækin. Eignirn- ar, m.a. steypustöð Byggingarfélags- ins ÓS, voru borgaðar með yfirtöku á skuldum að upphæð 315 milljónir króna og skuldabréfum en upphæð þeirra átti að ákveða síðar. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður þrotabús Byggingarfélagsins höfðaði síðan mál fyrir héraðsdómi til að fá þessi bréf greidd og nýlega gekk dómur á þá leið að ÓS Húseiningar ættu að greiða þrotabúinu tæplega 100 millj- ónir króna. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar þar sem hann er til meðferðar. Lögmaður þrotabús Byggingarfélagsins krafðist lög- geymslu á skuldinni í eigum OS Húseininga meðan beðið væri dóms Hæstaréttar en stjórn fyrirtækisins Kortið beri mikið magn upplýsinga til að meta og skipuleggja land- græðslustarfið. Og Þorsteinn Tómas- son, forstjóri RALA, fagnaði þessum áfanga, sem hann kallaði gagna- grunn að áframhaldandi vinnu. Fyrstu eintökin voru afhent forseta Islands, landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, og sagði Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri þetta dæmi um gott samstarf milli þriggja stofnana í tveimur ráðuneytum og til eftirbreytni. gat ekki bent á neinar eignir til tryggingar þeirri kröfu og ákvað því að óska eftir gjaldþroti. Tveir bústjórar Skipaðir hafa verið tveir bú stjórar yfir þrotabú ÓS Húseininga, þeir Jón Auðunn Jónsson og Valgarður Sig- urðsson. Er Morgunblaðið ræddi við þá í gærkvöldi kváðust þeir litlar upplýsingar hafa um málið enda nýbúið að skipaþá. Jón Auðunn sagði að í dag, laugardag, myndu þeir hefla störf með skýrslutöku og að kynna sér gögn í málinu. í gærdag bárust lögreglunni í Hafnarfirði ábendingar um að verið væri að flytja töluvert af vörum af lager fyrirtækisins. Jón Auðunn seg- ir að ef þessir flutningar standi í tengslum við gjaldþrotið muni lög- regluyfirvöldum verða falið að rann- saka það. BMF. Örugg festing med ábyrgð. ii HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16, Reykjavik Helluhrauni 16, Hafnarfirði Morgunblaðið/Diðrik Jóhannesson Hundatamning GUNNAR Einarsson á Daðastöðum og hundur hans, Lappi, við tamn- ingu á ungum fjárhundi. Tamiiing- fjárhunda krefst þolinmæði Hvanntúni í Andakíl. BÆNDASKOLINN á Hvanneyri stóð fyrir námskeiði í tamningu fjár- hunda nýlega. Gunnar Einarsson, bóndi á Daðastöðum í Núpasveit, kenndi fimm nemcndum þá list að temja fjárhunda. Aðsókn á námskeiðið var mikil en aðeins er hægt að leiðbeina fáum í einu, því ekki er eingöngu verið að leiðbeina mönnum heldur líka hundum. Mikilvægt er að hundarnir kunni að hlýða eigendum sínum til að einhver von sé á árangri. Sumir hundarnir voru of æstir þegar byrjað var, aðrir of rólegir, en þetta lagað- ist fljótt í meðförum Gunnars og eiganda. Gunnar hafði alltaf einn hund sér við hlið og lét hann grípa inn í ef þörf var á við tamninguna. Hann virtist alltaf vita hvað hann átti að gera þegar hinir hundarnir réðu ekki við gemlingana. Þörf á fjárhundum Þörf fyrir góða fjárhunda í sveit- um er brýnni nú er nokkur sinni áður. Færra fólk er í sveitum til smalamennsku og verða góðir fjár- hundar að koma þar til sögunnar ef ijárbændur eiga að ráða við smöl- un á víðáttumiklum heimalöndum og afréttum. - DJ. Gróðurmynd afhent BOÐVAR Guðmundsson, Sveinn Runólfsson og Þorsteinn Tómasson afhenda forseta lslands, Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta eintakið af gróðurmyndinni. * OS húseiningar hf. lýst gjaldþrota Stærstu kröfu- hafar eiga 400 milljónir í búinu STJÓRN ÓS Húseininga hf. óskaði eftir að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta seint í gærdag og varð Héraðsdómur Reykjaness við beiðninni um klukkan 18. Gjaldþrotið kemur í kjölfar árangurslausrar löggeymslu af hendi þrotabús Byggingarfélagsins ÓS hf. fyrir 100 milljón króna skuld sem þrotabúinu var nýlega dæmd í héraðsdómi. Stærstu kröfuhafar í þrotabú ÓS Húseininga eru Landsbankinn og Iðnlánasjóður með um 300 milljón króna kröfur og þrotabú Byggpngar- félagsins með 100 milijón króna kröfu. Við gjaldþrotið voru um 50 menn starfandi á vegum fyrirtæksins. iitmilA AUCIÝSINCASTOFAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.