Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 Breski Ihaldsflokkurinn geldur afhroð í kosningum Þrýstir á breyting- ar í rí kisstj órninni London. Reuter. BRESKI íhaldsflokkurinn galt mikið afhroð I sveitarstjórnar- og aukakosningum á fimmtudag og eru úrslitin talin auka þrýsting á John Major forsætisráðherra að stokka upp í stjórninni. Þingmeiri- hluti flokksins er riú 19 atkvæði og íhaldsmenn ráða nú aðeins einu sveitarfélagi af 47 í Englandi og Wales. Sigrinum fagnað David Rendel, frambjóðandi frjálslyndra demókrata, fagnar sigri í aukakosningunum í Newbury en hann vann með yfirburðum, fékk 37.590 atkvæði, 22.000 umfram frambjóðanda íhaldsflokksins. Fram- bjóðandi Verkamannaflokksins fékk aðeins 1.151 atkvæði og tapaði þar með tæplega 50.000 kr. tryggingu, sem frambjóðendur verða að setja. Skemmdarverkið á norska hvalbátnum Watson og fé- lagar ákærðir Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. BIRT hefur verið ákæra í Noregi á hendur Paul Watson, formanni Sea Shepherd-samtakanna, og tveimur samverkamönnum hans. Er þeim gefið að sök að hafa unnið skemmdarverk á hvalbátnum Nyb- ræna aðfararnótt 27. desember sl. Viðurlögin við brotinu eru allt að fjögurra ára fangelsi. Major viðurkenndi í gær, að kosningaúrslitin væru dómur yfir frammistöðu stjórnarinnar í bar- áttunni við langvarandi efna- Fjármálaráðuneytið býst við, að þjóðarframleiðslan minnki um 0,5% á þessu ári en hún hrapaði um 6,4% 1991, að stórum hluta vegna hruns Sovétríkjanna og missis markaða þar, og á síðasta ári dróst hún saman um 3,5%. Er því spáð, að atvinnuleysið, sem nú er 17,4%, aukist enn og eftirspurn á innanlandsmarkaði minnki. Er raunar óttast, að atvinnuleysi með- al ungs fólks fari í um 33%. Góðu fréttirnar eru þær, að útflutningur hefur aukist mikið að undanförnu hagssamdrátti. „Kjósendur voru ákveðnir í að veita stjórninni ráðn- ingu og það gerðu þeir vissulega. Samdrættinum er augljóslega að og er það aðallega rakið til veru- legra gengisfellinga finnska marksins. I skýrslunni segir, að efnahags- kreppan verði langærri en taiið hefði verið en þó er búist við, að þjóðarframleiðslan aukist um 2% á næsta ári. Það mun þó engu breyta um atvinnuleysið. Þá segir, að ríkissjóðshallinn verði áfram mikill en verðbólga lítill og hagnaður af viðskiptunum við útlönd eykst á næsta ári. ljúka en fólk finnur ekki fyrir því enn,“ sagði Major. Krefjast afsagnar Lamonts Aukakosningar voru í kjördæm- inu Newbury vestur af London og þar sigraði frambjóðandi frjáls- lyndra demókrata með miklum meirihluta eða 22.000 atkvæðum. Ihaldsflokkurinn hafði ráðið kjör- dæminu í tæp 70 ár eða frá 1924. Gerir niðurstaðan Major enn erfíð- ara fyrir á þingi, til dæmis hvað varðar samþykkt Maastricht- samningsins, og viðbrögð sumra þingmanna flokksins voru þau að krefjast afsagnar Normans Lam- onts fjármálaráðherra. „Það er augljóst, að fjármála- ráðherrann verður að fara. Kjós- endur vantreysta honum þótt betur sé farið að ganga í efnahagslífinu og þeim finnst stjórnin líflaus, eins og rekald, sem hrekst úr einu vand- ræðamálinu í annað. Það er eins og hún eigi sér engin markmið,“ sagði John Carlisle, einn þing- manna flokksins. Paddy Ashdown, leiðtogi Frjáls- lynda demókrataflokksins, fagnaði sigrinum í Newbury en ýmsir frammámenn íhaldsflokksins kváðust hugga sig við, að eftir hálft ár myndi efnahagsbatinn vera farinn að skila sér til fólksins. I sveitarstjórnarkosningunum töpuðu íhaldsmenn 15 af 16 kjör- dæmum, sem þeir hafa ráðið, en í flestum þeirra hefur þó enginn einn flokkur meirihluta nú. Auk Watsons er um að ræða Lisu Distefano, fyrrverandi nektarfyrir- sætu, og Bandaríkjamanninn Dwight Worker. Geir Fornebo við ríkissaksóknaraembættið í Norð- landi ætlar að reyna að birta þeim stefnuna en óvíst er hvernig það muni ganga. Watson og Distefano, sem var miðopnustúlka í Playboy 1983 og ’85, eru nú um borð í Sea Shepherd-skipinu á leið á miðin við Noreg og hyggjast trufla hvalveiðar Norðmanna í sumar. Skemmdarverkið á Nybræna var unnið þegar báturinn var í höfninni í Steine í Lófót. Voru botnlokurnar opnaðar þannig að skipið hálffylltist af sjó en þó tókst að koma í veg fyrir, að það sykki. Watson hefur margoft viðurkennt verknaðinn og stært sig af honum og hann hefur einnig sagst mundu mæta fyrir norskum rétti. -----♦ ♦ ♦----- Suður-Afríka Kosning- ar verða innan árs Jóhannesarborg. Reuter. HELSTU stjórnmálaflokkarnir í Suður-Afríku samþykktu form- lega í gær að fyrstu þingkosning- arnar í landinu með þátttöku allra kynþátta skyldu haldnar innan árs. Samningamenn flokkanna í við- ræðum um nýja stjórnarskrá sam- þykktu ályktun sem skuldbindur þá til að semja innan fjögurra vikna um dagsetningu kosninganna, sem verði ekki síðar en í apríl á næsta ári. Fulltrúar stjórnar F.W. de Klerks forseta, Afríska þjóðarráðs- ins (ANC) og Inkatha-frelsisflokks- ins sögðust styðja ályktunina. Að- eins tveir flokkar í viðræðunum - flokkur blökkumanna í Ciskei og Ihaldsflokkurinn - lögðust gegn ályktuninni. Fulltrúi Ciskei sagði hins vegar eftir atkvæðagreiðsluna að hann og fulltrúi íhaldsflokksins væru reiðubúnir að sætta sig við niðurstöðuna og snúa sér að næsta verkefni í viðræðunum. Disney sagður njósnari FBI og hafa hneigst til nasisma New York. The Daily Telegraph. BANDARISKI teiknimyndajöfurinn Walt Disney var njósnari banda- rísku alríkislögreglunnar FBI í 26 ár, að því er fram kemur í skjöl- um sem afhjúpuð hafa verið samkvæmt lögum um upplýsingaskyldu stjórnvalda. Þá er því haldið fram í nýrri bók að Disney hafi hneigst til nasisma. Skjölin sýna að Walt Disney var í nánu sambandi við J. Edgar Hoov- er, þáverandi yfirmann FBI, sem samkvæmt nýlegum afhjúpunum beitti stjómmálamenn kúgunum með upplýsingum sem lögreglan safnaði um einkalíf þeirra, auk þess sem hann mun hafa verið sam- kynhneigður klæðskiptingur. Áður hafði komið fram að Ronald Reag- an, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var einn af uppljóstrurum FBI í Hollywood þegar hann starfaði þar sem kvikmyndaleikari. í skjölunum kemur fram að Disney samþykkti fyrst að veita FBI upplýsingar um samstarfs- menn sína í Hollywood árið 1940. Þegar starfsmenn í teiknimynda- iðnaðinum fóru í verkfall ári síðar sakaði hann þá opinberlega um „kommúnískan undirróður" og hann sá Hoover fyrir löngum skýrslum um einstaklinga sem hann sagði kommúnista. Hann kom einnig fyrir rannsóknarnefnd Joes McCarhys þar sem hann áréttaði staðhæfmgar sínar um kommún- isma þeirra sem skipulögðu verk- fallið. Árið 1954 veitti Hoover síðan Disney titilinn „Sérlegur njósnari við stjórn, tengiliður,“ sem í njósna- heiminum er oftast kallaður „SAC- tengiliður". Hoover fékk Reagan til liðs við FBI árið 1947, þegar hann var formaður félags kvik- myndaleikara, og í skjölum lögregl- unnar var vísað til hans sem „Sco- urce T-10“, sem merkir að hann var leynilegur heimildarmaður FBI með dulnefnið T-10. Taugaveiklun, drykkjusýki og þráhyggja Þessar upplýsingar um Disney koma fram í nýrri ævisögu hans, „Walt Disney - Hollywood’s Dark Prince", sem kemur út í júlí. Höf- undurinn, Marc Eliot, heldur því einrtig fram í bókinni að Disney hafi einnig átt við sálræna erfið- leika að etja og hafi drukkið of mikið. Hann hafi verið taugaveikl- aður og haldinn þráhyggju, sem hafí meðal annars lýst sér í því að hann hafi sífellt verið að þvo sér um hendurnar. Walt Disney hafí stutt nasistaflokk Bandaríkjanna á fjórða áratugnum og alla tíð haft andúð á gyðingum. Þá hafi hann beitt sér mjög fyrir því að Banda- ríkjamenn veittu ekki bandamönn- um aðstoð í heimsstyrjöldinni síð- ari en hætt því eftir árásina á Pe- arl Harbour 7. desember 1941. Ýmsir telja að nokkrar af persónun- um sem hann skapaði, svo sem Mikki mús og Andrés önd, beri keim af fasisma. Disney andaðist árið 1966. Hoover rýndi í handritin Dagblaðið The New York Times fékk skjölin frá Eliot, birti útdrátt úr þeim og sagði að enginn vafí léki á því að þau væru ófölsuð. Þar kemur fram að Disney skrifaði Laumu-nasistar? Walt Disney ásamt tveimur af þekktustu teiknimyndapersónunum sem hann skapaði, Mikka mús og Andrési önd. Ýmsir telja að þessar persónur beri keim af fasisma og í nýrri bók er því hald- ið fram að höfundur þeirra hafi stutt nasistaflokk á fjórða áratugn- skýrslur um leikara, ieikstjóra, rit- höfunda, framleiðéndur og kvik- myndagerðarmenn sem grunaðir voru um „niðurrifsstarfsemi". Sú skoðun hans að kvikmyndaborgin Hollywood væri að grafa undan bandarískum gildum varð að þrá- hyggju. Hann heimilaði Hoover að rannsaka kvikmyndahandrit gaum- gæfilega og breytingar voru gerðar á handritum til að sveipa starfs- menn FBI auknum hetjuljóma. Richard og Katherine Greene, höfundar annarrar bókar um Disn- ey, „The Man Behind the Magic“, og Bob Thomas, ævisöguritari Disneys, sögðu hins vegar að engar sannanir væru fyrir því að hann hefði stutt nasista eða verið andvíg- ur stuðningi við bandamenn stríð- inu. „Þetta er móðgun við minningu manns, sem hefur verið milljónum manna út um allan heim til skemmtunar og yndisauka," sagði talsmaður Disney-kvikmyndafyrir- tækisins. HagYÖxtur minnk- ar enn í Finnlandi Atvinnuleysi ungs fólks allt að 33% Helsinki. Reuter. ÚTLIT er fyrir, að þjóðarframleiðsla Finna dragist enn saman á þessu ári, þriðja árið í röð. Kemur þetta fram í skýrslu finnska fjármálaráðuneytisins, sem spáir einnig vaxandi atvinnuleysi á þessu ári og næsta. Útflutningur er þó að aukast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.