Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8, MAÍ 1993 f1 ■r- f■*1 '■1 j• ■ ?ýs' ■ "■; {: "j; 1V; ■'.#;r. Dregw úr stuðningi Kaupmannahöfn. Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönnun, sem birt var í Danmörku segist meirihluti kjósenda ennþá ætla að greiða atkvæði með Maa- stricht-sáttmálanum um efna- hagslegan og pólitískan samruna Evrópubandalagsríkjanna. Stuðn- ingur við samkomulagið virðist hins vegar fara dvínandi. í Vilstrup-könnuninni, sem birtist í dagbiaðinu Politiken, sögðust 50% kjósenda ætla að greiða atkvæði með sáttmálanum en 38% á móti. Ekki hefur verið jafn mjótt á mun- unum í Vilstrup-könnun það sem af er þessu ári. Ellefu prósent kjósenda sögðust vera óákveðin eða ekki ætla að mæta á kjörstað. Danir felldu sáttmálan í þjóðarat- kvæðagreiðslu síðasta sumar en á leiðtogafundi EB-ríkjanna í Edin- borg var samþykkt að veita Dönum undanþágur varðandi mikilvæg at- riði, s.s. þátttöku í sameiginlegri varnarstefnu og peningalegum sam- runa. Hefur mikill meirihluti Dana síðan verið fylgjandi Maastricht- samkomulaginu í skoðanakönnun- um. Andstæðingar samkomulagsins 'segja undanþágur Dana vera sýnd- armennsku og engu breyta um raun- verulegt innihald samningsins. Maastricht-kosningarnar í Danmörku 18. maí Ómyrkur í máli Havel hefur hvatt til ákveðinna aðgerða í Bosníu en engar sann- anir eru um morðsamsæri gegn honum. Stóð til að ráða Reuter „Leikfang“ ársins ANNE Nicole Smith glöð á svip fyrir framan nýjan glæsivagn sem henni áskotnaðist í gær er hún var útnefnd leikfang ársins 1993 af tímaritinu Playboy. Til viðbótar bifreiðinni fæ_r hún 100.000 doll- ara í reiðufé. Hefur hún því af rnörgu að státa. í júní-hefti tímarits- ins verða birtar myndir af henni á Evuklæðum á 10 síðum. Havel af dögum? Prag. Reuter. YFIRMENN tékknesku lögreglunnar og talsmaður innanrikisráðu- neytisins í Prag sögðu í gær að engar vísbendingar hefðu fundist er stutt gætu kenningar um að erlendir illvirkjar hefðu ætlað að ráða Vaclav Havel forseta af dögum. í Tékkíu og hversu lengi þeir yrðu í haldi áður en þeir yrðu að yfir- gefa landið. Mennirnir voru handteknir eftir að bréf hafði borist til blaðsins Blesk þar sem varað var við nafn- greindum öfgamönnum frá Svart- fjallalandi. Var því haldið fram í bréfinu að þeir ætluðu að ráða Havel forseta af dögum vegna ný- legra yfirlýsinga hans um ástandið í fyrrum Júgóslavíu. I lok apríl hvatti Havel til þess á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington að gripið yrði til ráð- stafana er dugðu til þess að stöðva stríðið í Bosníu. Orð hans voru túlk- uð sem svo að hann styddi hug- myndir Bills Clintons Bandaríkja- forseta um loftárásir á stöðvar Serba. Embættismenn í Prag sögðu í gær að talið væri að bréfið til Blesk væri liður í uppgjöri andstæðra júgóslavneskra glæpahópa sem stunduðu iðju sína frá Tékkíu. Fundust engin vopn við húsleit hjá mönnunum sem nafngreindir voru í bréfinu. Þessar upplýsingar stangast á við fullyrðingar Jans Rumls innan- ríkisráðherra sem sagði í viðtalið við tékkneska sjónvarpið í fyrradag að fimm útlendir tilræðismenn hefðu verið teknir fastir vegna gruns um að þeir hefðu ætlað að ráða Havel af dögum. „Það er ekkert sem bendir til þess að forsetanum hafi verið brugguð launráð. Við höfum ekki komist yfir neinar sannanir þess efnis,“ sagði Jan Subert, talsmaður innanríkisráðuneytisins á blaða- mannafundi í gær. Talsmaður lögreglunnar sagði að fimm menn, allir frá fyrrum lýðveld- um Júgóslavíu, sem handteknir voru í fyrradag vegna þessa máls yrðu reknir úr landi „vegna glæpa- starfsemi." Hann vék sér hins veg- ar hjá því að svara hvers vegna mennirnir yrðu ekki sóttir til saka Nýútkomin bók um menntamenn o g kommúmsma í Danmörku Mikil áhrif Laxness með- al danskra kommúnista Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur fréttaritara I nýrri danskri bók um kommúnisma og danska menntamenn á árunum 1918 til 1960 er fjallað um hvernig margir mennta- menn voru ofurgagnrýnir heima fyrir um leið og þeir sáu paradís á jörðu í Svovét- ríkjunum. I bókinni er meðal annars nefnt að Halldór Laxness hafi haft mikil áhrif á umræðuna í Danmörku á fjórða áratugnum og að margir gamlir kommúnistar nefni hann sérstaklega til sem áhrifavald. Bókin, sem heitir „Kommunismens kultur“ og kom út á baráttudegi verkalýðsins 1. maí er um danska kommúnistaflokkinn og mennta- mennina á árunum 1918-1960. Hún er eftir Morten Thing, sem er fræðimaður við Hafnar- háskóla. í henni kemur hann meðal annars inn á áhrif Gerska æfintýrisins eftir Halldór Lax- ness og síðan uppgjör hans í Skáldatíma. Fyrrnefnda bókin kom út á íslensku 1930 en var þýdd og gefin út á dönsku árið eftir. Rauði þráðurinn í bók Things er hvernig menntamennirnir, sem voru svo gagnrýnir á allt og alla heima fyrir, urðu eins og bláeygð börn þegar Sovétríkin voru annars vegar, þrátt fyrir að margir þeirra færu þangað. Og jafn- vel þó efinn nagaði þá að einhveiju leyti, þá vörðu þeir Sovétríkin og þróunina þar með kjafti og klóm heima fyrir. í þessu sambandi segir Thing að áðurnefnd bók Laxness sé mikilvæg sem vitnisburður um hugarfarið í hópi menntamanna, er annaðhvort voru með- Morgunblaðsins. limir kommúnistaflokksins, höfðu samúð með málstaðnum eða voru meðreiðarsveinar hans. Laxness í hlutverki fræðara Thing segir áhrif Laxness á þessum tíma ekki síst mikil því í upphafi Gerska æfintýris- ins gagnrýni Laxness það sem hann kalli Sovétáróður og auglýsingar. Þar með setur rithöfundurinnn sjálfan sig í stól fræðara, sem ekki gleypir hlutina hráa, heldur metur hlutina sjálfur. Einmitt þess vegna hafa margir gaml- ir kommúnistar í viðtölum við Thing nefnt bók Laxness sem mikinn áhrifavald í lífi þeirra. í samtali við Morgunblaðið sagði Thing að þó bók hans fjallaði um danska menntamenn og danskar aðstæður þá hafi hann álitið nauðsyn- legt að nefna Laxness, því hann hafi fundið hve mikil áhrif hann hefði haft og því væri ekki hægt að gefa rétta mynd af tímabilinu án þess að nefna hann. Thing bendir á að Laxness var einn af mörgum útlendingum, sem var viðstaddur réttarhöldin yfir Búkarín 1938 í opinberu boði Sovétríkjanna. Ákæran hljóðaði upp á morð og önnur afbrot. Thing segir það skíni ljóslega í gegnum frásögn Laxness að hann geri sér grein fyrir að í ákærunni feldist pólitískt upp- gjör. Þó að margir kommúnistar gerðu sér líka grein fyrir þessu, þá segir höfundur að Laxness undirstriki hinn pólitíska þátt réttar- haldanna fremur en sjálfar ákærurnar og þar með heyrist í frásögninni dauft bergmál af sannfæringu um að réttarhöldin væru kannski fyrst og fremst pólitískt uppgjör. Kommúnisminn sem trú Þegar kom að uppgjöri Laxness við þetta tímabil ævi sinnar í Skáldatíma 1963 bendir Thing á að þar skýri rithöfundurinn fyrri af- stöðu sína með trú. Þessi skýring fellur inn í skýringu Things sjálfs á hversu heitlega marg- ir danskir menntamenn ráku áróður fyrir kom- múnismanum á þessum tíma. Hann hafi verið þeim trúarbrögð og umræðurnar því verið á þeim nótum. En hann skýrir einnig afstöðu þeirra með öðrum atriðum, eins og löngun til að vera á móti ríkjandi skipulagi og formfestu og eins að hinn andsovéski áróður hafi einnig verið hart rekinn og kallað á skýr svör. Morten Thing er sjálfur fæddur inn í sósíal- íska fjölskyldu, en faðirinn sagði sig úr komm- únistaflokknum 1958 eftir innrásina í Ung- verjalandi. Thing hefur verið athafnasamur í vinstri hreyfingunni síðan á námsárum sínum. Bókin, sem er doktorsritgerð og verður varin síðar í mánuðinum, er meðal annars skrifuð því hann langaði að gera sér grein fyrir hvern- ig hefði staðið á þeirri blindu, sem margir menntamenn sýndu í afstöðu sinni til Sovét- ríkjanna og þróunarinnar þar. §5 Mótmæla 200 míliini STJÓRNVÖLD í Argentínu hafa mótmælt útfærslu Breta á fisk- veiðilandhelginni við Suður- Georgíu og Suður-Sandvíku- reyjar í 200 mílur. Gera Argent- ínumenn kröfu til eyjanna á sama hátt og til Falklandseyja en Bretar segja útfærsluna nauðsynlega til að koma í veg fyrir rányrkju togaraflota víðs vegar að. Þótt Argentínumenn hafi tapað stríðinu um eyjarnar 1982 hefur hún ekki látið af tilkalli til þeirra og vísar til þess, að Sameinuðu þjóðirnar telji deiluna um endanleg yfirráð yfir eyjunum óútkljáða. Hvítir menn stofna flokk HVÍTIR menn í Suður-Afríku, sem andvígir eru hugsanlegum yfirráðum blökkumanna í land- inu, hafa sameinast í einni fylk- ingu, Afrikaner Volksfront. Komu fulltrúar 20 hópa og flokka og nokkrir þingmenn saman til stofnfundarins í bæ skammt frá Pretoríu en helsta stefnumálið er sjálfstæði hvítra manna án íhlutunar svartra. Er flokkurinn andvígur þeim viðræðum, sem nú eiga sér stað milli fulltrúa kynþáttanna. Hef- ur óöldin í Suður-Afríku ýtt undir ótta hvítra manna við framtíðina og vilja margir, að landinu verði skipt endanlega upp milli hvítra og svartra. Nýr forseti á Sri Lanka ÞINGIÐ á Sri Lanka kaus í gær nýjan forseta í stað Ranasinghe Premadasa, sem lét iífið í sprengjutilræði 1. maí ásamt 23 mönnum öðrum. Heitir nýi forsetinn Dingiri Banda Wije- tunga og var forsætisráðherra í stjórn Premadasa. Þykir hann heldur metnaðarlítill og óttast margir, að hann verði eins og strengbrúða í höndum þeirra, sem ráða mestu innan stjórnar- flokksins. Uppselt í Buckingham til 1996 UPPPANTAÐ er í skoðunarferð um Buckinghamhöll allt til árs- ins 1996 aðeins viku eftir að Elísabet Englandsdrottning til- kynnti, að hún ætlaði að opna höllina almenningi. Verður hún þó aðeins opin í átta vikur á sumri en andvirði aðgöngumið- anna á að nota til að kosta við- gerðir á Windsor-kastala, sem skemmdist mikið í eldi á síðasta ári. Er búist við, að 40.000 manns komi í höllina þennan tíma og hafa nú 120.000 manns greitt 800 kr. hver til að fá að líta dýrðina augum. Bognar gúrk- ur leyfilegar TALSMAÐUR framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins, EB, neitaði í gær fréttum í bresku dagblaði þess efnis, að það ætlaði að leggja blátt bann við bognum gúrkum. Sagði hann, að flokkunarreglur fyrir gúrkur væru frá +arinu 1988 og engin ástæða til að breyta þeim. Það var dagblaðið The Daily Mirror, sem flutti þá fregn, að „skriffinnarnir" í Brussel hefðu í hyggju að banna bognar gúrkur en talsmaður EB sagði, að leyfilegt væri að selja allar óskemmdar gúrkur, jafnt bognar sem beinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.