Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 29 Borgarstjórn Reykjavíkur Rúmlega 30,2 milljónir í rit- larni vegna Sögu Reykjavíkur REYKJAVÍKURBORG hefur greitt rúmlega 30,2 miiljónir í laun til þriggja ritstjóra Sögu Reykjavíkur frá árinu 1986 til apríl 1993. Fyrsta bindi af fimm er komið út. Þetta kom fram í svari Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra við fyrirspurn frá borgarfulltrúum Nýs vettvangs,á fundi borgarstjórnar. Spurt var í sex liðum um bókakaup á vegum borgarinnar og stofnana hennar í framhaldi af umræðu um útgáfu bókar um Jón Þorláksson sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor var ráðinn til að skrá. Ritlaun hans voru 2,4 millj. Spurt var hver hefði tekið ákvörð- un um kaup borgarsjóðs og stofnana borgarinnar á bókinni um Jón og hvort þær 90 millj., sem greiddar voru fyrir 30 eintök fyrir bókasöfn- in væru teknar af fjárveitingu þeirra. Jafnframt í hvaða tilvikum bækur væru keyptar fyrir skóla- bókasöfn og hvaða bókatitlar hefðu verið keyptir í fleiri en fimm eintök- um frá ársbyrjun 1989, hve mörg eintök og hveijir væru útgefendur. Einnig hve mörg eintök af „Saga Reykjavíkur — Bærinn vaknar“ hafi verið keypt og loks hvaða íslensku útgáfufyrirtæki hafi fengið greiðsl- ur frá ársbyijun 1989. I svari borgarstjóra kom fram, að forráðamenn veitustofnana borg- arinnar sem kostuðu ritun bókarinn- ar, hafi ákveðið að kaupa hana á sérstökum afsláttarkjörum. Eðlilegur áhugi Sagði hann eðlilegt að borgaryfir- völd hefðu áhuga á að koma bók- inni á framfæri eftir að hafa haft forgöngu um ritun hennar. Kannað hafi verið hjá Borgarbókasafni og Skólaskrifstofu hvort áhugi væri á kaupum og í hvaða eintakafjölda. Borgarbókasafnið keypti 13 eintök og Skólaskrifstofan 30 eintök, eitt eintak fyrir hvert bókasafn í grunn- skólum Reykjavíkur. Auk þess voru keypt 50 eintök fyrir skrifstofu Reykjavíkurborgar og til gjafa. Ónnur nýleg bókakaup í þeim til- gangi eru 70 eintök af bókinni um Sigurð Guðmundsson myndlist- armann, útgefandi Mál og menning, og 30 eintök af bók um Kristján Davíðsson listmálara, útgefandi Nýhöfn. Ennfremur hafi verið keypt 150 eintök af myndabók um Reykja- vík með enskum texta. Fullt umboð Fram kom að Skólaskrifstofa Reykjavíkur hefur fullt umboð til bókakaupa í þágu grunnskólanna. „Bækur til skólasafna eru yfirleitt keyptar skv. óskum skólastjóra og skólasafnvarða, en frá þessu eru undantekningar varðandi sameigin- leg innkaup þegar um er að ræða sérstök ritverk sem talin eru sjálf- sögð í öll söfn, t.d. alfræðirit, fræði- rit, uppsláttarrit og önnur ritverk er þykja hafa sérstakt gildi varð- andi sögu Reykjavíkur eða hafa verulegt upplýsingagildi um sögu borgarinnar eða stofnanir hennar." Dæmi um slík ritverk frá ársbyrj- un 1989 er Saga Reykjavíkur, ís- lenska alfræðibókin, íslenskur sögu- atlas, Reykjavík 200 ára, Saga, 28. árg., vegna greinar um Reykjavík, og Efnisskrá barnabóka. Þá kom fram að kaup á bók um Jón Þorláks- son verði færð á sérstakan safnlið og verður upphæðin ekki dregin af íjárveitingu einstakra skólasafna. Sambærilegt Með hliðsjón af aðild borgarinnar að útgáfu bókarinnar um Jón Þor- láksson verði henni helst líkt við Sögur Reykjavíkur sem borgin hef- ur látið skrá og stuðlað að útgáfu á í samvinnu við bókaútgáfufyrirtæk- ið Iðunni og kostað til umtalsverð- um fjárhæðum, segir í svari borgar- stjóra. „Þannig hafi launagreiðslur til ritstjóra Sögu Reykjavíkur frá árinu 1986 til apríl 1993 numið samkvæmt upplýsingum starfs- mannahalds alls 30.232.340 kr. á verðlagi í apríl 1993 og skiptast þær þannig: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur 9.112.820 krónur, Eggert Þór Bernharðsson sagn- fræðingur 12.323.119 krónur, Þor- leifur Óskarsson sagnfræðingur 8.796.401 krónur.“ Guðjón hefur lokið sínum hluta verksins, Eggert lýkur sínum á þessu ári en Þorleifur á næsta ári. Borgin fær 50 eintök Samkvæmt útgáfusamningi við Iðunni ber forlaginu að afhenda Reykjavíkurborg 50 eintök af hveiju bindi en þau verða fimm. Skólaskrifstofan hefur pant- að/keypt 30 eintök af bókinni fyrir grunnskóla borgarinnar og Borgar- bókasafnið hefur keypt 10 eintök, auk þess hafa einstakar stofnanir keypt eintök. Forlagsverð til borg- arinnar eru rúmlega 11 þúsund fyr- ir hvert eintak. Svars við síðasta lið, um hvaða útgáfufyrirtækjum hafi verið greitt fyrir bækur frá ársbyijun 1989, er að vænta síðar, þar sem ekki náð- ist að taka það saman fyrir fundinn. Heimili Skóli nfef. t. >tf. Litmynd af frímínútum í skóla prýðir forsíðu Heimilis og skóla. ■ NÝLEGA kom út í Reykjavík tímaritið Heimili og skóli og mun það framvegis koma út tvisvar á ári. Landssamtök foreldra barna í grunnskólum, Heimili og skóli, standa að útgáfunni en ritstjóri er Sigurður Þ. Salvarsson. Meðal efnis í þessu fyrsta tölublaði má nefna grein um heimanám eftir Hrólf Kjartansson, Brynjólfur Brynjólfsson skólasálfræðingur skrifar um einelti, Steinunn Jó- hannesdóttir skrifar um hlutverk Námsgagnastofnunar og Stein- unn Helga Lárusdóttir skólastjóri skrifar um vinnutíma kennara. Einn- ig er fjallað um lestur, kynnt ýmist rit um skólanám, sagt frá starfi for- eldrafélaga og birt ljóð eftir grunn- skólanemendur. Tímaritið hefur ver- ið sent félagsmönnum í Heimili og skóla en þeir eru rúmlega 9.000 talsins hvaðanæva af landinu. ■ BODY SHOP á íslandi og ís- landsdeild Amnesty International biðja almenning um að skrifa nafn sitt undir mótmælabréf þar sem morðum yfirvalda í Gvatemala á götubörnum er mótmælt. Bréfin eru stöðluð og liggja frammi í verslunum Body Shóp í Kringlunni og á Laugavegi 51. Bréfin er stíluð á H.E.DR. Lars Hendrik Pira Perez, Ambassador, Gvatemala Embassy, Stockholm, myndsend- ir: 90 46 866 04229. í bréfunum verður einnig farið fram á að sendi- herrann sendi formlega fyrirspurnir til ríkisstjórnar sinnar um þessi ólýs- anlegu ódæðisverk. (Fréttatilkynning) Þing Landssambands íslenskra verslunarmanna sett í gær Morgunblaðið/Sverrir Nefndarstörf FULLTRÚAR félaga verslunarmanna viðs vegar að af landinu komu samau á þingi Landssambands íslenskra verslunarmanna sem hófst á Hótel Sögu í gær. Atvinniileysi meðal ófag- lærðra ASÍ-félaga 9,3% Hógværð launþega- hreyfingarinnar RÚMLEGA níu af hundraði ófag- lærðra félagsmanna Alþýðusam- bands íslands eru atvinnulausir. Atvinnuleysi meðal allra félags- manna ASÍ er 7,9%. Þetta kom fram á þingi Landssambands ís- lenskra verslunarmanna sem sett var í gær á Hótel Sögu og stend- ur fram á sunnudag. A þinginu er megináhersla m.a. lögð á raun- hæfar úrbætur í atvinnumálum svo hefja megi tafarlausa upp- byggingu atvinnulífsins. Fram kom í máli Gylfa Arnbjörns- sonar, hagfræðings Alþýðusam- bands íslands, og Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, formanns LÍV, að vilji launþegahreyfinganna til þess að gera langtímasamning væri mik- ilvægt framlag til eflingar atvinnu- lífinu. Samningur til 18 mánaða væri framlag hinna vinnandi til þeirra sem enga atvinnu hefðu. Taldi Ingibjörg það sjálfsögð mannréttindi að hafa atvinnu. í erindi Gylfa Arnbjörnssönar á fundinum kom einnig fram að 7,9% félagsmanna ASI væru atvinnulaus og meðal ófaglærðra innan hreyfing- arinnar væri 9,3% atvinnuleysi. Til samanburðar er atvinnuleysi meðal opinberra starfsmanna 1,4%. Með því að gera langtímasamning mætti skapa svigrúm til uppbyggingar í atvinnumálum. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir sagði einnig í ræðu sinni að reglur um lyfja- og lækniskostnað væru óásættanlegar, réttara væri að hinir tekjuhærri tækju stærri þátt. Það væri til skammar að láglaunafólk yrði að biðja um sérstakan styrk til að kaupa lyf handa sér og börnum sínum. SAMFOK hefur sent frá sér eftir- farandi ályktun: „Fundur foreldra, kennara og skólastjórnenda í grunnskólum Reykjavíkur haldinn á vegum Sam- foks í Réttarholtsskóla 3. maí sl. skorar á fræðsluyfii'völd að draga nú þegar til baka ákvörðun um fækkun kennslustunda og heimild til íjölgunar í bekkjum í grunnskól- um í tengslum við ráðstafanir í rík- isfjármálum á sl. ári. Skólafólk og foreldrar grunn- Að því búnu barst talið að við- brögðum launþegahreyfingarinnar við stöðunni í samningamálum. Ingi- björg taldi ekki víst að sömu hóg- værðar myndi gæta í framtíðinni. Magnús L. Sveinsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, tók í sama streng og sagði að ef samningar tækjust ekki á næstunni stefndi í átök á vinnumarkaðinum. skólanemenda telja brýnt að lengja skóladaginn og að nemendahópar séu viðráðanlegir að stærð. Fundurinn telur íjármagn til grunnmenntunar skili sér margfalt til baka þegar fram líða stundir. Fundurinn beinir einnig þeim til- mælum til foreldra og skólamanna að standa saman að uppeldi og menntun barna og standa vörð um rétt þeirra til menntunar og aukins þroska.“ (Fréttatilkynning') Samfok vill breyta ákvörðun um fækkun kennslustunda ÍSU6ARVINNIN6UR KR 3.000.000,- 79578 FERflAVINNINGAR KR. 100. 000. - 10215 19255 26065 45410 77392 17974 20684 31093 56042 79293 FEREAVINNINGAR RR. 50.000,- 14511 24486 31267 38147 48275 64325 15884 25451 32504 39153 55044 68282 17613 29620 32902 41403 59557 70138 17882 30422 35009 43551 59767 74959 Geisladiskur Öll númer undir 80.000 og sem ekki birtast hér að ofan fá geisladisk með Kristjáni Jóhannssyni. Disk- urinn verður afhentur í umboðum Happdrættis DAS frá og með 27. maí gegn framvísun miðans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.