Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAI 1993 Lög um kirkju- garða, greftrun og líkbrennslu SAMÞYKKT hafa verið lög um kirkjugarða, greftrun líka og lík- brennslu. I athugasemdum með lagafrumvarpinu segir að það sé m.a. mótað af trúrænum viðhorfum. I hinum nýju lögum er að finna ákvæði um líkbrennslu og heimild til að afmarka óvigða reiti innan vígðra kirkjugarða. I lögunum eru ákvæði um lík- brennslu og líkbrennslustofnanir. Þar er og að finna heimildir til að afmarka óvígða reiti innan vígðs kirkjugarðs og er þá einkum haft í huga fólk utan trúfélaga. Enn fremur er heimilt að afmarka svæði í kirkjugarði og greftra þar án þess að grafarnúmers innan svæðis sé getið og er þar komið til móts við óskir þeirra sem vilja hvíla í ómerkt- um gröfum. í fyrsta kafla frumvarpsins eru ákvæði um skyldu til að greftra lík eða brenna þau í löggiltum stofnun- um, sem og ákvæði er lúta að því hverjir séu lögbærir til að taka ákvarðanir um slík efni. Þá eru ákvæði um hvers gæta skuli áður en lík er greftrað eða brennt. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir leyfi til að reka útfararþjón- ustu. Þar sem kirkjugarðsstjórnir annast slíka þjónustu skal hún að- skilin frá lögboðnum verkefnum þeirra. í lögunum er og ákvæði um Stuttar þingfréttir Endurgreiðsla sjúkrakostnaðar Heilbrigðis- og trygginganefnd hefur lagt fram frumvarp til laga úm breytingu á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar. Erumvarpið er flutt vegna þess að með breyttum reglum um greiðslu- þátttöku sjúkratryggðra geta út- gjöld í undantekningartilvikum orð- ið veruleg. Til að tryggja að þessi útgjöld verið aldrei fjárhagsleg of- raun fyrir sjúkratryggða er lagt til að sett verði inn í lögin um al- mannatryggingar ákvæði um að heimilt verði að endurgreiða kostn- að vegna læknishjálpar og lyfja að hluta eða fullu. Gert er ráð fyrir að tillit sé tekið til tekna við mat endurgreiðslu en að öðru leyti sé fylgt reglum sem ;ráðherra setur. kirkjugarðsgjöld og kirkjugarðssjóð og skilgreindar skyldur og verkefni kirkjugarðsstjórna. Skipulagsnefnd kirkjugarða hef- ur yfirumsjón með kirkjugörðum landsins. Fjöldi látinna árið 1990 var 1750. Bálfarir voru 126 eða 7,2%. Þinghald í dag Þinghald mun verða í dag, laugardag, en óljóst er hvenær sumarfrí þingmanna hefst sökum ágreinings stjórnarflokkanna um landbúnaðarmál. Frestun á þingfrestun vegna ágreinings stíómarflokkanna STARFSAÆTLUN Alþingis gerði ráð fyrir að þinghaldi lyki í gær. Þessi ætlan gekk ekki eftir; olli þar mestu ágreiningur meðal ráð- herra og annarra stjórnarliða um breytingartillögur meirihluta land- búnaðarnefndar við frumvarp til breytinga á búvörulögum. Ovissa um málið hefur tafið afgreiðslu annarra þingmála. A tíunda timanum í gærkvöldi var það eitt víst að þingfundur hefst kl. 9 í dag. Ráðherr- um tókst ekki að jafna ágreining sín á milli en Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sagði að menn myndu spjalla saman í síma. Undanfarna daga hafa verið miklar annir á Alþingi við að af- greiða mikinn fjölda þingmála áður en þingið gerði hlé á sínum störfum til hausts en starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir þingfrestun 7. maí. Þingfundur var í fyrrakvöld og fyrrinótt. Um nóttina varð nokkurs konar samkomulag eða sammæli um afgreiðslu þingmála næsta dag. Stjórnarmeirihlutinn féllst á að frumvarp til hafnarlaga færi ekki í gegn nú í vor. Einnig var sam- komulag um að þremur klukku- stundum af fundartíma föstudags- ins skyldi varið til utandagskrárum- ræðna, 2 1/2 tíma til að ræða mál- efni sjávarútvegsins og hálftíma- umræða um málefni iðnaðarins. Einnig var það sammæli að afgreiða mál og stefna að þinglokum þennan föstudag. í gær var á dagskrá 173. þing- fundar 52 mál. Var þokkalegt sam- komulag um mörg eða flest þeirra en hins vegar var ágreiningur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um nokkur mál, Áburðarverksmiðju ríkisins hf. og um sveitarstjórnar- lög. En á dagskránni var einnig stjórnarmál þar sem stjórnarliðar voru ekki á einu máli. Frumvarp til laga um breytingu á búvörulög- um sem flutt er í tengslum við að- ild Islands að Evrópsku efnahags- svæði, EES. Agreiningur Frumvarpið tók nokkrum breyting- um í meðförum landbúnaðamefnd- ar. Meirihluti nefndarmanna; full- trúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks lögðu fram breytingartiilögur sem miðuðu að því að gera ákvörðunarvald land- búnaðarráðherra um heimildir til innflutnings landbúnaðarafurðaog- „vörulíki þessara vara“ skýrara; m.a. að hann gæti synjað um slíkan innflutning ef fjármálaráðherra léti hjá líða að beita verðjöfnunargjöld- um. Einnig var gert ráð fyrir þeirri viðmiðunarreglu að þess skuli gætt við framkvæmd verðjöfnunar að samkeppnisstöðu innlendrar land- búnaðarframleiðslu væri ekki rask- að. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur lýst breyting- artillögum og nefndaráliti meiri- hluta landbúnaðarnefndar sem mis- skilningi. Einnig hefur hann sagt að þetta frumvarp komi við mála- svið fjögurra ráðherra, sín sem ut- anríkisviðskiptaráðherra, málasvið fjármálaráðherra, málasvið við- AIÞHMSI Samband ungra sjálfstæðismanna Þróunarsjóðurinn verði iagður niður árið 2005 MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var á fundi síjórnar Sambands ungra sjálfstæðis- manna 3. april: „Samband ungra sjálfstæðis- manna fagnar þeirri sátt sem náðst hefur á milli stjórnarflokkanna um málefni Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins, en stofnun hans er hluti af þeirri mikilvægu heildarsátt sem náðst hefur um að festa aflamark- skerfíð í sessi við stjórn fískveiða. Sjóðurinn er myndaður með fjór- um milljörðum króna, sem greiðast upp á árunum 1996 til 2005, og á að nota sjóðinn til að kaupa og úrelda framleiðslutæki í sjávarút- vegi næstu þrjú árin. Auk þess tekur sjóðurinn yfír Hagræðingar- sjóð og hina umdeildu millifærslu- sjóði fyrri ríkisstjórnar, Atvinnu- tryggingar- og Hlutafjársjóð. Með þessari viðbót við opinbera sjóða- kerfið er sjávarútvegurinn að greiða gjald til hagræðingar innan greinarinnar, þar sem þau fyrirtæki sem hfa eru látin kaupa þau út sem deyja. Það er í sjálfu sér jákvætt skref enda afkastageta í greininni umfram það sem nauðsynlegt er. Með slíkri sjóðstofnun er hins veg- ar verið að koma á opinberri forsjá um hagræðingu í undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar og þarf ekki að hafa mörg orð um það að um- fangsmikill opinber áætlanabú- skapur af því tagi er ekki líklegur til árangur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur góðu heilli barizt gegn stofnun opinberra sjóða til millifærslu í at- vinnugreinuín og verður að gera það áfram. Þróunarsjóður sjávarút- vegsins er undantekning sem rétt- lætist af þörf til að ná sátt um sjáv- arútvegsstefnu og koma í veg fyrir að hugmyndir um svokallaðan auð- lindaskatt nái fram að ganga. Því er mikilvægt að marka strax þá stefnu, að þegar þróunarsjóður- inn hefur greitt upp skuldbindingar sínar árið 2005, þá verði honum lokað og punktur settur aftan við sögu pólitískra fyrirgreiðslusjóða i efnahagskerfí okkar.“ skiptaráðherra og loks málasvið landbúnaðarráðherra. Af þessum fjórum ráðherrum styddi einungis landbúnaðarráðherrann sjónarmið og tillögur meirihluta landbúnaðar- nefndar. Halldór Blöndal landbún- aðarráðherra hafði hins vegar þá afstöðu að ekki yrði gengið frá samningum um EES nema það væri skýrt að landbúnaðarráðu- neytið hefði innflutninginn á land- búnaðarvörum í sínum höndum. Túlkunaratriði í gær og fyrradag var það öllum opinbert að þessar tillögur voru mjög umdeildar innan beggja stjórnarflokkanna og innan ríkis- stjórnarinnar. Þetta umdeilda mál var 48. mál á dagskrá 174. fundar í gær. En einnig var annað frum- varp um breytingar á búvörulögum 26. mál í röðinni. Þegar að því var komið að formaður samgöngu- nefndar, Egill Jónsson (S-Al) skyldi tala fyrir nefndaráliti í því máli, vildi formaðurinn mæla fyrir hinu umdeilda máli varðandi verð- jöfnunargjöldin, sem hann sagði vera mikilvægast af öllum málum landbúnaðarnefndar. Salome Þor- kelsdóttir forseti Alþingis kvaðst ekki geta orðið við þessum tilmæl- um. Ymsir stjórnarandstæðingar tóku undir þessi tilmæli en Páll Pétursson (F-Nv) þingflokksfor- maður framsóknarmanna sagði að samkomulag væri um að mál á dagskrá kæmu til afgreiðslu en for- seti yrði að ráða málaröð. Síðdegis í gær var 172. fundi slitið en 173. fundur settur með nýrri dagskrá. Eftir atkvæða- greiðslur leituðu bæði Steingrímur J. Sigfússon (Ab-Ne) og Egill Jónsson eftir svari um það hvenær hið umdeilda þingmál um breyting- ar á búvörulögum kæmi til um- ræðu. Páll Pétursson sagði þing- menn vera nokkuð bráðláta. Hann sagðist hljóta að skilja það svo, að staðið yrði við það samkomulag sem gert hefði verið á næturfundi og þessi tilteknu mál á dagskrá fengju afgreiðslu. Hann sagði sér vera akk í því að vita það strax ef Geir H. Haarde ætlaði að „blása samkomu- lagið af.“ Geir H. Haarde (S-Rv) formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks sagði það vera nökkra rangtúlkun að það samkomulag sem gert hefði verið um nóttina á þann veg að það hefði verið samkomulag til að ganga til atkvæða um öll mál. Það yrði að ráðast. Hér hefði málum verið raðað á dagskrána og hann hugði að þar væri að finna mál sem myndu ekki koma til atkvæða. Það yrði bara að koma í Ijós. Ragnar Arnalds (Ab-Nv) þing- flokksformaður Alþýðubandalags- ins sagðist hafa lagt sama skilning í þetta nætursamkomulag og Páll Pétursson. Ragnar sagði að hægt væri að leggja þann skilning í sam- komulagið að ekkert hefði verið samið um þingfrestunina. Það lægi ekkert fyrir um það hvenær hún gæti orðið. Hann hefði marglýst því yfir í viðræðum þingflokksfor- manna, að Alþýðubandalagsmönn- um væri ekkert að vanbúnaði að vera á þingi í næstu viku ef þörf krefði. Geir H. Haarde sagði að á næturfundinum hefði ekki verið farið yfir málalista og ekki tekin ákvörðun um að þau yrðu öll af- greidd. Og það hefði ekki verið á það minnst að það færi fram at- kvæðagreiðsla um öll þessi mál. Stjórnarandstæðingum þótti ill vera afstaða og orð Geirs H. Ha- arde, Stjórnarliðið eða formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks ætlaði sér að hindra það að greidd yrðu atkvæði um þingmál þar sem lægi í loftinu að meirihluti væri um málið. Ragnar Arnalds vildi gjarn- an fá að vita um afstöðu Össurar Skarphéðinssonar (A-Rv) þing- flokksformanns Alþýðuflokks en hann væri einn þeirra nefndar- manna í landbúnaðarnefnd sem stæðu að hinum umdeildu tillögum. Að loknum nokkrum umræðum frestaði Salome Þorkelsdóttir fundi í u.þ.b. hálftíma til að menn gætu rætt sín á milli við aðrar aðstæður heldur en þingskapaumræðu. Engin lausn Ekki varð neitt samkomulag í þessu fundarhléi. Síðdegis ræddu menn sín á milli, voru fundarhöld tíð í liði stjórnarflokkanna. Afstaða manna breyttist ekki merkjanlega. Um kvöldmatarleytið var engin málamiðlun fundin í deilum stjórn- arliðs og ráðherra um verðjöfnunar- gjöldin. Fundur landbúnaðarráð- herra og utanríkisráðherra leiddi heldur ekki til neinnrar niðurstöðu. En hins vegar kom í ljós að sam- komulag var orðið milli formanna þingflokka um að ljúka umræðu um tvö mál á kvöldfundi; þingsályktun um fríverslunarsamning milli EFTA- ríkjanna og ísraels og frum- varp til laga um atvinnuleysistrygg- ingar. Og boðaður hafði verið þing- fundur kl. 9.00, næsta dag, laugar- dag. I samtaliVið Morgunblaðið sagð- ist Páll Pétursson ætlast til þess að Davíð Oddsson forsætisráðherra leysti „sitt heimilisböl". Páll til- greindi meinta skaðvalda á stjórn- arheimilinu, Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Morg- unblaðið innti forsætisráðherrann eftir lausn þessa vandamáls sem verðjöfnunargjöldin virtust vera innan ríkistjórnarinnar. „Menn munu trúlega spjalla saman í síma,“ sagði forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.