Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 31
Kammerhljómsveit- in flytur Sálumessu KAMMERHLJÓMSVEIT Akureyrar lýkur starfsári sínu með tónleikum sem haldnir verða á kirkjulistaviku í Akureyrarkirkju á sunnudaginn, 9. maí kl. 17. Hápunktur tónleikanna verður flutningur á sálumessu, Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, en verkið flytja ásamt hljómsveitinni Kór Akureyrarkirkju og einsöngvararnir Margrét Bóas- dóttir og Michael Jón Clarke, en stjórnandi Kammerhljómsveitar Akureyrar á þessum tónleikum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir eru lokaatriði á kirkjulistaviku Akureyrarkirkju og jafnframt síðustu tónleikar á starfs- ári Kammerhljómsveitarinnar og þriðju tónleikar hennar frá áramót- um. Björn Steinar Sólbergsson, stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju, hefur annast raddkennslu og þjálfun kórsins. Samfelldur þráður Kammerhljómsveit Akureyrar hefur starfað í 5 ár og haldið á þeim tíma 26 tónleika. Framtíðarhorfur hennar mótast af því hvernig til tekst um samning með þátttöku ríkis og bæjar um fjárhagslegan stuðning við hljómsveitina. Jón Hlöðver Áskels- son, framkvæmdastjóri Kammer- hljómsveitar Akureyrar, sagði að starfsemin væri afar viðamikil og ljóst að hljómsveitin gæti ekki starf- að af sama krafti nema til kæmi örugg íjárveiting. „Það gera sér all- ir grein fyrir þessu og við höfum alltaf mætt skilningi, en ef málin fara ekki að skýrast á næstu dögum þá gæti svo farið að starfsemi hljóm- sveitarinnar verði lögð niður næsta haust. Það hljóta allir að sjá hversu bagalegt það yrði, margra ára upp- byggingu kastað á glæ, en það er mjög mikilvægt fyrir svona hijóm- sveitir að þráðurinn sé samfelldur,“ sagði Jón Hlöðver. Ráðstefna haldin um áhrif atvinnuleysis SAMBAND íslenskra sveitarfé- laga efnir til ráðstefnu um áhrif atvinnuleysis og sérstakar aðgerð- ir sveitarfélaga til að sporna við því í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 10. maí kl. 9.30. Á ráðstefnunni verður greint frá störfum atvinnumálanefndar sam- bandsins og fulltrúum þess í stjórn atvinnuleysistryggingasjóðs. Fjall- að verður um umsóknir sveitarfé- laga um styrki úr atvinnuleysis- tryggingasjóði til sérstakra verk- efna sveitarfélaga til að draga úr atvinnuleysi og sagt frá reynslu sveitarfélaga af slíkum verkefnum og samskiptum þeirra við sjóðinn. Formaður stjómar atvinnuleysis- tryggingasjóðs og deildarstjóri í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu munu einnig ræða samstarf sjóðs- ins og sveitarfélaganna og gera grein fyrir reglum um úthlutun styrkja. Áhrif atvinnuleysis frá sjónarmiði atvinnulausra verða einnig til um- fjöllunar, nám og fræðsla fyrir at- vinnulausa, áhrif atvinnuleysis á fé- lagsþjónustu sveitarfélaga, end- urskoðun laga um vinnumiðlun og nýsköpun atvinnulífs í tengslum við verkefnastyrki atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Lystigarðurinn á Akureyri Morgunblaðið/Rúnar Þór Undirbúningur KOLBRUN Sveinsdóttir við störf í Lystigarðinum á Akureyri, en hún vinnur að ýmsum störfum er tengjast undirbúningi sumarsins. Fræ send til yfir 300 skrúðgarða um allan heim UNDIRBÚNINGUR vegna eiginlegrar sumarkomu stendur nú yfir í Lystigarðin- um á Akureyri. Kolbrún Sveinsdóttir var við vinnu sína í gróðurhúsi í garðin- um, hún var að hreinsa mosa úr blómabökkum og að grisja í þeim. „Það er verið að undirbúa fyrir sumarið. Það er ekki nóg að setja plöntumar ofan í moldina, það eru fjölmörg handtök önnur sem inna þarf að af hendi,“ sagði Kolbrún. Fræ um allan heim Kolbrún hóf störf í Lystigarð- inum um miðjan mars og í fyrstu var hún að taka til fræ og senda til skrúðgarða um allan heim, en að sögn Elínar Gunnlaugsdóttur, grasafræðings, sem starfar við garðinn er skipst á fræjum við rúmlega 300 skrúðgarða víðs veg- ar um heiminn. Gestir Lystigarðsins á Akureyri geta skoðað 5.162 plöntutegundir eða tegundarafbrigði og þá eru einnig í garðinum um 400 íslensk- ar plöntutegundir. Sem stendur eru þær Kolbrún og Elín tvær að störfum í garðin- um, en þær fá fljótt félagsskap sumarfólksins, sem kemur til starfa í lok þessa mánaðar og byijun þess næsta. Burtfarartón^ leikar frá Tón- listarskólanum BURTFARARTÓNLEIKAR Hall- dórs Más Stefánssonar verða í Akureyrarkirkju á sunnudags- kvöld, 9. maí kl. 21.00. Halldór hefur stundað tónlist- arnám frá 8 ára aldri, fyrst á blokk- flautu, síðan píanó og trommur, en frá árinu 1986 hefur hann lagt stund á klassískan gítarleik við Tónlistar- skólann á Akureyri. Kennari hans*. er Örn Viðar Erlendsson. Halldór hefur tekið þátt í opnum námskeiðum hjá Einari Kristjáni Ein- arssyni, Kristni Árnasyni og Amaldi Arnarsyni og fengið góða dóma fyrir leik sinn. Hann hefur nýlega lokið 8. stigs prófí með ágætum og er fyrsti gítarnemandinn frá Tónlistar- skóla Akureyrar sem náð hefur þeim áfanga. Til Barcelona í vor útskrifast hann af tónlistar- braut Menntaskólans á Akureyri og stefnir á framhaldsnám vð Luthier tónlistarskólann í Barcelona á hausti komanda. Á efnisskrá tónleikanna eru verk _ eftir Leo Brouwer, Manuel Ponce, J. S. Bach, J. Dowland, Femando Sor, H. Villa-Lobos. Aðgangur er ókeypis. Gítarleikarinn HALLDÓR Már Stefánsson Könnun á atvinnuhorfum framhaldsskólanema í sumar Flestir í fiskvinnslu og við afgreiðslustörf FLESTIR framhaldsskólanemar og nemendur 10. bekkjar sem feng- ið hafa atvinnu í sumar munu starfa við fiskvinnslu og afgeiðslu- störf. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á atvinnuhorfum framhaldsskólanema og nemenda 10. bekkjar á Akureyri sumarið 1993, en 62% þeirra sem spurðir voru höfðu vísa vinnu í sumar. Alls tóku 1.177 nemar þátt í könnuninni. Þeir nemar sem höfðu vísa vinnu í sumar voru m.a. spurðir að því í hvaða atvinnugrein þeir myndu starfa. Flestir nemanna sem búsett- ir eru á Akureyri hafa fengið vinnu við afgreiðslustörf eða 21% þeirra, þá höfðu rúm 5% vinnu við landbún- að og tæp 5% við fiskveiðar. Alls Kirkjulistavika Kirkjulistaviku í Akureyrar- kirkju lýkur á morgun, sunnu- daginn 9. maí. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 14 þar sem sj\ Pétur Sigurgeirs- son biskup predikar. Sr. Bolli Gú- stafsson vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, sr. Birgir Snæbjörnsson og sr. Þórhallur Höskuldsson þjóna fyrir altari. Jón Þorsteinsson tenór- söngvari syngur einsöng og Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Bjöms Steinars Sólbergsson- ar. Kirkjulistaviku lýkur með tón- leikum Kammerhljómsveitar Akur- eyrar og Kórs Akureyrarkirkju en þeir hefjast kl. 17. hafa um 10,9% nema sem búsettir eru á Akureyri fengið störf við físk- vinnslu og 9% við byggingar, en rúm 11% við annan iðnað. Þá hafa tæp 6% vinnu við ferðaþjónustu, 7,7% við heilsugæslu og tæp 10% í opinbera geiranum , en 14,6% eru við önnur störf. Þeir nemar sem búa á Eyjafjarð- arsvæðinu utan Akureyrar eru fjöl- mennari í undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, rúm 12% starfa við landbúnað, 14% við fiskveiðar og um 22% við fiskvinnslu. Þá verða rúm 13% þeirra við störf í ferða- þjónustu og 10,5% í afgreiðslustörf- um, en færri við önnur störf. Sama mynstrið er einnig upp á teningnum þegar skoðuð er sumar- vinna þeirra nema sem ekki búa á Akureyri eða Eyjafj arðarsvæðinu, flestir starfa við fiskvinnslu, land- búnað, ferðaþjónustu og afgreiðslu. Piltar eru í meirihluta þeirra sem starfa við landbúnað, fiskveiðar, byggingarvinnu og í iðnaði, en stúlkur eru fjölmennari í fisk- vinnslu, ferðaþjónustu, heilsugæslu og við afgreiðslustörf. Halló 1951 Allir þeir, sem eru fæddir '51 eða voru i 2. bekk '66, 3. bekk '67 og 4. bekk '68 í Gagnfræðaskóla Akureyrar, takið eftir. Nú er komið að þvíl Við ætlum að hittast í tilefni 25 áranna, sem eru liðin frá því við yfirgáfum okkar ágæta skóla. Staður: Hamar, höfuðstöðvar Þórsara, 28. maíkl. 20. Dagskrá: Matur, skemmtiatriði, dans og djamm. AllirGAGGÓ-fræðingar, prestar, kaffibrúsakarlar, alþingismenn, lög- fræðingar,. bændur og sjóræningar, hvað sem þið heitið: Það slepp- urenginn. Við höfum kiaddann! Makarvelkomnir. Þátttaka tilkynnist fyrir 15. maí til: Árna Gunnars., s. 12080 (12-13), Möggu Stínu, s. 25385, Siggu Finns., hs. 26665, vs. 24222, Öddu Ólafs., s. 21827, Kristjáns Davíðs., s. 24499 á kvöldin. MÓDEL »51. Jöré til sölu Til sölu er jörðin Merkigil í Eyjafjarðarsveit. Á jörðinni er 1 1 5 fm nýuppgert íbúðarhús, 58 bása fjós með mjaltabás. Lausagöngurými fyrir allt að 90 gripi og áföst 2.700 rúmmetra hlaða. Ræktað land er um 57 ha auk beiti- og upprekstrarlands. Jörðin er án kvóta. Upplýsingar gefur Eignakjör, sími 96-26441. v______________________________________________________/ Akureyrarbær auglýsir eftirtaldar deiliskipulagsstillögur: Deiliskipulag Strandgötu: Deiliskipulagstillagan sýn- ir legu nýrrar tengibrautar sunnan Strandgötu milli Glerárgötu og Hjalteyrargötu sbr. aðalskipulag Akur- eyrar 1990-2010. Einnig er gerð grein fyrir frágangi núverandi götu sem húsagötu, bílastæðum við hana svo og frágangi svæðisins og gönguleiðar við Pollinn. Deiliskipulag v/kirkjugarðsbyggingar: Deiliskipu- lagstillagan sýnir tillögu að staðsetningu kirkjugarðs- húss og umhverfi þess við norðurjaðar kirkjugarðs Akureyrar. Tillagan er í megindráttum í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar Akureyrar frá 9. apríl 1992. Deiliskipulagstillögur þessar, uppdrættir og greinar- gerðir, liggja frammi almenningi til sýnis á Skipulags- deild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsignar, þ.e. til mánudagsins 7. júní 1993, þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær at- hugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Þeir, sem telja sig verða fyrir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera athuga- semdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir sam- þykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.