Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 33
■ RÍÓ Tríó verður enn, á ný í Naustkjallaranum á Vesturgötu í kvöld, laugardaginn 8. maí, eftir nokkurt hlé. Einnig leikur Ríó aftur næstu helgi. Þar sem mikill fjöldi hefur mætt á skemmtun Ríó Tríó í Naustkjallaranum er fólki vinsam- legast bent á að koma tímanlega, segir í frétt frá veitingastaðnum. ■ SÖGUFÉL^G Kjalarnesþings gengst fyrir ökuferð milli eyðibýla í Mosfellssveit laugardaginn 8. maí nk. Lagt verður af stað með rútu frá Hlégarði kl. 13.30 og er þátt- tökugjaldi stillt hóf. Ekið verður milli eyðibýla, skoðaðar rústir þeirra og rifjuð upp saga. Leiðsögu- menn verða Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum o.fl. Allir velkomnir. (Fréttatilkynning:) ■ YFIRLÝSING ríkisstjórnarinn- ar frá í apríl var harkalega gagn- rýnd á fjölmennum fundi aðildarfé- lags Alþýðuambands Suðurlands sem haldinn var á Hvolsvelli mánu- daginn 3. maí. Á fundinum var einn- ig fordæmd sú afstaða atvinnurek- enda að slíta viðræðum við Alþýðu- samband íslands og var fullri ábyrgð lýst á hendur þeim. í frétta- tilkynningu segir ennfremur: „Fundarmenn kröfðust þess að at- vinnurekendur og ríkisstjórn gangi tafarlaust til samninga, ella er ljóst að launafólk mun grípa til þeirra aðgerða sem nauðsyn krefur.“ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 BL Stöð 2 hefur samið við átta gervihnattastöðvar um endurvarp efnis Utsendingar gætu hafist í haust fáist tilskilið leyfi ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf. sótti í gærmorgun um leyfi til út- varpsréttarnefndar til að fá að endurvarpa á örbylgju útsending- um allt að ellefu erlendra gervihnattastöðva, en félagið hefur þegar samið við átta slíkar stöðvar um endurvarp efnis frá þeim. Sótt var um leyfið í kjölfar breytinga á útvarpslögum sem sam- þykktar voru á Alþingi í fyrrinótt, en samkvæmt þeim er endur- varp frá gervihnattastöðvum nú heimilt án þýðingarskyldu efnis ef um er að ræða beint, óstytt og óbreytt endurvarp. Páll Magnús- son, útvarpsstjóri íslenska útvarpsfélagsins, segir útsendingarnar geta hafist í haust fáist samþykki útvarpsréttarnefndar innan fárra daga eða vikna. Gervihnattastöðvarnar sem ís- lenska útvarpsfélagið hefur þegar lokið samningum við eru frétta- stöðvarnar CNN, Sky News og BBC World Service, íþróttarásin Eurosport, Discovery, sem aðal- lega sýnir náttúrulífsmyndir, tón- listarrásin MTV, teiknimyndarásin Childrens Hour, sem er í eigu Tum- er Broadcasting eins og CNN, og UK Gold, sem er í eigu BBC og ITV og sýnir aðallega perlurnar úr breskri sjónvarpsgerð síðustu ára og áratuga. Að sögn Páls Magnússonar standa þessa dagana yfir viðræður við nokkrar stöðvar sem sjónvarpa á öðrum tungumál- um en ensku. Páll sagði undirbúning tækni- legra atriða í sambandi við að end- urvarpa sjónvarpsefninu hafa stað- ið alllengi og væri hann nú á loka- stigi. Hann sagði flestar stöðvarn- ar sem um ræðir hafa í hyggju að læsa dagskrá sinni, og því þyrftu þeir sem þegar ná útsendingum þeirra með aðstoð gervihnatta- diska að kaupa sérstakan mynd- lykil fyrir hverja stöð. „Endurvarp á þessum útsend- ingum sem um ræðir er auðvitað háð því að útvarpsréttarnefnd veiti leyfi fyrir þessu, en fáist það mun- um við taka útsendingarefnið niður á stóra diska sjálfír og endursenda það síðan til áskrifenda. Það þýðir að í staðinn fyrir disk þarf fólk sérstakt örbylgjuloftnet sem líkist venjulegu sjónvarpsloftneti og kostar lítið meira, og sami mynd- lykill gildir og fyrir Stöð 2. Við greiðum auðvitað þessum stöðvum fyrir sýningarréttinn og setjum þetta síðan saman í einn pakka sem við bjóðum. Það er mikið hagræði af því að gera þetta samhliða dreifíkerfi og innheimtukerfí Stöðvar 2, og þeir sem eru áskrif- endur Stöðvar 2 fyrir fá þetta á verði sem er verulega undir því sem Stöð 2 kostar í dag. Vegna aukins kostnaðar verður þetta hins vegar mun dýrara ef þetta er keypt eitt og sér,“ sagði hann. Páll sagðist reikna með því að i fyrstu lotu gætu íbúar höfuð- borgarsvæðisins, Suðurnesja og upp á Akranes tekið við útsending- um, en á næstu misserum yrði síð- an farið inn á Eyjafjarðarsvæðið og aðra helstu þéttbýlisstaði. Hann sagði að fengist leyfí útvarpsrétt- arnefndar innan fárra daga eða vikna yrði sumarið notað til að koma upp dreifíkerfí og loftnetum, og útsendingar ættu þá að geta hafist á tímabilinu frá miðjum ág- úst til miðs september. Tekið fyrir í næstu viku Ingvar Gíslason, formaður út- varpsréttamefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann hefði ekki fengið í hendur umsókn íslenska útvarpsfélagsins frá því í gær, og hann vildi því ekki tjá sig um hana af þeim sök- um. Hann sagðist vona að af- greiðsla umsóknarinnar þyrfti ekki að taka langan tíma og vafalaust yrði hún tekin fyrir í næstu viku. „Ég á von á því að við reynum að líta á þetta mál eins og það ligg- ur fyrir og ég kann ekki að segja frá því að það sé nein sérstök meinbægni til þess að vísa þessu frá,“ sagði Ingvar. Gjaldtaka eðlileg Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagðist telja eðlilegt að gjald verði tekið fyrir notkun örbylgjú- rása til að endurvarpa sjónvarps- efni frá gervihnattastöðvum, og hugmynd þar að lútandi væri nú til skoðunar. Hann sagði útvarps- réttarnefnd vera afgerandi varð- andi það hveijir fengju leyfí til að endurvarpa sjónvarpsefni frá gervihnattastöðvum, en það væri skylda stjórnvalda að gera nefnd- inni grein fyrir því hver staðan væri tæknilega og jafnframt því að ef rásir væru ekki í notkun þá væri ekki hægt að halda þeim lengi. „Við teljum rétt að menn geti sótt um með góðum fyrirvara þannig að þeir geti þá gengið a'ð því að geta byijað innan ákveðins tíma. Framkvæmdin sé þannig eðlileg og ekki sé verið að níðast á viðskiptavinum, en þeir geti held- ur ekki haldið rásum með óeðlileg- um hætti. Hins vegar verður að fara að með gát ef fjöldi rása er mjög takmarkaður, þannig að ekki komi upp sú staða að einhveijir sitji yfír óeðlilega miklu,“ sagði Halldór. R AD AUGL YSINGAR Aðalfundur Aðalfundur Fiskmarkaðarins í Þorlákshöfn fyrir árið 1992 verður haldinn í Duggunni, Þorlákshöfn, mánudaginn 17. maí kl. 16.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur lagðurfram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins. 4. Ákvörður um þóknun til stjórnar. 5. Tillögur tii breytinga á samþykkt félagsins ef borist hafa. 6. Kosning stjórnar. 7. Kosning enduskoðanda. 8. Önnur mál. Reikningar félagsins liggja frammi á skrif- stofu þess. Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra efnirtil kynningarfundar mánudaginn 10. maí kl. 20.30 á Háaleitisbraut 11-13. Allt áhugafólk um málefni fatlaðra velkomið. Stjórnin. Aðalfundur Dýrfirðingafélagsins verður haldinn mánudaginn 10. maíkl. 20.30 í Ármúla 40, 2. hæð. Stjórnin. SUMARHÚS/-L ÓÐIR Sumarhústil sölu hreinlætistæki, gert ráð fyrir rafmagni. Stórglæsilegur og vandaður súmarbú- staður á hagstæðu verði. Sumarbústaður til- búinn til flutnings. Stærð 41 fm og 16 fm svefnloft. Verönd meðfram gafli og hlið. Lagt fyrir heitu og köldu vatni, öll Til sýnis í Smiðsbúð 3, Garðabæ. Smó auglýsingar VEGURINN V Krist/ð samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Laugardagskvöld: Samkoma kl. 21.00 fyrir ungt fólk á öllum aldri. Allir velkomnir. „Náðarár Drottins er í dag“. Vegurinn, kristið samfélag. ÉSAMBAND ISLENZKRA - KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Kristniboðssamkoma í tengslum við kristniboðsþing í kvöld kl. 20.30. Kristniboöshjónin Val- gerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson sýna myndir frá Eþíópiu. Hugleiðingu hefur Jón- as Þórisson, framkvstjóri Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. Allir eru velkomnir. Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 2. hæð Guðsþjónusta verður á morgun, sunnudag, kl. 11.00. Werner Gerke, prestur frá Bremen, og Hákon Jóhannesson, safnaðar- prestur, þjóna. Hópur frá Bremen i heimsókn. Verið velkomin i Hús Drottins! 'B m aiii| |É S 3 mi U tLi(OT ífll Sí Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Jón Martin Överby. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Jón Martin Överby. Miðvikudagur: Skrefið kl. 18.00. Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Ársþing og kvennaráðstefna Ræðumenn kommandörarnir John og Lydie Ord, umdæmis- stjórar Hjálpræðishersins í Noregi, Færeyjum og á íslandi. í dag: Kl. 10.30 og 15.30: Kvennasamkoma. Kl. 20.00: Söng- og tónleikasamkoma. Kl. 23.00: Gospelnight. Sunnudag: Kl. 11.00: Helgunarsamkoma. Kl. 16.00: Hermannasamkoma. Kl. 19.30: Bæn. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Vertu velkomin(n) á Her! Fyrri jarðvistir? Hefur þú lifað áður? Ef svo er, þá hvar, hvenær? Hvernig hafa fyrri líf áhrif á þína núverandi jarðvist? Árulestur og litir áru þinnar og samsetning. Christine Binns verður með einkatíma næstu daga hjá Dulheimum, sími 668570. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Laugardagur 8. maí Kl. 10.00fuglaskoðunar- ferð á Suðurnesjum. Árleg fuglaskoðunarferð F.í. I fylgd fróðra leiðsögumanna geta þátttakendur í þessari ferð lært að þekkja fugla og um leiö fræðst um lifnaðarhætti þeirra og kjörlendi. Farið um Álftanes, Hafnarfj., Miðnes og Suðurnes. Kjörin fjölskylduferð. Verð kr. 1.500, frítt fyrir börn i fylgd full- orðinna. Æskilegt að hafa fugla- bók og sjónauka með. í fyrra sáust 52 fuglategundir. Fararstjórar: Gunnlaugur Pét- ursson og Gunnlaugur Þráins- son. Sunnudagur 9. maí: Allirútað ganga 1. kl. 10.30 Skíðagönguferð frá Bláfjöllum að Kleifarvatni. Sígild skiðagönguleið - nægur snjór. 2. kl. 10.30 Stórihrútur - Höskuldarvellir. Gengið af ísólfsskálavegi á Stórahrút og áfram að Hösk- uldarvöllum. 3. kl. 13.00 Höskuldarvellir - Selsvallafjall - Grænavatns- eggjar. Kynnist fjölbreytni Reykjanes- fólksvangs. Verð í ferðirnar er kr. 1.200,- og fritt fyrir börn. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austamegin og Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. UTIVIST [Hallveigarstig 1 • simi 614^ Dagsferð sunnud. 9. mai kl. 10.30: Skólagangan 9. áfangi I þessum næstsíðasta áfanga verður farið í Gerðaskóla í Garði og þaðan gengið suður í Sand- gerði og grunnskólinn þar heimsóttur. Brottför í ferðirnar er frá BSI bensínsölu, miðar við rútu. Verð kr. 1400/1500. Útivist. _____________________________

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.