Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1993 35 Vika eldri borgara hefst á sunnudag VIKA eldri borgara verður dagana 9.-15. maí í miðborg Reykjavíkur í tilefni af ári aldraðra í Evrópu 1993. Gengst þá Félag eldri borgara í Reykjavík fyrir fjölbreyttri dagskrá í samvinnu við Reykjavíkurborg. Hátíðin hefst sunnudaginn 9. maí með göngu frá Hlemmi niður Laugaveg að Lækjar- torgi. Niður Laugaveginn fylgja göngufólkinu m.a. Lúðra- sveit Reykjavíkur, knapar frá Fáki á reiðskjótum, harmoniku- hljómsveit, fornbílar og konur í peysufötum og skautbúning- um, en strætisvagnar verða til reiðu fyrir þá sem viþ'a. Gangan hefst kl. 13.15 en kl. 14.00 setur Markús Örn Antons- son borgarstjóri hátíðina á Lækj- artorgi. Þá syngur Söngfélag Fé- lags eldri borgara, Gunnar Eyjólfs- son flytur kvæði eftir Tómas Guð- mundsson, Lúðrasveit Reykjavík- ur leikur, Halli og Laddi skemmta og Kór félagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkurborg syngur. Kynnir verður Kristján Baldvinsson for- maður FEB. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverður og skemmtun á Hótel Borg. Næstu daga verður margt við að vera. Gönguferðir verða farnar um miðborgina,. hafnarsvæðið, með Tjörninni, um Hljómskála- garðinn, Öskjuhlíð, Landakotshæð og víðar. Fararstjórar verða Pétur Pétursson þulur, Einar Egilsson, Eggert Ásgeirsson skrifstofu- stjóri, Davíð Ólafsson fv. seðla- bankastjóri, Sigurður Líndal pró- fessor og Erna Arngrímsdóttir kennari. Morgunkaffí verður hvern dag á Hótel Borg og Café París. Þar verða sérstakir gestir sem kunna frá ýmsu skemmtilegu að segja. Einnig verður síðdegiskaffí á þess- „Framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins vekur athygli á orðum for- sætisráðherra í kvöldfréttum Út- varpsins 30. apríl sl., en þar var rætt um niðurstöður skoðanakann- ana, sem birst höfðu þá um daginn. Forsætisráðherra kvað m.a. „ríkis- fjölmiðlana" hafa „reynt að koma höggi“ á sig. Framhaldið var á sömu lund. Þar var ítrekað talað um „ófrægingarherferð" og voru „ríkis- um stöðum. Alla dagana, nema laugardag, verður helgistund í Dómkirkjunni kl. 14.00. Þar flytja hugvekju sr. Ragnhildur Hjaltadóttir, herra Sigurbjörn Einarsson, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur, sr. María Ágústsdóttir og sr. Ólöf Ólafsdóttir'. Boðið verður upp á íjölbreytta tónlist. Þá verður alla dagana, nema laugardag, sérstök dagskrá í Ráð- húsinu kl. 16.00. Er vel til hennar vandað með söng, tónlist, upp- lestri, erindi, glímu o.fl. Kynnir í Ráðhúsinu verður Jón Múli Árna- son. Alþingishúsið verður heimsótt á þriðjudag, miðvikudag og fimmtu- dag kl. 10.30 í boði forseta þings- ins og Listasafn íslands kl. 15 á sunnudag, þriðjudag og fimmtu- dag o g gestum leiðbeint um safnið. Laugardaginn 8. maí verður sótt sýning Islenska dansflokksins í Borgarleikhúsinu. Þjóðleikhúsið býður upp á sýningu á My Fair Lady með sérstökum afslætti fyrir eldri borgara föstudaginn 14. maí kl. 20.00. Pöbba-rölt um miðborg- ina hefst kl. 18.00 15. maí og loka- fjölmiðlarnir sérstaklega" og „Rás 2 sérstaklega" borin fyrir þeirri aðgerð. Þá ræddi ráðherra einnig um „allan þennan rógburð og allan þennan söguburð, sem að ríkis- fjölmiðlarnir ýttu mjög undir“. Framkvæmdastjórn Ríkisút- varpsins vísar á bug þeim fullyrð- ingum forsætisráðherra, sem hér um ræðir og lýsir fullu trausti til fréttastofu Utvarpsins, fréttastofu hátíðin á Lækjartorgi kl. 20.00. Þar verða skemmtiatriði og dans kl. 23.30. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur, söngvarar eru Ellý Vil- hjálms og André_ Bachman. Kynn- ir verður Flosi Ólafsson. Upplýsingamiðstöð fýrir viku eldri borgara verður í Borgarhús- inu á horni Aðalstrætis og Vestur- götu (áður verslunin Geysir, símar 15560 og 15565). Þar á m.a. að tilkynna þátttöku í gönguferðir, sýningu Islenska dansflokksins, heimsóknir í Alþingishúsið og há- tíðarkvöldverðinn á Hótel Borg. Þá verður þar þessa viku, auk sýningarinnar „Reykjavík í ýmsum myndum“, sýning á gömlum ljós- myndum úr Reykjavík, sýning á allri seðlaútgáfu á íslandi og gam- alli mynt úr safni Ragnars Borg, sýning á gömlum leikföngum úr Árbæjarsafni og vefstofa þar sem gestir geta séð og fræðst um vinnubrögð og meðferð ullar. í tilefni vikunnar hefur verið gefið út blað, „Góðan dag Reykja- vík“, þar sem dagskráin er birt í heild. Þar er einnig listi yfir fjöl- mörg fyrirtæki sem veita eldri borgurum „heiðursborgaraafslátt“ þessa viku. Blaðið er sent öllum Reykvíkingum, 60 ára og eldri. Undirbúningsnefnd hátíðar- haldanna skipa: Pétur Hannesson formaður, Kristín Pjetursdóttir, Kristín Tómasdóttir, Sveinn Elías- son og Pétur H. Ólafsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri nefndarinnar. Sjónvarpsins og Rásar 2 í greindu efni.“ Ofangreind bókun var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu og gerði Rúnar Gunnarsson aðstoð- arframkvæmdastjóri Sjónvarpsins eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu: „Undirritaður mótmælir ofan- greindri bókun og telur það ekki hlutverk framkvæmdastjórnar Rík- isútvarpsins að veita stjórnmála- mönnum umvandanir." Rauðbrystingar í Kópavogsleir- unni. ■ FUGLA VERNDUNARFÉ- LAG íslands og Náttúrufræði- stofa Kópavogs standa saman að kynningu á rauðbrystingi og lífs- háttum hans sunnudaginn 9. maí. Tilefni kynningarinnar er að vekja athygli almennings á áhugaverðum fugli og jafnframt að undirstrika nauðsyn þess að vernda búsvæði fugla. Kynningin fer fram við Kópavogsleiru og í Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12. Náttúrufræðistofan verður opin milli kl. 10 og 18 og þar verða spjöld með upplýsingum um lífs- hætti rauðbrystinga og sýninshorn af æti fuglanna úr Kópavogsleir- unni. Niðri við Kópavogsleiru undan Urðarbraut verða fuglafræðingar á milli kl. 12 og 16, á meðan fjara er. Fuglafræðingarnir munu fús- lega svara spurningum áhugasamra og. fólki býðst tækifæri til að nota sterka sjónauka (telescope) til að fylgjast með fuglunum. (Ur fréttatilkynningfu) ■ KVENNAKIRKJAN stendur fyrir messu sunnudaginn 9. maí kl. 20.30. Að þessu sinni verður mess- an í Seltjarnarneskirkju. Kvenna- kirkjan er lifandi hreyfing kvenna sem aðhyllast kvennaguðfræði og stendur fyrir messu mánaðarlega þar sem prestar úr samstarfshópi um kvennaguðfræði prédika. Á sunnudagskvöldið mun sr. Ragn- hildur Erla Bjarnadóttir prédika og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir fræða um kvennaguðfræði. Söngur er mikilvægur hluti af messum Kvennakirkjunnar og að þessu sinni munu Guðrún Guðlaugsdótt- ir og Kristín A. Ólafsdóttir syngja einsöng. Sönghópur Kvennakirkj- unnar leiðir almennan söng undir stjórn organistans Sesselju Guð- mundsdóttur. Messukaffi verður í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem hægt er að fræðast nánar um starf og hugmyndir Kvennakirkjunnar. Allt áhugafólk velkomið. (Fréttatilkynning) ■ VETRARSTARFI sunnudaga- skólans og TTT-hópsins (10-12 ára) í Seltjarnarneskirkju lýkur sunnudaginn 9. maí með fjölskyldu- guðsþjónustu kl. 11 og rútuferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Farið verður í Þingvallakirkju þar sem staðarhaldarar munu segja frá sögu Þingvalla og sungnir verða söngvar úr barnastarfinu. Á Þingvöllum verður farið í göngu og hópleiki eftir því sem veður leyfir og boðið verður upp á grillaðar pylsur og kók. Kostnaður er 200 kr. á mann. Löng hefð er fyrir slíkum ferðum barnastarfsins og eru menn sam- mála um að þær hafi ávallt verið til mikillar gleði og ánægju fyrir þá sem farið hafa. Komið verður heim um kl. 18. Öll börn eru vel- komin með i ferðina, þau allra yngstu þó í fylgd fullorðinna og þau eru hvött til þess að taka með sér . hlý föt því enn getur verið Jcalt þó sumar sé nýbyijað. (Fréttatilkynning) ■ FARIÐ verður í safnaðarferð á Suðurnes sunnudaginn 9. maí á vegum Hafnarfjarðarkirkju og kemur hún í stað guðsþjónustu á þessum degi í kirkjunni. Lagt verð- ur af stað frá Hafnarfjarðar kirkj u kl. 12.30 og messa sótt í Útskála- kirkju sem hefst kl. 14. Þar mun séra Gunnþór Ingason predika og þjóna fyrir altari ásarpt staðar- presti, sr. Hirti Magna Jóhanns- syni. Að messu lokinni býður Kven- félagið Gefn til kaffisamsætis. Á heimleiðinni verður litið við í Garð- skagavita og nánasta umhverfí hans skoðað og einnig komið við í Hvalsneskirkju. Þessi ferð er farin til að endurgjalda heimsókn kvenfé- lagskvenna úr Garðinum og sókn- arprests þeirra sem heimsóttu Hafnarfjarðarkirkju í fyrra. Sókn- arnefnd býður til þessarar ferðar og er hún þátttakendum að kostn- aðarlausu. (Fréttatilkynning) ■ AÐRIR vortónleikar Tónlistar- skóla Njarðvíkur verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurskóla sunnudag- inn 9. maí nk. kl. 16. Á tónleikunum koma fram báðar lúðrasveitir skól- ans, þ.e. yngri og eldri deild. Á efnisskrá lúðrasveitanna eru bæði íslensk og erlend lög. í lúðrasveitum Tónlistarskóla Njarðvíkur eru 45 börn og unglingar á aldrinum frá 8 til 19 ára. Stjórnendur eru Geir- þrúður F. Bogadóttir sem stjórnar yngri deildinni og Haraldur Á. Haraldsson sem stjórnar eldri deild sveitarinnar. Á þessum tónleikum kemur einnig fram Jass-combo Tónlistarskóla Njarðvíkur, en það er 9 manna jasshljómsveit sem stofnuð var sl. haust þegar jass- kennsla hófst í skólanum. Stjórn- andi er Ástvaldur Traustason. Kynnir á tónleikunum verður Stef- án Bjarkason. Tónleikarnir eru jafnframt fjáröflunartónleikar lúð- rasveitanna. ■ HALDNIR verða tónleikar í Borgarleikhúsinu mánudags- kvöldið 10. maí þar sem fram koma trúbadorarnir Bubbi Morthens, Hörður Torfa, KK og Megas. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir listamenn koma fram á einum og sömu tónleikunum. Heiti tónleik- anna er Þú veist í hjarta þér og vísar til söngs eftir Þorstein skáld Valdimarsson sem helgaður var sömu baráttu og þessir tónleikar, gegn hér í landi. Tónleikarnir hefj- ast kl. 21. Forsala aðgöngumiða er í Borgarleikhúsinu. (Fréttatilkynning) __> Framkvæmdastj órn RUV lýsir trausti á fréttastofur MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fundarsamþykkt framkvæmdastjórnar Ríkisútvarpsins sem gerð var fimmtudag- inn 6. maí: REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANAM Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, - þriggja missera nám með starfi hefst á haustmisseri 1993 Frá því að Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hóf starfsemi árið 1983, hefur stöðugt komið betur komið í Ijós þörfin fyrir heild- stætt nám í rekstri fyrirtækja og stofnana, sem hægt væri að stunda með starfi. Nám á háskólastigi, þar sem gerðar væru miklar körfur, bæði til nemenda og kennara. Endurmenntunarstofnun hefur frá áramótum 1990 boðið upp á þriggja missera nám fyrir aðra en viðskipta- og hagfræðinga. Sjö hópar hafa hafið námið og fimm hópar lokið námi. í þessu námi eru tekin fyrir helstu undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar og þess freistað að gera þeim betri skil en hægt er á styttri námskeiðum. Forgang hafa þeir, sem lokið hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sambærilega menntun, sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun. Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent, fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi viðskipta- og hagfræðideildar Hí, og Pét- ur Maack, prófessor, fulltrúi verkfræðideildar HÍ. Helstu þættir námsins eru: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skatt- skil, fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upp- lýsingatækni í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórn, markaðs- og sölufræði, réttarreglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun. Kennarar m.a.: Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt, viðskiptadeild HÍ. Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor HÍ. Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ. Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi. Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ. Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ. Þórður S. Óskarsson, vinnusálfræðingur Sinnu hf. Næsti hópur hefur nám í september 1993. Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Þetta samsvarar um 18 eininga námi á háskólastigi. Kennd er ein námsgrein í einu og henni lokið með prófi eða verkefni áður en sú næsta hefst. í lok námsins fá þátt- takendur prófskírteini er vottar þátttöku og frammistöðií þeirra í náminu. Verð fyrir hvert misseri er kr. 68.500,-. Allar nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 21. maí) er hægt að fá hjá: Endurmenntunarstoffnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga5,107 Reykjavík, símar 694923, 694924 og 694925.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.