Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 37 SJONARHORN Ný]a línan í mataræði Fituminni og hollari fæða FYRIR ekki mörg-um árum þótti mikil- vægt að matur væri vel á borð borinn og var þá átt við magnið - ekki nauðsyn- lega hollustuna. Þetta er að breytast, í helstu viðskiptalöndum okkar er nú litið á neyslu á hollum mat fyrst og fremst sem lifsstíl. Maturinn á að vera hollur og fitulítill. Áherslubreytingar hafa orðið í mataræði í nóvemberblaði bandaríska fæðutíma- ritsins Food Business segir í grein sem ber titilinn Lite ’n heaithy goes mainstre- am (fitulítið og hollt í brennidepli), að í Bandaríkjunum hafi síðustu tvo áratugina orðið áherslubreytingar í viðhorfum til hollustu fæðunnar. I því sambandi er bent á, að á áttunda áratugnum hafi áhyggjur beinst að of miklum sykri og salti í fæðunni. Á níunda áratugnum var kólesterói og kaloríur blóraböggull, en nú á tíunda áratugnum sé það fita sem ber að forðast, spurning sé aðeins hve langt eigi að ganga í þeim efnum. Sú skoðun kemur þó fram, að fituminni fæða sé samtengd hollari matarvenjum og það muni ekki breytast í náinni framtíð. Matvælafyrirtækin hafa fram til þessa reynt að fylgja þessum áherslubreytingum eftir að einhveiju leyti og hafa flest þeirra boðið upp á heilsufæði jafnframt hefð- bundinni framleiðslu. Hollustuvörur ábatasöm framleiðsla Jafnvel þó að neytendur láti stundum eftir sér, oft gegn betri vitund, fituauðugt nasl og ábæti, sérstaklega eftir að hafa verið í kaloríusvelti allan daginn, þá gera matvælaframleiðendur sér grein fyrir því að hollustuvörur eru trygg og ábatasöm framleiðsla sem full þörf sé á að sinna betur. Ljóst er þó að þegar ákveðnar gæðateg- undir hafa náð fótfestu á markaðnum og ákveðinni markaðshlutdeild geta fyrir- tækin átt von á samkeppni og þau verða að gera betur. Til að halda velli á mark- aðnum verður varan að bæði að vera betri en vara keppinautarins og á undan á markaðinn. Markaðsmálin standa aldrei í stað. Neytendur skilgreina hollustu ' En þó að neytendur séu ekki sammála um það hvað felist í hollri fæðu, þá kem- ur fiestum saman um að hollustuíæða skuli vera fitu- og saltlítil, kaloríu- og kólesterólsnauð, án rotvarnarefna - og á lágu verði. í lauslegri könnun sem gerð var á inn- kaupavenjum neytenda kom í ljós að þeir hafa minni áhyggjur af kolesteróli en fitu- neyslu og þeir sniðganga oftar fituauðug- ar fæðutegundir en áður. Þeir vilja ekki aðeins fitusnauða fæðu, hún þarf líka að vera næringarrík og bragðgóð. Neytendur telja ekki lengur ásættanleg þau viðhorf matvælaiðnaðarins að fórna megi einhveiju af bragðgæðum fyrir holl- ustuna. Vandamálið er að fitulaus mat- væli eru bragðlaus því það er fita sem gefur bæði bragð og áferð. Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar til viðhalda fullum gæðum í fitulausri fæðu, en það hefur ekki þótt bera viðunandi árangur. Neytendur hafa heldur ekki reynst tilbún- ir að greiða hvaða verð sem er fyrir holl- ustuna! Fleiri kaupa mat á skyndibitastað en áður En það er margt sem stangast á í bandarísku þjóðfélagi. Food Marketing Institute, (lauslega þýtt: Fæðu-markaðs stofnunin) hefur síðustu árin kannað áherslur neytenda og breytingar í inn- kaupum. í nýlegri könnun kom í ljós að um 55 prósent Bandaríkjamanna segjast kaupa mat á skyndibitastað og taka heim með sér (þar segir ekki hve oft), en það eru meira en 10 prósent fleiri en fyrir áratug. Þegar neytendur voru spurðir um þeirra eigin matarvenjur sögðu tveir af hveijum þrem að fæðuval þeirra gæti verið betra og mætti innihalda meira grænmeti og ávexti. Áhugi neytenda fyrir næringarríkri fæðu virðist vera meiri en hann hefur verið síðustu sjö árin og fer vaxandi, en á sama tíma hafa áhyggjur þeirra af syk- urneyslu stórlega dvínað. Skýring á því er ekki ljós, en talið er að það geti verið vegna sætuefna sem komið hafa í stað sykurs eins og t.d. í gosdrykkjum. Offita hrjáir 44 milljónir Bandaríkjamanna Fitan er það sem Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af og hafa e.t.v. ástæðu til ef marka má könnun sem gerð var á vegum 1 National Institute of Health eða Heil- ; brigðismálastofnunar Bandaríkjanna nú síðastliðið vor. Könnunin leiddi í ljós að Matvælaframleiðendur hafa komið á móts við kröfur neytenda um bragðgóð mat- 44 milljónir Bandaríkjamanna eru of feit- ir, eða eru 5-10 kíló yfir kjörþyngd. Stór hluti af þessu fólki er að reyna að grenna sig, konur þó meira en karlar, aðrir reyna að halda í vigtina. Um það bil 45 prósent hafði hætt kjötneyslu og önnur 36 pró- sent hafði hætt neyslu á mjólkurvörum. Það er talið að Bandaríkjamenn eyði 30 milljörðum Bandaríkjadala á ári í að ná af sér aukapundunum. Heilsufæði - gullnáma framleiðenda Matvælaiðnaðinum er nú að verða ljóst að gullnáma getur falist í framleiðslu á frosnu fitulitlu heilsufæði, en frosnir máls- verðir eru að koma á markaðinn aftur. Raunar eru orðið slíkt framboð í auglýs- ingum og alls kyns gylliboð í heilsuvörum að neytendur vita ekki hveiju skal trúa. Neytendur leita fræðslu og finna hana hjá The Center for Science in the Public Interest, samtökum áhugafólks sem gefa út fréttabréf með upplýsingum um hvað sé hollt og hvað sé óhollt í matvælum sem eru á markaðnum. Fréttabréfíð nær til 250 þúsund áskrifenda. Þar eru metin gæði matvæla sum fá viðurkenningu en við önnur eru sett spurningarmerki. Sam- tökin vekja athygli á málum sem snerta næringu, þau hafa bent á að huga verði mun betur en gert hefur verið, að næring- ar- og fituinnihaldi matvæla sem ætluð eru börnum. Þau vara fólk við að neyta fæðu þar sem 30 prósent af kaloríum koma úr fítu. Þau telja þessi viðmiðunar- mörk of há og vilja lækka þau. Gervifitan er ekki kaloriusnauð í greininni kemur fram að minni fita eða neysla á fítulausu fæði þýðir ekki nauðsynlega að fólk telji sig þurfa að borða minna. Gefið er ágætt dæmi um viðbrögð fólks þegar á markaðinn komu fítulausar kökur. Anægja var mjög mikil - því þá væri hægt að borða helmingi meira. Flestum ætti að vera ljóst að fleira er fitandi en feitt kjöt og mjólkurvörur. Gervifita sem koma á í stað náttúrulegrar fitu er ekki eins kaloríusnauð og látið er í veðri vaka. Svo eru matarskammtar þar vestra ótrúlega vel útilátnir. Fæðumagnið skiptir máli. Þó að mikill áróður sé rekinn fyrir gervifitu í mat í stað venjulegrar fitu þá eru neytendur nokkuð tortryggnir og virð- ast þeir hafa meiri áhuga á náttúrulegu fæði sem þeir treysta betur, segja okkur aðrar heimildir Vaxandi áhugi fyrir fitulitlu fæði úr náttúrulegu hráefni Þeim þætti sem snýr að neyslu á heilsu- samlegu og náttúrulegu fæði þurfum við sem matvælaframleiðendur að fylgast vel með. Því þar er fiskur og fiskneysla efst á blaði vegna æskilegrar ómettaðrar fitu. í gagnabanka áhugamannahópsins um neytendamál er heilsusamleg samsetnig fæðunnar skilgreind: Fæðan á að inni- halda ómettaða fítu, skert kolesteról, salt og sykur, tvær vítamíntegundir, steinefni og trefjar. Fyrir nokkrum árum var framboð þekktra matvælafyrirtækja á salt- og fitu- snauðu hollustufæði mjög takmarkað, en nú stendur það skólum og sjúkrahúsum til boða jafnt sem hinum almenna neyt- enda. Þessi heilsubylgja sem nú er að ná fót- festu í mikilvægu viðskiptalandi fellur í fang okkar eins fundið fé, nú þegar gera á átak í vinna meiri og verðmætari vörur úr sjávarfangi fyrir erlenda markaði. Hér eru fleiri fiskar í sjó en þorskur. í banda- rískum markaðsskýrslum kemur fram, að þegar fór að draga úr veiðum á þorski í Atlantshafinu fyrir nokkrum áum, hafa verið kynntar í Bandaríkjunum ýmsar fisktegundir annars staðar frá sem þykja ekkj síðri að gæðum en þorskurinn. Við ættum ekki að þurfa að leita langt! M. Þorv Mdiea flÍsar ......... : = =S^ 31 a«0|11í- Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 ***ifi* FLÍSAR >’ ■nawffiriuTLiJu l’JITWLM&fctfl^M I T-H I I I I I 1 1 I I M Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 i Stúdentafagnaður Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn Fóstudaginn 28. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúd- I entar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Afmælisstúdentar eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst til forsvarsmanns síns árgangs. Miðasala auglýst síðar. Stjórnin. Pöntunarsími 91 -624934 REIKI- NAMSKEH) - Veist þú að við búum öll yfir stórkostlegum eiginleikum til að lækna okkur sjálf? - Veist þú að með því að nýta okkur þessa eigin- leika getum við einnig hjálpað öðrum? - Vilt þú nýta þér þessa eiginleika? - Reikinámskeið er ein af mörgum leiðum til þess. Námskeið í Reykjavík: 22.-23. maí 1. stig, helgarnámskeið. 1.-3. júní 2. stig, kvöldnámskeið. Grundarfjörður: 25.-27. maí 1. stig, kvöldnámskeið. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, s. 33934.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.