Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 KNATTSPYRNA Luca Kostic, Izudin Dervic og Salih Porca íslenskir ríkisborgarar: Tilbúnir að leika fyrir ísland LUCA Kostic, Izudin Dervic og Salih Porca, knattspyrnumenn- irnir frá fyrrum Júgóslavfu sem öðluðust íslenskan ríkisborg- ararétt ífyrrakvöld eins og Morgunblaðið greindi frá í gær, eru mjög ánægðir með að vera orðnir íslendingar. „Þetta er stærsti dagur lífs míns,“ sagði Kostic við Morg- unblaðið í gær og félagar hans *tóku í sama streng. Þeir sögð- ust eiga íslandi allt að þakka og vildu helst borga fyrir sig með því að leika fyrir hönd þjóðarinnar. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, sagði að þeir kæmu til greina eins og aðrir og samkeppnin hefði aukist. Kostic, sem var kjörinn besti leik- maður íslandsmótsins í fyrra, er á þriðja ári sínu með íslandsmeist- urum Skagamanna, en áður var hann í tvö ár hjá Þór á Akureyri. „Þetta hefur verið stórkostlegur dagur og mjög óvenjulegur — allt í einu orðinn íslendingur. Mér hefur liðið vel á íslandi og gengið vel. ís- land hefur gert mikið fyrir mig og ef Ásgeir Elíasson telur mig nógu góðan fyrir landsliðið er ég meira en tilbúinn. Eg hef æft vel í vetur, en ekki með landsliðinu og því getur reynst erfitt að komast í hópinn. Luca Kostic Engu að síður er ég á tánum og gæti ekki hugsað mér betri leið til að borga fyrir mig en leika með landsliðinu, en Ásgeir ræður því.“ „Það er gaman að vera íslending- ur,“ sagði Dervic. „Við Porca feng- um okkur kaffi saman og ræddum málin í kjölfar fréttanna og vorum sammála um að reyna af fremsta megni að endurgjalda Islandi það sem Island hefur gert fyrir okkur, en spurningin er hvernig við gerum Izudin Dervic það best. Vissulega væri gaman að spila fyrir landið og fái ég tæki- færi segi ég já, en það er erfitt að komast í landsliðshópinn.“ „Nú er ég íslendingur og ef landsliðsþjálfarinn kallar á mig er ég tilbúinn,“ sagði Porca. „Ég reyni að gera mitt besta, en það verður erfitt að komast að því landsliðið er gott og við eigum marga unga og efnilega leikmenn." „Ásgeir Elíasson sagði að vel Salih Porca gæti verið að þremenningarnir myndu styrkja landsliðið, en hann hefði ekki fylgst með þeim sérstak- lega og þar sem þeir hefðu ekki verið með í undirbúningnum yrðu þeir ekki með gegn Lúxemborg 20. maí hvað sem síðar yrði. „Þetta er gott mál og þeir hljóta að koma til greina eins og aðrir,“ sagði Ásgeir. „Þetta er hlutur, sem verður að skoða, og nú hef ég úr þremur fleiri mönnum að velja.“ Serbiá Skagann Skagamenn fá nýjan leik- mann til liðs við knatt- spyrnulið sitt í dag. Það er 24 ára sóknarmaður frá Serbíu, Mihajlo Bibercic, sem kemur til landsins í dag og mun væntan- lega fá að sýna hvað hann kann fyrir sér í leik með ÍA gegn Grindvíkingum í úrslitum litlu bikarkeppninnar en úrslitaleik- urinn verður á Akranesi á morg- un kl. 14. Myndir af mönnum 1. deildar Samtök 1. deildar félaga í knatt- spyrnu og Nói-Sýríus hafa gert með sér samning um að fyrir- tækið hafí einkaleyfí á framleiðslu, dreifingu og sölu mynda af leik- mönnum 1. deildar í sumar. Gerðar verða myndir af 15-20 leikmönnum hvers liðs ásamt þjálfurum og verða myndirnar ekki færri en 170 tals- ins. Þær verða seldar í pökkum og verða ellefu myndir í pakka. HLAUP Tekurþáttí 86,7 km hlaupi EIÐUR Aðalgeirsson hefur einn íslendinga tekið þátt í 86,7 kíló- metra hlaupi — rúmlega tvö- földu maraþoni — sem haldið er árlega f Suður Afríku, og stefnir að þátttöku öðru sinni undir lok mánaðarins. að var í fyrra sem Eiður tók þátt í mótinu, Comrades mar- athon, eins og það er kallað, sem gæti útlagst Vinamaraþon. Hann bjó ytra um tíma. „Ég fór til Suður Afríku til að fara í trúboð, en ekk- ert varð úr því vinnan var ekki eins mikil og ég hefði viljað.“ Hann frétti af hlaupinu og langaði að taka þátt, „en ég kom í janúar og fyrirvarinn var of stuttur," segir Eiður, sem greip svo tækifærið í fyrra. Þá var hann búsettur í Suður Afríku ásamt eiginkonu og tveimur börnum. „Ég hafði reyndar verið meiddur í tvær vikur fyrir hlaupið og hálf veikur. En þó ég vaknaði með höfuðverk daginn sem hlaupið fór fram gat ég ekki annað en verið með. Ég hafði æft í níu mánuði fyrir þetta, og sagðist við sjálfan mig að hlaup- Inu gæti ég ekki sleppt!“ Hraðinn í hlaupi sem þessu er eðlilega ekki mikill, þar sem vega- lengdin er svo gífurleg. Eiður hljóp á 10 klukkustundum og 21 mínútu, en segist örugglega hafa hlaupið á mun betri tíma ef meiðsli og veik- indi hefðu ekki sett strik í reikning- inn. Hlaupið hefst kl. sex að morgni og stendur í ellefu klukkustundir. Að þeim tíma liðnum er gefið hljóð- merki við endamarkið, og keppni lýkur; menn teljast ekki hafa klárað þó svo þeir eigi ekki nema einn metra eftir í markið — og talsvert er um slíkt að sögn Eiðs. „Ég var í íþróttum sem ungling- ur, en kom svo ekki nálægt íþróttum á tíu ára tímabili. Fyrir tíu árum fór ég svo að hlaupa aftur og hef gert mikið af því, og sérstaklega mikið eftir að ég kom heim í júlí í fyrra.“ Hlaupið hefur verið þreytt í mörg Morgunblaðið/Kristinn Eidur Aðalgeirsson æfir sig í Reykjavík fyrir ferðina til Suður Afr- íku, sem hann vonast til að komast í. ár. Eiður segir þátttakendur yfír- leitt um 16-18 þúsund og stemmn- inguna kringum hlaupið frábæra. Sannkölluð fjölskyldustemmning skapist. Eiður segist varla geta útskýrt hvers vegna hann fór að hlaupa svona óvenju langt. „Ég hef reynd- ar alltaf verið meira fyrir að brjóta kílómetrafjölda en tíma. Ég hef gaman af að eyða deginum í að hlaupa — hef gaman af að skoða það sem fyrir augu ber,“ sagði þessi húsvíski hlaupagikkur, sem reyndar er búsettur í höfuðborginni nú. Meistarakeppnin verður á Akranesi Vakmenn féllust á tilboð Skagamanna um að meistarakeppnin, leikur íslands- og bikarmeistara fyrra árs, fari fram á Akranesi. í kjölfar- ið setti mótanefnd KSÍ leikinn þar n.k. fimmtudag, 13. maí, kl. 20. Guðmundur Stefán Maríasson verður dómari, en línuverðir Þorvarður Björnsson og Gísli Björgvinsson. Páll áfram hjá Færeyingum Um helgina Handknattleikur Laugardagur: Úrslitaleikur tslandsmótsins Höllin: Valur-FH..........16.30 Körfuknattleikur Vináttulandsleikur Digranes: ísland - England...14 Knattspyrna Reykjavíkurmótið Leikur um 3. sætið i dag: Gervigras: KR-Fylkir.........14 Leikur um 1. sætið á morgun: Gervigras: Fram-Valur........20 Litla bikarkeppnin ÍA og Grindavík leika tii úrslita á Akranesi á sunnudaginn og hefst leikurinn kl. 14 ef veður leyfir, ann- ars verður leiknum frestað í viku. Golf Opið golfmót verður hjá Golf- klúbbnum Keili í dag og verð- ur ræst út frá kl. 8. Höggleik- ur með og án forgjafar. Skráning í s. 653360. Sund Ægir verður með unglingasundmót á sunnudaginn í Sundhöll Reykjavík- ur og hefst mótið kl. 13.30. Félagslíf Ársþing Körfuknattleikssambandins verður í Keflavík um helgina. Ársþing tslenska sundþjálfara- sambandsins hefst kl. 13 í dag í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Skvass íslandsmótið í skvassi verður í Vegg- sporti í dag og á morgun. 16 manna úrslit karla verða í dag og hefjast þau kl. 13 en á morgun verða leikir í karla og kvennaflokki um 3. sætið kl. 13 og úrslitaleikur kvenna hefst síðan kl. 15 og karla kl. 16. PALL Guðlaugsson landsliðs- þjálfari Færeyinga hefur ekki í hyggju að hætta sem landsliðs- þjálfari fyrr en samningur hans rennur út. Sögusagnir um að hann hefði verið rekinn eiga ekki við rök að styðjast. Eg skrifaði undir samnig við fær- eyska knattspymusambandið 1. janúar 1992 og samningurinn gild- ir til 1. október í ár og ég ætla starfa þar til samningurinn rennur út,“ sagði Páll í samtali við Morgunblaðið í gær. Páll sagði að verið væri að byggja upp nýtt og ungt lið í Færeyjum en það væri erfitt því flest ungt fólk færi til náms í Danmörku. „Það eru þrettán leikmenn frá því í landsliðs- hópnum í fyrra sem eru hættir og meðalaldurinn er 21,8 ár í liðinu núna. Þetta hefur gengið upp og ofan en það er ekki rétt að ég hafi verið rek- inn. Menn hafa haft alla möguleika á að reka mig og ég hef haft tæki- færi til að segja upp en ég verð hér þar til samningurinn rennur út. Ég er búinn að starfa fyrir sam- bandið í sjö ár og verið með öll yngri liðin auk þess sem ég hef verið með félagslið. I haust gæti ég vel hugsað mér að breyta til og það blundar alltaf í mér að koma heim,“ sagði Páll. KORFUKNATTLEIKUR / NBA Allt opið í vesturdeildinni ALLT er enn opið uppá gátt í úrslitakeppninni í vesturdeildinni i NBA. Staðan er 2-2 íviðureignunum fjórum og allt getur gerst. í austurdeildinni eru Chicago, Knicks og Charlotte hins vegar komin áfram. Phoenix Suns hefur risið úr ösk- unni eftir að hafa tapað tveim- ur fyrstu leikjunum gegn L.A. La- gggggggggg kers. Barkley og fé- Gunnar lagar gerðu sér lítið Valgeirsson fyrir og unnu næstu skrifar frá tvo leiki í Los Angel- Bandarikjunum eg Qg þvf þurfa ,iðin að leika hreinan úrslitaleik um hvort þeirra kemst áfram. Leikurinn verð- ur um helgina í Phoenix. Leikurinn í fyrrinótt var æsi- spennandi og staðan var 51:51 um tíma en þá gerð Phoenix 11 stig i röð og þann mun náðu leikmenn Lakers ekki að vinna upp. Lokatöl- ur urðu 86:101. Þetta er fyrsti leik- urinn í úrslitakeppninni þar sem Phoenix sýnir hvað liðið getur í raun. Barkley var að vanda sterkur og gerði 28 stig og nýliðinn Miller gerði 16. Hjá heimamönnum var Divac með 17 stig í annars jöfnu liði. Seatle jafnaði metin í baráttunni við Utah, staðan nú 2:2. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir voru sterkari á lokasprettinum og þeir unnu 80:93. Eddie Johnson gerði 24 stig fyrir gestina en Karl Malone 21 fyrir Utah. Fimmti leik- urinn verður í Seattle. New York Knicks tryggði sér áframhaldandi keppnisrétt er liðið sigraði Indiana 100:109 í framleng- ingu og lauk viðureigninni því 3-1 fyrir Knicks. Bakvörðurinn Doc Rivers fór á kostum í framlenging- unni og gerði þá þijár þriggja stiga stiga forskot. Knicks mætir Charl- otte í næstu umferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.