Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 33

Morgunblaðið - 11.05.1993, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MAÍ 1993 33 Kartöflubændur hugsa sér til hreyfings Morgunblaðið/Benjamín Kartöflubóndinn SVEINN Bjarnason á Brúarlandi er byrjaður að setja niður kartöflur. Garðarnir þurrir og óþarfi að bíða Ytri-Tjörnum, Eyjafjarðarsveit. SVEINN Bjarnason, kartöflu- bóndi á Brúarlandi, er með þeim fyrstu til að setja niður kartöflur á þessu vori, en hann ræktar kartöflur á einum og hálfum hektara lands. „Eg sá að það var ekki eftir neinu að bíða því garðarnir eru orðnir mjög þurrir, enda hefur verið mikill sunnanblástur að undanförnu," sagði Sveinn og bætti við að útsæð- ið væri ekki mikið spírað, en aðeins byrjað að augna, þess vegna er um að gera að koma þessu sem fyrst í moldina og vona að hlýindin haldist áfram. Vorhlýindi Agæt vorhlýindi hafa verið að undanförnu og má búast við að bændur fari almennt að setja niður næstu daga. Nokkrir eru þegar farn- ir að bera á tilbúinn áburð og sauð- burður er kominn á fullt skrið. Ráðstefna um atvinnuleysi og aðgerðir sveitarfélaga Ataksverkefni þykja hafa gefið góða raun Morgunblaðið/Rúnar Þór Reynir Hugason ræddi um áhrif atvinnuleysis og möguleika til úr- bóta á ráðstefnu um áhrif atvinnuleysis og sértækar aðgerðir sveitar- félaga sem haldin var á Akureyri í gær. „ÞAÐ er ekki bara dýrt að láta okkur ganga atvinnu- laus, heldur er það líka stór- hættulegt," sagði Asgeir Magnússon framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar á ráðstefnu um áhrif atvinnuleysis og sértækar aðgerðir sveitarfélaga, en ummæli Ásgeirs voru tilvitn- un í atvinnulausan mann á Akureyri. Á ráðstefnunni var fjallað um ýmsar hliðar atvinnuleysis og áhrif þess og þá var einnig greint frá störfum atvinnumálanefndar Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, um umsóknir sveitarfélaga um styrki frá Atvinnuleysistrygginga- sjóði til sérstakara verkefna og þá greindu fulltrúar frá Hafnarfirði, Akureyri og Húsavík frá reynslunni af atvinnuátaksverkefnum, en hún er í aðalatriðum mjög góð. í máli Ásgeirs Magnússonar kom fram að þegar um 300 manns voru skráð atvinnulaus á síðasta ári hefði skráin verið skoðuð og í ljós komið að hluti fólksins var með skerta starfsorku, hluti þess bjó við tíma- bundið atvinnuleysi og í þriðja lagi væri um að ræða fullfrískt fólk sem tilbúið væri að taka hvaða starfi sem byðist. Á síðustu mánuðum hefðu á milli 400 og 500 manns verið á atvinnuleysisskrá á Akur- eyri og væri aðaliega um að ræða fjölgun í síðasttalda hópnum. Smáfyrirtæki Ásgeir greindi einnig frá því að námskeið hæfíst í dag, þriðjudag, fyrir atvinnulaust fólk sem hug hefði á að stofna til eigin atvinnu- reksturs og væri þess vænst að í kjölfarið yrðu stofnuð smáfyrirtæki af margvíslegum toga. Aðalfundur Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda Þátttaka banka í rekstrí veldur óeðlilegri samkeppni Kvótaverð ekki í tengslum við raunveruleikann, segir formaður félagsins ■ PEDROMYNDIR gáfu nú nýlega barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri 50 þúsund krónur, en féð verður sett í gjafasjóð deildarinnar, en þang- að renna m.a. áheit og söfnunarfé af ýmsu tagi. Gjafasjóður er að mestu nýttur til kaupa á leikföng- um og er leikfangasafn deildar- innar að mestu til komið vegna gjafasjóðsins auk þess sem kven- félagskonur hafa sinnt deildinni af mikilli alúð. BEIN þátttaka viðskiptabanka í félögum sem taka við rekstri gjaldþrota rækjuverksmiðjum veldur félögum í Félagi rækju- og hörpudiskframleiðenda áhyggjum og segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi þess á Akureyri á laugardag að þessi hálfbankatryggði rekstur valdi óeðlilegri samkeppni í grein- inni. Harður slagur er milli verksmiðja um hráefni og hafa þau sjónarmið komið fram að þær verksmiðjur er bankar standa að standi betur að vígi þegar kemur að því að bjóða í hráefnið. Á aðalfundi Félags rækju- og hörpudiskframleiðenda urðu tals- verðar umræður um hugsanlegt samstarf eða samruna við Samtök fiskvinnslustöðva, en stjórn félags- ins hefur átt í viðræðum við samtök- in um þau mál. Aukið vægi Á fundinum var einnig vakin at- hygli á auknu vægi rækjuvinnslu í íslenskum sjávarútvegi. „Nú er svo komið að eingöngu þorskur af okk- ar nytjastofnum skilar meiri verð- mætum til þjóðarbúsins en rækja. í því ljósi skorar fundurinn á Haf- rannsóknarstofnun og Rannsóknar- stofnun fiskiðnaðarins að leggja meiri áherslu en nú er gert á haf-, veiðarfæra- og vinnslurannsóknir í þágu rækjuveiða og rækjuvinnslu,“ segir í ályktun fundarins. Þá tekur aðalfundurinn undir til- lögur tvíhöfðanefndar um að heim- ilt verða að skrá kvóta á fiskvinnslu- stöðvar og telur að með því fáist eðlilegra jafnvægi milli veiða og vinnslu en verið hefur undanfarið. Mesti aflinn I máli Halldórs Jónssonar for- manns félagsins kom fram að rækjuaflinn á síðasta ári var sá mesti frá upphafi rækjuveiða við Island, en í fyrra voru veidd um 46.200 tonn og er það 20% aukning frá árinu á undan. Á yfirstandandi kvótaári má veiða 47.300 tonn af rækju auk þess sem 6.200 tonn voru flutt af síðasta kvótaári, eða samtals 53.500 tonn. Sagði Halldór að ef sá afli næðist yrði slegið met í rækjuveiðum á íslandsmiðum. Búið er að veiða 19.600 tonn af úthafsrækju á fyrstu 8 mánuðum kvótaársins, eða 42,5% af heildar- kvótanum og sagði Halldór frekar Rætt um vaktavinnu hjá Fiskvinnslu KEA í Hrísey Gæti skapað 60 ný störf VERÐI tekin upp vaktavinna í Fiskvinnslu KEA í Hrísey verða um 60 ráðnir til starfa þar í sumar eða nánast jafnmargir og starfa þar nú. Starfsfólkið samþykkti á fundi í gær með 27 atkvæðum gegn 21 að skoðað verði hvort fcaka eigi upp vakta- vinnufyrirkomulag í frystihúsinu. Ari Þorsteinsson, framkvæmda- að vinna hæfíst í frystihúsinu kl. 4 stjóri Fiskvinnslu KEA í Hrísey, sagði að í framhaldi atkvæðagreiðsl- unnar yrði kannað á hvem hátt best yrði staðið að málum og samningur um vaktavinnufyrirkomulag lagður fyrir starfsfólkið síðar, en stefnt væri að því að taka slíkt fyrirkomu- iag upp síðustu viku maímánaðar. Ari sagði að gert væri ráð fyrir að morgni og unnið yrði á tveimur átta tíma vöktum til kl. 20.30 að kvöldi. Verði fyrirkomulagið sam- þykkt gerði hann ráð fyrir að ráðnir yrðu um 60 til starfa í frystihúsinu í sumar, en miðað við óbreytt fyrir- komulag yrðu um 25 ráðnir til sum- arafleysinga. Fjöldi fyrirspura Fjölmargar fyrirspurnir hafa bor- ist um sumarvinnu í frystihúsinu og sagðist Ari ekki vera hræddur um að fá ekki nóg af fólki til starfa. Þá sagði hann að nægt hráefni ætti að vera til vinnslunnar í sumar. í frysti- húsinu hefur áhersla verið lögð á að pakka fiski í neytendaumbúðir. „Við höfum lokað á þessar fljótunnari pakkningar, en einbeitum okkur að því að pakka hráefninu þannig að það skili okkur meiri verðmætum," sagði Ari. litlar líkur á að heildarkvótinn næðist þegar miðað væri við veiði í fýrrasumar. „Er því ljóst að það kvótaverð sem menn eru að greiða í dag er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann. Verða rækju- framleiðendur því að ná niður verði leigukvóta nú þegar,“ sagði Hall- dór. ■ FYRIRKOMULAGI á póst- dreifíngu í Svarfaðardalshreppi og Árskógshreppi var breytt 1. maí sl. í tengslum við það var ákveðið að taka þar í notkun nýtt póstnúmer sem er 621 Dalvík. Póstáritun íbúa í framangreindum hreppum breytist því í samræmi við þetta. Því að leigja, ef hægt er að bæta 11.400 krónum við mánaðargreiðsluna og eignast húsnæðið? Skrifstofuhúsnæði 170 m LEIGA KR: 66.000 Á MÁNUÐI eða KAUP KR. 77.400 Á MÁNUÐI** **Innifalið í upphæð: Fasteignagjald tólfti hluti og mánaðarleg af- borgun og vextir af jafngreiðsluláni (annuitet), sem er til 13 ára með 7,5% ársvöxtum. Leiga á mánuði á m2 er kr. 388 en sambæri- legur kostnaður miðað við kaup er 455 kr. (17% viðbót við leigu). Leiga og lán eru verðtryggð. Kaupverð á m2 er kr. 40.600. Húsnæðið er nýlega innréttað og má því flytja beint inn án nokkurra breytinga eða endurbóta. ♦ I-ýsing, vönduð niðurhengd ljós. ♦ Tengingar, rafmagns- og tölvulagnir í veggstokkum. ♦ Áfastir nokkrir lengdarmetrar af fráleggsborðum, álrimlagardínur fyrir öllum gluggum. ♦ Bjart húsnæði, útsýni út fjörðinn, rúmgóð kaffistofa, steypt skjalageymsla með hillum. ♦ Húsnæðið er á 2. hæð í Tryggvabraut 22, Akureyri. Góð aðkeyrsla að sunnan og norðan og næg bílastæði. Nánari upplýsingar veita Valtýr í síma 96-11780 og Gunnar í sírna 96-26600.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.