Morgunblaðið - 12.05.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 12.05.1993, Síða 1
56 SIÐUR B/C 105. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Stjórn Bills Clintons deilir við Evrópuríki um aðgerðir í Bosníu Reuter Hrifsaðir úr faðmi fjölskyldunnar EKKERT lát varð á bardögum Króata og múslima í Bosníu I sem sveitirnar tóku til fanga í bænum Mostar í gær. Voru í gær þrátt fyrir nýgerða friðarsamninga. Á myndinni fylg- þeir sóttir inn á heimili sín og reknir til yfirgefinnar verk- ist liðsmaður sveita Bosníu-Króata með um 300 múslimum | smiðju utanbæjar þar sem þeir voru hafðir í haldi. Ljær máls á að falla frá afnámi vopnasölubanns Brussel. Reuter. Jeltsín rekur íhalds- menn Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti vék tveimur háttsettum embættismönnum úr starfi í gær með tilskipun. Jafn- framt hvatti hann leiðtoga 88 héraða og sjálfstjómar- svæða landsins til að sam- þykkja stofnun sérstaks stjórnlagaþings og taka stjórnlagagerð úr höndum fulltrúaþingsins. Ákvörðun Jeltsíns um að víkja Júrí Skokov, formanni öryggisráðs- ins, og Georgíj Khízha aðstoðarfor- sætisráðherra úr starfi, féll í góðan jarðveg hjá umbótasinnaðri ráð- herrum. Báðir þóttu of íhaldssamir. Skokov var ábyrgur fyrir rússneska heraflanum, öryggisráðuneytinu, arftaka KGB, og innanríkisráðu- neytinu. Khízha var áhrifamaður í atvinnulífí og settur við hlið Jegors Gajdars þáverandi forsætisráðherra fyrir ári er nauðsynlegt þótti að fá nokkra hófsama menn til liðs við rótttæka sveit umbótasinna sem Gajdar hafði raðað í kringum sig. Snuprar Rútskoj Jeltsín snupraði varaforsetann Alexander Rútskoj enn frekar; fækkaði starfsliði hans úr 51 manni í sex með tilskipun í gær. Áður hafði hann svipt Rútskoj embætt- um, afnotum af lúxusbifreið og fækkað lífvörðum hans. Jeltsín hvatti til þess að stjórn- lagaþing, sambandsráð, skipað tveimur fulltrúum úr hveiju héraði og sjálfstjórnarsvæði, kæmi saman 5. júní til að setja Rússum nýja stjórnarskrá. Óvíst þykir að héraðs- stjórar styðji hugmyndina. BLOSSAÐ hefur upp deila milli Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Evrópu um hvernig bregðast eigi við stríðinu í Bosníu og stjórnarerindrekar telja litlar líkur á að unnt verði að ná ið til þess að binda enda á Bills Clintons er sögð hafa tillögu sinni um að afnema „Svo virðist sem deilan sé kom- in á hættulegt stig, að beiskja sé farin að gera vart við sig,“ sagði stjómarerindreki hjá NATÓ. „Evr- ópumennimir líta á Bandaríkja- mennina sem kúreka og Banda- ríkjamennirnir á Evrópumennina sem gungur. Sannleikurinn er sá að það er enginn auðveldur val- kostur." Bandaríkjastjórn hefur beitt sér fyrir því að gerðar verði loftárásir á serbnesk skotmörk í Bosníu og að múslimum verði leyft að kaupa vopn til að veija sig. Evrópuríkin leggja hins vegar áherslu á refsi- aðgerðir, pólitískan þrýsting og friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna. Stjórnarerindrekar í Brussel segja að Bandaríkjastjórn hafi samkomulagi sem geti orð- blóðsúthellingarnar. Stjórn léð máls á því að falla frá vopnasölubann á Bosníu. gefið til kynna að hún sé retðubú- in að falla frá tillögu sinni um að leyfa múslimum að kaupa vopn. Þeir segja að deilan hafi harðnað til muna á mánudag þegar Evr- ópubandalagið (EB) lýsti því yfír að tími væri kominn til að Banda- ríkjamenn sendu friðargæsluliða til Bosníu. Bandaríkjastjórn hafi ekki svarað þessu en gefið út yfir- lýsingu um að ákvörðun um hugs- anlega hernaðaríhlutun í Bosníu verði frestað vegna þess að Evr- ópubandalagið vilji bíða eftir nið- urstöðu þjóðaratkvæðis Bosníu- Serba um friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna um helgina. Yfirlýsingin olli reiði í Evrópu þar sem evrópsk- ir ráðherrar höfðu lýst því yfir að ekki yrði tekið mark á þjóðarat- kvæðinu þar sem það væri aðeins „kænskubragð" af hálfu Bosníu- Serba til að vinna tíma. Stjórnarer- indrekarnir segja að Bandaríkja- stjórn hafi frestað ákvörðun um hernaðaraðgerðir vegna þess að Bill Clinton Bandaríkjaforseti telji að ekki sé nægur stuðningur á meðal almennings við hernaðar- íhlutun. Staða hans sé slæm sam- kvæmt skoðanakönnunum, auk þess sem ágreiningur sé um málið innan stjórnarinnar. Enn þrýst á Bosníu-Serba Slobodan Milosevic forseti Serb- íu reyndi enn í gær að fá Bosníu- Serba til að samþykkja áætlun um frið í Bosníu. Hvatti hann til þess að haldinn yrði sameiginlegur fundur þinga Serbíu, Svartfjalla- lands, Krajina-héraðsins og Bos- níu-Serba í Belgrad á föstudag. Viðbrögð Bosníu-Serba lágu ekki fyrir í gærkvöldi en Milosevic sagði ekki hægt að líða þeim að standa í vegi friðaráætlunarinnar þar sem viðbrögð ríkja heims myndu leiða hörmungar yfír alla Serba. Reuter Gleymdi gleraugunum ELÍSABET drottning átti að halda ræðu á hátíðarfundi í tilefni aldar- afmælis Samveldisstofnunarinnar í London í gær. Þegar til kom fann hún ekki gleraugun í handtösku sinni; hafði gleymt þeim í höllinni. Bar hún sig aumlega en eiginmaður hennar, Filippus prins, virðist ekki jafn alvörugefinn. Varð það hlutskipti hans að flytja ræðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.