Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Skipstjóri dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Skilorðsbundið varðhald o g réttindasvipting vegna áreksturs á sjó Morgunblaðið/Ingvar Skullu saman við Lögberg HARÐUR árekstur varð á Suðurlandsvegi við Lögberg kl. 15.17 í gær. Tveir fólksbílar, sem voru að koma hvor úr sinni áttinni, skullu þar saman. Þoka var og dimmt yfír þegar slysið varð. Ökumaður og farþegi úr öðrum bílnum voru fluttir á slysadeild, sem og ökumaður úr hinum, en þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu. Bílarnir skemmdust hins vegar báðir mjög mikið. Þeir voru fluttir af vettvangi með kranabílum og eru jafnvel taldir ónýtir. VEÐUR '' \ ~,r, ,/Á SKIPSTJÓRINN á Eleseusi BA 328 hefur verið dæmdur í Sigl- ingadómi til tveggja mánaða skilorðsbundins varðhalds og greiðslu 250 þúsund kr. sektar fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa orðið valdur að árekstri skipsins við Sæfugl BA 52, 5. júní 1990, með þeim af- leiðingum að eini skipveijinn um borð í Sæfugli féll í sjóinn og lést skömmu síðar af kulda og vosbúð. Skipstjórinn var jafnframt sviptur skipsljórnar- réttindum í 18 mánuði og gert að greiða allan sakarkostnað. IDAG kl. 12.00 Heimitd: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 12. MAI YFIRLIT: Skammt suðvestur af landinu er 1040 mb. lægð sem þokast vestnorðvestur. Yfir Vestfjörðum er grunnt lægðardrag sem þokast suð- ur. SPÁ: Norðaustan gola eða kaldi um allt land, léttskýjað sunnan heiða en hætt við smáskúrum eða slydduáljum nyrðra. Norðan lands verður hiti á bilinu 1-5 stig en 10-12 stig að deginum syðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Norðlæg átt, sums staðar strekkingsvindur á föstudag og laugardag. Skýjað að mestu og víða súld eða jafnvel slydduhraglandi fyrir norðan, en bjart með köflum sunnanlands. Hiti 1-6 stig norðanlands, en víða yfir 10 stig að deginum sunnanlands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsfmi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o & A Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað V Ý / r r * r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjaö * V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörín sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig y Súld = Þoka stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Víðast hvar er ágæt færð á landinu um þá vegi sem venjulega eru færir á þessum árstíma. Á vestanverðu landinu hafa orðið skemmdir á vegum vegna vatns og aurskriða en unnið er að viðgerð og er víða lokið. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hafinn mokstur á Kletthálsi og Dynjandis- heiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og fgrænnilínu 99-6315. Vegagerðin. w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 16 skýjaö Reykjavík 8 súld Bergen 19 heiðskírt Helsinki 19 iéttskýjað Kaupmannahöfn 19 hálfskýjað Narssarssuaq 12 aiskýjaö Nuuk 1 alskýjað Oslö 22 léttskýjaö Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Algarve 19 skýjað Amsterdam 21 heiðsklrt Barceiona 18 þokumóða Berlín 2S skýjað Chicago 13 afskýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 26 hálfskýjað Glasgow 16 léttskýjað Hamborg 20 skýjað London 21 mistur Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 24 hálfskýjað Madríd vantar Malaga 22 téttskýjað Mallorca 20 hálfskýjað Montreal 12 skýjað NewYork vantar Orlando 20 heiðsklrt Parls 24 skýjað Madeira 18 léttskýjaö Róm 20 þokumóða Vín 23 léttskýjad Washington 21 mlstur Winnipeg 13 heiðskirt Eleseus, 41 lesta stálbátur, var að dragnótaveiðum í mynni Pat- reksfjarðar í góðu veðri þegar árekstur varð milli hans og Sæ- fugls, 6 lesta trébáts, sem sökk. Einn skipveiji var um borð í Sæ- fugli. Hann féll í sjóinn en var bjarg- að fljótlega og lést skömmu síðar af kulda og vosbúð, samkvæmt nið- urstöðu krufningar. Sæfugl kyrrstæður Ákæran var í fjórum liðum og var skipstjóri Eleseusar sekur fund- inn um öll ákæruatriði. Hann var talinn orðið valdur að árekstri bát- anna með því að halda ekki vörð í stjómpalli. Ákærði bar því við í sjó- prófi að Sæfugli hafi verið siglt þvert á bakborða í veg fyrir Eles- eus, en það þótti sannað með rann- sókn, m.a. með neðansjávarmynda- vél, að þáturinn var kyrrstæður þegar áreksturinn varð. Við ákvörð- un refsingar var litið til niðurstöðu réttarlæknis um að sjúkdómar í lungum og hjarta sem sjómaðurinn sem lést gekk með hafi verið með- verkandi í dauða hans og valdið því að hann þoldi verr en ella kuldann þann skamma tíma sem hann var í sjó eftir áreksturinn. Lögskráning vanrækt Skipstjóri Eleseusar var einnig fundinn sekur um að hafa siglt bátnum óhaffærum með því að hafa ekki stýrimann um borð og um að hafa vanrækt að lögskrá breytingar á skipshöfn Eleseusar. Þrír skip- veija Eleseusar voru ekki lögskráð- ir er áreksturinn varð. Loks var hann fundinn sekur um að hafa vanrækt að halda dagbók um borð í Eleseusi. Auk fyrrgreinds varðhalds, sem var skilorðsbundið til 2 ára, var skipstjórinn sviptur skipstjórnar- réttindum í 18 mánuði og dæmdur til að greiða 250 þúsund króna sekt, auk sakarkostnaðar. Dómsformaður Siglingadóms var Friðgeir Björnsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur en sam- dómendur voru Hrafnkell Guðjóns- son, Jóhannes Ingólfsson, Sveinn B. Hálfdánarson og Þorgeir Páls- son. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Greiðir kostnað við krabbameinsleit SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og nágrennis hefur fyrstur íslenskra fyrirtækja tekið að sér að greiða kostnað vegna reglubundinnar krabbameinsleitar hjá starfsfólki sínu í leitarstöð Krabbameinsfélags- ins. Áður hafa nokkur stéttarfélög gert hliðstæða samninga við Krabbameinsfélagið og hefur það gefið mjög góða rauri. Þessar upplýsingar koma fram í frétt frá SPRON, en þar segir enn- fremur að frá og með næstu ára- mótum verði Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis reyklaus vinnu- staður. Reykingar verða þá óheimil- ar í öllu húsnæði sparisjóðsins, en nú þegar eru þrír af fimm af- greiðslustöðum orðnir reyklausir. Á þennan hátt hyggst Sparisjóðurinn svara kröfum tímans og tryggja starfsfólki sínu og viðskiptavinum hreint og ómengað andrúmsloft. Þeir starfsmenn, sem reykja fá stuðning við að hætta því, segir í tilkynningunni frá SPRON. Framfærsluvísitalan hækkaði um 0,2% VÍSITALA framfærslukostnaðar hækkað um 0,2% frá apríl- til maímánað- ar. Samsvarar það 2,9% hækkun á ári. Hækkun vísitölunnar síðustu þijá mánuði samsvarar 2,4% verðbólgu. Framfærsluvísitalan hefur hækkað um 3,6% síðustu tólf mánuði. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði í maí um 0,3% og samsvarar það 3,6% verðbólgu á heilu ári. Mesta hækkunin stafaði af hækkun kostnaðar við eigið flutningatæki, eða 0,11%, en þar skiptir mestu 1,1% hækkun nýrra bíla sem hafði í för með sér 0,8% hækkun vísitölunnar. Orlofsferðir hækkuðu um 0,8%, tryggingar um 1,4%, snyrting og snyrtivörur um 0,5%, skólaganga og bækur, blöð og tímarit um 0,3%, svo nokkrar hækkanir séu nefndar. Framfærsluvísitalan í maí 1993 (166,3) Breyting Ferðir og flutningar (19,5) Hi 0,5% fráfyrri Húsnæði, rafmagn og hiti (18,2) -0,2% | mánuði Matvömr(16,9) ■ 0,3% Tómstundaiðkun og menntun (11,2) | 0,1 % Húsgögn og heimilisbún. (6,7) 10,0% Föt og skófatnaður (6,1) -0,1 % I Drykkjarvörur og tóbak (4,3) ■ 0,3% Heilsuvernd (2,8) | 0,0% Aðrar vörur og þjónusta (14,2) ■■ 0,5% Vísitala vöru og þjónustú ■ 0,3% FRAMFÆRSLUVÍSITALAN ■ 0,2% Tölur í svigum vísa til vægís einstakra liða af 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.