Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Nágrannar við Rauðagerði deila um tré á lóðamörkum Sex aspir skyggðu á og voru felldar Umdeild tré Morgunblaðið/Þorkell IBÚAR húsanna voru ekki á eitt sáttir um hvort þesi tré á lóðamörk- unum ættu að fá að standa óáreitt, eða hvort þau yrðu að víkja. EIGENDUR húss við Rauðagerði í Reykjavík hafa verið dæmdir til að fella sex aspartré í garði sínum, þar sem þau varpa skugga á dval- arstétt í garði nágrannanna og teljast því valda óþægindum og skerða möguleika nágrannanna á nýtingu stéttarinnar. Dómur í málinu var nýlega kveð- inn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málavextir eru þeir, að árið 1985 gróðursetti fólkið aspir og stafafuru í einni röð um 90 sm frá lóðamörkum húsanna. Nágrarinarnir báru fyrir dómi að árið 1987 hefðu þeir leitað til byggingafulltrúa Reykjavíkur- borgar, vegna þess að trén hafi þá þegar verið farin að skyggja á dval- arstéttina í garði þeirra. Þá leituðu þeir einnig til garðyrkjustjóra, sem boðaði til sáttafundar. í kjölfar þess gerði skrúðgarðaarkitekt tillögu að skipulagi lóðanna, þar sem lagt var til að gróður yrði klipptur í 1,80 metra hæð frá jörðu á lóðamörkum., Á það féllust eigendur trjánna hins vegar ekki. Tijáeigendurnir héldu því fram, að trén væru á engan hátt hærri eða á nokkurn hátt óþægilegri en búast hafi mátt við í íbúðahverfi ejns og Rauðagerði. Þá héldu þeir því fram, að þeir ættu brýna hagsmuni af því að geta dregið úr sjónlínu á milli glugga á aðalhæðum húsanna. Þá væru trén vernduð af friðhelgi eign- arréttarins. í dómsorðinu kom fram, að furu- trén eru nú um 2,5 metrar og varpa ekki skugga á umrædda stétt, en hins vegar megi búast við að svo verði þegar þau nái fullri stærð. Aspartrén hafi þegar náð um 6 metra hæð og vaxi hratt. Talið sé að þau geti á næstu árum náð 12 til 18 metra hæð. Nágrannarnir þykja hafa ríka hagsmuni af því að geta nýtt sér umrædda stétt ti! útiveru, en aspartrén skerði möguleika á slíkri nýtingu. Dómurinn taldi því eðlilegt að tijáeigendunum væri gert að fjar- lægja 6 syðstu aspartrén, að viðlögð- um dagsektum, kr. 4.000 á dag, er byiji að falla 15 dögum eftir dóms- uppkvaðningu. Hins vegar væru hagsmunir nágrannanna ekki svo ríkir, að rétt væri að fjarlægja öll aspartrén. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að furutrén valdi nágrönnun- um óþægindum og ekki rétt að taka til greina kröfu um að fjarlægja þau eins og aðstæður væru nú. Loks segir í dómsorði, að ekki verði tekin til greina sú krafa, að tijágróður á þeim stað þar sem trén verða fjarlægð megi ekki vera hærri en 1,80 metrar. Engar skráðar regl- ur séu til um hæð tijágróðurs á lóða- mörkum. Tijáeigendunum var gert að greiða nágrönnum sínum 100 þúsund krónur í málskostnað. Dóminn kvað upp Valtýr Sigurðs- son héraðsdómari ásamt meðdóms- mönnunum Kristjáni Inga Gunnars- syni garðyrkjustjóra og Reyni Vil- hjálmssyni landslagsarkitekt. YTS irt %■ SLYS A BORNUM FORVARNIR FYRSTA HJÁLP SNÚUM VÖRN í SÓKN OG FORÐUM BÖRNUM OKKAR FRÁ SLYSUM Rauði kross fslands gengst fyrir tveggja kvölda nám- skeiði um algengustu slys á bömum, hvemig bregðast á við slysum og hvemig koma má í veg fyrir þau. Námskeiðið fer fram að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, Reykjavík dagana 17. og 18. maí n.k. kl. 20 - 23. Skráning og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722 fyrirkl. 16 föstudaginn 14. maí. FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími: 91 - 626722 Símar 35320 68 88 60 Ármúla 40 l/erslunin At4R Dlamond Adventure 26", 21 girs, Shimano Alt- us, C10 girar, glœsilegt fjallahjól, átaksbrems- ur, álgjaröir, standari, brúsi og girhlff. Frá- botrt veró, kr. 31.500, stgr. 29.925. Highlander, dömu og herra fjallahjól frá V- Þýskalandi meó brettum, bögglabera, Ijósum o.fl. 20" án gira, veró kr. 21.000, stgr. 19.950. 20" 3 gira, verö kr. 24.100, stgr. 22.895. 24" 3 gira, verö kr. 24.400, stgr. 23.180. 24", 18 gira, verö kr. 29.550, stgr. 28.072. Highlander, 26", v-þýsk fjallahjól meö brettum, Ijósum, bögglabera, standara og girhlH. Herra- og dömuhjól. Án gira, verö kr. 22.300, stgr. 21.185. 3 gira, verö kr. 26.400, stgr. 25.080. 18 glra, verö kr. 30.500, stgr. 28.975. 21 girs, C10, verö kr. 33.900, stgr. 32.205. Eurostar, vönduó v-þýsk barnahjól. Frá 5 ára, 16", verö kr. 13.400, stgr. 12.730. Frá 5 ára, 18", verö kr. 13.500, stgr. 12.825. Diamond Nevada, 18 gira fjallahjól. Shimano Dual SiS, vönduö hjól meö átaksbr- emsum, álgjöröum, standara, brúsa og girhlif. Frábœrt verö, 24" kr. 23.900, stgr. 22.705. 26" kr. 24.900, stgr. 23.655. Eurostar, v-þýsk stúlknahjól, 2 litir. Fré 6 ára, 20", verö kr. 17.350, stgr. 16.482. Frá 8 ára, 24", verö kr. 17.850, stgr. 16.957. Eurostar, v-þýsk dömuhjól, 26" og 28". 26", án gira, verö trá kr. 18.600, stgr. 17.670. 26", 3 gira, verö frá kr. 22.900, stgr. 21.755. Kreaitkort og greiðslusamnmgar-sendum i póstkröfu. Vandið valið og verslið í Markinu - þar sem þjónustan er í varahlutum og viðgerðum. Italtrike þríhjól. meó skúffu, verö frá kr. 4.100, stgr. 3.895. Vönduö v-þýsk drengjahjól, Eurostar BMX 16" og Highlander 16", verö kr. 14.900, stgr. 14.155. Diamond Exploslve, 26", 21 girs, Shimano Alt- us C10 girar, glœsilegt fjallahjól, átaksbrems- ur, álgjaróir, standari, brúsi og girhlH, frábært verö, kr. 31.500, stgr. 29.925. Vivl Uno, barnahjól meö hjálpardekkjum. Frá 3 ára, 12 1/2", verö kr. 8.800, stgr. 8.360. Frá 4 éra, 14", verö kr. 9.500, stgr. 9.025. Frá 5 ára 16" kr. 10.500, stgr. 9.975. FULLBUÐAF HJOLUM A FRABÆRU VERÐI Diamond Sahara, 18 gira fjallahjói, dömu. Shimano Dual SIS, vönduö hjól meó átaksbr- emsum, áigjöröum, standara, brúsa og girhlif. Frábœrt verö. 24" kr. 23.900, stgr. 22.705. 26" kr. 24.900, stgr. 23.655. Italtrlke þrihjól, vönduó og endingargóö. Lucy og Touring, verö kr. 4.100, stgr. 3.895. Vivi fjallahjól meö hjálpardekkjum, stelpu og stráka. Frá 3 ára, 121/2", verö kr. 10.500, stgr. 9.975. Frá 4 ára, 14", verö frá kr. 10.900, stgr. 10.355. Frá 5 ára, 16", verö frá kr. 11.900, stgr. 11.305. Diamond Rocky, 20 , Shimano SIS, vönduö fjallahjól meö átaksbremsum og álgjöróum. 6 gira, verö kr. 19.100, stgr. 18.145,12 gira, verö kr. 21.000, stgr. 19.950.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.