Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 11 • • Gunnar Orn - Kaflaskil og myndverk á pappír Myndlist Eiríkur Þorláksson Gunnar Örn hefur verið áber- andi í listalífinu hér á landi allt frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu 1970, en frá þeim tíma hefur hann haldið fjölda sýn- inga, bæði hér á landi og erlend- is, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum víða um heim. Hann var fulltrúi íslands á Tvíær- ingnum í Feneyjum 1988, og verk hans eru nú þegar á söfnum hér á landi, í Bandaríkjunum, Japan og í Svíþjóð. Þessi sjálfmenntaði listamaður hefur þannig náð að snerta fólk víða um heim með verkum sínum, en samt sem áður er erfitt að benda á ákveðna þætti sem því valda öðrum fremur. Ef eitthvað er, mætti helst minnast á kraft- inn, sem skín út úr verkum hans, sem oftast geisla af átökum forma, lita og lína, sem þó ná að vinna ágætlega saman. Um þessar mundir stendur yfir í sýningarsalnum Portinu í Hafn- arfirði sýning Gunnars Amar á rúmlega sextíu myndverkum á pappír, og kennir þar ýmissa grasa. Elstu verkin eru frá 1988 og þau nýjustu eru unnin á þessu ári. Listamaðurinn vinnur mikið á pappír með vatnslitum, bleki, og kolum; oft eru þessar myndir gerðar á ferðalögum um landið, og verða gjarna kveikjan að olíu- málverkum þegar heim er komið. Þannig má að nokkru líta á mynd- irnar sem undirbúning, hluta af efnissöfnun, en jafnframt verður ljóst af sýningunni að þessi verk standa fyllilega undir sér sem sjálfstæð listaverk. Flest verkin hér tengjast þeim myndheimi, sem hefur heillað Gunnar Öm síðustu árin, þ.e. landið sjálft og hið dularfulla líf sem leynist í því í formi náttúra- vætta og sterkmótaðra svipa, sem íslendingar sjá allt í kringum sig. Sumar myndanna minna á þjóð- söguleg efni, t.d. „Kveðið á“ (nr. 62), en önnur á verk listamanns- ins í öðrum miðlum, t.d. „Stein- andlit" (nr. 27). Það er mikill kraftur fólginn í hinum fáu drátt- um, sem oft duga listamanninum til að koma til skila því efni, sem hann tekur fyrir, og nægir að benda á myndirnar „Umhyggja" (nr. 9) og „Sjávarminning" (nr. 60) í því sambandi. Það hefur einkennt feril Gunn- ars Arnar að með nokkurra ára millibili verða kaflaskil í list hans, og ný viðfangsefni, ný myndefni taka við af öðrum, sem hafa verið þróuð um nokkurt skeið og eru ef til vill farin að tæmast í huga listamannsins. Ekki hafa allir ver- ið jafn sáttir við slík kaflaskil, og hefur nýjum köflum ekki alltaf verið tekið vel í upphafi. Sýningin í Portinu ber með sér að nú eru að verða slík kaflaskil hjá Gunnari Erni. Á meðan lands- lagsmyndir hans byggjast af nauðsyn á nokkrum þverskurði láréttra lína sjóndeildarhringsins og lóðréttra lína landsins sem rís upp af sléttunni, virðast hin nýju viðfangsefni byggja á fijálsu flæði bogadreginna lína í fletinum, og þannig hafna fastmótun umhverf- Málþing um „stjórn- kerfi menningarimiar“ SAMBAND ísl. myndlistarmanna, SÍM, heldur málþing um sam- skipti opinberra aðila við íslenska listamenn og samtök þeirra sem ber yfirskriftina „Stjórnkerfi menningarinnar" í Gyllta sal Hótel Borgar, næstkomandi sunnudag, 16. maí, kl. 10.00-17.00. Listamiðstöð Listamiðstöðin á Korpúlfsstöðum verður m.a. rædd á málþingi Sambands íslenskra myndlistarmanna. FrummæL endur á þing- inu verða margir en lögð er áhersla á að erindi þeirra verði stutt, eða um 10 mín. Þannig á að gefast gott svigrúm til umræðna og skoðanaskipta meðal þinggesta. Inngangserindi flytur Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður en fundarstjóri er Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri. Málþingið er þrískipt og nefnist fyrsti hlutinn „Eiga stjórn- mála- og embættismenn að stjóma menningunni?" og munu þau Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur, Sigríður Þórðardóttir, formaður menntamálanefndar Alþingis, Sig- urður Líndal lagaprófessor og Bjarni Daníelsson, skólastjóri MHI flytja framsöguerindi. Næsti hluti kallast Mótun menningarstofnana — í höndum hverra og fyrir hveija?“ og flytja þar Gunnar B. Kvaran, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri, Hannes Lárusson myndlistarmaður, Ólafur Hanni- balsson blaðamaður og Arthúr Björgvin Bollason, dagskrár- og skipulagsráðunautur og Bera Nor- dal, forstöðumaður Listasafns ís- lands, erindi sín. Þriðji hlutinn kall- ast Stefnir í rétta átt? og munu þau Svavar Gestsson alþingismað- ur, Þórann Hafstein deildarstjóri, Hjálmar H. Ragnarsson, forseti BIL, og Gunnar Árnason, heim- spekingur, flytja erindi. í fréttatil- kynningu frá SÍM segir að sú stað- reynd sé ljós að listamönnum eða samtökum þeirra sé haldið utan við ákvarðanatöku varðandi mikil- væga þætti í íslensku menningar- lífi. Þetta „hefur vakið upp spurn- ingar um stjórnkerfi menningar- innar, áhrif stjórnmála- og emb- ættismanna, stýringu fjármagns, forgangsverkefni/gæluverkefni, pólitískar mannaráðningar, vald- dreifingu o.fl.“ í fréttatilkynningu frá SIM seg- ir ennfremur að nefna megi nokkr- ar umdeildar ákvarðanir stjóm- málamanna varðandi menninguna, en „nýleg dæmi sem vakið hafa spurningar eru m.a. þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru á Korpúlfsstöðum og hafa ýmist verið nefndar Errósafn eða listamiðstöð Reykjavíkurborgar og verða að kallast eitthvert stærsta einstaka framlag opinberra sjóða til menningar sem um getur í seinni tíð. í það verkefni er áætlað að fari um 1.400 milljónir. Einnig mætti nefna nokkrar ákvarðanir varðandi menningarstofnanir ríkis- ins, s.s. Þjóðleikhúsið, Þjóðminja- safnið, Ríkisútvarpið, Listasafn Is- lands, Listaháskólann og e.t.v. fleiri. Þá má einnig gera ráð fyrir að áform menntamálaráðherra um skiptingu ráðuneytis síns í mennta- og menningarráðuneyti veki upp einhveijar spurningar." Mikið fjölmenni við skólaslit Tónlistar- skóla Rangæinga Hvolsvelli. TÓNLISTARSKÓLA Rangæinga Gunnar Örn isins. Þó heldur listamaðurinn eft- ir sem áður í persónugerðina, eins og sést í myndaflokknum „Ör- vera-verur“ (nr. 39-57); þær ver- ur, sem svífa um fletina, virðast allar hafa til að bera mannleg eigindi höfuðsins. Það er mikill léttleiki yfir þess- um nýjustu myndum Gunnars Arnar, og verður gaman að sjá hvert þessi myndefni eiga eftir að bera listamanninn; möguleik- arnir eru ijölmargir, eins og Gunnar Örn minnist á í viðtali í tilefni af sýningunni. Upphafið að nýju skeiði lítur hér dagsins ljós, í góðri samstillingu við ágæt verk frá því tímabili sem nú er að ljúka. Sýningin gefur áhorfendum þann- ig gott tækifæri til að sjá að hér er ekki um kollsteypu að ræða, heldur eðlilega þróun og framhald í ljósi ferils listamannsins til þessa. Sýning Gunnars Arnar í innri sýningarsal Portsins við Strand- götu í Hafnarfirði stendur til sunnudagsins 16. maí, og eru list- unnendur hvattir til að líta við. var slitið 1. maí sl. í Félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli að við- stöddum forseta íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur. Mikið fjöl- menni var við skólaslitin en þau voru felld inn í dagskrá ráð- stefnu Rótarýmanna um um- hverfismál sem haldin var á Hvolsvelli þennan sama dag. Fjölbreyttur tónlistarflutningur var á dagskránni en nemendur skól- ans frá 8 ára til 50 ára léku á hljóð- færi og sungu. Nýstofnuð lúðra- sveit skólans lék nokkur lög og færði gestum hinn rétta andblæ 1. maí og jasstríó kennara skólans tóku einnig lagið með sveiflu. Skólinn lengdur í skólaslitaræðu ákólastjórans, Agnesar Löve, kom fram að ýmsar breytingar era fyrirhugaðar á starf- semi skólans, áhugi er m.a. fyrir því að lengja skólann í 8 mánuði en hann starfar aðeins í 7 mánuði á ári en talið er að þannig megi ná enn betri árangri. Þá er einnig fyrirhugað að einungis verði í boði heils vetrar nám en fram að þessu hefur verið innritað í skólann tvisv- ar á ári og nemendur því getað hætt námi að hálfu ári loknu. Agnes sagði einnig frá starfi vetrarins og lýsti hún ánægju sinni yfír hversu tónleikar og uppákomur í skólanum hafa verið fjölsóttar í vetur. . S.Ó.K. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Kennaratríó JASSTRÍÓ kennara við Tónlistarskóla Rangæinga. EffirspurÉieílireldii Honda er það mikii að við litwn a notaða Honda sem göða greiðslu uppínýja. Okkur vantar yfirleitt eldri Honda til að geta sinnt eftirspurn. Ef þú átt Honda og hefur hug á að skipta og fá þér nýja, þá metum við eldri bílinn á sanngjörnu verði og þú eignast nýjan Honda fyrirhafnarlítið. [0 HONDA VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900 -góð fjárfesting

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.