Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 15 Er þjóðin á gjald- þrotabarmi? eftirPál V. Daníelsson Ég er lengi búinn að óttast hina miklu erlendu skuldasöfnun. Ég get þó ekki tekið undir með þeim sem telja að við séum komin á barm gjaldþrots. Þó er þar veikur hlekk- ur. Það erum við sjálf. Eða erum við tilbúin til að takast á við þann vanda að stöðva skuldasöfnunina og fara að lækka skuldirnar? Að fara vel með fé gosdrykkja- og sætindaneyslu svo eitthvað sé nefnt. Það veldur heldur ekki heilsutjóni að stýra neyslunni meira inn á innlendar gæðavörur í stað þess að kaupa e.t.v. lakari vörur erlendis frá. Þá mundi það bæta mjög heil- brigði meðal þjóðarinnar, draga úr heilbrigðiskostnaði og auka fram- leiðni ef verðlag á áfengi og tóbaki væri hækkað verulegu svo úr neyslu dragi. Þau eiturefni verka á manns- líkamann eins og sandi væri stráð á verkið í vélum eins og Edison sagði um áfengið. Tekjur af þessum eiturefnum standa ekki undir þeim kostnaði sem þau valda. Hægt er að bæta um Enginn vafi er á að margt er hægt að gera til að bæta úr efna- hagsmálum þjóðarinnar. En til þess þarf þor. Fólk þarf að fá svigrúm til athafna í landinu sjálfu. Króka- veiðar eyða ekki fiskimiðunum en þeir mundu fjölga mjög störfum ef þær væru gefnar frjálsar. Fjölmörg önnur störf myndu koma í ljós ef „í sambandi við kjara- samninga er því miður enn fyrir hendi sú hugs- un að hægt sé að bæta kjör og búa til störf með því að stöðva fram- leiðslutækin. Þetta er e.t.v. einn af verstu f ortíðardraugunum. “ við hættum að taka þátt í því að kaupa vörur af þeim þjóðum sem halda fólki í þrældómi og launum undir sultarmörkum. Því fólki þarf að hjálpa á annan hátt og af meiri reisn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Páll V. Daníelsson Allir verða að fara vel með það fé sem þeim er trúað fyrir, bæði sem einstaklingar og stjórnendur ýmissa mála í þjóðfélaginu. í sambandi við kjarasamninga er því miður enn fyrir hendi sú hugsun að hægt sé að bæta kjör og búa til störf með því að stöðva framleiðslutækin. Þetta er e.t.v. einn af verstu fortíðardraugunum. Það hefur sýnt sig að það eru helst fámennir sérhópar og oft betur launaðir en almennt gerist sem ná árangri á þann hátt. Láglaunafólkið situr jafnan eftir þegar á reynir. Ekki raunverulegt að allir geti verið jafnir Það er falleg hugsjón að allir eigi að vera jafnir. En er það hægt? Og þótt hægt væri að gera alla jafna á einhveijum tímapunkti riðl- ast slíkt kerfí fljótt. Við viljum t.d. gera alla jafna í því að fá niðurgreidd húsnæðislán og námslán. En það verða ekki all- ir jafnir þegar að skuldadögunum kemur. Það gæti því verið hyggi- legra að reyna að jafna aðstöðuna til að greiða skuldirnar en að jafna hana til að taka lánin. Styðja t.d. láglaunafólk til að greiða vexti af húsnæðis- og námslánum. Trúlega yrði minni spilling i slíku kerfi en hinu fyrra. Þjónustugjöld í stað skatta Skattarnir eru erfíðir viðfangs og fólk telur að svo og svo miklar tekjur sleppi undan skatti. E.t.v. er eitthvað til í því. En hvers vegna ekki í meiri mæli í stað skatta að greiða fyrir þá þjónustu sem fólk fær og þarf á að halda? Þeir sem hafa aðstöðu til að draga undan skatti eða eru efnaðir og tekjuháir þurfa á þjónustu að halda og verða þá eins og aðrir að greiða hana. Síðan er hægt að hafa kerfi sem aðstoðar þá sem þarf til að greiða þjónustugjöldin svo að efnahagur þurfí ekki að skerða þjónustuna. Þá er vitað um stöðu mála og hægt að beina hjálpinni til þeirra sem þurfa hennar með. Margt hægt að gera í erfiðu árferði sem slæm stjórn- un á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins hefur orsakað er margt hægt að gera til að veija og hjálpa þeim sem minnst hafa handa á milli. Það er hægt að stýra verðlagi þannig að nauðsynlegasta varan beri miklu minni álögur til samneyslunnar þannig að hægt sé að lifa heilbrigðu lífi af minna fé. Það veldur ekki heilsutjóni þótt eitthvað dragi úr 3M Ljósmyndafilmur Veröurhann 65XX)0.000kr.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.