Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Juan Carlos Wasmosy, sigurvegarinn í kosningunum í Paraguay Sinnepsgas í Japansnaf HERYFIRVÖLD Sovétrikjanna gömlu létu varpa geymum með að minnsta kosti 30.000 tonnum af sin- nepsgasi í sjó nálægt Japan í iok síðari heimsstyijaldar, að sögn jap- anska dagblaðsins Asahi Shimbun í gær. Gasið var ætlað til notkunar í hemaði ef andstæðingarnir beittu slíkum vopnum. Geymarnir eru nú orðnir ryðgaðir, að sögn heimildar- manns blaðsins, Tenghís Borísovs, er fer fyrir rússneskri rannsóknar- nefnd. Telur hann hættu á að gas- mengun geti ógnað sjávarlífi og mannfólki. Áfram verkföll TALSMENN atvinnurekenda í Þýskalandi sögðu í gær að fljótlega yrðu hafnar samningaviðræður við fulltrúa starfsmanna í stál- og verk- smiðjuiðnaði í austurhémðunum. Þúsundir starfsbræðra verkfalls- manna í vesturhluta Þýskalands fóru í fyrradag í samúðarverkfall. Alls eru nú um 40 þúsund starfsmenn í aust- urhluta Þýskalands í verkfalli, en þeir lögðu niður vinnu fyrir viku til að mótmæla því að vinnuveitendur höfðu einhliða fallið frá launahækk- un sem koma átti til framkvæmda. Reykingar flýta fyrir alnæmi SAMKVÆMT rannsóknum breskra vísindamanna er alnæmisveiran tvisvar sinnum fljótari að vinna sitt verk í reykingamönnum en í bindind- ismönnum á tóbak. Bergling Felur njósnari sig í Vín? AUSTURRÍSK stjómvöld vísuðu í gær á bug fregnum einkasjónvarps- stöðvarinnar TV-4 í Stokkhólmi þess efnis að Stig Bergling, einn af um- svifamestu Sovétnjósnurum í Sví- þjóð, hefðist við í Vín. Bergling hlaut lífstíðarfangelsi árið 1979. Hann notaði tækifærið til að flýja 1987 er hann fékk að heimsækja eiginkonu sína án nokkurs eftirlits og er talið að þau hafí haldið til Moskvu. TV-4 sagði að þaðan hefðu hjónin farið til Vínar árið 1991. Hefði Bergling látið lækni breyta andliti sínu með skurð- aðgerð. Hvalveiðibann framlengt? TALIÐ er að bannið við hvalveiðum, sem staðið hefur í átta ár, verði fram- lengt á ársfundi Alþjóðahvalveiðir- áðsins í Kyoto í Japan. Margir telja einnig Iíklegt, að tillaga Frakka um sérstakt griðasvæði hvala við Suður- skautið verði samþykkt. Var hún fyrst um, að það gilti um alla fram- tíð en nú hafa þeir breytt henni og kveða á um 50 ár í staðinn. Boðar skatta- hækkanir EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, kynnti á mánudag áform ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum en í þeim felst m.a. öflun nýrra tekna. Verður þetta gert með hækkun tekjuskatta og auknum álögum á bensín og áfengi. Á móti ætlar stjórnin að reyna að örva ný- byggingar og lækka álögur á at- vinnulífíð. 202 fórust í eldsvoða, í leikfanga verksmiðju SLÖKKVILIÐSMENN að störfum í rústum leikfangaverksmiðju sem brann í útjaðri Bangkok í fyrradag. í gær höfðu björgunarmenn fundið lík 202 starfsmanna sem fórust í eldsvoðanum. Flest líkanna fundust í stiga sem hrundi undan þunga fólksins og á göngum að neyðarútgöngudyrum en í ljós hefur komið að þær voru læstar og komst fólkið því ekki út. Langflest fórnarlambanna voru konur. Engar brunabjöllur voru í verksmiðjuhúsunum og hermt er að öryggi þar hafi verið ábótavant. Eldsupptök voru ókunn. Strössner leyft að snúa heim úr útleg’ð Asuncion. Reuter. JUAN Carlos Wasmosy sagði eftir að hafa unnið sigur í forsetakosningunum í Paraguay á sunnudag að Alfredo Strössner, fyrrverandi einræðisherra landsins, væri heim- ilt að snúa heim úr útlegð. Strössner er áttræður og býr nú í búgarði í Brasilíu. Wasmosy er talinn einn af auðugustu mönnum Paraguay og auðgaðist einkum á opinberum fram- kvæmdum á valdatíma Strössners. Hann tók meðal annars þátt í byggingu risastórs raforkuvers við Parana-fljót, sem var á þeim tíma ein mesta opinbera framkvæmd í heiminum. „Hann getur snúið aftur í dag ef hann vill. Ef hann á í vandræð- um með dómskerfíð er það hans vandamál,“ sagði Wasmosy, sem leiddi Colorado-flokkinn til sigurs í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu á sunnudag. Þegar um 70% atkvæða höfðu verið talin hafði Wasmosy átta prósentustiga forskot á Domingo Laino, fram- bjóðanda Frjálslynda róttæka flokksins í forsetakosningunum. Nokkrum prósentustigum á eftir Laino kom Guillermo Caballero Vargas, frambjóðandi Þjóðarein- ingarflokksins, sem hafði verið spáð öruggum sigri í forsetakosn- ingunum. Strössner var við völd í Paragu- ay í 34 ár þar til honum var steypt af stóli í blóðugu valdaráni árið 1989 sem Andres Rodriguez, fyrr- verandi herforingi, stóð fyrir. Rodriguez fór með sigur af hólmi í forsetakosningum þremur mán- uðum síðar en studdi Wasmosy í kosningunum nú. Margir af nánustu samstarfs- mönnum Strössners voru leiddir fyrir rétt eftir valdaránið og dæmd- ir fyrir spillingu og mannréttinda- brot á valdatíma einræðisherrans, sem hefur þó ekki verið ákærður. Ríkissaksóknari Paraguay er nú að kanna lögregluskýrslu, sem gerð var opinber nýlega, þar sem fram kemur að Strössner lagði blessun sína yfir pyntingar og morð á pólitískum andstæðingum. Strössner stjómaði í skjóli hervalds og í nafni Colorado-flokksins, sem hefur verið við völd í Paraguay í 45 ár. Mótframbjóðendur Wasmosys, Caballero og Laino, sögðust ekki vilja tjá sig um niðurstöðu kosning- anna fyrr en lokaúrslitin lægju fyrir, en búist er við að það verði ekki fyrr en eftir tvær vikur. Colorado-flokkurinn við völd næstu aldirnar? Jimmy Carter, einn af 200 er- lendum eftirlitsmönnum sem fylgdust með kosningunum, sagði að fram hefðu komið vísbendingar um að her Paraguay hefði ekki látið af afskiptum sínum af stjóm- málum landsins. Lino Oviedo hers- höfðingi hafði látið svo um mælt að herinn myndi skerast í leikinn ef Wasmosy tapaði kosningunum. „Afskipti Oviedos af kosningunum em gróft brot á stjómar- skránni... Hótun hans nokkrum dögum fyrir kjördag um að herinn og Colorado-flokkurinn yrðu við völd í landinu næstu aldimar olli skiljanlega ótta um að herinn myndi ekki sætta sig við sigur stjórnarandstæðinga." Carter bætti við að fram hefðu komið vísbendingar um smávægi- legt misferli í kosningunum það hefði ekki haft áhrif á niðurstöð- una. Paraguay er fátækt landbúnað- arland. Ibúamir era 4,4 milljónir og þar af lifír helmingurinn undir fátæktarmörkum. PARAGUAY Efnt var til kosninga í Paraguay á sunnudag, fyrstu lýðræöislegu kosninganna í sögu landsins. ALMENNT.UM LANDIÐ Stærö: Höfu&borg: Mannfjöldi: Tungumál: Trú: 406.752 ferkm. Asuncion (700.000 íbúar) er eina stórborgin. 4,3 milljónir Um 40.000 indíánar, hlutfallslega ffeiri en í nokkru öðru riki Rómönsku Ameriku. Spænska (opinbert). Flestir ibúanna tala llka indíánamáliö Guarani. Kaþólikkar. REUTER 38 á Everest á eínum desi London. Reuter. ^ * BRESKUR fjallagarpur, Harry Taylor, komst einn síns liðs á tind Everest-fjallsins á mánudag og án þess að hafa súrefni meðferðis. Taylor er 33 ára og fyrrum liðs- maður víkingasveitá breska hers- ins, svonefndra SAS-sveita. Er þetta í fímmta sinn sem hann kemst á tind Everest, hæsta ijalls heims, en það er 8.846 metra hátt. Síðar í þessum mánuði, 29. maí nk., verða 40 ár liðin frá því Nýsjá- lendingurinn Edmund Hillary og nepalskur aðstoðarmaður hans, Tenzing Norgay, ^klifu Everest- tindinn fyrstir manna. Taylor gekk sömu leið og þeir. Frá því Hillary og Tenzing sigruðust á Everest hafa rúmlega 400 manns náð þeim áfanga einnig. Þó Taylor klifí einn síns liðs síð- asta spölinn og súrefnislaus, sem gerir afrek hans einstakt, voru aðrir ekki langt undan því alls komust 38 fjaliagarpar á tind Everest í fyrradag, sem er met. Meðal þeirra voru átta konur en í hópnum voru 21 útlendingur og 17 nepalskir menn. Auk Bretans Taylors voru þrír fjallagarpanna frá Bandaríkjunum en hinir voru frá Ástralíu, Indlandi, Nýja Sjá- landi og Suður-Kóreu. Fyrir ári komust 32 á tindinn á einum degi sem var met. Að þessu sinni verða farnir 18 leiðangrar á Everest eða fleiri en nokkru sinni fyrr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.