Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 -I Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Eiturlyf og afbrot - orsök og afleiðing Eiturlyf og afbrot tengd eit- urlyfjum eru hrikalegt og vaxandi vandamál hjá fjöl- mörgum þjóðum heims. ís- lendingar hafa ekki farið var- hluta af þeim vanda. Margt bendir þó til þess að enn geti illt versnað. Nútíma fjar- skipta- og samgöngutækni hafa galopnað leiðir fyrir hvers konar utanaðkomandi áhrif, ill sem góð, á íslenzkt samfélag. Melvin L. Tucker, lögreglustjóri í Tallahassee í Flórída, segir í viðtali við Morgunblaðið: „Nú þegar markaður fyrir eiturlyf er að mettast í Banda- ríkjunum og landamæri innan Evrópubandalagsins eru opn- ari en nokkru sinni fyrr, jafn- framt auknum fólksstraumi frá Austur-Evrópu, mega ís- lendingar eins og aðrar Evr- ópuþjóðir búast við því að inn- an nokkurra ára beri markaðs- sókn alþjóðlegra eiturlyfjasala árangur hér á landi. Það sem Bandaríkin eru að berjast við í dag geta íslendingar þurft að berjast við innan áratugar". Skylt er að staldra við þessi orð, þessa athyglisverðu við- vörun. Vonandi nær alvara hennar eyrum þjóðarinnar, al- mennings sem stjórnvalda. Reyndar eiga ráðleggingar lögreglustjórans í Tallahassee um viðbrögð gegn vandanum ekki síður erindi við okkur. Hann leggur megináherzlu á áð beina baráttu samfélagsins 'gegn afbrotum að orsökum ,glæpa, ekkert síður eri afleið- ingum. Hann staðhæfir að lyk- illinn að meiri árangri í barátt- unni gegn eiturlyfjum og af- brotum þeim tengdum verði aðeins sóttur í stóraukið for- varnarstarf. Orðrétt segir hann í viðtalinu við Morgun- blaðið: „Á liðnum áratugum höfum við [löggæzlan í Flórída] varið mestu afli okkar í að koma sem flestum afbrotamönnum undir lás og slá og ná að leggja hald á sem mest af eiturlyfj- um. Við héldum að með harð- ari lögum, fleiri lögreglu- mönnum, fleiri handtökum mætti leysa vandamálin og eyða eftirspurninni eftir eitur- lyflum í eitt skipti fyrir öll. Arangurinn er sá að öll fang- elsi okkar eru yfirfull en samt flæða eiturlyf yfir landið og glæpir eru meiri ógnun við velferð fólks en nokkru sinni fyrr“. Melvin L. Tucker frá Flórída, sem hér hefur verið vitnað til, kom hingað til lands í boði íslenzka dómsmálaráðu- neytisins, meðal annars til fyr- irlestrahalds um forvarnir og fyrirbyggjandi störf lögreglu. Það er ánægjulegt til þess að vita að hann gefur lögreglunni í Reykjavík góða einkunn. Hún er, að hans dómi, „mjög nú- tímaleg og framfarasinnuð í starfsháttum“. Og á hennar vegum er starfandi öflug for- varnardeild. Hér er sum sé vísir að öflugu forvarnarstarfi, sem mikilvægt er að efla og styrkja með öllum tiltækum ráðum. Undir það skal tekið að flytja þarf lögregluna nær fólkinu, eins og Melvin L. Tucker orðar það, meðal ann- ars með því að efla fræðslu í skólum, á vegum lögreglu og heilbrigðisstétta, um skaðsemi eiturlyfja. Skólar eru og eiga að vera farvegur fyrir fræðslu af þessu tagi, sem og um gildi háttvísi og holls lífsmáta fyrir velferð einstaklingsins og samfélagsins. Það er hins vegar ekki á færi lögreglunnar einnar að móta nægilega sterkt almenn- ingsálit gegn ógnum eiturlyfj- anna; að móta hollan lífsmáta einstaklinga og heildar. í þeim efnum þurfa öll þjóðfélagsöfl að leggjast á eitt. Það þarf að samvirkja heimili, félaga- samtök, fjölmiðla, löggæzlu og skóla í fyrirbyggjandi fræðslu. Sérstök ástæða er til að minna á áhrif sjónvarpsefn- is á lífsmáta fólks, ekki sízt barna og unglinga í mótun. Það þykir til dæmis næsta víst að síbylja ofbeldismynda í sjónvarpi víða um heim ýti undir afbrot, einkum meðal unglinga. Á sama hátt getur fræðandi og fyrirbyggjandi sjónvarpsefni byrgt ýmsa hættubrunna áður en ungviði í mótun falla ofan í þá. Það er ekki ástæða til að mæla með vettlingatökum á eiturlyfjaafbrotum; allra sízt á brotum þeirra, sem gera sér ógæfu annarra að gróðavegi. Það er á hinn bóginn ástæða til að vekja athygli á ráðlegg- ingum reynds lögreglumanns, sem hvetur fyrst og fremst til fyrirbyggjandi aðgerða í formi alhliða fræðslu um ógnir eitur- lyfjanna; hvetur til baráttu gegn orsökum glæpanna fremur en afleiðingum. Morgunblaðið/Emilía í heita pottinum ÞAU Guðjóna Eikon Friðriksdóttir, Tryggvi Blöndal, Anna Helga Sigurðardóttir og Krist- jana Þorsteinsdóttir í heitapottinum. Gleyma aldri og krank- leika í sundi ogleikfimi Söngkveðja Morgunblaðið/Kristinn KÓR félagsstarfs aldraðra syngur fyrir gesti í ráðhúsinu. Oldungar á Alþingi ELDRI borgarar heimsóttu Alþingi í gær, farið var í gönguferð, og sungið í ráðhús- inu auk annarra fastra liða Viku eldri borgara í miðborg Reykjavíkur, sem nú stendur yfir. Að sögn Valgerðar Þóris- dóttur í Borgarhúsinu var þátttaka góð. Valgerður sagði í samtali við Morg- unblaðið að um 50 manns hefðu sótt þinghúsið heim í gærmorgun í boði forseta Alþingis. Á boðstólum van kaffi og pönnukökur og gerðu gestir góðan róm að heimsókninni. Kl. hál- feliefu í gærmorgun var farið í hafn- argöngu ásamt Einari Egilssyni göngugarpi og slógust um 25 manns í förina með honum. Um eftirmiðdaginn söng Kór fé- lagsstarfs aldraðra hjá Reykjavíkur- borg í ráðhúsi Reykvíkinga undir stjóm Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Þá kom Ámi Björnsson þjóðhátta- fræðingur fram og Glímusamband Is- lands stóð fyrir glímusýningu. Vika eldri borgara Dagskrá dagsins Café París. Morgunkaffi frá kl. 9.30. Hótel Borg. Morgunkaffi frá ki. 9.30. Alþingishúsið. Heimsókn kl. 10.30 í boði forseta Alþingis. Fjöldi þátt- takenda er takmarkaður og verður að tilkynna þátttöku í síma 15560 eða 15565. Dómkirkjan. Helgistund kl. 14. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson pró- fastur. Hótel Borg. Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lifandi tónlist.. Café París. Eftirmiðdagskaffi kl. 15 með lifandi tónlist. Ráðhúsið. Dagskrá frá kl. 16. Jón- ína Jónsdóttir leikkona. Sverrir Guðjónsson kontratenór. Þjóðdansafélagið. Seljur. Kór Kvenfélags Seljasókn- ar, stjórnandi Kristín Pjetursdótt- ir, undirleikari Sigurbjörg Hólm- grímsdóttir. Kvöldganga frá Borgarleikhúsi kl. 20. Gengið hjá Tjörninni og um Hljómskálagarðinn. Fararstjóri Eggert Ásgeirsson skrifstofu- stjóri. EINBEITT og ákveðin bera þau fyrir sig spaðana um leið og þau taka hliðarspor í lauginn. Þetta er harður kjarni vistmanna á Hrafnistu sem lætur sig helst ekki vanta í sund og leikfimi tvisvar í viku og þá ekki endilega venjulega leikfimi heldur kín- verska leikfimi. Þau eru sammála um gildi líkamsræktar og vilja ekki missa niður tíma. „Einn þeirra sem stundar hér sund er 85 ára og hafði hann aldrei komið í sundlaug þegar hann kom til okkar í fyrsta sinn, en nú syndir hann baksund,“ sagði Lovísa Einarsdóttir leikfimikennari. Þegar spaðaæfingum lýkur taka við teygjuæfíngar og leikur með bolta. í vatninu eru allir léttir á sér þó svo þeir gangi við staf eða jafnvel í göngugrind dags dag- lega. Þá tekur nuddpotturinn við og spjall um daginn og veginn. Mikið á sig leggjandi Þau Guðjóna Eykon Friðriksdóttir, Kristjana Þorsteins- dóttir, Anna Helga Sigurðardóttir og Tryggvi Blöndal, segjast gleyma aldri og krankleika í sundinu tvisvar í viku. „Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og mikið á sig leggjandi til að komast í laugina," sagði Aðalheiður Benediktsdóttir. „Þetta er þriðja árið mitt og ég fínn mikinn mun á heilsunni." Hjá henni í nuddpottinum er Kristjana Bjamardóttir og sagðist hún eiga mun auðveld- ara með að hreyfa annan fótinn eftir áfall sem hún varð fyrir eftir að hún fór að æfa sig í vatninu. Ekkert þeirra kann að synda en þau hafa sigrast á vatnshræðslunni. Kínversk leikfimi LOVÍSA Elnarsdóttir leiðbeinir þeim Elínu Ólafsdóttur, Guðjónu Friðriksdóttur, Helgu Sigurðardóttur, Ellen Ólafsdóttur og Guð- mundi Sigurjónssyni í kínverskri leikfimi. Reynt að vekja áhuga Lovísa sagði að því miður næðist ekki til allra vist- manna en reynt væri að eftir fremsta megni að vekja áhuga þeirra á líkamsrækt. „Þetta er kynslóðin sem aldr- ei lagði stund á neina líkamsrækt og þess vegna er erf- itt að fá þau með en þau sem koma eru ákveðin og beita sjálfa sig mikillri hörku og ná ótrúlega góðum árangri," sagði hún. „Jafnvel svo góðum að þess eru dæmi að eftir mánaða þjálfun í göngu og leikfimi þá leggi menn frá sér göngugrind og staf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.