Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 Bjarnveig Bjarnadóttir ung störf hjá Bæjarsíma Reykjavík- ur, gekk svo að eiga Jóhannes Loftsson skipstjóra á Stýrimanna- stíg 5. Jóhannes vann skrifstofu- störf, hann var hið mesta glæsi- menni í sjón. Var eftir því tekið og um það talað hvað þau sem par voru samstæð og glæsileg á götum Reykjavíkur. Þau eignuðust tvo syni, Loft og Bjarna Markús, sem færðu þeim mikla hamingju sem börn og fulltíða menn. Báðir hafa þeir fetað sömu slóðina, hafa starf- að í áraraðir sem atvinnuflugmenn á erlendri grund. Bjarnveig og Jóhannes slitu sam- vistir, en árið 1952 gekk hún að eiga hinn mæta skólamann og námsstjóra, Snorra Sigfússon. Mun upphafið að þeirra kynnum hafa verið þeirra sameiginlegi vilji og áhugi til að vernda íslenska æsku frá óhollum áhrifum af öllu tagi,- en laða hana til menntunar og auk- ins manndóms. Fullyrða má að síð- ari maður hennar, Snorri Sigfússon, og allt hans mæta fólk, varð henni til mikillar gæfu og gleði meðan líf hans entist. í nóvember 1980 varð Bjarnveig fyrir þeirri sáru raun að fá alvar- lega aðkenningu af heilablóðfalli, sem leiddi til alvarlegrar lömunar og málleysis, en með undraverðum viljastyrk og sjálfsögun náði hún máli og að nokkru líkamsstyrk. Kom sér nú vel að á árum áður hafði hún komist í kynni við mikil- ^ mennið Ragnar Jónsson í Smára, meðal annars unnið að bókaþýðing- um fyrir hann og tókst með þeim og börnum hans traust vinátta. Má segja að þar hafi sannast máltækið „Vinur er sá sem í raun reynist". Edda Ragnarsdóttir og maður hennar Arni Guðjónsson lögfræð- ingur hafa verið hennar vökulu verndarar og styrku stoðir í stóru og smáu, sem meðal annars í fjar- veru sonanna hafa gert henni kleift að lifa lífi sem var hennar lífsmáti, að fylgjast með listalífi, menningar- straumum og hræringum þjóðlífs- ins. Og aftur fyrir tveimur árum varð hún fyrir áfalli af sama tagi, og alltaf var það Edda og hennar hjartarúm sem hjúkraði og vernd- aði. Allt horfði nú til bata og betri tíðar þegar kallið kom. Næst henni Eddu mun hún Sigga hans Axels uppeldisbróður Bjarnveigar hafa með sinni fórnarlund og þýða við- móti hjúkrað henni og stutt. Bjarnveig var góðum gáfum gætt, heijsteypt andlega og trú uppruna sínum. Á efri árum frænda hennar, Ásgríms málara, önnuðust þær frænkur hann, Bjarnveig og Guðlaug, mikið. Það var fyrst og fremst hennar verk að Ásgrímssafn var komið á framfæri til sýningar, og vann hún safni hans allt það er hún mátti og veitti því forstöðu um árabil. Hún hafði sjálf eignast í gegnum árin vandað málverkasafn, það safn færði hún Árnessýslu að gjöf þjóðhátíðarárið 1974, meðal annars til minningar um uppruna sinn, það skyjdi verða fyrsti vísir að listasafni Árnesinga. Henni var annt um þenna vísi og sýndi það í verki með frekari gjöfum. Samfelld samvera Bjarnveigar með sonum sínum rofnaði að nokkru vegna náms þeirra og atvinnu á erlendri grund, en hún var svo mikill íslend- ingur eins og Gunnar á Hlíðarenda forðum, þegar hann mælti til Kol- skeggs, „Hér vil ég lifa alla mína daga, alla sem guð mér gefur, far því vel bróðir og vinur“. Svo sannarlega naut hún sona sinna, þeir sáu vel fyrir öllu, sköff- uðu henni húsnæði sem hentaði, með fullkominni þjónustu. Og gerðu henni kleift að eiga húseignina, ein- býlishúsið á Stýrimannastíg 5, ætt- arheimilið með gögnum og gæðum, og njóta þess þegar það átti við. Á hverju ári fór hún, þrátt fyrir fötlun- ina, til dvalar hjá þeim um jól og að sumri. Til Frakklands, Englands og Bandaríkjanna. Loftur á franska konu og eina dóttur. Bjarni Markús á enska koriu og tvö börn. Við ættingjar Bjarnveigar kveðj- um hana með mikilli virðingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfir skyggja mína sæng. (M. Joch.) Jón Ingvarsson, Skipum. Góð vinkona er látin. Hugur minn reikar yfir langa ævi því að við höfum þekkst frá barnsaldri og ávallt verið bundnar sterkum vin- áttuböndum. Eg undrast hve vin- átta okkar var ætíð snurðulaus, trygg og föst fyrir. Bjarnveig Bjarnadóttir hafði mjög fastmótaða skapgerð. Hún var viljasterk og svo áhugasöm um ýmis málefni sem sóttu á huga hennar, að undrun sætti. Oft virt- ust viðfangsefni hennar vera tor- leyst, en hún hætti ekki við þau fyrr en þau voru komin í höfn. Bjarnveig var Reykjavíkurstúlka. Hún var einkabarn foreldra sinna. Móðir hennar var Guðlaug Hannes- dóttir frá Skipum í Stokkseyrar- hreppi, en faðir hennar var Bjami Bjarnason málari frá Þykkvabæ í Landbroti. Fósturbróðir hennar, Axel Bjarnason og Siguijóna eigin- kona hans, reyndust Bjarnveigu alla tíð frábærlega vel. Ung giftist hún Jóhannesi verzl- unarmanni, Loftssonar skipstjóra frá Bollagörðum á Seltjarnamesi. Saman eignuðust þau tvo drengi, Loft og Bjarna Markús, sem báðir eru atvinnuflugmenn og starfa er- lendis. Þau slitu samvistir. Þá varð Bjarnveig ein með drengina sína unga. En það var hennar lán að hún bjó í sama húsi og foreldrar hennar og naut hún þar í ríkum mæli kærleika og umönnunar Guð- laugar móður sinnar, sem sannar- lega var hin góða amma á heimilinu. Bjarnveig var vel greind kona. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Áhugamál hennar voru mörg, en helst tel ég þau hafa ver- ið á sviði myndlistar, tónlistar og ferðalaga, sem hún stundaði af kappi lengi. Bjarnveig átti stóran hóp góðra vina sem aldrei brást. Þar vil ég nefna fjölskylduna á Húsafelli, Ásgrím listmálara Jóns- son og Ragnar Jónsson. Seinna varð Edda Ragnarsdóttir stoð henn- ar og stytta. Bjamveig starfaði hjá Helgafelli í mörg ár við prófarkalest- ur og vélritun. Og hjá Ásgrími vann hún líka um árabil, aðstoðaði hann á ferðalögum er hann var að mála. Hún varð forstöðukona við Ásgríms- safn frá stofnun þess í 20 ár, og þar vann hún mjög merkilegt starf. Árið 1952 verður mikil breyting á högum Bjarnveigar þegar hún giftist Snorra Sigfússyni náms- stjóra frá Akureyri. Þetta var mikil hamingja fyrir heimilið, ekki hvað sízt fyrir Bjarna Markús, sem þá var 13 ára gamall. Með Snorra eign- aðist Bjarnveig stóra fjölskyldu, sem var henni alla tíð mjög kær. Nú tóku við góð og hamingjurík ár. Synirnir höfðu stofnað heimili í Englandi og Frakklandi. Barna- börnin fæddust og urðu henni mikl- ir gleðigjafar. Eftir fráfall Snorra 1978, heimsótti Bjarnveig syni sína oft, og um hver jól var hún ýmist í London eða Frakklandi. Hún var sonum sínum góð móðir og þeir mátu hana mikils og sýndu það í verki. Bjarni Markús er kvæntur enskri konu, sem heitir Olivia og eiga þau tvö börn, dreng og stúlku. Sophie eiginkona Lofts er frönsk og eiga þau eina dóttur barna. Eins og segir hér að framan var myndlistin helzta áhugamál Bjarn- veigar. Ásgrímur frændi hennar kenndi henni að meta góða list. Snemma tók hún að safna málverk- um eftir nokkra af fremstu mynd- listarmönnum þjóðarinnar. Það var undrunarefni hve miklu hún kom í verk í þeim efnum. Hún ánafnaði Árnessýslu safnið til minningar um móður sína, og 1963 var myndunum komið fyrir í Safnahúsinu á Sel- fossi. Árnesingar sýndu henni þann sóma að láta Siguijón Ólafsson gera bijóstmynd af henni, sem nú prýðir safnið. Ásgeir forseti sæmdi hana riddarakrossi fálkaorðunnar. Bjarnveig átti fagurt heimili á Stýrimannastíg 5. Það var yfir því menningarlegur blær. Það var prýtt fögrum listaverkum, bókum og hannyrðum móður hennar. Þar var oft gestkvæmt og rætt af kappi um menn og málefni. Þaðan á ég marg- ar góðar minningar. Fyrir fáum árum fluttist Bjarnveig að Vestur- götu 7 í nýja íbúð sem Loftur sonur hennar gaf henni. Ég heimsótti vinkonu mína laug- ardaginn fyrir páska. Við sátum lengi og spjölluðum. Hún sagði mér frá barnabörnunum og henni fannst tíminn líða fljótt því nú væri sonur Bjarna búinn að fá bílpróf. Við töluðum aftur saman í síma sunnu- daginn 25. apríl. Þá sagðist hún vera að fara í fermingarveizlu drengs sem ber nafn þeirra beggja, Snorra og hennar. Hún hlakkaði tií að hitta fjölskylduna og gleðjast með henni. Daginn eftir var hún öll. Með Bjarnveigu Bjarnadóttur er góð kona og merk gengin. Guð láti henni raun lofi betri. Katrín Helgadóttir. t Sambýliskona mín og móðir okkar, ALICE FOSSÁDAL, Víftihlíð, Grindavík, andaðist 9. maí á sjúkradeild Víðihlíðar. Ragnar Magnússon, Ragna, Rannvá, Atli, Helgi og Ásla Fossádal. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN MAGNEA GUÐMUNDSDÓTTIR, Stórholti 28, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 11. þ.m. Haukur Helgason, María Kristoferssen, Nanci Arnold Helgason, Steen Kristoferssen, Mikael Kristoferssen, Daniel Kristoferssen, Robert Kristoferssen. t Hjartkær móðir okkar, VIGDÍS BENEDIKTSDÓTTIR, Hrafnistu, Laugarási, lést í Landspítalanum mánudaginn 10. maí. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarndis Albertsdóttir, Margrét Albertsdóttir, Snjáfríður Árnadóttir. t Móðir mín, dóttir og systir, ERNA JAKOBSDÓTTIR aðstoðarlyfjafræðingur, Kotárgerði 10, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið og Zontaklúbb Akureyrar. Ólöf Jakobína Þráinsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hrefna Jakobsdóttir. t Systir okkar, fóstursystir og mágkona, SÓLVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, Kleppsvegi 40, lést í Borgarspítalanum föstudaginn 7. maí. Loftur Þorsteinsson, Erna Matthíasdóttir, Leifur Þorsteinsson, Friðrika Geirsdóttir, Helga Snæbjörnsdóttir. t Eiginkona mín, ODDA MARGRÉT JÚLIUSDÓTTIR, Helgamagrastræti 48, Akureyri, lést á heimili okkar þriðjudaginn 11. maí. Jón Laxdal Halldórsson. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir, mágkona og amma, HALLDÓRA HELGADÓTTIR, Bólstaðarhlíð 62, sem lést 1. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudag- inn 13. maí kl. 15.00. Fríða S. Haraldsdóttir, Hólmfríður Helgadóttir, Kristín Helgadóttir, Þrúður Helgadóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Sigurbjörn Helgason, Guðrún Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson, Óskar Einarsson Helgi Sigurbjörnsson. t mai Eiginkona mfn, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÚLÍA G. GÍSLADÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 14 kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast henn ar, er bent á líknarfélög. Guðni Guðmundsson, Ingvi Guðnason, Hulda Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.